Norðurslóð - 22.05.1980, Blaðsíða 1
4. árgangur Fimmtudaginn 22. maí 1980 _5, tölublað
Heimsókn að Bessastöðum
Forsetinn býður öldruðum sveitungum heim
Svarfdælsk byggð & bær
Sesselja Eldjárn aldursforseti í skrifstofu forseta fslands.
Samtök Svarfdælinga í Reykja-
vík og nágrenni eiga að baki
sögu, er rekja má til stofndags
þann 26. nóvember 1957.
Aðal hvatamaður að stofnun
samtakanna var Snorri Sigfús-
son, fyrrverandi skólastjóri og
námsstjóri og þá einnig fyrsti
formaður þeirra. Með honum
voru í stjórn Kristján Eldjárn og
Gísli Kristjánsson um langa
áraröð. Síðar hafa aðrir sveit-
ungar gerst oddvitar samtak-
anna.
Samtökin hafa hvorki lög né
reglugerðir að starfa eftir, en
óskráður tilgangur þeirra var og
er að efla kynningu, samhug og
samstillingu brottfluttra Svarf-
dælinga.
Einn þáttur á hlutverka-
skránni hefur verið að kalla
aldna Svarfdælinga og maka
þeirra til sérsamkomu að vor-
inu. Hafa konur jafnan lagt
fram vænan skerf athafna og
erfiðis til þess að gleðja öldung-
ana á góðri stund, gjarnan með
kirkjulegri athöfn í upphafi.
Þann 10. maí s.l. var hin ár-
lega samkoma af þessu tagi með
sérstökum hætti, en áður hafði
boð út gengið frá stjórn sam-
takanna, að forseti Islands og
forsetafrúin bjóði öldungunum
heim til Bessastaða nefndan
dag. Vordöggvar drupu af
himni þegar um 120 manns
stefndu til staðarins í stórum
langferðabíl og óiöldum einka-
bifreiðum.
I kirkju.
Með boðun umrædds móts
var tilkynnt, að gestir skyldu
mæta í Bessastaðakirkju stund-
víslega kl. 15. Urðu þá margir
bekkir þessarar veglegu safnað-
arkirkju þétt setnir, en forsetinn
bauð hópinn velkominn og tjáði
fyrirhugaða athafnaröð í sam-
bandi við heimsóknina, fyrst í
kirkjunni og síðar í Bessastaða-
stofu.
Veitti hann því næst orðið
Þóri Stephensen, dómkirkju-
presti, er flutti þar gott orð og
fagran boðskap í stuttri, kirkju-
legri meðferð og bað blessunar
almættisins yfir öllum fjær og
nær, bæði Svarfdælingum,
landslýð öllum og stjórn þjóðar
okkar.
Að loknu máli séra Þóris tók
forsetinn til máls og tjáði í gróf-
um dráttum sögu Bessastaða
allt frá því er Snorri Sturluson
átti staðinn, hvernig hann
komst í hendur konungsvalds-
ins og laut um aldir veldi kon-
unglegra embættismanna, hirð-
stjóra, lénsherra, fógeta, höfuðs
manna og hvað þeir nú annars
báru af embættaheitum, en á
umræddu skeiði var orðstír mis-
jafn af atferli á staðnum og í
sögu þjóðarinnar ekki alltaf
bjartur og heiður.
Hér reyndist nauðsynlegt að
fella niður vegna þrengsla i
blaðinu glefsu úr sögu staðar
og kirkju - því miður.
Með ábendingum og skýr-
ingum forsetans í sambandi við
hina ýmsu muni og minjar í
kirkjunni fylgdust gestirnir sér-
leua enda mun þorri þeirra hafa
setið bekki þar í fyrsta sinni.
Athöfnin öll i kirkjunni var
fróðleg, virðuleg og hugnæm,
og að endingu söng þingheimur
með undirleik organista.
í Bessastaðastofu.
Heilsteyptur hópur, með
ríkjandi svarfdælsku hugarfari,
stefndi síðan til „Bessastaða-
stofu“. Þar beið gestabók í and-
dyri, en sérhver skyldi með eigin
hendi skrá nafn sitt sem sönnun
þess að hafa þar yfir þröskuld
stigið. Þar buðu ogforsetahjón-
in; Halldóra Ingólfsdóttir og
Kristján Eldjárn gesti velkomna
Broshýrir gestir. Rannveig Stefánsdóttir, Gunnar Stefánsson, Gerður Steinþórsdóttir, Dagbjört Gunn-
laugsdóttir, Björg Pálsdóttir (frá ölduhrygg) og sr. Þórir Stephensen.
og óskuðu frjálslegra athafna
um stofur og stóla eins og hver
og einn væri í heimahúsum.
Auðvitað mættust hér í fyrsta
lagi aðiljar öldungadeildar,
gamalkunnugir af æskuslóðum
heimahaga, milli reginfjalla
„öndvegis íslenskra dala“ og
síðar förumenn lífsins frá ýms-
um leiðum. í öðru lagi makar
þeirra, fæddir og úr grasi vaxnir
á ýmsum slóðum utanlands og
innan.
Aldursforsetar voru þar: I
fyrsta lagi Sesselja pldjárn 87
ára, en næstir komu Halldór á
Melum og Zóphónias frá
Bakka, með meira en 8 áratugi
að baki. En þarna mættu líka
ýmsir talsvert yngri, sumir með
glögg ættarmót fjölskyldnanna
frá Tjörn og Urðum.
Víst voru stofur vel skipaðar
en þrengsli hvergi og vonandi
hefur öllum gefist tækifæri til að
tala við aldna kunningja og vini
og rifja upp gamlar væringar og
fornar minningar frá æskudög-
um eða öðrum tímum á löngum
æviferli. Þjóðlegra veitinga
nutu gestírnir og fljótur var
tíminn að liða við sérlega gest-
risni. Samhugur fyllti andrúms-
loftið í anda svarfdælskra og
þjóðlegra viðhorfa.
Sjálfsagt vannst ekki timi til
að allir gætu rætt við alla og ég
skal játa að ég náði aðeins að
„blikka“ gamlar vinkonur frá
barnaskólaárunum í þinghús-
inu á Grund, þegar við vorum
þar í skóla hjá Tryggva Kristins-
syni, hinum ágæta leiðtoga og
þeim aðila, er innleiddi söng-
mennt og söngmenningu í sveit-
ina okkar.
I vinahópi voru þrjár klukku-
stundir fljótar að streyma i
tímans haf.
Núverandi formaður Svarf-
dælingasamtakanna, Sveinn
Gamalíelsson, tjáði forseta-
hjónunum þakídæti samtak-
anna og um leið gestahópsins,
fyrir frábærar móttökur, fyrir
vináttubragð og sannkallaða
heimilislega og hugnæma stund.
Jafnframt tjáði hann þakkir
fyrir ómæld afrek, sem forsetinn
hefur unnið í þágu samtakanna.
Að þeim orðum mæltum
kvaddi sér hljóðs Eiríkur Páls-
son frá ölduhrygg, er flutti
gestgjöfunum veglega drápu í
álíka sniðum og konungum
voru kveðnar til forna við hátíð-
leg tækifæri.
Og þá lá beint fyrir að kveðja
og þakka gestrisni og góðar
stundir. Leiðirnar lágu frá
staðnum á vorkvöldi í gróanda
og hver fór til sinna kynna á
heimaslóð. Síðan hefur höf-
undur þessara lína hvaðanæva
fengið staðfest, að í hugskotum
heimsóknarfólksins ríkir hrifn-
ing, hugþekkar og bjartar minn-
ingar og mikið þakklæti er tjáð
fyrir sannkallaða hátíðarstund
á laugardegi þann 10. maí 1980
á Bessastaðasetri.
Heimsókn Svarfdælinga-
samtakanna á fornan sögustað-
núverandi setur forsetahjón-
anna og heimili þeirra - er veg-
legur varði við veg minninganna
á skeiðvelli lífsins - þeim er þágu
heimboð þangað nefndan dag.
Stjórn Svarfdælingasamtaka með forsetahjónunum. Egill Júlíusson, Gísli Kristjánsson fyrrv. stjórnarm., Edda ögmundsdóttir, forseta- Kristinn Jónsson 1895-1973.
hjónin, Anna Sigvaldadóttir, Valdimar Jóhannsson, Júlíus Halldórsson. grejn ^ j,]s j.