Norðurslóð - 17.12.1979, Side 2
KRISTJÁN ELDJÁRN:
Blíðviðrisdagur á hausti
Það líður á ævina og minningar
koma. Minningarúrbernsku og
æsku, þegar lífið var einfalt,
tryggt og gott. Minningar um
unaðsdaga, vetur, sumar, vor
og haust, og þó fremur öllu
haustdaga, eins og þeir voru
stundum langtímum saman fyr-
ir norðan. Lognkyrrir sóldagar,
þegar allt hvíldist, náttúran
sjálf, sem var að búa sig undir
vetur, og bændafólkið, sem vissi
að vel var heyjað, fé komið af
fjalli og allt tilbúið að taka móti
hverju sem var. Fólkið hvíldist
en þó ekki við iðjuleysi, heldur
við hæglátt dútl haustsins og
rósemd hugans. Allt var tryggt,
ekki þurfti að hamast, tilvalið
að dytta að. laga og bæta þetta
eða hitt. Það var mikil lífs-
nautn.
Á einum slíkum haustblíðu-
degi segir faðir minn við mig,
ellefu ára snáða og lítinn eftir
aldrei:
,,Ég ætla að senda þig ofan á
Dalvík, Danni minn, og vita
hvort ekki er hægt að fá í soðið
hjá honum Balda gamla. Þú
ferð á honum Litla-Brún og
reiðir undir þér pokana ef þú
færð eitthvað. Það væsir ekki
um ykkur í þessari guðs bless-
aðri blíðu.“
Ég var þaulvanur hestum,
meðal annarra Litla-Brún, sem
var einn af félögum bernsku
minnar, en ekki höfðum við
börnin ástríki á honum, eins og
t.d. Blesa gamla, sem umgekkst
börn eins og nærgætin fóstra.
Litli-Brúnn var ekki vondur, en
hann yar ekki mannelskur og
enn síður barnelskur, og verst
var að hann var viðkvæmur á
taugum, í einu orði sagt: hann
var hvumpinn. Þetta vissi ég vel,
en var þó hvergi smeykur við að
fara til Dalvíkur á þeim brúna,
heldur lagði ótrauður af stað í
þessa haustferð í heimilisins
þágu.
Allt gekk vel á leiðinni ofan
eftir. Ég hitti Balda gamla, fékk
soðninguna, og hann lét hana
haganlega í tvo poka, sem hann
lagði þvert yfir hnakkinn,
óbundna en í jafnvægi niður á
bæði hnakklöfin, setti mig svo
ofan á alk samaan og bað fyrir
kveðju fram eftir.
Og við Litli-Brúnn lögðum af
stað heim á leið. Ég gladdist í
hjarta mínu yfir björginni sem
ég reiddi undir mér og allt var
yndi á himni og jörðu. Ég fór
fetið ekkert lá á, enda óviturlegt
að láta skokka með lausa
fiskpoka undir sér í hnakkn-
um.
Fyrir neðan Hrappstaði var
Gultjörnin fast neðan við veg-
inn, díki sem sagt var botnlaust,
þótt hófsóleyjar hefðu þar
bólfestu. Mér stóð alltaf stugg-
ur af Gultjörn þegar ég var
barn, því ég þóttist viss um, að
sá, sem í hana dytti, hvort sem
var maður eða skepna, mundi
sökkva á kaf og aldrei koma
upp aftur.
Um þetta var ég að hugsa
þegar Litli-Brúnn fer allt í einu
að hlaupa. Ekki tókst mér að
halda aftur af honum, heldur
jók hann ferðina, enda slettust
nú fiskpokarnir til og frá á
síðum hans. Von bráðarvarðég
gagntekinn þeirri vissu að ég
hlyti að detta af baki. Það brást
ekki heldur. Fyrst brokkaði sá
brúni, síða.n fór hann að stökkva
og þá gaf ég upp alla tilburði til
að halda mér í hnakknum,
steyptist síðan af baki og þar
næst pokarnir með fiskinum.
2 - NORÐURSLÓÐ
En Brúnn hélt sprettinum upp
litla brekku, sem liggur upp á
Holtsmóana, þar sveigði hann
út af brautinni og hljóp niður
eftir móbarðinu. Þar stansaði
hann, en ég staulaðist á fætur,
ómeiddur með öllu en hálf-
volandi, og fór að stumra yfir
fiskpokunum. Sá ég fljótt, að ég
mundi ekki hjálparlaust ná
hestinum, láta upp pokana og
komast á bak á Litla-Brún, svo
viðkvæmur sem hann var.
Áhyggjuþungur og hálfsneypt-
ur fór ég að hugsa mitt ráð. En
mikil var blessuð blíðan.
Þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Hver kemur ríð-
andi framan að annar en
Magnús í Koti, bóndinn á
fremsta bænum í Svarfaðardal,
með kreppta fætur í stuttum
ístaðsólum og berjandi fóta-
stokkinn sem ákafast. Hann
,,Já, þú getur trútt um talað,“
segir Magnús. ,,Lengi hef ég nú
vitað að þú varst illa innrættur,
en að þú værir annað eins
varmenni, það hefði mér aldrei
dottið í hug. Að senda blessað
barnið til Dalvíkur á þessu
bölvuðu villidýri og ætlast til,
að drengurinn reiddi stóreflis
fiskpoka undir sér alla leið fram
í Tjörn. Það er sannarlega ekki
þinni dyggð að þakka, að ekki
brotnaði hvert bein í barninu og
þín vegna hefði hann allt eins
getað verið dauðrotaður.“
„Naumast er að þú vandir
mér kveðjurnar'V segir faðir
minn, „eða ertu kannski að telja
það eftir þó þú hjálpaðir
drengnum á bak. Kannski líka
þetta séu þakkirnar fyrir natrón
ið, sem ég gaf þér hérna í sumar,
þegar þú komst heim til mín og
varst að drepast úr brjóstssviða
, w
Dalabóndinn með trússahestana.
svo þú gast varla hangið á
hestinum.“
„Já, já, gat verið“, sagði
Magnús. „Ætlarðu nú að bæta
gráu ofan á svart með því að sjá
eftir þessari hungurlús af
natróni, sem þú gafst mér.“
Mér leist ekkert á blikuna. En
í þessum orðum fara báðir að
skellihlæja og þá vissi ég hvað
klukkan sló. Karlarnir veltast
um af hlátri svo að tárin renna
úr augunum, síðan þurrka þeir
Tjörn í Svarfaðardal, skömmu fyrir 1930. Lambhúsið næst til vinstri.
nálgaðist óðum og sér fljótt
hvað um er að vera, hestinn úti í
móum og mig að baksa við
fiskpokana á brautinni. Hefur
hann nú hröð handtök, nær
hestinum og róar hann, herðir á
gjörðinni, kemur pokunum hag
anlega fyrir í hnakknum, hjálp-
ar mér síðan á bak, biður mig að
fara nú varlega, og síðan
kveðjumst við með virktum og
fór hvor sína leið.
Og áfram héldum við Litli-
Brúnn og bar ekki til tíðinda.
Komumst við heilu og höldnu
heim með fiskinn, og sagði ég
söguna af óhappi mínu og góðri
hjálp Magnúsar í Koti við mig.
Faðir minn var suður og upp
við lambhús að gera fyrir hey,
það var eitt af haustverkunum,
að ganga frá, laga til, búa heyið
undir vetur. Fór ég að hjálpa til,
bera að torfuskekla og steina
og taka þátt í verki eftir því sem
vit og kraftar leyfðu. Mér leið
vel, búinn að ljúka trúnaðar-
starfi mínu og komast heill heim
í öryggið, friðinn og haustdýrð-
ina. Og leið nú dagurinn og sól
fór að ganga til viðar.
Þá gerðist það, að maður
kemur ríðandi neðan að og
lemur fótastokkinn: Magnús í
Koti að koma úr kaupstaðnum.
Þegar hann kemur á móts við
lambúsið víkur hann hesti af
vegi og ríður til okkar. Snarast
þar af baki, kastará okkur
kveðju.
„Æ, komdu blessaður, Magnús
minn,“ segir faðir minn, „og
þakka þér innilega fyrir hvað
drengilega þú hjálpaðir strákn-
um. Það hefði orðið heldur lítið
úr honum, ef þú hefðir ekki
komið til hjálpar.“
sér stynjandi um augun, setjast,
fá sér í nefið, spyrjast almæltra
tíðinda, fara með gamanmál
eða alvöru eftir atvikum, meðan
sólin lækkar á lofti og býst til að
hverfa bak við fjallið.
En Magnús á langa leið fyrir
höndum fram í Kot og má ekki
tefja lengi. Hann stendur upp,
kyssir pabba fast og lengi og
segir:
„Vertu blessaður, Þórarinn
minn, og guð blessi þig fyrir allt
gott.“
„Já, vertu ævinlega blessað-
ur Magnús minn“, segir faðir
minn „og ég þakka þér aftur
fyrir strákinn og alla vináttu
fyrr og síðar og guð veri með
þér.“
Og enn kyssast karlarnir.
Dalabóndinn stígur á bak og
skokkar af stað, fæturnir
berjast við síður hestsins eins og
vængir á fugli, þar sem hann
fjarlægist óðum suður brautina.
Eftir stöndum við feðgar með
hlýju vináttunnar í huganum,
léttir í skapi, röltum síðan heim.
Góður dagur er að kvöldi
kominn. Faðir- minn gáir til
veðurs, það lítur út fyrir að
blíðan ætli að haldast.
Drengurinn sefur vært í ljúfu
skjóli foreldrahúsanna. Minn-
ingin lifir í huga hans, og mun
lifa með honum meðan hann
sjálfur lifir og veit til sín. Ein
minning af mörgum, einn blíð-
viðrisdagur á hausti norður í
Svarfaðardal.
Kristján Eldjárn.
Óskum Svarfdælum í bæ og byggð
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs
með
þökk
fyrir
ánægjuleg
viðskipti
/
a
árinu
1979.
Svarfaðardalur Ásgríms Jónssonar (frummynd)
Gjöf Snorra Sigfússonar fv. námstjóra til Sparisjóðs Svarfdæla
TOSgarisióöur&atóœla