Norðurslóð - 25.01.1980, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgöarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Óttar Proppé, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar
Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri
auglýsir eftir tillögum
að félagsmerki
fyrir F.V.S.A.
Þátttaka er öllum heimil og áskilur félagið sér rétt til
þess að velja eina eða enga af þeim tillögum sem
berast.
Tillöguna skal senda F.V.S.A. í pósthólf 551, merkta
með dulnefni og skal nafn höfundar fylgja í lokuðu
umslagi, merktu sama dulnefni.
Ein verðlaun verða veitt, kr. 300.000.-.
Skilafrestur er til 1. mars nk.
Frekari upplýsingar eru á skrifstofu félagsins,
sími 21635.
STJÓRNIN.
Félag verslunar- og
skrifstofufólks á Akur-
eyri og nágrenni
minnir félagsmenn sína á, að samkvæmt samning-
um skulu þeir í veikinda- og slysatilfellum, halda
fullum launum, þ.e.a.s. dag-, eftir- og helgidaga-
vinnu, sem unnin er, hverju sinni.
Stjórnin.
Búnaöarsamband Eyjafjarðar
óskar að ráða fólk til starfa við afleysingar á
sveitaheimilum vegna veikinda.
Hér um um að ræða bæði bústörf og hússtörf.
Um er að ræða fullt starf og/eða hlutastarf.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast til skrifstofu
Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Óseyri 2, fyrir 15.
febrúar n.k.
Ráðunautur sambandsins gefur allar nánari upp-
lýsingar í síma 22455.
Þakka innilega auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför móður minnar,
ÞÓRÖNNU GUÐBJARGAR
RÖGNVALDSDÓTTUR,
Munkaþverárstræti 34, Akureyri.
Kristján Þórhallson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og
ömmu
SIGRÚNAR JÚLÍUSDÓTTUR
frá Garði, Dalvík.
Sérstakar þakkirfærum við læknum og hjúkrunar-
fólki handlæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri.
Garðar Björnsson, Anna Björnsdóttir.
Hörður Björnsson, Guðný Rögnvaldsdóttir.
Hrönn Björnsdóttir, Mikael Jóhannesson.
Qyíti Björnsson, Elin Skarphéðinsdóttir
og barnabörn.
8. áratugurinn í Svarfaðardal
Ætli það sé ekki vel til fundið
að í byggðarblaði sem þessu sé
litið yfir farinn veg liðins tugar
hér á innansveitarvettvangi og
jafnframt reynt að rýna fram á
veginn, ef ske kynni, að unnt
væri að grilla í einhver kennileiti
í landslagi næstu framtíðar.
Veðurfar.
Hvað veðurfar snertir þá
hefur þetta verið hagstætt tíma-
bil. Að vísu byrjaði tugurinn
með annáluðu kalári 1970. Þá
fyrst urðu Svarfdælingar í al-
vöru varir við þann vágest, sem
bændur austur undan höfðu
kynnst betur árin þar á undan.
Þetta sumar voru tún svo hart
leikin af undangengnum svella-
vetri, að mörg þeirra skiluðu
aðeins 50-70% af venjulegum
töðufeng og margir bændur
urðu að kaupa viðbótarhey-
forða sunnan af landi, þ.á.m.
bændur, sem árið áður höfðu
selt hey vestur og suður um
land.
Svo er að sjálfsögðu ekki
gleymt síðasta ár, sem hefur
tryggt sér sérstakt sæti í aldar-
sögunni fyrir kulda sinn og þar
af leiðandi gróðurleysi og
knappar fóðurbirgðir. Að þess-
um jaðarárum frátöldum má
hins vegar telja 8. áratuginn
samfellt góðæri frá sjónarmiði
svarfdælsks búskapar.
Búskapur.
Á þessum áratug dróst byggð
í Svarfaðardal enn saman, en þó
má segja að samdrátturinn hafi
greinilega hægt á sér og líklega
er hann minni en nokkurn
annan tug aldarinnar. Bújarð-
irnar í dalnum, þar með taldar
þær, sem eru á umráðasvæði
Dalvíkurbæjar, eru ennþá rétt
um 50, en á nokkrum þeirra er
þó ekki lengur rekinn sjálfstæð-
ur búskapur. Á þessu hefur
lítil breyting orðið. Hins vegar
hefur fólki í Svarfaðardal
fækkað töluvert eða um 10%,
þ.e. úr 330 niðurfyrir 300.
En nú á dögum er það ekki
lengur mannfjöldinn, sem
mestu máli skiptir við búvöru-
framleiðsluna, og ekki heldur
Qöldi bújarða. Það er stærð
búanna og vélakostur, sem
sköpum skiptir. Þess vegna
hefur hér í sveit þrátt fyrir allt
orðið mikil framleiðsluaukning
fyrst og fremst í aðalfram-
leiðslugrein okkar, nautgripa-
rækt/mjólkurframleiðslu, eða
meira en 40%.
Mjólk
Þróun mjólkurframleiðslu
8. áratuginn.
1970 2.60 millj. lítr.
1971 2.77 millj. lítr.
1972 2.71 millj. lítr.
1973 2.88 millj. lítr.
1974 3.02 millj. lítr.
1975 2.88 millj. lítr.
1976 3.06 millj. lítr.
1977 3.45 millj. lítr.
1978 3.64 millj. lítr.
1979 3.557,712 lítr.
Samdrátturinn frá hámark-
inu 1978 er um 85 þús. ltr. eða
2.35%.
Þessi þróun endurspeglast
greinilega í búnaðarfram-
kvæmdum. Fjós voru byggð
fyrir 400 kýr, fjárhús fyrir 2500
fjár og þurrheyshlöður, flestar
með súgþurkun, 30.000 rúmm.
að stærð. Fjölmörg mjólkurhús
voru byggð eða endurbætt,
einkum árið 1976. Þá voru
byggðar margar verkfæra-
geymslur, haughús o.fl.
Svo brá þó við á síðastliðnu
ári, að ekki var hafin bygging á
einu einasta húsi af neinu tagi,
sem á skrá kæmist hjá Fast-
eignamatinu.
Nýræktun hefur verið all-
nokkur á tímabilinu e«,.hefur þó
farið minnkandi. Álls voru
ræktaðir 276 ha af nýræt.
Ein tegund styrktra fram-
kvæmda tók mikinn íjörkipp
um miðjan áratuginn, lagning
vatnsveitna. Ný vatnsveita var
lögð á 20 bæjum. Þessi
góða þróun stendur að sjálf-
sögðu í sambandi við breytingu
á jarðræktarlögum, sem gerði
slíka framkvæmd styrkhæfa í
meira mæli en áður hafði verið.
Tankvæðing - Rörmjaltir.
Ef svarfdælskir bændur voru
spurðir, hver hefði orðið heilla-
drýgst framför í búskap sveitar-
innar á 8. áratugnum, er varla
að efa að svarið hjá flestum yrði
tankvæðingin. Hún komst á
árið 1976. Urðu þá flestir
bændur að leggja í mikinn
kostnað við mjólkurhús sín og
aðra aðstöðu við fjósin, auk
kostnaðar við sjálfan mjólkur-
tankinn. Varð þetta allt talsvert
átak, ekki síst hjá þeim, sem um
leið eða síðar endurnýjuðu
mjaltakerfi í Qósinu og komu
sér upp rörmjaltakerfi, en nú
mun slíkt kerfi vera í 20 fjósum.
Til þessara framkvæmda feng-
ust hins vegar lán, að vísu
verðtryggð, sem nú eru sem
óðast að greiðast upp.
Það er skemmst frá því að
segja, að þessi þróun mála,
ásamt með stórbættu ástandi
heimreiða og annarra sýslu-
vega, hefur létt þungum krossi
af svarfdælsku búaliði og gert
þennan höfuðatvinnuveg þeirra
miklu betra hlutskipti og arð-
bærari um leið, þegar uppruna-
Iegur kostnaður hefur greiðst
upp.
Hvað er framundan?
8.-áratugurinn var sem sagt
tími mikilla framkvæmda og
framfara hjá svarfdælskri
bændastétt. Það getur varla
talist undrunarefni, þótt þess-
ara miklu framkvæmda gæti
nokkuð á fjárhagssviðinu hjá
mörgum manninum. Enda mun
það mála sannast, að sá róður
hefur verið og er enn þungur og
jafnvel tvísýnn hjá sumum. Þar
ræður ef til vill mest úrslitum,
hvort stórframkvæmdir á jörð-
inni voru gerðar fyrir eða eftir
tilkomu verulegrar verðtrygg-
ingar fjárfestingarlána. Það má
því búast við að ýmsir vor á
meðal horFi með nokkrum u£g
til þess áratugar, sem nú er
byrjaður.
Harðnar á dalnum?
Skuggahlið síðasta áratugar
frá sjónarhóli íslenks landbún-
aðar er fyrst og fremst sú, að af
ýmsum ástæðum, þ.á.m. góð-
ærinu, missti bændastéttin tök-
in á framleiðslunni og lenti í
sjálfheldu með sölu umfram-
birgðanna. Samt var það ekki
fyrr en á síðasta ári, að menn
fóru að ráði að finna fyrir
afleiðingumum þessa slyss í
reikningum sínum. Á þessu ári
mun vandamálið birtast aftur
Framhald á síðu 4.
Auglýsing
um bæjargjöld
á Dalvík 1980
ÚTSVÖR:
Fyrirframgreiðsla útsvara 1980 verður 70% af
álögðu útsvari síðasta árs með gjalddögum 1.
feb., 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Eftir-
iTöðvar skulu greiðast með jöfnum greiðslum
1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv. og 1. des.
FASTEIGNAGJÖLD:
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Dalvíkur
munu fasteignagjöld 1980 hækka um 50% eða
þar um bil miðað við fasteignagjöld 1979. Gjald-
dagar eru tveir. Fyrri helmingur greiðist 15.
janúar og seinni helmingur 15. júlí. Tilkynning-
ar um álögð gjöld verða send gjaldendum fyrir
31. janúar 1980.
AÐSTÖÐUGJÖLD:
Gjalddagar aðstöðugjalda verða þeir sömu og
gjalddagar útsvara, svo og innheimtuhlutfall
fyrirframgreiðslu.
DRÁTTARVEXTIR:
Séu framangreind gjöld ekki greidd innan
mánaðar frá gjalddaga er skylt samkvæmt lög-
um að innheimta dráttarvexti af því sem ógreitt
er frá og með gjalddaga. Dráttarvextir falla þó
ekki áógreiddfasteignagjöldfyrren mánuðurer
liðinn frá sendingu álagningarseðla. Dráttar-
vextir eru nú 4.5% á mánuði.
ÁBYRGÐ KAUPGREIÐENDA:
Kaupgreiðendur skulu senda til skrifstofu bæj-
arins skýrslu um nöfn starfsmanna, sem taka
laun hjá þeim, svo og tilkynna ef gjaldendur sem
ógreiddan eiga hluta útsvars, hættaaðtaka laun
hjá þeim. Nánari reglur um ábyrgð kaupgreið-
enda er að finna í 30. og 31. gr. I. nr, 8/1972.
Dalvík, 23. janúar 1980.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
2 - NOROURSLÓO