Norðurslóð - 27.03.1980, Blaðsíða 2
NORÐURSLOÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáöardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Óttar Proppé, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmi6/a Björns Jónssonar
Húsnœði til leigu
Dalvíkurbær auglýsir til leigu húsnæði að Skíða-
braut 4, Dalvík (áður bæjarskrifstofur).
Umsóknir berist fyrir 10. apríl 1980 til undirritaðs,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn Dalvík.
AUGLÝSING
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuðurauglýsireftir
hugmyndum að félagsmerki fyrir félagið. Tillögum
skal skila fyrir 1. maí 1980. Veitt verður viðurkenning
að upphæð kr. 50.000 fyrir þá tillögu sem kynni að
verða valin sem merki félagsins.
Sem flestir eru hvattir til að senda inn hugmyndir
sínar, og skulu þær merktar með dulnefni, og skal
nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi, merktu sama
dulnefni.
Tillögur skilist til Margrétar Gunnarsdóttur Göngu-
stöðum, Gunnsteins Þorgilssonar Sökku, eða Ósk-
ars Gunnarssonar Dæli.
Réttur er áskilinn til að hafna öllum tillögum.
STJÓRNIN.
Til sölu
er LADA, árgerð 1977.
UpplýsingarveitirFriðrik
Friðriksson, Hjarðarslóð
3 B, sími 6-14-98.
KRÁIN
Norðurslóð hefur veríð beðin
að birta eftirfarandi frétta-
tilkynningu frá Kiwanisklúbbn-
um Hróifl á Dalvík.
Tvö ár eru nú liðin, síðan
Kiwanisklúbburinn Hrólfur
færði upp kabarett hér á
Dalvík. Nú er allt komið í fullan
gang á ný.
Að þessu sinni verður kaba-
rettinn með all sérstæðu sniði.
Salnum í Víkurröst verður
breytt í „krá“. Er meiningin að
vanda sem best allar skreyting-
ar.
Vonast er til að sem flestir sjái
sér fært að koma í „Krána“ sitja
þar í notalegu umhverfi yfir
kaffibolla eða krús af öli á
meðan fylgst er með þeim
skemmtiatriðum sem á dagskrá
verða.
Að þessu sinni eru skemmti-
atriði mörg og fjölbreytt.
Má þar nefnd: Hljóðfæraleik,
Tískusýningu, Skrýtlur og söng
af ýmsu tagi s.s. einsöng,
tvísöng, gamanvísnasöng, að
ógleymdum fjöldasöng. Er þess
vænst að gestir taki nokkurn
þátt í skemmtuninni.
Fyrsta sýning verður mið-
vikudagskvöldið 2. apríl og gert
er ráð fyrir tveimur sýningum
daginn eftir þ.e. skírdag.
Allur ágóði af skemmtun
þessari rennur til líknar og
menningarmála.
Fóðurvörudeild
KEA og KSÞ sf.
Verðlisti 12/3 1980.
Fóðurvörur frá FAF: Verð á sekk Sekkjav. tn. Laust tn.
A-blanda 7.125 142.500 126.500
B-blanda 6.995 139.900 126.000
C-blanda 6.950 139.000
Slátu rsvínafóður 7.570 151.400
Heilfóður 7.670 153.400
Kálfakögglar Smágrísafóður 7.935 158.700
Gyltufóður 7.790 155.800
Blandað korn 7.735 155.700
Kurl maís 8.040 160.800
Ungafóður I 7.825 156.500
Ungafóður II 7.590 151.800
Micro-fóðursalt 14.800 296.000
Fóðurvörur frá KFK:
A-blanda 6.690 133.800 121.000
B-blanda 6.765 135.300 122.000
C-blanda 6.685 133.700
Sóló hænsnafóður ' 6.980 139.600 127.000
Bacona svínafóður 6,890 138.700 126.700
Gul-komplet ungaf. 8.250 165.000 152.400
Ruge-sóló hænsnaf. 7.380 147.600
Hestablanda 7.385 147.700
G-steinefnablanda 12.995 259.900
Graskögglar 7.700 154.000
Aðrar fóðurvörur: KEA blanda Sauðfjárblanda Gemlingablanda Hestablanda Kálfafóður T-mjöl 25.875 1.035.000
Maísmjöl 6.005 120.100
öll verö eru miðuð við að fóður sé heimkomið. Sæki kaupandi sekkjað fóður
sjálfur fær hann 140 kr. í afslátt á hvern poka ef hann tekur 10 poka eða meir.
Fjöll að ganga fýsir þá
Ferðafélag Svarfdæla hugsar
sér til hreyfingar nú þegar dagur
er orðinn langur og nógur snjór
á fj öllum.
Gerð hefur verið áætlun um
einar þijár gönguferðir, á skíð-
um eða lausfóta í þessum og
næsta mánuði.
í fyrsta lagj er áformað að
fara út yfir Dranga til Ólafs-
fjarðar sunnudagjnn 23. mars.
Verður farið frá endurvarps-
stöðinni norðan við Hól og
gegnið upp á dalinn. Verður
fylgt nýju raflínunni niður í
Burstabrekkudal og ofan í
kaupstaðinn.
(Ferðin var farin eins og til
stóð. Þátttakendur voru 11.
Glaðasólskin var og skíðafæri
ágætt. Sem sagt, vel lukkuð og
ógleymanleg ferð).
Þá er áformað að aka fram í
Skíðadal (að Kóngsstöðum eða
lengra) skírdag, 3. apríl. Þar
verður stigið á skíði og gengið
austur yfir ána, upp á Gljúfrár-
dal og fram að jökli eða að
„hellinum“ þar sem risinn hlát-
urmildi bjó. (Krosshólshlátur).
Loks er svo fyrirhuguð skíða-
ferð norður yfir Reykjaheiði til
Ólafsfjarðar um sumarmálin,
þ.e. laugardag 19. apríl. Þá er
farinn Böggustaðadalur sem
kunnugt er.
Allar þessar ferðir má að
sjálfsögðu fara skíðalaust, þó
það se ekki jafngaman og
stundum miklu erfiðara.
Þó að þessar ferðir séu
skipulagðar af Ferðafélaginu
eru þær ekki hugsaðar fyrir
félaga eina, heldur eru allir
velkomnir, sem langar og
treysta sér til að heimsækja
fjallaheiminn.
Loðdýrarækt - ný búgrein
Fræðslufundur um loðdýrarækt verður haldinn í
Víkurröst mánudagskvöldið 31. mars kl. 9.
Sigurjón Bláfeld ráðunautur kemur á fundinn. Allir
áhugamenn velkomnir.
Búnaðarfélög Svarfdæla, Dalvíkur,
Ólafsljarðar og Árskógsstrandar.
AUGLÝSING
um skoðun bifreiða á Akureyri,
Dalvík og Eyjafjarðarsýslu
Samkvæmt umferðarlögum hefir verið ákveðið að aðal-
skoðun bifreiða 1980 hefjist 1. apríl n.k. og verði sem
hér segir:
1. apríl A- 1 tll A- 200 5. maf A-3801 til A-4000
2. april A- 201 tll A- 400 6. mal A-4001 tll A-4200
8. aprfl A- 401 tll A- 600 7. mai A-4201 til A-4400
9. aprfl A- 601 tll A- 800 & mal A-4401 tll A-4600
10. aprfl A- 801 til A-1000 9. maf A-4601 tll A-4800
11. apríl A-1001 tll A-1200 19. maf A-4801 tll A-5000
14. april A-1201 tll A-1400 20. mai A-5001 tll A-5200
15. aprfl A-1401 tll A-1600 21. mai A-5201 tll A-5400
16. aprfl A-1601 tll A-1800 22. maf A-5401 tll A-5600
17. aprfl A-1801 tll A-2000 23. maf A-5601 tll A-5800
18. apríl A-2001 tll A-2200 27. maf A-5801 tll A-6000
21. aprfl A-2201 tll A-2400 28. maf A-6001 tll A-6200
22. aprfl A-2401 tll A-2600 29. mai A-6201 tll A-6400
23. aprfl A-2601 tll A-2800 30. maf A-6401 til A-6600
25. aprfl A-2801 tll A-3000 2. júnf A-6601 tll A-6800
28. aprfl A-3001 til A-3200 3. júni A-6801 tll A-7000
29. aprfl A-3201 tll A-3400 4. júnf A-7001 tll A-7200
30. aprfl A-3401 tll A-3600 5. júni A-7201 tll A-7400
2. mal A-3601 tll A-3800 6. júni A-7401 og hœrrf nr.
Skoðun léttra blfhjóla fer fram 5. tll 9. mai n.k.
Eigendum eða umráöamönnum bifreiða ber að koma
með bifreiðarsínaraöskrifstofu bifreiðaeftirlitsins ílög-
reglustööinni við Þórunnarstræti og verður skoðun
framkvæmd þar mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til
16.00.
Skoðun bif relða á Dalvfk og nágrenni fer fram við Víkur-
röst, Dalvik, dagana 12., 13., 14. og 16. maí n.k. kl. 08.00
tll 16.00.
Við skoöun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir því að bif-
reiðagjöld fyrir árið 1980 séu greidd, og lögboðin
vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi
ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og
bifreiðin stöðvuð þar til gjöldin eru greidd.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á
réttum degi, verður hann látinn sætasektum samkvæmt
umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin
tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli.
Bœjarfógetlnn á Akureyri og Dalvík,
8ýslumaöurinn I Eyjafjaröarsýslu.
20. mars 1980.
2 - NORÐURSLÓÐ