Norðurslóð - 17.12.1979, Side 8
ALASKA:
Stórt land með
mikla möguleika
Arið 1867 \ oru gcrð cin merki-
legusui \erslunar\ iðskipti þjóða
á milli. sem sagan greinir. Þá
seldi Rússakeisari Bandaríkja-
stjórn skaga þann hinn mikla.
sem lengst gengur til vesturs og
norðurs úr N-Ameríku. og
nefnist Alaska. Verðið var spott
pris. 7.2 milljónir dollara. Samt
hlaut Bandaríkjastjórn, eink
um utanríkisráðherrann Se-
ward, óskapleg ámæli fyrir
'abvrgðarlaust bruðl með al-
mannafé að henda því þannig í
einskisnýtan evðiskaga.
Samt voru ekki allir þeirrar
skoðunar, að Alaska væri
einskisnýtt land. Sjö árum eftir
að kaupin frægu voru gerð var
Jón Olafsson, síðar ritstjóri
landllótta í Ameríku. Samdist
þá svo um að hann ásamt
tveimur öðrum íslendingum
færi á vegum Bandaríkjastjórn-
ar í könnunarleiðangur til
Alaska í því augnamiði að finna
hentugt landsvæði til að stofna á
íslenska nýlendu. íslendingar
voru þá að byrja að flytjast
vestur um haf, en höfðu ekki
enn fundið hentugt, óbyggt land
til að setjast að og búa út af fyrir
sig.
Jón skrifaði ítarlega skýrslu
um Alaskaferðina og lýsingu á
landinu og taldi viss héruð þess
ákjósanleg fyrir Islendinga.
Ekkert varð þó úr því, enda
hófst þá strax næsta ár, 1875,
landnámið í Nýja-íslandi í
Kanada.
Síðustu vikuna í júní átti
undirritaður þess kost að ferð-
ast um í Alaska ásamt tveimur
öðrum landbúnaðarmönnum.
Margt var það og merkilegt,
sem bar fyrir augu og eyru í
þessu mikla landi, sem er 15
sinnum stærra en Island, en
íbúar aðeins 400 þús. Sem sagt
margfalt strjálbýlla land en
ísland.
Það er ekki auðhlaupið að því
að gefa lesendum glögga hug-
mynd um land og þjóð í fáum
orðum, enda er ekki ætlun mín
að reyna það. Á hinn bóginn
mætti reyna að miðla fáeinum
fróðleiksmolum.
Skógar, fjöll og freðmýrar
Ætli skógurinn sé ekki það,
sem mörlandanum verður mest
starsýnt á hvort sem hann kem-
ur akandi eða fljúgandi. Mikil
óhemju ósköp eiga þessir menn
af skógum, sem lítið eru þó nýtt-
ir enn sem komið er. Birki, ösp
og greni, það eru þeirra aðal-
tegundir og svo elri-kjarr upp
um allar hlíðar.
Mest held ég þó að timbur-
hungruðum íslendingi blöskri
að sjá allan rekaviðinn, sem
Alaskamenn eiga á bökkum og
eyrum ánna og hreyfa auðvitað
aídrei við.
Stundum kviknar í skóginum
í þurrkatíð og brenna oft víðar
lendur. Ég var svo „heppinn"
að fá að sjá skógareld í fullum
gangi. Hann var búinn að eyða
öllumskógiá 12.000 halafids og
var ekkert á því að láta sig þeg-
ar ég vissi síðast. Ekki er samt
alltaf skaði af eldinum. Oft
brennur lélegur greniskógur og
eftir stuttan tíma þýtur upp í
brunarústunum ösp og víðir til
stórra hagsbóta fyrir elgsdýrin,
sem eru eftirsótt veiðidýr og
miklir kjötframleiðendur.
I Alaska eru miklir fjall-
garðar bæði syðst og nyrst,
skógi vaxin fjöll hið neðra, en
nakin ofar og snævi krýnd, þeg-
ar komið er í 2-3000 metra hæð.
Þá eru skriðjöklar, sem skáka
ökkar jöklum að lengd a.m.k.
Hinsvegar er þar enginn jökull
nándar nærri jafnvíðlendur og
Vatnajökull. En lítið þýðirfyrir
okkur að gorta af hæð fjallanna
okkar, þegar við erum komnir
til Alaska. Þeir eiga nefnilega
mörg fjöll sem eru þetta 4-5000
m á hæð. Og upp úr öllu saman
gnæfir risinn mikli MacKinley-
fjall 6187 m hátt, nærri þrisvar
sinnum hæð Öræfajökuls eða
Stóllinn okkar með öðrum
fjórum Stólum hlöðnum hverj-
um ofan á annan. Ég komst
sjálfur í nærri 4000 m hæð í
þessari ferð og varð frekar illa
haldinn til heilsunnar, fékk
rungandi höfuðverk og hafði
mikil andþrengsli, ef ég hreyfði
mig eitthvað að ráði.
Á 2/3 hlutum landsins fer
klaki aldrei úr jörðu. Kallast
það permafrost, sem leggja má
út sem sífreri. Á þeim lands-
hlutum eru víðáttumiklar freð-
mýrar, túndrur, en á syðri svæð-
unum eru þó víðáttumiklir, en
rýrðarlegir skógar og ekki að
undra því rótakerfi trjánna
verður að láta sér nægja ör-
þunnt jarðvegslag, sem þiðnar á
vorin.
Dýr og fuglar
Ósköpin öll eru af villtum
dýrum í Alaska. Eitt sinn var
skotið undir okkur lítilli flug-
vél (einni af óteljandi smávél-
um þar í landi) til að sýna okkur
nokkur dýr úr loftinu. Flug-
maðurinn stefndi inn eftir
þröngum dal í átt til jökla. Brátt
svifum við yfir allmörg elgsdýr,
sem stóðu í kviðdjúpu vatni og
bitu stargróður.
Skömmu seinna flaug hann
alveg upp að fjallshlíðinni og
benti á svarta depla. Birnir,
sagði hann. Og viti menn þarna
voru þá 2-3 svartbirnir að klifra
í snarbrattri hlíðinni að háma í
sig blómgresi, rétt eins og kind-
ur á beit.
Því næst sneri flugmaðurinn
8 - NORÐURSLÓÐ
Höfundurinn og Þorsteinn Tómasson í búningum frá gullgrafaratíamanum.
Hryggjaliðir eða hvað?
Steingervingar í gosbergi?
Merkilegur fundur:
Mörg eru undrin
við Nykurtjöm
við og sveif út með hinni fjalls-
hlíðinni. Og þar voru þá reynd-
ar kindur á beit, dálítill hópur.
En það voru nú engar heima-
rollur, heldur villifé, snjóhvítt,
stórhyrnt villifé, sem Alaska-
menn hafa reyndar í skjaldar-
merki sínu og kallast Doll-
kindur.
Síðar sáum við fleiri villidýr,
hreindýr, úlfa og refi auk ara-
grúa af smærri dýrum, bæði
nagdýrum og litlum rándýrum.
Þá sáum við einu sinni þrjá
hvíthausaða erni, en það er
þjóðarfugl Bandaríkjanna og er
orðinn sjaldgæfur annarstaðar
en í Alaska.
Rauðagull og annað gull
Ekki vissu Rússar það, þegar
þeir seldu Alaska, að þeir væru
að selja úr hendi sér ógrynni af
dýrmætum jarðefnum. En sú
varð raunin á. Fyrir aldamótin
fundust auðugar gullnámur,
sem hleyptu miklu lífi í land-
nám á þeim slóðum. Við kom-
um í gamalt námasvæði, sem nú
er búið að friðlýsa, sem þjóð-
minjar. Það var skrýtið að sjá
kofaskrifli gullgrafaranna hang
andi utaní snarbröttum hamra-
hlíðum og svo gapandi námu-
opin og mulningsskriður niður
frá þeim.
Svo er það fljótandi gullið -
olían. Nú er leiðslan heims-
fræga fullgerð 14-1500 km löng
og skilar 1.2 milljón olíutunn-
um á dag út í tankskip í höfn-
inni í Valdez, sem er alltaf ís-
laus. Stórkostlegt er að sjá þetta
mikla mannvirki, sem kostaði
sem svarar 3250 milljörðum ís-
lenskra króna. Leiðslan ergraf-
in í jörð þar sem unnt er, en á
sífrerasvæðunum er hún ofan-
jarðar á stöplum ekki ólíkt og
t.d. hitaveita Akureyrar aðeins
miklu víðari.
Nú er Alaska illræmt jarð-
skjálftaland og varð að hafa það
í huga við gerð leiðslunnar. Hún
liggur því laus á stöplunum og
eru beygjur á henni með mjög
stuttu millibili. Hún á því að
geta henst til lárétt eða lóðrétt
um 1-2 fet og þolað að rekast
saman eftir endilöngu eða togna
án þess að skaddast.
MikinP auð og atvinnu hefur
olían skapað í Alaska undan-
farið ekki síður en gullið fyrr
meir. En gullið þvarr á sínum
tíma og í kjölfar þess kom deyfð
og drungi í atvinnu- og þjóðlífi
öllu. Eitthvað þvílíkt er að ger-
ast aftur núna. Fjörið og um-
svifin í kringum olíuleiðsluna.
er um garð gengið og eftir
stendur atvinnulítil þjóð í hálf-
gerðu úrræðaleysi og vonast
eftir nýjum fjörkipp og þá helst í
sambandi við nýja leiðslu - gas-
leiðslu í þetta skiptið - og minn-
ir þetta svolítið á ástandið í
rangæsku þorpunum okkar eft-
ir Sigöldu.
Landbúnaður og aðrir
atvinnuvegir
Ekki er svo að skilja að
Alaskabúar eigi allt sitt undir
olíunni. Fiskveiðar eru mikill
atvinnuvegur við sjávarsíðuna
við Alaskaflóann. Þar er t.d.
mikill þorskur eins og hér í
Atlantshafinu. Ennfremur eru
þar stundaðar krabbaveiðar í
miklum mæli. Ogsvoerþaðlax-
veiðin í Kyrrahafinu og í ánum,
sem kvað vera sú langmesta í
heimi.
Skógarhögg er vaxandi at-
vinnuvegur og kaupa Japanir
hvað mest af framleiðslunni. Þó
ber þess að gæta að mestur hluti
hins náttúrulega skógar er alls
ekki hæfur til borðviðarfram-
leiðslu. En með aukinni „skóg-
rækt“ býður syðri hluti landsins
upp á feykilega möguleika í
þessu efni. Svo er túrismi, vinna
við samgöngur o.fl.
En hvað þá um landbúnað-
inn?
Þar er ástandið næsta undar-
legt. I Alaska er einn háskóli og
við hann er ágæt búfræðideild.
Á hennar vegum er rekin prýði-
leg rannsóknarstrafsemi á
nokkrum stöðum í landinu bæði
á sviði jarðræktar og búfjár-
ræktar. Við þetta allt vinnur
fjöldi hámenntaðra og áhuga-
samra fagmanna.
Það vantar bara eitt til að allt
sé í lagi - bændur. Það er svo sem
enginn landbúnaður í Alaska og
honum hefur hrakað að uandan-
förnu.
Mikið spurðum við vini okk-
ar og gestgjafa, hverju þetta
sætti. Greinilegt er að margir
finna sárt til þess hvernig
ástandið er í atvinnuvegi, sem
þeir hafa brennandi áhuga á, en
skýringin er nokkuð augljós.
Alaska á sér enga landbúnað-
arhefð. Frumbyggjarnir stund-
uðu ekki landbúnað heldur
veiðiskap til sjós og lands. Það á
við um alla þrjá kynstofnana:
indíána, eskimóa og aljúta (á
eyjunum).
Þegar Evrópumenn fóru að
setjast þar að hófu þeir strax að
stunda nokkurn landbúnað sér
til lífsframfæris, einkum kvik-
fjárrækt og matjurtarækt. Með
bættum samgöngum á sjó við
vesturströnd Bandaríkjanna á
þessari öld, einkum borgirnar
Seattle og San-Fransisco, tóku
landbúnaðarvörur að streyma
inn í landið, ódýrari vörur en
þeir geta framleitt heima, svo
framleiðsla þeirra dróst saman.
M.a.s. framleiðsla neyslumjólk-
ur og grænmetis hefur dregist
saman vegna hinnar hömlu-
lausu samkeppni við vörurnar
að sunnan. Þetta er sá beiski biti
sem stendur í hálsinum á land-
búnaði Alaskaríkis, og er ekki
sýnilegt að á því verði breyting í
bráðina.
En er þetta ekki allt í lagi fyrst
fólk fær þann mat sem það þarf
og það á „góðu verði“?
Það er nú svo. Atvinnulíf í
Alaska er fábreytt. Það er ægi-
legt atvinnuleysi um þessar
mundir eins og oft áður, jafn-
vel allt að því 20%. Það tapast
mörg atvinnutækifærin sem það
gæti gefið að framleiða og full-
vinna mjólk, kjöt og grænmeti
ofaní 400 þúsund manns, svo
ekki sé minnst á annan iðnað
tengdan landbúnaði. „Og svoer
það miklu betri matur, sem við
getum framleitt hérna heima
heldur en innflutta varan“,
sögðu menn. „Hann er ferskari
og hann er orðinn til hérna i allri
sumarbirtunni.“ (Þá einkum átt
við grænmetið.)
En til hvers er að tala um
þetta. Alaska er ekki sjálf-
stætt ríki og getur ekki rekið
eigin pólitík hvorki á sviði land-
búnaðar, viðskipta né annars.
Þetta sögðu menn alveg opin-
skátt, ekki án þónokkurrar
beiskju, en samt þannig að skilja
mátti að öðruvísi gæti þetta víst
ekki verið.
Hérna verð ég samt að geta
þess, þótt þetta sé orðið allt of
langt plássins vegna, að nú er að
fara af stað býsna stórbrotin
nýræktaráætlun, sem gengur út
á það að rækta bygg á 12 þúsund
ha lands. (síðar, ef vel tekst til, á
öðrum 12 þúsundum.) Byggið á
að seljast til Japans til skepnu-
fóðurs. Við þetta plan eru mikl-
ar vonir tengdar, enda er þetta
næstum eini ljósi bletturinn í
landbúnaði Alaskabúa.
Þau 48 í neðra
Alaskabúar finna mjög til
sérstöðu sinnar innan Banda-
ríkjanna. Þeir eru 49. ríkið
(síðan 1958). Síðarurðu Hawaí-
eyjar 50. ríkið.
Einkum virðist mér þessi sér-
stöðutilfinning birtast sem
metnaður og stolt vegna stór-
fengleika landsins og harðfengi
fólksins gagnvart mislyndum
náttúruöflum.
En hún gægist líka dálítið
fram sem góðlátleg vorkunnsemj
(kannski er það minnimáttar
kennd) á lýðnum „in the lower
48“ þ.e. í neðri ríkjunum 48.
Þetta orðalag heyrir maður
síknt og heilagt og einnig hitt að
þeir sem þar búa eru „outside"
þ.e. utanvið. Menn fara „út-
fyrir“, menn koma „utanfrá"
o.s.frv.
Við, sem fórum þessa lær-
dómsríku ferð, kynntumst mörg
um afbragðsmönnum í þessu
stóra og mikilfenglega landi.
Við fórum þaðan eftir vikudvöl
með góðar endurminningar og
bestu óskir til Alaskabúa um
farsæla framtíð í landi sínu.
En því er ekki að neita aðjafn
framt þóttumst við geta óskað
okkur sjálfum til hamingju með
okkar eigið norðlæga land í
Atlantshafinu og ekki síður það
að við skulum búa hér sem hús-
bændur á okkar eigin heimili.
H.E.Þ.
Svo bar við á síðastliðnu sumri
er þau Aðalsteinn Óskarsson
frá Kóngsstöðum og kona hans
Sigrún Guðbrandsdóttir voru
stödd hátt uppi í Grundargili
(sem Nykurtjarnarlækur renn-
ur niður) að þau sáu fallegan
agat-krystall í stórum steini. Til
þess að ná þessum fallega berg-
krystal laust Aðalsteinn stein-
inn með hamri sem var með í
för.
Við höggið hraut stykki úr
steininum og sjá, út úr sárinu
duttu ljósleitir, frauðkenndir
hlutir engu líkari en leifum
beina úr einhverju dýri láðs eða
lagar - hryggjaliðir, bana-
kringla - kjálkabein?
Þessi stórkynlegi fundur verð
ur á næstunni rannsakaður af
færustu sérfræðingum um stein-
gervinga. Fari svo að þetta
dæmist raunverulega lífrænar
leifar, sem gosberg hefur lukist
um, er hér um margra milljón
ára gamalt dýr að ræða og f und-
urinn einsdæmi á íslandi.
Og því segjum við aftur:
Margt er kynlegt við Nykur-
tjörn.
Villikindin hvíta. Dall sheep. Þjóðardýr Alaska.
Ljóðagetraun
Norðurslóðar
1. Hverju svipar saman í Súdan og Grímsnesinu?
2. Hvar er ei hollt að hafa ból?
3. Á hvað fellur heitur haddur þinn?
4. Hvar á Hanna litla alla tíð konungsríki?
5. Hvet stefna allar stundir?
6. Hvað er nú hún Snorrabúð?
7. I hvað er Kveldúlfur kominn?
8. Hvað vefja hreinar píkur um hár á sér?
9. Hversvegna er ég sjaldan glaður?
10. Til hvers völdu meyjarnar mig?
11. Hvert héldu hljóðir og hógværir menn?
12. Hver mynnist við boðaföllin?
13. Hvað gerir það orð, sem er lifandi núna?
14. Hver hrykki ei til að hýða þig?
15. Hvað getur dimmu í dagsljós breytt?
16. Hver stöðvar tímans þunga nið?
17. Hvað er drykkur sem þrælum hæfir?
18. Fyrir hvað hefur hún gefið mér hörpudisk?
19. Hvert hverfa skeiðfráir jóar?
20. Hver leggur stórhuga dóminn á feðranna verk?
Eins og áður mun blaðið veita bókaverðlaun fyrir bestu
lausnir.
NORÐURSLÓÐ - 9