Norðurslóð - 17.12.1979, Side 7
( Hafnargerðin
r a v Dalvík 40 ára y
Á þessu ári eru 40 ár síðan
byrjað var á framkvæmdum við
hafnargerð á Dalvík. Þegar
þetta barst í tal við einn ritstjóra
Norðurslóðar, spurði hann mig
að því hvað mér væri efst í huga
í sambandi víð minningar um
undirbúning og byrjun á hafn-
arframkvæmdunum.
í þessu sambandi er margs að
minnast, en ég held að undir-
búningurinn verði mér efst í
huga.
Fyrstu hafnarlög á íslandi
munu fyrst og fremst hafa verið
sett í sambandi við verslunar-
viðskipti íslendinga við útlönd
og fyrstu hafnarlögin eru sett
fyrir Reykjavík 1911 og síðan 6
þau næstu öll fyrir verslunar-
hafnir, það er fyrst 8. hafnarlög-
in, sem sett eru á Alþingi 1931
fyrir Dalvík og lögfest 8.
október að hafnarlög miðast
við fiskihöfn.
Hafnarlögin voru byggð á
uppdrætti og áætlun, sem Finn-
bogi Rútur Valdimarsson hafði
gert árið 1930. Taldi hann að
heppilegast væri að gera höfn-
ina á Hólskrók með brimbrjót á
Hólstöng og var kostnaðar-
áætlun 1200 þúsund krónur.
Hafnarlögin 1931 voru síðan
sett á grundvelli þessarar áætl-
unar.
Ekki skyldi maður undrast,
þó hreppsnefndir í fámennum
byggðarlögum kinokuðu sérvið
að ráðast 1 fjárfrekar fram-
kvæmdir á þeim tíma, enda
verðmat og ábyrgðatilfinning
með öðrum hætti en nú virðist
gerast, og sjóðir engir til. Þá
voru menn líka óánægðir með
staðarval hafnarinnar, sérstak-
lega útgerðarmenn, sem áttu sín
mannvirki, bryggjur og hús
fjarri hafnarstaðnum. Lá því
hafnarmálið niðri um hríð.
Að tilhlutan Ungmennafé-
lags Svarfdæla komst skriður á
hafnarmálið árið 1934 en þá var
kosin hafnarnefnd fyrir Dalvík.
í þessari fyrstu nefnd voru:
Sigurður Jónsson, kaupmaður
kosinn af sýslunefnd Eyjafjarð-
arsýslu, Sveinbjörn Jóhanns-
son, útgerðarmaður og Tryggvi
Jónsson, verslunarmaður, kosn
ir af hreppsnefnd Svarfaðar-
dalshrepps.
Fljótlega var ákveðið í sam-
ráði við Vitamálaskrifstofu ís-
lands að láta framkvæma nýjar
mælingar og gera áætlanir um
hafnargerð þar sem hún var
síðar byggð. Var sú áætlun
tilbúin 1937 og hljóðaði upp á
777 þúsund krónur.
Á fundi hreppsnefndar og
hafnarnefndar 27. febrúar 1937
var samið og samþykkt svo-
hljóðandi símskeyti:
„Alþingismennirnir Einar
Árnason og Bernharð Stefáns-
son Reykjavík. Á fundi í dag
samþykkti hreppsnefnd Svarf-
aðardalshrepps að hefja bygg-
ingu hafnar á Dalvík á grund-
velli síðustu rannsókna umgerð
og kostnað hafnarinnar með
Tryggvi Jónsson.
væntanlegu samþykki ríkis-
stjórnarinnar. Skorar nefndin
hér með á yður heiðruðu
alþingismenn að flytja þetta mál
inn á Alþingi það sem nú
stendur yfir og fá fjárveitingu í
þessu augnamiði tekna á fjárlög
nú.“ Undir skeytið rituðu: Þor-
steinn Jónsson, Þorsteinn Ant-
onsson, Stefán Hallgrímsson,
Þórarinn Kr. Eldjárn og Helgi
Símonarson. Á fjárlögum fyrir
1938 var veitt kr. 9000 til
hafnargerðar á Dalvík á móti
væntanlegu framlagi frá Svarf-
aðardalshreppi, sem þurfti þá
að vera kr. 4.500. Hreppsnefnd-
in sótti um lán hjá Sparisjóði
Svarfdæla allt að kr. 5000.
Þetta þóttu allmiklar upp-
hæðir í þá daga og þá sérstak-
lega i framkvæmdir, sem voru
ærið draumkendar í hugum
margra, en ljóst var að afla
þyrfti verulegs láns til þess að
framkvæmdir gætu hafist. Var
árið 1938 notað til að athuga
um lánsmöguleika og gera
efnisrannsóknir. Var ákveðið
að taka efni i Brimnesgili, sem
var í eigu hreppsins og að leggja
þangað járnbraut. Var þetta
rúmlega eins kílómetra leið.
Það var mikið rætt um
hafnarmálið þessa mánuði og
sýndist hverjum, þeim, sem
töldu framtíð kauptúnsins væri
undir þessu máli komin ogaðrir
sem töldu að ef í þetta væri
ráðist mundi það verða hreppn-
um ofviða og hann binda sér þá
skuldabagga, sem hann risi ekki
undir. Hreppsnefnd og hafnar-
nefnd ræddu málin og voru
nokkuð einhugaa um að vinna
að framgangi þeirra eftir getu.
Verður ekki sagt að hrepps-
nefndarmennirnir úr sveitinni
hafi á nokkurn hátt látið sitt
eftir liggja með áhuga frekar en
nefndarmennirnir úr kauptún-
inu.
Það var síðari hluta febrúar
1939 að þeir lögðu af stað til
Reykjavíkur Þorsteinn Jóns-
son, oddviti og Tryggvi Jóns-
son, formaður hafnarnefndar
og skyldi gerð úrslitatilraun til
að afla fjár til að hægt væri að
byrja á hafnargerðinni, upphæð
sú, sem reyna átti að fá var
50.000 krónur.
Þegar suður var komið reynd
ist útlitið ekki glæsilegt. Nýlega
þá hafði lánastofnunum borist
fyrirmæli frá fjármálaráðuneyt-
inu um að lána ekki til fjárfest-
inga og ef þær hefðu fé til
ráðstöfunar væri ætlast til að
þær keyptu ríkisskuldabréf. Þá
kvað Vitamálastjóri að þyrfti að
sækja um til Gjaldeyris- og
innflutningsnefndar um heimild
til innflutnings á nauðsynleg-
ustu verkfærum og efni vegna
hafnargerðarinnar. Þegar rætt
var við hlutaðeigandi aðila kom
strax: „Hafið þið fjármagn, það
er ekki til neins að tala við
okkur fyrr en þið hafið ein-
hverja peninga“ og „Hafið þið
innflutningsleyfi, það þýðir
ekki að tala við okkur fyrr en
þið hafið innflutningsleyfi.“
Þegar málið var lagt fyrir
ráðherra, sagði hann: „Það sem
þið eruð raunverulega að biðja
um er að meiga hefja mjög
fjárfreka framkvæmd þar sem
ríkissjóður verður að sjá um
meiri hluta kostnaðar sam-
kvæmt hafnarlögunum, fimm-
tíu þúsund krónurnar eru að-
eins . .byrjuiiin.'1 Sýnilegt
var að ef árangur ætti að nást
með innflutningsleyfi og fjár-
magni tæki það langan tíma að
sækja þau mál, því varð það að
Frá trébryggjutímanum á Dalvík.
ráði að Þorsteinn fór heim en
Tryggvi varð eftir. Eftir 7 vikna
starf Tryggva var afhent skjal í
Fjármálaráðuneytinu, sem efn-
islega var á þessa leið.
„Ráðuneytið mælir með því
að Söfnunarsjóður fslands veiti
Svarfaðardalshreppi lán að fjár
hæð kr. 50 þúsund samkvæmt
hafnarlögum fyrir Dalvík. Hafi
þetta fé áður verið ætlað til
kaupa á ríkisskuldabréfum mun
ráðuneytið ekki gera athuga-
semdir við það.“
Að þessum áfanga var náð
var ekki síst að þakka einstæð-
um stuðningi þeirra Emils Jóns-
sonar, vitamálastjóra og Bern-
harðs Stefánssonar, alþingis-
manns..
í maí 1939 var síðan byrjað á
undirbúningi til hafnargerðar-
innar. Járnbrautateinarnir, sem
voru notaðir við hafnargerðina
í Reykjavík voru fluttir til
Dalvíkur. Verkfæri voru engin
til nema hamrar, axir og sagir.
Rekaviður var notaður í „svell-
ur“ en það eru bindistykkinn
milli járnbrautateinanna. Engin
sög var til og þurfti að byggja
sög, sem var drifín af mótorvél.
Þá þurfti að smíða stóran fleka
fyrir rammbúkka, smíða járn-
brautar brú yfir Brimnesá, ofl.
o.fl. Undirstaða undir járn-
brautina var sléttuð með skófl-
um. Smíða þurfti flutninga-
vagna að öllu leyti nema hjólin.
Dráttarvélin var innflutt og
gekk fyrir bensíni. I þennan
undirbúning allan fór allt sum-
arið og aðeins lítið magn af efni
komst fram í flæðarmálið um
haustið og peningarnir meira en
búnir, en það er önnur saga.
Þrátt fyrir það að stubburinn
væri stuttur, sást þó þríhyrnu-
vottur af logni með flóði í
norðan golu, sem gaf góð fyrir-
heit. Verkstjóri þetta fyrsta
sumar var Eyþór Þórarinsson,
sem hafði verið verkstjóri við
höfnina í Hafnarfirði og Vita-
málastjóri taldi sinn besta verk-
stjóra. Verkfræðingur var Þor-
lákur Helgason, sem hafði num-
ið hafnarverkfræði og hann
hafði teiknað höfnina. Var
hann verkfræðingur hafnarinn-
ar næstu árin og að mínu áliti
mjög fær verkfræðingur.
Þegar maður rennir hugan-
um til baka, til sumarsins 1939
og ber saman þá tækniþekkingu
sem þá var og sem nú er, finnst
manni óhugsandi að ráðist væri
í hafnargerðir með þeim verk-
færum sem þá voru fyrir hendi.
T.d. þurfti þá að lyfta grjótinu
upp á vagnana með þrífæti og
talíu, en tækniþróun næstu ára
varð mjög hröð og áframhald
hafnargerðarinnar leikur einn
miðað við byrjunina og má
raunar sama segja um fjármál-
in. Ég álít að enginn dragi í efa
þann þátt, sem Dalvíkurhöfn
hefur átt í þróun byggðarlagsins
og að það hafi verið farið af stað
með framkvæmdir á sem næst
réttum tíma. En hafa skyldi í
huga að hafnir verða aldrei
fullgerðar, þær verða að fylgja
eftir þeirri þróun sem verður í
samskiptum láðs og lagar. Ég
leyfi mér að vona að Dalvíkur-
höfn verði ætíð hlutverki sínu
vaxin.
Tryggvi Jónsson
SNJÓTROÐARI
Skíðafélag Dalvíkur hefur beð-
ið Norðurslóð að birta eftirfar-
andi fréttatilkynningu:
Skíðafélag Dalvíkur hefur að
undanförnu haft til athugunar
kaup á snjótroðara, eins og
fram kom í síðasta blaði Norð-
urslóðar.
Ástæða þess að Skíðafélagið
hefur tekið þessa ákvörðun er
sú að mikill og vaxandi fjöldi
bæjarbúa sækir nú í skíðasvæð-
ið. Margt ungra skíðamanna er
að staðaldri við skíðaiðkun og
æfingar á svæðinu. Nokkrir'
þessara ungu skíðamanna eru
þegar á landsmælikvarða hvað
getu snertir. Þessir skíðamenn
rista brekkurnar svo að þær
verða nánast ófærar fyrir hinn
almenna skíðamann (trimmar-
ann) og er þegar farið að bera á
að fólk sækir frá Dalvík í
skíðalönd Akureyrar.
Snjótroðari sá, sem félagið
hefur haft í athugun að kaupa,
er af gerðinni Kassbonhrer og er
búinn ýtutönn og bretti til að
jafna brekkurnar, einnig sleða
til að leggja gönguslóðir. Troð-
arinn er með Benz-dísilvél, 60
hestöfl og vökvadrif. Getur
troðarinn klifrað allt að 100%
halla (45°).
Björgunarsveit SVFÍ á Dal-
vík var boðin aðild að kaupum
troðarans og yrði hann þá ávallt
tilbúinn til notkunar í neyðar-
og slysatilfellum.
Skíðafélagið hefur sótt um
bæjarábyrgð fyrir þeim lánum
sem þarf að taka vegna kaup-
anna. Einnig hefur verið farið
fram á að bæjarsjóður styrki
kaupin á svipaðan hátt og
lyftukaupin. í því sambandi má
geta þess að troðarakaupin eru
á núgildandi verðlagi svipað
átak og lyftukaupin voru á
sínum tíma, sem allir vita að var
stórt framfaraskref og flestir
skilja nú hvað það var nauðsyn-
legt.
Kaup á troðara yrðu ekki
minni framfarir til bættrar
aðstöðu skíðafólks, auk þess
sem troðnar brekkur draga
mjög úr slysahættu.
Með vaxandi skilningi á þörf
fyrir hreyfingu og útivist er
mjög nauðsynlegt að halda
áfram uppbyggingu skíðaað-
stöðunnar með tilliti til þess að
skíðaíþróttin er mest stundaða
almannaíþróttin á Dalvík.
Skíðafélag Dalvíkur.
NORÐURSLÓÐ - 7