Norðurslóð - 17.12.1979, Qupperneq 6
Frystihúsið að breytingum
loknum - Rcett við forráðamenn o.fl.
Fréttamaður lagði leið sína í
frystihús kaupfélagsins á Dal-
vík einn síðasta daginn í nóv-
ember, rétt fyrir kosningar, til
að hafa fregnir af gangi mála
nú, þegar að mestu er lokið
þeim áfanga í endurbótum á
fiskvinnslustöðinni, sem tekinn
var fyrir síðastliðið sumar og
haust.
Teknir voru tali þeir Árni
Óskarsson frystihússtjóri og
Aðalsteinn Gottskálksson fram
leiðslustjóri. Ennfremur var lit-
ið inn í vinnusalinn og talað við
nokkrar konur, sem reyndar
voru í óða önn að snyrta og
pakka ýsu.
Aðalsteinn var reyndar á
förum til Reykjavíkur á fund
fiskitækna, þar sem ræða skyldi
um rafeindabúnað í fiskiðnað-
inum, sem hann hefur mikinn
áhuga á. Árni átti mjögannríkt,
en samt gáfu þeir sér tíma til að
ræða drykklanga stund við
forvitinn fréttamann, sem síðan
sauð saman eftirfarandi frétta-
pistil úr samtalinu.
Vinnsla hófst 1. nóv.
Eftir nálega þriggja mánaða
uppihald hófst vinnsla aftur í
frystihúsinu þann 1. nóvember.
Ekki er þó svo að skilja, að
lokið sé öllu því, sem koma skal
í þessum áfanga uppbyggingar
frystihússins. T.d. er enn ókom-
inn lyftari í fiskkmóttökuna og
þvottakör, ennfremur aðalfisk-
flutningsband í vélasaln-
um. Allt er þetta þó væntanlegt
innan tíðar, en á meðan er
notast við bráðabirgðaútbún-
að.
Það er núna smátt og smátt
verið að taka í notkun nýja
hluta vinnslusalarins, þar sem
áður voru vélar. Það er verið að
prófa sig áfram með 2 tegundir
vinnsluborða með tilliti til sem
mestrar hagræðingar í vinnu og
þæginda fyrir starfsmanninn.
Það má segja að í stórum
dráttum gangi þetta ljómandi
vel og breytingarnar muni ná
tilgangi sínum að því er varðar
afkastagetu hússins og ekki
síður framför í vinnuaðstöðu
fólksins. Samt eru enn óleyst
vandamál. Sérstaklegaerbeina-
snigillinn nú vandræðabarn,
það er mjög mikið vatn notað til
að koma beinunum áfram og
það gerir sniglinum erfitt fyrir.
Á þessu þarf að ráða bót með
einhverju móti.
Hörgull á verkafólki.
Nú væri hægt að bæta við
fólki í salinn og raunar er það
nauðsynlegt. En staðreyndin er,
að fólk liggur ekki á lausu hér á
staðnum. Það hefur verið aug-
lýsst eftir stúlkum en árangur
lítill orðið. (Sjá auglýsingiu
hér í blaðinu)
Spurt er um, hvort ekki megi
ná fólki annarsstaðar frá af
landinu eða erlendis frá t.d.
Ástralíu. Því er til að svara, að
þá koma til skjalanna húsnæð-
isvandræðin. Frystihúsið hefur
yFir engu íbúðarrými að ráða.
Reyndar hefur mönnum dottið í
hug að innrétta fyrir starfsfólk
uppi í MARBAKKA þ.e. Aðal-
steinshúsinu, en það er nú bara
framtíðarmúsík.
Hráefnismiðlun.
Þegar talið barst að rekstrar-
horfum með tilliti til væntan-
legra, aukinna takmarkana á
þorskveiðum næstu árin kemur
í ljós, að forráðamenn frysti-
hússins hafa leitt hugann að
þessu vandamáli. Þeir Aðal-
steinn og Gunnlaugurfrystihús-
stjóri í Hrísey hafa nýlega átt
viðræður við Bjarna Jóhannes-
son útgerðarfulltrúa kaupfélags
ins um aukna miðlun milli
þessara húsa.
Miðlun hefur reyndar verið
nokkur og vaxandi. Einkum
hefur það þó verið á þann
bóginn, að flutt hefur verið frá
Dalvík til Hríseyjar m.a. í
sumar vegna uppihaldsins hér
og í þorskveiðibanninu í maí.
Hinsvegar, með væntanlegri
aukningu karfa- og grálúðu-
veiða, er líklegt að hentugt þyki
að eftirláta Dalvík a.m.k. karfa-
vinnsluna, þar sem ekki er til í
eyjunni tækjakostur fyrir þá
vinnslu.
Um þetta hafa engar ákvarð-
anir verið teknar en hér eru
samt fólgnir vissir möguleikar,
sem e.t.v. verður líka auðveld-
ara að nýta með tilkomu
Hríseviarferiunnar nviu.
Úr vinnslusal frystihússins.
Tilkyrming
um happdrœttisumboð á Dalvík
Um áramótin verður sú breyting á, að umboð happdrætta vorra, sem
verið hefur í höndum Jóhanns G. Sigurðssonar, ílyst nú í bókabúðina
Sogn.
Um leið og vér flytjum Jóhanni bestu þakkir fyrir ágætt samstarf á
liðnum árum viljum vér nota tækifærið og færa Dalvíkingum og
Svarfdælingum jóla- og nýárskveðjur með ósk um góð og vaxandi
viðskipti á komandi árum.
G/eðileg jól - farsœlt komandi ár.
Happdrætti Háskóla íslands.
Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.
Happdrætti Sambands ísl. berklasjúklinga.
Arni Oskarsson frystihússtjóri, Aðalsteinn Gottskálksson fram-
leiðslustjóri og Magnús Guðmundsson verkstjóri.
I vinnslusalnum.
Blaðamaður labbaði sér inn
í salinn, þar sem konur voru
niðursokknar í snyrtingu og
pökkun ýsuflaka. Ein leit sem
snöggvast upp úr bónusnum og
kallaði! „Fyrir hvaða flokk ert
þú hér, ljúfurinn? Þeir eru búnir
að koma hingað í löngum
röðum á undan þér.“ „Fyrir
Sólskinsflokkinn auðvitað“
svaraði maðurinn í von um að
einhver færi að hlæja, en enginn
hló.
Við næsta borð voru þær
Kristín Ásgeirsdóttir og Lilja
Hannesdóttir og unnu hröðum
höndum. Aðspurð sagði Kristín
að hún væri nú búin að vinna
hér í fiski í 22 ár og þar áður
fyrir vestan. Lilja sagðist bara
vera byrjandi, búin að vinna í
„aðeins" 5 ár. Þær létu mjög
vel af vinnuaðstæðum eftir
breytinguna. Það er miklu
rýmra um mann og svo er svo
mikill munur að vera laus við
véladyninn úr Súlnasalnum. En
hitastigið? Það er alveg eins og
það á að vera, en reyndar var
það líka vandræðalaust fyrir
breytinguna.
Við önnur borð tóku stúlk-
urnar alveg undir þessi ummæli.
Hildur Jóhannsdóttir er
skoðunarmaður og hefur eftirlit
með vinnugæðunum. Hún er
líka trúnaðarmaður stúlknanna
gagnvart fyrirtækinu. Hún
sagði að nú ynnu þarna 25
konur og plássins vegna mætti
Qölga þeim nú þegar. Einnig
hún tók undir það álit kvenn-
anna, að salurinn væri miklu
meira aðlaðandi vinnustaðuren
áður var. Það er bara ekki allt
komið í lag ennþá, sagði hún,
vantar t.d. aðalfæribandið og
fleira.
Vinnslutölur 1/1 - 30/9 1979.
Hér eru að lokum nokkrar
tölur um hráefnismagn og fram-
leiðsluflokka fyrstu 9 mánuð
yfirstandandi árs. Samanburð-
ur við 1978 er þýðingarlítill
vegna stoppsins í ágúst/sept. en
þess skal þó getið að fyrri
helmin ársins þ.e. jan-júní var
magnaukning upp á 22%.
í frystingu fóru 2,647,455 kg.
í salt 2,193,133 kg.
í skreið 572,753 kg.
Samtals 5,413,341 kg.
Til viðbótar er svo endur-
seldur fiskur 329,996 kg. svo allt
keypt hráefni nemur 5,743,337
kg-,
Úr þeim fiski, sem í frystingu
fór, fengust 1,136,378 kg. af
söluvöru. Er það 17,8%minnk-
un miðað við 9 fyrstu mánuði
ársins 1978. Þarna kemuruppi-
haldið í ág-sept. til skjalanna.
Nýting í frystingu er góð. Þannig
er nýting í þorski einum sér
43,9% sem er mjög gott.
Nýr frystihússtjóri eftir ára-
mótin.
Komið hefur fram í fréttum
frá kaupfélaginu, að Árni Ósk-
arsson hefði nú ákveðið að láta
af störfum sem frystihússtjóri
um áramótin. Hann hefurgegnt
starfinu við almennar vinsældir
síðastliðin 5 ár, en alls hefur
hann unnið þar í 18 ár.
Við starfi hans tekur þá
Aðalsteinn Gottskálksson, sem
undanfarið hefur verið fram-
leiðslustjóri í húsinu. Hann er
Reykvíkingur 27 ára gamall,
fisktæknir að mennt.
Blaðið þakkar þeim félögum
upplýsingarnar og óskar þeim
heilla í störfum.
Dalvíkingar
undir smásjánni
Snemma í þessum mánuði voru
hér á ferð nemendur úr M.A. og
hafði Norðurslóð af því spurnir
að þeir hyggðust gera einskon-
ar úttekt á bæjarfélaginu. Við
nánari skoðun kom í ljós að hér
voru á ferð nemendur úr 6.
bekk, félagsfræðideild, og að
könnun þessi er liður í námi
þeirra í félagsfræði. Kennari
þeirra, Sigríður Sigurðardóttir,
stjórnar verkinu og sneri bl.m.
sér til hennar í leit að nánari
upplýsingum um tilgang og til-
efni. Sigríður sagði að í 6. bekk
væru gjarnan tekin stærri verk-
efni og væri megintilgangur
þeirra að þjálfa nemendur í
ýmsum vinnubrögðum og að-
ferðum varðandi kannanir eða
rannsóknir á ákveðnu efni. í
vetur yrði þessi önn notuð til
þess að gera úttekt á litlu sam-
félagi og spáð í hvað réði búsetu
manna á svona stað. Dalvík
varð fyrir valinu vegna nálægð-
ar við Akureyri.
Nemendur hafa reynt að
kynna sér staðinn og sögu hans í
skólanum með lestri blaða og
bóka s.s. Sögu Dalvíkur, Norð-
urslóðar, kjördæmisblaðanna
og fl. Einnig hafa þau rakið
garnirnar úr nemendum sem
ættaðir eru héðan. Eftir þennan
undirbúning lá beinast við að
fara á vettvang. Nemendur
skiptu sér í hópa sem hver vann
að sínu verkefni. Þeir kynntu
sér m.a. fyrirtæki staðarins og
töluðu við verkafólk og stjórn-
endur þeirra. Einnig var opin-
ber þjónusta skoðuð og farið í
heimsókn á heimili aldraðra,
Krílakot og í skólann. Félagslíf
bæjarbúa var svo og rannsakað
og í því skyni rætt við formenn
hinna ýmsu félaga sem hér
starfa.
Að sögn Sigríðar var þetta
aðeins fyrsta ferð þeirra hingað,
en hún taldi víst að þau kæmu
aftur þegar þau sæu betur hvað
þau eru komin nú þegar. Ekki
hefði heldur náðst í alla þá sem
þau hefðu viljað tala við. Ann-
ars var hópurinn mjög ánægður
með viðtökur bæjarbúa og alla
fyrirgreiðslu á staðnum. Ef
þeim gengur verkið vel munu
þau gefa út skýrslu um verkið í
janúar og megum við þá vænta
þess að nokkur eintök verði
send hingað ,til Dalvíkur og
getur vissulega orðið spennandi
að sjá hvað út úr þessu kemur.
6 - NORÐURSLÓÐ