Norðurslóð - 25.01.1980, Síða 5
Svör við gátum
Oss til mikillar ánægju reyndist mikill áhugi og þátttaka í þrautum
þeim, sem lagðar voru fyrir háttvirta lesendur jólablaðsins. Skal nú
gerð grein fyrir úrslitum í stuttu máli.
1. Krossgátan.
Fjölmargir sendu lausnir og yfirleitt allar alveg réttar. Það telst
rétt ef lausnarvísan er rétt, en hún var svona:
Er fósturjörðin felur sig í hrími
og frostrósirnar eini gróðurinn,
mér dettur oft í hug sá dásamlegi tími
er dvaldi ég í Paradís um sinn.
Eftirtaldir sendu réttar lausnir:
Gunnar Friðriksson Dalvík, Valgerður Pálsdóttir Reykjavík,
Erna Kristjánsdóttir Hnjúki, Ásta S. Guðnadóttir Dalvík, Margrét
Elfa Jónsdóttir Akureyri, Svanhildur Karlsdóttir Hóli, Steinunn
Davíðsdóttir Akureyri, Guðfinna Þorláksdóttir Vogum Mývatns-
sveit, Dagbjört Ásgrímsdóttir Dalvík, GuðríðurÓlafsdóttirDalvík,
Elínborg og Sigurjón Syðra-Hvarfi, Anna Dóra Hermannsdóttir
Klængshóli, Inga Reynisdóttir Skáiatúni Mosfellssveit, Gunnar
Árnason Reykjavík, Sigrún Dagbjartsdóttir Seldal Norðfirði,
Sveinn Sigurðsson Svalb. Dalvík, Gerður Jónsdóttir Miðtúni,
Steinunn Daníelsdóttir Dalvík, Hallgerður Gísladóttir Reykjavík,
Jóna og Stefán Snævarr Dalvík.
Norðurslóð ætlar að veita tvenn bókarverðlaun fyrir réttar
lausnir. Hér verður hlutkesti að ráða og upp koma nr. 3 og 7, sem
eru Erna Kristjánsdóttir á Hnjúki, sem fær bókina Fjallabæjafólk
eftir Einar Kristjánsson og Steinunn Davíðsdóttir Vanabyggð 13
Akureyri, sem fær senda bókina Punktar í mynd eftir Kristján frá
Djúpalæk.
Barnakrossgátan.
Ein lausn bamakrossgátunnar var send ritstjóminni. Það gerði
Anna Sólveig Sigurjónsdóttir á Syðra-Hvarfi. Þó að engum verð-
iaunum væri heitið ætlar blaðið að heiðra önnu fyrir ómakið og
senda henni bókina Stroku-Palli eftir Indriða Úlfsson.
Frú Steinunni P. Hafstað á Laugasteini þökkum við fyrir
skemmtilegar krossgátur og öllum öðmm fyrir þátttökuna.
2. Ljóðagetraun.
Rétt svör við spurningunum 20 em á þessa leið (feitletrað):
1. Hjörtum mannanna svipar saman / í Súdan og Grimsnesinu.
Tómas Guðmundsson.
2. Það er ei hollt að hafa ból / hefðar uppi á jökultindi.
Bjarni Thorarensen.
3. Nú fellur heitur haddur þinn / á hvíta jökulkinn.
Páll Ólafsson.
4. Hanna litla á alla tíð / konungsríki í hverju hjarta,
hún er drottning ár og síð. Tómas Guðmundsson.
5. Þessi spurning virðist hafa verið á misskilningi byggð og er
ógerlegt að svara henni rétt. Þátttakendur í getrauninni eru
beðnir að gleyma því, að hún var nókkurn tímann borin fram.
6. Nú er hún Snorrabúð stekkur / og lyngið-á Lögbergi helga,
Jónas Hallgrimsson.
7. Kveldúlfur er kominn í / kerlinguna mína.
Sveinbjörn Egilsson.
8. Hárauð bönd um hár á sér / hreinar vefja píkur.
Sigurður Breiðljörð.
9. Eg hef selt hann yngra Rauð / er því sjaldan glaður.
Páll Ólafsson.
10. Er ég kom heim frá Sigöldu / meyjarnar mig völdu,
til þess að stjórna sínum draumum.
Þorsteinn Eggertsson (Heim í Búðardal).
11. Það voru hljóðir, hógværir menn / sem héldu til Reykjavíkur.
Einar Benediktsson.
12. Teygist hinn myrki Múli fram / mynnist við boðaföllin.
Jón Helgason.
13. Bókfellið velkist og stafirnir fyrnast og fúna,
Fellur í gleymsku það orð, sem er lifandi núna.
Jón Helgason.
14. Hrykki ei til að hýða þig / Hallormsstaðaskógur.
Páll Ólafsson.
15. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Einar Benediktsson.
16. Sjá dagar koma, ár og aldir líða / og enginn stöðvar
tímans þunga nið. Davíð Stefánsson.
17. Vodka - brennivín - Þetta er drykkur sem þrælum hæfir.
Davíð Stefánsson.
18. Hún hefur gefið mér hörpudisk / fyrir að yrkja um sig bögu.
Jónas Hallgrímsson.
19. Skeiðfráir jóar hverfa fram að fljóti / Kolskeggur starir
fram á Eyjasund: Jónas Hallgrímsson.
20. Sjá, hin ungborna tíð / vekur storma og stríð.
Einar Benediktsson.
Eftirtaldir sendu lausnir á ljóðagetrauninni:
Jóhann Daníelsson Dalvík, 19 rétt svör.
Jóna og Stefán Snævarr Dalvík, 19 rétt svör.
Pálmi Jóhannsson Dalvík, 19 rétt.
Steinunn Daníelsdóttir Dalvík, 19 rétt.
Steinunn og Árni Rögnvaldsson Akureyri, 18 rétt.
Sigrún Gísladóttir Seldal Norðfirði, 17 rétt.
Jónína Kristjánsdóttir Klængshóli Skíðadal, 19 rétt.
Kristján Þórhallsson Dalvík, 19 rétt.
Pálmi Jóhannsson svaraði fram úr skarandi skilmerkilega með
tilvísunum til Ijóða og höfunda. Auk þess skrifaði hann neðanmáls:
Ég lærði í æsku vísu, sem gæti átt við spurningu nr. 7, en ekki veit
ég um tildrög hennar né höfund. Vísuna lærði ég þannig:
Kveldúlfur er kominn í Gvönd,
konurnar vöku herða.
Stírur í augum, stirðnar hönd,
stafirnir skakkir verða.
Fyrir þetta fær Pálmi Jóhannson 1. verðlaun og verður honum
send ljóðabókin Gagnvegir eftir Rósberg G. Snædal.
Hinir verða að láta sér nægja heiðurinn og ánægjuna og þakkar
blaðið þeim öllum mjög vel fyrir að taka þátt í leiknum.
Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri lagði verðlaunabækurnar
fram, sem gjöf til blaðsins.
Hitaveita Dalvíkur
stofnkostnaður hitaveitunnar
nam 26.3 millj. króna en varð að
meðtöldum þeim borunum sem
fram hafa farið verulega haerri.
Hinn 19. júní 1969 boðaði
hreppsnefnd Dalvíkurhrepps til
almenns fundar um hitaveitu-
mál og var hann all vel sóttur.
Þar var svohljóðandi ályktun
samþykkt samhljóða:
„Almennur fundur haldinn á
Dalvík fimmtudaginn 19. júní
1969 um hitaveitumál hvetur
eindregið til að framkvæmdir
við hitaveitu á Dalvík verði
hafnar strax og nægilegt fjár-
magn er tryggt og nauðsynlegur
undirbúningur hefur farið
fram.“
Síðar í sama mánuði var kos-
in sérstök hitaveitunefnd og
voru í hana kosnir eftirtaldir:
Hilmar Daníelsson
Jóhannes Haraldsson
Þórir Stefánsson
Síðar var fjölgað í hitaveitu-
nefnd í 5 og er hún þannig skip-
uð í dag:
Hilmar Daníelsson, form.
. Þórir Stefánsson
Birnir Jónsson
Kristinn Jónsson
Jónas Hallgrímsson
Framkvæmdir hófust um
sumarið undir verkstjórn Þóris
Stefánssonar og á haustdögum
1969 voru fyrstu húsin tengd
veitunni.
Hér að framan hefur verið
stiklað á stóru í sögu þessa
ágæta fyrirtækis sem Hitaveita
Dalvíkur vissulega er og mörgu
sleppt, sem þess virði væri að
Stofnæðin lögð i Sandiqum.
nefna. Um reksturinn þau 10 ár
sem hún hefur starfað verður
ekki farið mörgum orðum, en
ýmsir erfiðleikar hafa þar orðið
á vegi. Vatnsskortur hrjáði
Hitaveituna um árabil og hafði í
för með sér dýrar jarðboranir
og mikla óvissu um möguleika á
vatnssölu. Hafa nú verið borað-
ar 10 holur og heildar dýpt
þeirra um 3700 metrar. Tvær af
þessum holum, hola 10 og 9 eru
nýttar til vatnsöflunar en aðrar
hafa reynst lítt eða ekki not-
hæfar.
Eins og ég sagði í upphafi var
síðastliðið ár mikið fram-
kvæmdaár hjá Hitaveitunni.
Voru þá lagðir um 4900 metrar
af dreifikerfi og dreifbýlið sunn-
an og norðan kaupstaðarins að
mestu tengt dreifikerfi hitaveit-
unnar. Er nú einungis ólokið
tengingu 4 húsa norðan kaup-
staðarins auk Háls og Ytra-
Holts. Hafa verkfræðingar nú
til athugunar hvort möguleiki sé
Bændur
og búalið
ZETOR
ZETOR 4911, 47 ha.
ZETOR 6911, 70 ha.
ZETOR 6945, 70 ha. með framdrifi
Allar gerðirnar fyrirliggjandi
hjá aðalumboði.
Verðið er ótrúlega Iðgt.
á lagningu í þau hús. Ennfremur
var settur upp annar miðlunar-
tankur að Hamri og leitað verð-
tilboða í nýja og stærri dælu
ásamt rafmótor en það sem nú
er notað er fullnýtt.
Stofnkostnaður við dreifi-
kerfi og miðlunartank á árinu
mun vera rúml. 50 milljónir kr. í
dag selur hitaveitan um 36
ltr/sek af vatni til um 360 not-
enda og eru heildar tekjur um 84
millj. á núverandi verði. Við
Hitaveitunni blasa næg verk-
efni í náinni framtíð, þarsem nú
þarf að fara að huga að endur-
nýjun á þeim hluta dreifikerfis-
ins sem er úr asbestpípum en
gera má ráð fyrir að endingar-
tími þeira sé verulega miklu
styttri en stálpípa. Er þetta mjög
kostnaðarsamt og verður því að
hafa vakandi auga með því að
tekjur Hitaveitunnar fylgi sem
næst þeirri verðlagsþróun sem í
landinu er. Ennfremur tel ég að í
framtíðinni þurfi að huga að
djúpborun að Hamri með það
fyrir augum að reyna að fá heit-
ara vatn og gætu þá skapast enn
auknir möguleikar til stækkun-
ar dreifikerfisins og notkunar
vatnsins til iðnaðar og fisk-
eldis, en þetta heyrir framtíð-
inni til. Með núverandi að-
stæðum í vatnsöflun er þó séð
fyrir nægilegu vatni til notkunar
við hitun í kaaipstaðnum í
náinni framtíð. Frá stofnun
Hitaveitunnar hefur Þórir
Stefánsson gegnt starfi hita-
veitustjóra og sinnt því af alúð
og kostgæfni.
Hilmar Daníelsson.
ZETOR 6945
ZETOR 6911
önnumst sölu á öllum landbúnaðartækjum
frá GLÓBUS HF.
Lítið inn og fáið nánari upplýsingar.
Varahluta og viðgerðaþjónusta.
DRAGI SF.
Fjölnisgötu 2a - Akureyri - Sími 22466
NORÐURSLÓÐ - 5