Norðurslóð - 17.12.1979, Page 5

Norðurslóð - 17.12.1979, Page 5
Litið til 18. aldar: Um byggingar fyrr á tíð Gapastokkur geymdi syndarann TJr fyrirlestri, sem séra Kristján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn flutti fyrir U.M.F. Svarfdæla, líklega 1914. Á mínum æskuárum var lítið af samkomu eða fundarhúsum til, þ.e. að segja húsum sem beinlínis voru til þess ætluð að halda samkomur og fundar- höld, nema kirkjurnar sem að þá voru meira notaðar heldur en nú og sem að menn á sinn hátt báru meiri virðingu fyrir og þótti raunar vænna um heldur en nú gjörist. En þrátt fyrir það þá munduekkigömlukirkjurn- ar nú á dögum þykja sérlega göfugar eða vel samsvarandi til- gangi sínum, því að fráteknum dómkirkjunum og fáum öðrum, voru þær flestar torfhús með Séra Kristján Eldjárn Þórar- insson. Reykjavík, 26. nóvember 1979. Nú er Svarfdælingadagurinn liðinn og við sem dveljum sunnan fjalla farin að láta okkur dreyma um þann næsta. Gleðskapurinn var mikill, stóð jafnvel lengur en áður hjá sumum, með öllu ónefndum. Ekki er þó ætlunin að rifja upp atburði tengda Svarfdæl- ingadegi, en skyggnast í þess stað lengra aftur í tíðina og sjá hvað finna má um Svarfdæl- inga þar. Kannski eigum við svo forna hefð í ,,gleði“, hrekkjabrögðum og alls kyns ólátum að skömm væri að breyta henni. Árið 1644 sendir Jón Hóla- ráðsmaður á Urðum Svarf- dælingum eftirfarandi bréf: ,,1644 til Svarfdælingum skrifað. Ég formerki, góðir menn Svarfdælingar, að hér eru nokkrir (og ekki fáir) af stólsins meina ég landsetum sem dómkirkjunnar jarðir brúka so sem væri þeir þeirra timburstöfnum; þær voru svo lágar, að naumlega var gengt háum manni undir bita, glugg- arnir fáir og smáir, flestar undir súð eða reisifjöl og sumar ekki einu sinni alþiljaðar innan. Þetta var nú sök sér, þótt þær væru bæði dimmar, lágar og litlar, því sumar voru ekki stærri en vænar skemmur; hitt var verra, að þeim var einatt illa við haldið og látnar hanga uppi um langan tíma, þótt þær væru orðnar næsta hrörlegar og meir en það. Torfkirkjan á Völlum Ég man nú einna bezt eftir Vallakirkju, því þar var ég upp alinn. Var hún í mínu ungdæmi lík því, sem að hér að framan er lýst, og mun hún þó ekki hafa verið með þeim lökustu. Þá er ég var á Völlum var hún orðin svo snöruð fram, að reistur hafði verið við framþilið reka- staur langur og digur, svo hún skyldi ekki steypast. Þessi fork- ur var orðinn mosavaxinn af elli, fúinn og brostinn, en í stað þess að laga húsið þá var fenginn annar ás og reistur við hlið hans, sínu lengri og gildari. Þá átti þó kirkjan á þriðja þúsund kr. í sjóði, sem í þann tíð var mikið fé, enda var hún víst orðin ærið gömul, og var það eitt til marks um það, að þykkur og sterkur klampi var negldur á þilið að sunnan verðu við jarða eigendur, sumir án land- drottins vilja og vitundar lyggja af jörðunum, Ijá og eigselja, sumír taka inn á þær <úgíldt, en þverneita stólsins, dó þau bjóðist, sumir Ijá og orúka til inntöku peninga- beitar, sumar og vetur, so bað má sýnast á sumra höndlan sem þeir séu eiginlegir eignar- menn þeirra jarða, og ofan á Dessa og þvílíka höndlan vilja oeir sem jörðum stólsins til ábýlis hafa og halda, á meðan lifa, og ekki það einungis, heldur og so fyrir börn og barnabörn, hvörninn sem þær jarðir níða til húsa, vallar og engja, og sumir heimskingjar hafa látið til sín heyra, að peir hafi þær jarðirnar borgað með so miklu landskuldargjaldi sem þæ[r] kosta að hundraða- ölu, hvörja þeirra heimsku eg vil] ekki svars virða. - En so Dér vitið, hvört yður og öðrum er leyfilegt án lagastraff[s] og forboðs so við dómkirkiunnar jarðir að ha[l]da (ef mér nér um Gamall torfbær af betra taginu. dyrnar; voru reknir í hann þrír sterkir trénaglar mishátt, og höfðu þeir verið notaðir til þess að hengja á gapastokkinn. Þennan gapastokk sá ég þar á Völlum. Var það járnhringur nokkuð breiður en brettar út brúnirnar. Hann var með hjör- um að aftan en keng og hespu að framan, sem læsa mátti með hengilás. Þessi hringur var lagður og læstur um hálsinn á syndaranum. Krókur var í háls- járninu að aftan. Með þessum krók var svo náunginn hengd- ur upp á hæfilega háan nagla, svo að hann tyllti aðeins niður tánum; svo var hann látinn hanga þar allan messutímann til spotts og háðungar og sínum líkum til eftirdæmis og viðvör- unar, og þessa refsingu fengu menn einatt að þola fyrir það, sem að nú mundu taldar litlar sakir, t.d. fyrir það, að van- rækja guðs orð eða forsóma að vilduð heldur trúa skriflega en munnlega talandi), þá fyrir- bý[ð] eg öllum þeim sem eg byggi stólsins eður aðrar jarð[ir] úr umboði mínu: Fyrst. Af jörðunum að Ijá eður byggja nöKkrum manni töður, engjar, hús eður haga án leyfis biskupsins eður míns. - 2. Fyrirbýð eg nökkrum einum af fyrnefndum landsetum kúgildi inn á stólsins jarðir að taka, hálf eður heil, því eg hefi yður stólsins kúgildi boðið oa hafið synjað og þau afsagt. - Iþriðja máta fyrirbýð öllum þeim sem eg byggi stólsins eður aðrar jarðir að Ijá hús til þeirra óhóf- sömu vökunótta sem í þessum dal tíðkast bæði af því unga uppvaxandi yngisfólki og so sjálfum þeim elcfri yfirog undir settum, hvörjafr] gleðinætur mér sýnast með sínu óhófi til afmorsláta og saurlifnaðar meir en til gagns eður gamans hóflegs gjórðar vera af vel- mörgum (sem eg bevísa mun, ef til efna rekur), þar bæði eru brotnar hurðir, dróttir og dyru- stafir með öðru fleira, en séu þeir nökkrir af stólsins land- setum eður áðurnefndum, þá skal það þeirra útbyggingar- sök vera með því fleira sem eg get upprót[að] um þeirra ólög- Fega nóndlan. Því megi ea ekki án leyfis landsdrottins ljá til þarfinda, hýsa eður heima, þá er þetta enn framar lögum vorum móti, held eg.“ (Jón Samsonarson: Kvæði og dans- leikir I. AB - Reykjavfk 1964). Gleðileg jól! Jón Baldvin Halldórsson. hlýða tíðum svo oft sem hæfi- legt þótti. Þó var þessi siður niður lagður alllöngu fyrir mitt minni. Víða pottur brotinn Þessi vanhirðing á því að byggja og bæta kirkjurnar eftir þörfum var algeng fyrr meir um allt land, og skal ég láta mér nægja því til sönnunar að tilnefna ein tvö dæmi sitt úr hvorri sveit. - Þá er síðasta torf- kirkjan stóð í Viðvík, sú næsta á undan þeirri sem nú er þar, allveglegt hús, þá var hún orðin svo hrörleg upp á síðkastið, að eitt sinn þá er prestur var á stólnum, þá vissi 'söfnuðurinn ekki fyrri til en tík rann upp um gat á kirkjugólfinu og 3 hundar á eftir. Þá er móðir mín var heima- sæta hjá föður sínum Helga óðalsbónda í Vogi, þá bjó í Hítardal prestur sá er Björn hét. Þess má geta, að Hítardalur var eitt af hinum elstu höfuðbólum landsins og brauðið svo gott, að tekjur prestsins þar mundu nema 3-4000 kr. eftir núgild- andi peningaverði eða meira. í tíð Bjarnar prests var nú kirkjan samt orðin svo hrörleg, að hún hriplak öll og var gjörsamlega ómessufær. En til þess að bæta þetta með sem minnstum kostn- aði, þá tók Björn prestur það ráð að láta bræða alla kirkjuna utan með vænu lagi af nýrri kúamykju. Ekki mun mönnum þó hafa þótt þessi viðgerð Bjarna prests sem viðkunnanleg ust, og þá var það að afi minn, Helgi bóndi, kastaði fram þess- ari bögu: Björn prestur í bænum Hít bygging efldi fína; sjö þumlunga þykkum skít þakti hann kirkju sína. Þingstaðir áður fyrr Að fráteknum kirkjufundum, giftingum og greftrunum, er líka má telja kirkjulegar at- hafnir, þá tíðkuðust ekki í mínu ungdæmi aðrar opinberar sam- komur, en manntals og sveitar- eða hreppaskilaþing. Þessar samkomur voru nú haldnar á þingstöðunum, en ekki var því að heilsa, að alls staðar væru _ til þar sérstök hús til þinghaíds. Var þá venja að fá lánað hjá landsdrottni eitthvað stofukríli til þess að halda í þessar samkomur, og var þó húsrúmið svo lítið, að ekki komust þar fyrir nema fáir menn; hinir ráfuðu þá hingað og þangað og skiptust á að fara inn, þá er manntal var tekið. Fyrir þetta húslán galt svo hver fundarmaður í svokallaðan þinghústoll 2 skildinga. Það mundi nema eftir núgildi pen- inga hér um bil 10-12 aurum. Sums staðar voru þó á þingstöðunum hús, sem að sérstaklega voru ætluð til þess- ara fundarhalda og voru þá náttúrlega kölluð þinghús. Hús þessi notaði ábúandi hvers- dagslega fyrir allra handa skran, en ruddi þau að mestu fyrir fundi. Ég var fyrir tæpum 40 árum síðan eitt sinn á manntals- þingi í einu slíku húsi fyrir sunnan land. Þetta hús var að öllu leyti eins og hver önnur óvönduð skemma nú á dögum. Óþiljað með upprefti, einum litlum glugga á stafni og tveim- ur sýnu minni á framþili. Að því einu leyti var þetta hús ólíkt skemmu, að það var miklu lengra en venjuleg rusla- skemma. Lítið borð var sett þar inn við stafninn og lausa- bekkur handa sýslumanni, þáer þinga skyldi. Þingheimur aftur sat á fatakistum fram með veggjum, taðkistum, kláfum og hverju því er til fékkst, aðrir stóðu. Þannig voru nú tíðast þessi opinberu fundarhús í þann tíð, og mundu þau nú á dögum hvörki þykja virðuleg, haganleg né fögur. Hrörlegt húsnœði íbúðarhúsum til sveita þykir minni þörf að lýsa, því að flestir er mál mitt heyra munu hafa séð sýnishorn af þeim, þar sem gömlu bæirnir eru; þó sér maður nú ekki skjái úr líknar- belg eða sköturoði í stað gler- glugga, sem að áður var alltítt, einkum í framhýsum. Naumast eru þó nú til eins léleg kot eins og gaf að líta í mínu ungdæmi, og skal ég því til skýringar lýsa baðstofunni á einu kotinu í kringum Velli, eins og hún var þá. Það var náttúrlega lítil torf- baðstofa með kringlóttum skjá- gluggum, álíka stórum eins og vænn öskjubotn, og má því geta_ nærri, hve bjart var þar inni. í öðrum enda baðstofunnar var pallur, hér um bil axlar hár. Uppi á honum voru þrjú rúm- bæli sitt með hvorri hlið og eitt fyrir stafni, og þar bjó fólkið, og þar var svo lágt undir þakið, að enginn vaxinn maður gat þar uppréttur staðið. Undir pall- inum voru kýrnar tvær. Dytti nú eitthvað fram af pallinum, hvort sem það var kirna eða krakki, þá lenti það í flórnum, en bótin var að fallið var ekki hátt, svo sjaldan varð að slysi. í hinum enda baðstofunnar var kró eða stía, er náði allt til baðstofudyra. í henni voru lömb bónda. Ekki mundi lækn- inum okkar eða öðrum heilsu- fræðingum vorra tíma hafa þótt þessi vistarvera hreinleg eða loftgóð. En einn kost hafði hún þó, sem að mönnum þá þótti mestu varða, - hún var hlý -, því svo var hitasvækjan mikil, að þótt fólkið væri fáklætt, þá sat það kófsveitt við vinnu sína, rokkinn eða kambana. NORÐURSLÓÐ - 5 GLEÐILEG JÓL Farscelt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. r’ Oskar Jónsson Dalvík Léttlyndir Svarfdælingar

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.