Norðurslóð - 17.12.1979, Blaðsíða 3
Haustið 1953 hafði verið heldur
rysjótt, sérstaklega til sjávarins.
Þetta haust var ég stýrimaður á
v/b Bjarma EA 760, sem var 50
tonna bátur. Bjarmi var gerður
út á línuveiðar og róið héðan
heimanað. Nokkra daga af
þessari vertíð fórum við þó með
smásíldarnót inn á Eyjaíjörð en
fengum lítið og var þeirri veiði
hætt fljótlega og byrjað með
línu aftur. En svo óstillt var að
aðeins eina vikuna komumst
við fjóra róðra í röð, án þess
landlega yrði á milli. 10 dögum
áður en róður sá var farinn sem
ég ætla að segja frá varð stórslys
á Grundarfirði þegar v/s Eddu
hvolfdi, þar sem hún lá fyrir
föstu í SV roki og fórust af
henni 9 menn af 17. Edda var
182 tonn að stærð. Hún náðist
upp aftur seinna en það er önn-
ur saga.
Eins og áður er sagt vorum
við á línuveiðum á Bjarma. Við
komum úr róðri með 5 tonn
miðvikudaginn 25. nóvember
og var róið strax aftur. Veður
var SV kaldi og veðurspá: lægð
vestur af landinu á hreyfingu
NNA. En seinna kom í ljós að
lægðin hreyfðist SSA og gekk
veður í NA i staðinn fyrir SV.
Ég vil geta þess áður en lengra er
haldið að áhöfn á Bjarma voru
fjórir menn: Jóhannes Jónsson
skipstjóri, Sigvaldi Stefánsson
I. vélstjóri, Stefán Stefánsson
II. vélstjóri og ég. Allt voru
þetta þaulvanir menn og á besta
aldri. I þennan róður var farið
aftur á sama stað og línan lögð,
en það var á fremra Skaga-
grunni. Við fengum gott við að
leggja línuna en á baujuvakt-
inni fór áð kalda NA.
Eitthvað mun skipstjóri hafa
verið var um sig, því byrjað var
að draga fyrr en áætlað hafði
verið. Byrjað var að draga í
myrkri eins og venja var og var
þá dregið og unnið við ljós. Þar
á meðal var svokallaður hundur
þ.e. færilampi hafður utan á
borðstokknum, framan við lín-
una sem dregin var, svo gogg-
maðurinn sæi fiskinn betur er
hann kom upp á línunni og
betra væri fyrir þann sem and-
æfði upp línuna að sjá til við sitt
starf. Hundur þessi var settur í
samband niður í lúkar og lá
snúran þaðan í lampann. En því
lýsi ég þessu svo vel að hvarflað
hefur að mér o.fl. hvort þessi
hundur hafi ekki orðið okkur
töluverður örlagavaldur.
Línudrátturinn gekk vel hjá
okkur en í birtingu var komið
vonsku veður. Kl. rúmlega
11.00 f.h. lét Jóhannes okkur
hætta að draga og var þá skorið
á línuna, en þá áttum við eftir
sex bjóð sem við slepptum og
sáust þau vitanlega aldrei meir.
Strax þegar hætt var að draga
var gert klárt á dekki og sett á
fulla ferð til lands. Þegar bjart
var orðið var hundurinn tekinn
Anton Guðlaugsson:
Baríst við eld
um borð í Bjarma haustið ’53
og farið með hann ofan í lúkar
og í þetta skiptið varð Sigvaldi
til þess og hafði hann þá bæði
sett hann í samband og gengið
frá honum í þessum róðri - ann-
ars gerðum við það eftir því sem
á stóð hjá okkur.
f þessum róðri var þetta það
eina sem komið hafði verið í
lúkarinn frá því róður hófst, því
við héldum þrír til káetu og Jó-
hannes í sínum klefa aftur af
stýrishúsi.
Ferðin til lands gekk vel þar
til búið var að keyra 26 sjóm.,
þá kom hnútur á bátinn sem
gerði smá rask hjá okkur, svo
slegið var af og lónað á hægari
ferð eftir það. Dýptarmælir var
bilaður, en dýpi urðum við helst
að hafa að minnsta kosti öðru
hvoru, svo við urðum að hand-
lóða en það var erfitt því jafn-
framt storminum var mikill
sjór.
Ég lóðaði og fannst mér það
mikill ábyrgðarhluti því ef mað-
ur var ekki viss um leið og lóðið
snerti botn þá hélt sífellt áfram
að renna út í kvikunum. Gæti
þá orðið erfitt að ákveða rétt
dýpi og veit ég að eldri sjómenn
þekkja þetta vel. Á 70 föðmum
NA úr Siglufirði var látin út
ljósbauja og andæft við hana.
Þá heyrðum við í bátum sem
börðust við að ná landi og öðr-
um sem héldu sjó. Við Jó-
hannes skiptumst á um að
andæfa við baujuna og mátti
ekki af henni líta til að tapa
henni ekki. Veðrið var eins og
áður 8-10 vindstig, stórsjór svo
og snjókoma og náttmyrkur.
Þeir Sigvaldi og Stefán höfðu
nóg að gera á sinu sviði og
skiptust þeir einnig á um það.
Um kl. 22.00 vildi ég reyna að
fara fram í lúkar og hita okkur
kaffi því allir vorum við orðnir
hálfblautir og slæptir, en Jó-
hannes biður mig þá að andæfa
ofurlitla stund áður, hann ætli
að hvíla sig. Um kl. 22.30 erum
við Sigvaldi í stýrishúsi og finn-
um þá reykjarlykt. Meðan á
þessu stóð hafði hlaðist krap á
gluggana svo ég ' opna einn
þeirra og sá þá að reykjarmökk-
ur stóð upp um loftventla sem
voru á lúkarnum og greinilega
kviknað í þar niðri. Mitt fyrsta
verk var að kalla í Jóhannes sem
brá fljótt við og tók við stjórn.
Við hinir byrjuðum á því að
byrgja alla ventla svo loft kæm-
ist sem minnst niður. í stýris-
húsi var stórt slökkvitæki sem
Jóhannes rétti okkur út á dekk.
Þetta tæki var þannig að slá
þurfti á takka sem braut aftur
flösku inni í tækinu og vann það
þá sjálfkrafa. Við Sigvaldi for-
um með tækið fram að lúkars-
dyrum sem hann hélt opnum
meðan ég braut flöskuna. Þetta
tók stuttan tíma en nóg til þess
að þegar loft komst niður þá
kom blossinn upp í lúkars-
dyr. Við hentum þá tækinu sem
farið var að virka niður í lúkar-
inn og skelltum hurðunum í lás.
Eftir smá stund dró niður í
vélunum (aðalvél og ljósavél) og
var það vegna loftleysis. Hafði
reykur og kolsýra komist aftur
sogið.
Méðan á þessu stóð hafði Jó-
hannes náð sambandi við Siglu-
fjörð og beðið um aðstoð ef
hægt væri. Á Siglufirði var
strandferðaskipið Hekla að
leggja að bryggju og var eitt
band komið í land þegar óskin
um aðstoð kom og var þá ekki
að sökum að spyrja, skipunin
þar var að sleppa þessu eina
bandi og full ferð áfram.
Skipstjórinn á Heklu var
þessa ferð Grímur Þorkelsson
sem annars var I. stýrimaður.
Einhver kurr hafði verið i sum-
um farþegunum sem bjuggu sig
undir að fara í land á Siglu-
firði en á það var víst lítið
hlustað.
Um borð í Bjarma biðum við
eftir að sjá hvort slökkvitækið
hefði unnið á eldinum, en þegar
við.fundum að það hafði ekki
orðið þá var lúkarinn opnaður
og reynt að dæla sjó niður og
höfðum við til þess slöngu sem
ljósavélin dældi í gegn um. Við
sáum eld í einni kojunni og
þangað gátum við ekki beint
slöngunni úr dyrunum. Ég fór
því niður með slönguendann en
vegna reykjarsvælu og eitur-
lofts frá slökkvitækinu mátti ég
ekki anda á meðan ég stoppaði,
enda varð stansinn ekki langur í
hverri ferð. Til öryggis hafði
verið bundinn um mig strengur
svo hægt væri að draga mig til
baka ef illa færi. En þetta gekk
vel og eftir tvær. ferðir niður var
eldurinn dauður. Stuttu seinna
kom Hekla til okkar. Ég var þá
staddur niður í lúkar í eftirlits-
ferð. í lúkarnum var ljóslaust
því rafmagn var tekið úr sam-
bandi þangað og fannst mér
hálf óhuggulegt að vera þar
niðri í myrkrinu, ekki síst þar
sem sía í gólfinu hafði stíflast
svo sjórinn sem við höfðum
dælt niður hafði ekki náð að
renna út og slettist þarna til eftir
hreyfingum bátsins, sem voru
miklar. Samkomulag varð um
það milli Jóhannesar og skip-
stjórans á Heklu, að við kæm-
um á eftir þeim til Siglufjarðar.
Við fórum því í kjölfar Heklu.
Var olíu dælt í sjóinn frá henni
og eins frá okkur enda gekk allt
vel inn að bryggju. Þegar
þangað kom var kl. 01.30 að-
faranótt föstudags.
Á bryggjunni stóð Sveinn
Þorsteinsson, gamall kennari
okkar Jóhannesar - mun hann
fyrstur hafa heyrt kallið frá
Bjarma og látið síðan loftskeyta
stöðina vita, sem náði svo aftur
sambandi bæði við Bjarna og
Heklu. Sveinn dreif okkur heim
með sér og þáðum við hjá þeim
hjónum góðar veitingar, en
sváfum um borð það sem eftir
var nætur. Strax er við komum í
land, talaði Jóhannes heim við
Jón Stefánsson og lét vita um
okkur. Sími var hafður opinn
vegna ástands hjá bátum frá
ýmsum höfnum héðan norðan-
lands. Heim hafði fréttst um
hvernig ástatt var hjá okkur og
var það enn til að auka óhugnað
og álag á þorpsbúa. í símanum
fréttum við að trilla hefði farist
heimanað með tveim mönnum
á besta aldri og munu margir
minnast þessa atburðar.
Aðrar trillur höfðu lent í
erfiðleikum en náð landi.
Kl. 13.30 daginn eftir fórum
við frá Siglufirði áleiðis heim.
Þá var búið að gera við dýptar-
mælinn. Var nú vindur orðinn
hægur en stórsjór. Ferðin heim
gekk þó vel og heim komum við
kl. 17.00. Þar með var þessi
róður á enda.
Þessi sjóferð, þó söguleg
væri, er svo sem ekkert eins
dæmi, því mörg skipshöfnin
hefur lent í erfiðari aðstöðu en
þessari og þá gengið á ýmsu,
sumir unnið en aðrir tapað því
stríði.
En ég minntist á örlagavald í
sambandi við færilampann eða
hundinn. Það skýri ég þannig
að þegar Sigvaldi fór niður með
hann; sagðist og hafa hent
honum upp í kojuna sem í
kviknaði áður en hann tók hann
úr sambandi, að þá hafi peran
brotnað og neistað úr henni og
ef til vill er skýringin á brun-
anura komin þar.
Margir hafa hildi háð,
á hafi og nærri sandi.
Sumir farist, fleiri náð,
farsællega að landi.
Bretar skríða eins og lýs um fjöllin.
Kveðja til
Svarfdælinga
frá enskum jöklarannsóknarmönnum
Gamli Svíþjóðar-Bjarmi. Hann kom til Dalvíkur vorið 1946, nýsmíðaður í Helsö í Svíþjóð.
- Myndina tók Hörður Björnsson sem nú er skipstjóri á Ólalí Magnússyni.
í október voruð þið svo vin-
gjarnlegir að birta í blaði ykkar
mynd af Gljúfrárjökli, sem ég
tók í Norður-íslands - leiðangri
Exeter háskóla, þegar hann
vitjaði jökulsins íjúlímánuði.
Þrátt fyrir þokuveður lukk-
aðist okkur að rannsaka nú-
verandi jaðar jökulsins og
vonumst til að geta gengið frá
korti, sem sýnir víðáttu hans
árið 1979. Þar sem leiðangrar
frá okkur undanfarin ár hafa
búið til slík kort, ætti það að
gera okkur kleift að meta,
hvernig jökullinn breytir stöðu
sinni. Svo virðist sem hann sé
enn á undanhaldi, en hraði
undanhaldsins sé nú hægari
með þeirri afleiðingu að skrið-
jökultungan verður brattari
fremst.
Við tókum einnfremur nokk-
ur snið þvert yfir jökulinn til
þess að sjá hvernig heildarlögun
hans er að breytast og með því
að setja þessi snið niður á kort
og staðsetja ákveðna púnkta á
yfirborði íssins ætti að verða
mögulegt á komandi árum að fá
nákvæmari mynd af hegðun
hans.
Auk þessa starfs á ísnum
athuguðum við líka dreifingu
plantna fast við jökulröndina.
Með því að merkja vaxtarstaði
þeirra á kortið vonumst við til
að geta séð hvernig dreifingin
breytist í framtíðinni.
Við þessa vinnu okkar í
Skíðadal nutum við þess öll í
ríkum mæli að mega dveljast í
svo fögru umhverfi og við erum
afar þakklát fyrir að hafa fengið
að búast um og starfa þar
óáreitt. í því raka vetrarveðri,
sem við búum við núna hér í
suðvestur Englandi, er okkur
það sönn ánægja að minnast
þessarar skemmtilegu lífs-
reynslu og að láta okkur
dreyma um að heimsækja þess-
ar slóðir aftur síðar meir.
Chris Caseldine, Robin Cull-
ingford kennarar, Kate Car-
michael, Paul Kirby, Jenette
Edwards, Kathryn Padgham og
Sue Viner stúdentar allir frú
jarðfrœðideild háskólans í
Exeter
NORÐURSLÓÐ - 3