Norðurslóð - 17.12.1979, Blaðsíða 4
Stefán Björnsson.
I 8. tölublaði var spurst fyrir
um afdrif gömlu dráttarvélar
Búnaðarfél. Svarfdæla. Sagt
var, að hún hefði verið keypt
1930. Hið rétta er þó, að hún
kom hingað ári síðar. Þetta
hefur orðið Stefáni Björns-
syni fyrrverandi plæginga-
manni og bónda á Grund
tilefni til neðanskráðrar frá-
sagnar.
Það er alltaf leiðinlegt að
vera staðinn að ónákvæmni,
í frásögn þótt það hendi
margan manninn. Það er þó
bót í máli þegar slíkt hefur í
för með sér svo bráðskemmti
legan eftirmála sem hér er
raunin á. - H.E.Þ.
Síðari hluta sumars 1925
komu í fyrsta sinn í Svarfaðar-
dal vanir plægingamenn með
fulltamda plóghesta. Þetta voru
þeir Kristinn Guðmundsson,
seinna bóndi á Mosfelli í Mos-
fellssveit og Páll Sigurðsson,
búnaðarmálastjóra.
Svarfdælskir bændur höfðu
áður sléttað allmikið í túnum
sínum með undirristuspaðan-
um, og höfðu þá eitthvað borið
við að plægja ofanafrist flög,
með óvönum hestum og óvön-
um manni.
Heyrt hef ég sagt að plóg hafi
verið brugðið í flagmóana fyrir
ofan Dalvíkina (Böggvisstaða-
móa) með lélegum árangri, og
gerðist það áður en hér er
komið sögu.
Vorið 1930 eru fluttar inn
nokkrar amerískar dráttarvél-
ar, (og voru kallaðir traktor-
ar). Mér er sagt að Hermann
Jónasson hafi staðið að þess-
um innflutningi, og hefursenni-
lega haft sér til fulltingis ein-
hverja af starfsmönnum Búnað-
arfélags íslands. öllum þessum
mönnum var það vel ljóst, að
íslenskir bændur voru mjög illa
á vegi staddir í ræktunar-
málum. í flestum sveitum lands-
ins var túnþýfi ótrúlega mikið,
þannig að segja mátti að ekki
væri farið að slétta eina einustu
þúfu á mörgum jörðum. Vél-
arnar áttu að gefa bændum tæki
færi, ekki einungis til að slétta
túnþýfið, heldur til að brjóta
nýtt land til ræktunar á hrað-
virkari hátt.
Rúts þáttur Þorsteinssonar
Tvær af þessum vélum komu
í Eyjafjarðarsýslu. Önnur fór
fram fyrir Akureyri, en hina
keypti Rútur Þorsteinsson, síð-
ar bóndi í Engimýri í Öxnadal.
Vél Rúts vann meðfram Eyja-
firði að vestan og alla leið út í
Svarfaðardal. Hafði hún mikið
verkefni og vann nótt og dag.
í Svarfaðardal mun hún hafa
komið um mánaðarmótin júlí-
ágúst. Mestu erfiðleikar Rúts
voru vegleysurnar. T.d. hér í
Svarfaðardal var þannig ástatt,
að brúin undan Árgerði var
komin fyrir 2 árum, enginn
vegur frá henni að austanverðu
og enginn vegur um allan aust-
urkjálkann.
Brýrnar inni í dalnum voru
trébrýr, byggðar fyrir aldamót
og ekki færar slíkum tækjum.
Þessi nýja brú við Árgerði var
því eina brúin sem unnt var að
4 - NORÐURSLÓÐ
Þegar Surtur kom
í Svarfaðardal
aka vélinni yfir. Rútur vardug-
legur maður og þrátt fyrir
vegleysur fór hann um megin-
hluta sveitarinnar. Sá er hér
segir frá, fór í slóð Rútssumarið
eftir, og sá hvar hann hafði farið
og voru það vægast sagt trölla-
vegir. Mjög var um þessa nýju
tækni talað og þótti öllum
mikið til koma, og sannleik-
urinn er sá, að þrátt fyrir
erfiðleika og fátækt, þá lyftist
brúnin á mörgum bóndanum,
við að sjá þessi nýju vinnu-
brögð.
„Surtur kom sunnan“
Eftir að Rútur var farin
héðan haustið 1930 með vél
sína, tóku forystumenn svarf-
dælskra bænda að ræða um
það. að Búnaðarfélag Svarf-
dæla þyrfti að eignast slíkt tæki.
Eftir allmiklar umræður og
vangaveltur, mun hafa verið
ákveðið rétt fyrir jólin, að
kaupa dráttarvél með tilheyr-
andi tækjum, sem gæti komið
næsta vor.
Að sönnu var enginn pening-
ur til fyrir slíku tæki., en í
sambandi við þennan innflutn-
ing hafði ríkið stofnað sjóð, sem
mig minnir að héti vélasjóður.
Tilgangur sjóðsins var sá, að
lána búnaðarfélögum hinna
ýmsu sveitarfélaga fé til drátt-
arvélakaupa. Lánsfjárupphæð-
in var svipuð og verð dráttar-
vélarinnar sjálfrar, en fé til
kaupa á tilheyrandi tækjum
varð að koma annars staðar frá.
Vorið 1931 þegar vitað varað
umrædd vél væri komin til
Reykjavíkur, búið að taka hana
úr umbúðum og setja hana
saman, þurfti að ákveða hvar
hentugast myndi að taka hana í
land, hér við Eyjafjörð. Akur-
eyri var eins og ætíð, ágæt höfn,
og þar þurfti ekki annað en setja
hana beint úr skipinu á haf-
skipabryggjuna.
Nú náði akvegur ekki lengra
en út að Fagraskógi. Árskógs-
strönd var veglaus og enginn
vissi hvar Rútur hafði farið vfir
Þorvaldsdalsá. Sumir sögðu
niður við sjó, en aðrir sögðu
langt inn í dal. Það varð því að
ráði að fá vélina sjóveg hingað
til Dalvíkur, og freista þess að
koma henni hér á land.
Erfið landtaka
Svo var það eitt vorkvöld í
blíðskaparveðri, að einn Foss-
inn liggur djúpt út af Böggvis-
staðasandi. Skipið var með
dráttarvélina á dekkinu, og nú
blasti það verkefni við að koma
henni í land. Á þessum tíma var
Þorsteinn Jónsson afgreiðslu-
maður Eimskips hér á Dalvík.
Hann átti uppskipunarbát í
stærra lagi, kallaður norski bát-
urinn. Bátur þessi var þannig
byggður að þiljað var yfir
kjalsogið, og var því pallur í
botni hans. Á þessum palli átti
nú vélin að standa og snúa aftur
og fram í bátnum. Tveir menn
voru undir árum og Þorsteinn
stóð sjálfur á pallinum hjá
vélinni, þegar búið var að hífa
hana niður í bátinn.
Þetta var á kvöldflóðinu,
engin tæki í landi til að hífa
vélina upp úr bátnum, þess
vegna tilgangslaust að fara upp
að bryggju, heldur var bátnum
róið upp í sandinn. Sjór var
sléttur og landtakan tókst vel.
Báturinn tók niðri í sandinum,
þar voru til taks 4-5 menn, sem
studdu við bátinn, svo hann
færi ekki á hliðina. Þannig var
beðið, meðan sjórinn féll út
undan bátnum.
Ekki er því að neita að mikið
veltum við vöngum yfir því,
meðan sjórinn fjaraði út, hvern-
ig við ættum að ná vélinni út úr
bátnum, án þess að skemma
hann. Þessar vélar voru mjög
stöðugar og þoldu mikinn halla,
því þyngdin var mest á botn-
inum, en yfirvigt lítil.
Þegar sjór var nokkurnveg-
inn fallinn undan bátnum, höll-
uðum við honum svo mikið sem
mögulegt var, án þess að vélin
rynni út í síðuna, létum svo
timbur inn að hjólum á vélinni.
Náði þetta timbur upp á borð-
stokkinn. Með vogastöng gát-
um við svo lyft vélinni, fyrst að
framan upp á timbrið, síðan að
aftan. Var það okkur erfitt, því
afturendinn var svo þungur.
Þannig færðum við hana smám-
saman út yfir borðstokkinn í
sandinum. Að þessu vorum við
alla nóttina, og rétt fyrir fóta-
ferðatímann var Surtur keyrður
fyrir eigin vélarafli upp á
kambinn fyrir austan Þorsteins-
húsið, eins og það var kallað í
daglegu máli, og þar með var
hann kominn í Svarfaðardal....
Og svo hófst starfið
í ýmsum æfintýrum lenti
Surtur á ferðalagi sínu um
sveitina þetta fyrsta sumar. En
aldrei fór hann af hjólunum, þó
litlu munaði stundum. En árnar
voru honum erfiðastar. Þá var
ekkert til bjargar nema vog-
stöngin og hvílupunkturinn.
Það er ótrúlegt nú á dögum að
vogstöng og hvílupunktur væri
ekki allstaðar til, eða eitthvað,
sem nota mátti í þá hluti, en svo
var nú ekki ætíð.
Því var trékassinn utan af
skilvindunni hans Rögnvaldar í
Dæli, hreinasti kjörgripur nótt
eina í Skíðadalsánni á Dælis-
eyrum. Nokkrum dögum síðar
reif Surtur þýft land á Dælis-
engjum með þeim ágætum, að
dómi bóndans, að brennivíns-
glasið kom út úr skápnum að
skilnaði.
S iglufjarðarförin
Hættulegasta atvikið sem
kom fyrir Surt á hans fyrstu
misserum hér, gerðist vorið
1932. Þá hékk hann í bómuvír
póstbátsins yfir hafnarbakk-
anum á Siglufirði. Vírinn slitn-
aði, að vísu var fallið ekki hátt.
en viðbrögð skipstjórans sýndu
alvöru augnabliksins. Surtur
stóð á hjólunum á bakkanum
og þegar gengið var í kringum
hann sást ekkert á honum, utan
það að lakkið á miðjum fram-
draganum hafði svolítið
sprungið. í gang fór vélin á
fyrsta hálfsnúning og í gegnum
síldarbæinn var hann keyrður,
til mikillar ánægju fyrir ungu
kynslóðina, sem aldrei hafði séð
slíkt farartæki. Aftur á móti var
förin lögreglunni til lítillar
gleði, sem varð að fylgjast með
hópnum.
Áfangastaður var Mjólkurbú
Siglfirðinga á Hóli, þangað var
komið um kvöldið.
Daginn eftir átti að hefja
vinnu með vélinni. En þegar
farið var yfir fyrstu þúfuna, sem
á vegi hennar varð, vallt annað
framhjólið undan henni. Öxull-
inn í hjólinu var brotinn.
Skemmdirnar voru því meiri en
maður hélt. Ekkert varastykki
var til í landinu, en slyngur vél-
smiður á Siglufirði sauð öxul-
inn saman og tókst það svo vel í
annarri tilraun, að það dugði
alla vertíðina. Varaöxullinn
kom seint um haustið.
Hann var ekki lánlaus, Surt-
ur, því hvað hefði gerst, ef
bómuvírinn hefði slitnað morg-
uninn, sem skipið tók hann
hérna við gömlu Bjarma-
bryggjuna? Þá hugsun hef ég
aldrei þorað að hugsa til enda.
BIRNA FRIÐRIKSDOTTIR:
Við áramót
Litadýrðin leikur
í ljósum áramóta.
Ánægjunnar allir
við elda þessa njóta.
En oft er skammvinnt skinið
og skuggi á tjaldið málar.
Því gleðin sanna er gefin
frá geislum eigin sálar.
Áhugalaus aldrei
eigum hér að vaka,
eða aringlæðum
að eigin köku raka.
Ef enginn ber á eldinn
efni í nýjar glóðir,
brennur allt til ösku,
allir tæmast sjóðir.
Vandamálin víða
á vegi okkar standa.
Ef höldum höndum saman
hræðumst engan vanda.
Leggjum ljós og gleði
og líf í athöfn hverja,
það beinir okkar báti
boðans milli og skerja.
Hvert áratak sem endar
í eilífð tímans rennur.
Kyndill kærra stunda
í kvöld til ösku brennur.
Árið út er runnið.
Aftur ljómar dagur.
Við biðjum þess hann brosi
bjartur, heiður, fagur.
Menn fylgja stormi og straumi,
standa hvergi á verði.
Bera enga ábyrgð
að þótt skuldir herði.
Sóa meiru og meiru,
marka dýpri slóðir.
Lifa hærra og hærra,
horfa á aðrar þjóðir.
Það gleymist oft sem okkar
afar nefndu dyggðir,
að færa dug til frægðar,
fegra og auðga byggðir.
Að vaka og standa á verði
vinnulangan daginn,
og bera fyrir brjósti
bús- og þjóðarhaginn.
Vöðum ekki í villu,
til vinnings saman stöndum.
Fjölda af verkum færum
framtakssömum höndum.
Opnist blindra augu,
uppljúkist hvert hjarta,
svo öll við lítum ljómann
af landinu næturbjarta.
Ég bið þig, guð, að gefa
gleði á nýju ári.
Að þerra tregatárin,
taka kvöl úr sári.
og þinn kærleikskraftur
kveiki von og hlýju.
Beri landsins byggðum
birtu á ári nýju.
Birna Friðriksdóttir.
Dalvíkingur
r
forseti Islands-
deildar Kiwanis
Frá Chicago í Bandaríkjunum
barst blaðinu nýlega meðfylgj-
andi mynd og fylgdi henni
svofelldur texti ásamt með ósk
um að hvortveggja yrði birt í
,,héraðsblaðinu.“
Hilmar Daníelsson, Dalvík
íslandi, forseti íslandsdeild-
ar Kiwanishreyfingarinnar með
tekur heillaóskir alþjóðaforset-
ans Mark A. Smiths Jr. Atlanta
Georgia við afhendingu á skír-
teini um kjör hans til starfsins
þann 29. september á ársþingi
hreyfingarinnar í Chicago.