Norðurslóð - 25.01.1980, Page 3

Norðurslóð - 25.01.1980, Page 3
Vígsla Dalbæjar Halla Árnadóttir og Jóhann Daníelsson syngja við vígslu Dalbæjar. Gestur Hjörleifsson spilar undir á nýja píanóið og uppfyllir þannig skilyrði gefanda þess. ingar og gamalt fólk. Þetta sjónarmið er engan veginn í takt við þá mannlegu reisn og kærleika, sem við öll viljum í rauninni, að sé okkar lífsmark- mið“. í lok ávarpsins mælti forseti bæjarstjórnar: Glæsileg hús og gljáandi bílar sýna þann mikla auð sem við íslendingar eigum. Fatnaður okkar og ferðalög til útlanda eru talandi tákn þess að við búum ekki við skort á þessa heims gæðum. Er hugsanlegt að lífsmarkmið eins og sanngirni, kærleikur og mannleg reisn fölni því meir sem við höfum að bíta og brenna. Vonandi er það ekki óumflýjanlegt - en hættan virð- ist fyrir hendi og því verðum við að berjast gegn þeim hugmynd- um að allt sé falt sem einhver vill kaupa. Spyrja má hvað valdi öllum þeim efnalegu gæðum sem ís- lendingar búa nú við. í þeim efnum hefur ekkert gerst sjálf- krafa, ekkert er þar sprottið af engu. Hverjir hafa unnið hér að? Hverjir hafa arið og sáð í þann akur sem við njótum svo ríkulegrar uppskeru af? Svarið er augljóst: Gengnar kynslóðir og það fólk sem nú er að láta af störfum. Fer nokkuð milli mála að þetta fólk eigi einnig, að loknu löngu dagsverki, að njóta upp- skerunnar, að minnsta kosti til jafns á við okkur hin sem enn eigum óskerta starfsorku? Sagt hefur verið að Dalvík- ingar og Svarfdælir allir megi vera stoltir af þessari byggingu sem er nú opinberlega tekin í notkun. Vel má það vera, en þó er þetta heimili aldraðra svo sjálfsögð bygging að ekki væri vansalaust að hafa enga slíka. Ljóst er að á þessum hátíðlega degi hefur áfanga verið náð, en vel að merkja aðeins áfanga. Vel hefur verið unnið að byggingu þessa húss en vitað er að það fullnægir ekki þörfinni. Áfanga er náð og ekki mádveljaof lengi í áfangastað. Stækkun og bætt þjónusta á þessu heimili hlýtur því að verða á dagskrá á næstu árum. Ég tek undir þá skoðun, sem hér hefur komið fram og hinn ungi forstöðumaður, Guðjón Brjánsson, hefur barist fyrir í ræðu og riti, að hér í húsinu verði ekki stofnun með þeim kulda og tilfinningadoða sem í slíkum fyrirbærum er oft ríkj- ándi, heldur að hér megi í raun verða heimili, - heimili þess fólks sem að endaðri langri og oft lýjandi starfsævi getur sagt með nokkru stolti: „Eg er full- gildur þegn í íslensku sam- félagi sem ég hef með huga mín- um og höndum tekið þátt í að móta.“ Að svo mæltu vil ég - í nafni bæjarstjórnar Dalvíkur - þakka öllum þeim sem unnið hafa að uppbyggingu þessa heimilis, því fólki sem starfað hefur og starfar enn að þessum málum í nefndum á vegum bæjarins og öllum þeim fjölmörgu verka- og iðnaðarmönnum sem hafa byggt og innréttað húsið. Svarf- aðardalshreppi flyt ég bestu þakkir fyrir farsælt samstarf. Að lokum vil ég óska þess að heimilisfólk megi eiga hér marg- ar hamingjustundir. Megi andi samhjálpar og sanngirni verða ríkjandi í þessu húsi. A varp oddvita S varfaðardalshrepps. Halldór Jónsson oddviti flutti því næst svofellt ávarp: „Það er ekki hægt að hugsa sér betri stað“. Með þessum orðum var mér svarað af einum vistmanni þessa heimilis, þá ég hitti hann á dögunum og spurði, hvernig honum geðjaðist að veru sinni á dvalarheimilinu. Mig grunar að flestír, eða jafnvel allir vistmenn gætu tekið undir þessa yfirlýsingu. Dvalarheimili aldraðra hefur verið óskabarn íbúa þessa byggðarlags um langan tíma. Það hefur einnig verið draumur margra brottfluttra úr svarf- dælskri byggð, um það vitna best allar þær stórhöfðinglegu gjafir, sem heimilinu hafa borist frá félagssamtökum ogeinstakl- ingum bæði heima og heiman. Nú er 1. áfanga þessarar áhugaverðu byggingar lokið, áframhaldandi framkvæmdir eru aðkallandi. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína undanfarin ár, og reynt að gera íbúum míns sveitarfélags það ljóst, að uppbygging og jafnvel rekstur þessarar stofnunar kæmi verulega við fjárhag þeirra næstu árin. En þótt móti blási í bili mun fljótlega aftur lægja. Nú er þetta ungviði að rísa á legg. Það hefur þegar tekið fyrstu sporin, spor, sem áfram- haldandi ganga mótast af, kannske um langa framtíð, því lengi býr að fyrstu gerð. Það er mikilvægt að geta skapað því fólki, sem hér óskar að dvelja notalegt heimili. íbúar Svarfaðardalshrepps fagna því að eiga hlutdeild í þessari stofnun og þá ekki síst vegna þess, að ekki þarf að flytja úr heimabyggðinni, þegar hingað er komið. Fyrr á-þessu ári átti ég tal við einn vistmann hér, sem áður hafði verið á annarri slíkri stofnun í öðru byggðarlagi. Hann sagði, að hér þætti sér betra að vera, og þegar ég spurði hann hvers vegna þá svaraði hann: „Hér get ég heimsótt kunningjana mína, hvenær sem mig langar til.“ Ég flyt ykkur, vistmönnum og starfsfólki þessa stóra heim- ilis, innilegustu óskir íbúa Svarfaðardalshrepps um heill og hamingju í dvöl og starfi. Dalbœr skal það heita. Þegar hér var komið sögu steig fram prófasturinn, sr. Stefán Snævarr, og skýrði frá formlegri nafngift heimilisíns. Kvað hann um lOOtillögurhafa borist um nafn og hefði bygg- ingarnefndin orðið sammála um að velja nafnið DALBÆR: Tillöguna átti Sigfús Þorleifs- son núverandi vistmaður á staðnum. Bað séra Stefán stofnuninni öllum, sem þar dveljast í nútíð og framtíð guðs blessunar. Þakkarávarp vistmanna. Þá kvaddi sér hljóðs Hjörtur Björnsson frá Grund og flutti svofellt frumsamið ljóð fyrir hönd allra vistmann í Dalbæ: Hér risin er nú háleit höll á hól hjá kirkju lýða. Þar sem sér um víðan völl, væna dali haf og fjöll, glitra blóm um grundir fagrar víða. Sú höll er reist af andans auð, og er því ljóst að víða á mannleg önd enn Lífsins-brauð, og er því síst af kærleik snauð, en ljær þeim skjól, sem böl og nauð og byrði lífs við stríða. Vér, sem njótum, þökkum þá þeim með hugans bandi, er vilja með og brosi á brá bústað þennan grunni frá byggt hér hafa. Æ blessa má þau blíður Lífsins-andi. Hann veiti oss öllum vernd á þessu landi. Framhald af forsíðu. Söngur og gjafir. Áður hefur verið minnst á þær fjölmörgu gjafir, sem Dal- bæ hafa gefist um lang árabil eða allt frá því á lýðveldisárinu 1944. -Við vígsluathöfnina var skýrt frá nýjum gjöfum. Gunnar Hjartarson sparisjóðsstjóri af- henti hússtjórn gjöf frá Spari- sjóði Svarfdæla kr. 5 milljónir, samkvæmt aðalfundarsam- þykkt. Bað Gunnar þess að féð væri notað fljótt og vel. Þá var frá því skýrt, að fyrir nokkru hefði heimilinu verið gefið píanó, sem fylgt hefði ósk um að það yrði fyrst notað við vígsluathöfnina og gerði það Gestur Hjörleifsson. Nú upplýsti Valdimar Braga- son það, að gefandinn væri Hulda Gunnlaugsdóttir frá Vall holti. Er gjöfin gefin í minningu látinna foreldra hennar, Gunn- laugs og Sigríðar og bræðranna þriggja, Njáls, Sigfúsar og Gunnars. Skilyrði gefandans varsvika- laust í heiðrí haft, Gestur Hjörleifsson spilaði á orgelið af sinni gamalkunnu smekkvísi og öryggi undir söng kórsins og við einsöng og samsöng þeirra Höllu Árnadóttur og Jóhanns Daníelsonar. Ávarp Guðjóns Brjánssonar. Guðjón Brjánsson, félags- ráðgjafi og forstöðumaður Dal- bæjar, ávarpaði samkomuna bæði í byrjun athafnar og ennfremur í lokin. í upphafi sagði hann meðal annars: „Þessi bygging, sem við í dag, 12. janúar 1980, tökum form- lega í notkun, er að mínum dómi búin mörgum prýðis- kostum. Einn kostinn tel ég þó ef til vill stærstan. Sá er staðsetning heimilisins í bæjar- kjarnanum. Heimilið er í hjarta bæjarins ef svo má að orði komast. Þó þurfa íbúarnir ekki að óttast skarkala og ónæði af þeim sökum, heldur þvert á Náttúrufræðistofnun íslands hefur um langt árabil gengist fyrir talningu fugla, sem hér dveljast á veturna. Er takning þessi gerð um land allt sama daginn, þ.e. á annan dag jóla. Hefur stofnunin fengið til menn í öllum byggðarlögum landsins til að telja fuglana hverja í sínu umhverfi. Hér á Dalvík hefur Stein- grímur Þorsteinsson kennari og áhugamaður um náttúruskoð- un talið fuglana í kringum Dalvík um árabil. Hann hefur látið blaðinu í té eftirfarandi: „Talið var á svæðinu frá ósi Svarfaðardalsár að Brimnesá. Veður var suðvestan kaldi með allsnörpum hrinum, hægði er á daginn leið. Frost lítið, 1-2°, vötn og ár að mestu undir ís. Óhagstætt til talningar á þessu svæði. Eftirtaldir fuglar sáust: Stokkönd 15 stk. Hávellur 45 stk. Æðarfugl 60 stk. Toppönd 2 stk. Sendlingur 30 stk. Silfurmávur 25 stk. Svartbakur 40 stk. Hvítmávur 12 stk. Ógreindir mávar ca .. 30stk. Hrafn 6 stk. Snjótittlingur 35 stk. Þess skal getið, að flækingar svo sem gráþrestir, svartþrestir og glóbrystingar hafa sést hér í haust og vetur, þó að þeir sæjust ekki á talningardag." móti orkar staðsetningin hvetj- andi á flesta einstaklinga hér. Hægt er að fylgjast með iðandi mannlífinu í bænum, nánast úr hverjum glugga. Þannig er unnt að viðhalda hinum dýrmætu tengslum íbúanna við umhverfi sitt á eðlilegan hátt, þótt viðkomandi sé ekki lengur virkur þátttakandi í hinu dag- lega amstri.“ Máli sínu lauk Guðjón á þessa leið: „Það er ekki nægilegt að byggja veglega og byggja stórt. Til þess þarf aðeins beinharða peninga. Þá fyrst fer bygging af þessu tagi að þjóna tilgangi sínum til fullnustu, þegar búið er að glæða hana lífi. Ágæti heimilis sem þessa ræðst því í veigamiklum atriðum af því, hvernig búið er að þeim sem þar eiga samastað. Hvernig á þá að búa í haginn fyrir aldraða á heimili sem þessu, kann eflaust einhver að spyrja. Svarið verður tæpast einhlítt og ekki endanlegt.En nefna má í þessu sambandi nokkur grundvallaratriði. íbú- um þarf m.a. að sjá fyrir tryggri heilsugæslu, andlegri og líkam- legri örvun og yfirleitt félags- legu öryggi, þar með talinn möguleikinn til einhverskonar iðju, eftir getu og þörfum hvers og eins, því eins og skáldið mælti: „ef starfinu linnir er hjartanu hætt/öll hvíld er þá drepandi þreyta". Á Tjörn hafa fuglarnir líka verið taldir á 2. jóladag í mörg ár. Annaðist það nú Kristján Hjartarson. Er jafnan farin hringferð, þ.e. upp frá Gull- bringu, út miðja hlíð, niður hjá Holti, fram með á, meðfram Hánefsstaðaskógi og þaðan yfir að Tjarnartjörn og hringnum lokað. Að þessu sinni voru fuglar Lágmarkskröfur til heimilis sem þessa eru þær, að lífið innan veggja þess hafi alla kosti fram yfir það óöryggi sem einangruð tilvera í eigin húsa- kynnum kann að bjóða upp á. Ef vel á að takast til um starfsemi heimilis sem þess, er við nú vígjum í dag, krefst það stöðugrar árvekni, bæði af starfsfólki, aðstandendum íbúa og öðrum þeim sem tengjast starfseminni í einni eða annarri mynd. Það ætti að vera þörf regla öllum þeim er við Dalbæ starfa, og öðrum sem tengjast heimilum fyrir aldrað fólk að spyrja sig oftlega þeirrar spurn- ingar, hvort þeir vildu ráðstafa sínum elliárum á þennan hátt og hvort þeir eða þær gætu sætt sig við tilveru sem þessa á efri' árum. Því verum minnug þess, að við sem erum ung í dag og erum að búa í haginn fyrir aldraða, eldumst flest og verð- um gömul, og þeirra aðstaða getur orðið okkar daglega brauð fyrr en varir. Dalvíkingar - Svarfdælingar! Við erum að hefja starf í nýreistri byggingu fyrir aldrað fólk hér á Dalvík. Við höfum möguleika á því að hlúa þannig að öldruðum í sinni heima- byggð, auðsýna þeim þannig virðingarvott fyrir langt lífs- starf, að fyrirmynd geti orðið öðrum. Stöndum saman um heill aldraðra í þessari byggð." með allra fæsta móti, enda veður óhagstætt. Þessir fuglar sáust þó: Snjótittlingar 25 Hrafnar 3 Skógarþröstur I Rjúpa 1 Allt í allt sáust 340 fuglar, svo ekki er allt líflaust þótt vetur kreppi að og snjór hylji löndin. Vor á miðjum vetri A" V Sauðburður á jólum 1979 hjá Jóni bónda á Hæringsstöðum. Er hann að spá í páskamarkaðinn? Fuglatalning 26. des. 1979 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.