Norðurslóð - 22.05.1980, Page 3

Norðurslóð - 22.05.1980, Page 3
Hugleiðing um horfna tíð Þegar hugurinn hvarflar til æskuáranna hér á Dalvík verð- ur minningin um fisk og sjó ekki alltaf ofan á, þótt einhverjum kynni að þykja kindugt nokkuð, heldur eru það minningarnar um húsdýrin, fugla, hornsílin í flæðatjörninni, blóm og gróður ogjafnvel maðk ímold, semylja og halda við þeim skemmtilega sjarma þessara gömlu góðu daga, áður en alvara lífsins með sín leiðinlegu boð og bönn tók við. Það eru einmitt minning- arnar um eitt þetta atriði, sem mig langar til að rifja upp, svo ekki falli í eilífa gleymsku, nefnilega kýrnar á Dalvík og kúasmalarnir. Þegar hún Lukka bar. Með mínum fyrstu minningum er það að Lukka gamla í Sunnuhvoli átti kálf að vetri til, það var snjór og kuldi og kálfsi fékk að vera inni í Norður-kompu. Þarhafði hann félagsskap okkar krakkanna, sem vorum mörg, bæði heima og heiman. Til gamans ætla ég að geta nokkurra serimonía kringum burðinn hjá kúnum, sem tíðkuðust í mínu ungdæmi, en lögðust smátt og smátt af með menningunni, en munu þó hafa haft notalega þýðingu á margan hátt. Fyrst var nú það, þegar vakað var yfir kusu, að ekki mátti hafa nokkurn hávaða, helst ekki tala nema nauðsyn krefði og þá hvísla, ekki sakaði að fara með vers eða einhver andlegheit og þá í hljóði. Svo þegar kálfurinn kom þurfti að koma honum sem fyrst upp í básinn fram fyrir móður- ina svo hún gæti karað, þá var stráð salti á afkvæmið svo kýrin drykki meira og yrði lystugri. Ekki var kálfurinn tekinn frá mömmu sinni fyrr en bæði voru staðin upp og helst búið að mjólka ögn handa afkvæminu. Þá þurfti sérstaka aðgát með hildir. Ef kýrin bar að vetri var sjálfsagt að bera þær út, þarsem hrafn gat notið þeirra en að sumri var venja að grafa þær. Þá var venja að gera fólki dagamun í mat þegar kýrin bar og man ég eftir kjötsúpu og lummum með kaffi. Svo var náttúrlega ábrystaveisla meðan gengið gat og heima var það regla að láta brodd á flöskur og hlaupa með til grannanna í sokk og sjálfsagt hefur það verið þannig víðar. Kýrnar á Dalvvík. Kúahald hér á Dalvík hefur eflaust verið stórum erfíðleik- um bundið á árum áður, mölin og móarnir kostarír jörð til ræktunar og tækni öll í lág- marki við jarðvinnslu, en menn voru harðir í þátíð ogbjartsýnir og þrótturinn til að sjá sér og sínum farborða varð til þess að nokkur búskapur þróaðist hér um árabil góðu heilli. En sökum þess að mig skortir heimildir verður þetta skrif mitt aðeins lauslegar æskuminningar sem ekki hafa svosem neitt sérstakt f'ldi, nema þá helst til gamans. g tel víst að Saga Dalvíkur geymi þennan merka þátt á spjöldum sínum. Það er gaman að rifja upp dulítið um kýrnar á Dalvík. Heima voru oftast nær 3 kýr stundum 2 og síðast 1 og hún hét Lukka, eins og margar á undan henni. Hún var svört á brún og brá, ábúðarmikil eins og vera ber, annars man ég minnst eftir henni enda orðinn nokkuð stór þegar hún féll frá. Það var alltaf ævintýri þegar kýr voru leystar fyrst út á vorin. Þá fannst manni sumarið vera komið og mikið var um að vera hjá mönnum og skepnum, kýrnar réðu ekki við sig fyrir fögnuði og léku við hvern sinn fingur, eins og skáldið segir. Skemmtilegar minningar eru í sambandi við kúagæsluna, þetta merkilega fyrirbæri sem kúaeigendur stóðu fyrir og er, að ég held, einstakt í sjávar- plássum. Þannig var, að kúabændur mynduðu félagið Landnám, sem var hagagönguréttinda- félag. Hagarnir voru aðallega Flæðarnar hér sunnan við þorp- ið, partur af Böggvisstaða- breiðu og svo partur í Böggvis- staðahólum um Stekkinn og þar fyrir norðan. Aðalbeitin var þó á Flæðunum, allar tegundir af stör og fleiri góðgrösum. Það má nærri geta að kúanefndinni svokölluðu hefur verið vandi á höndum þegar ráða skyldi fyrsta kúrekann, því mikil hefur sú ábyrgð verið að passa hjörð- ina, halda til beitar, fylgjast með líðan og háttum hverrar skepnu og skila hverjum grip heilum heim að kveldi með troðin júgur. En lánið lék við nefndina í byrjuninni og líklega allan tímann, því ekki man ég eftir neinum stór áföllum. Stutti-Leifi. Fyrsti kúrekinn var ráðinn Þoríeifur í Mýrakoti, sem nú er Bessastaðir, kallaður Stutti- Leifi. Sá var nú búinn að þreyja þorrann og góuna, orðinn ald- urhniginn en léttur í spori og lund. Leifi var skemmtilegur karl, grínagtugur og góður við börn. Ekki man ég eftir að við hrekkjalómar gerðum at í Leifa, hann hefur líklega haft lag á okkur ekki síður en kúahópn- um, því það hafði hann svo snilldarlega. öslaði hann sjald- an um flæðarnar á eftir kúnum, heldur stóð á þurru og kallaði kúra-kúra-kúra. Varla brást að einhver færi þá á hreiflngu og komu hinar smátt og smátt á eftir hægt og rólega, ekkert lá á. Það var kúasmalans að gæta þess að kýrnar stæðu ekki of lengi í bleytunni. Sumar sóttu í kílana þar sem störin var stór og kostarík og varð þá að sýna þeim þá nærgætni að koma þeim á þurrt annað slagið. Svo kom fyrir að áin flæddi yfír Flæðarnar svo dögum skipti. Þá var beitt á Breiðuna og í Hólana. Það var auðvitað meiri rekstur og gæsla, en ekki mun hafa skort aðstoðarfólk þegar svo bar við, þótt ekki væru allir háir í loftinu. Krakkar sóttu í að fá að reka kýrnar og stundum var mikið mannval kringum Leifa. Ekki man ég eftir því að börn væru hrædd við skepnur á þess- um árum eins og nú til dags, þegar s'tálpuð börn mega ekki sjá ferfætling svo að þau hlaupi ekki hrínandi í hús eins og verið sé að kvelja þau. Það er ákaflega mikil stemn- ing yfir morgnunum þegar kým- ar voru að koma út, búið var að mjólka þær og bursta. Annars var misjafnt hvað konurnar burstuðu mikið eins og gengur. Ég man eftir einni konu sem fylgdi sinni kú iðulega suður í Vegamótaklaufina og burstaði með fiskbursta alla leið og raulaði sálmalög með. Siggi súri. Næsti kúreki á eftir Leifa var líka roskinn og ráðsettur maður og hann hét Sigurður Sigurðs- son, kallaður Siggi súri. Ekki veit ég hvað olli þeirri nafngift, nema ef vera skyldi það, að svip- urinn á kalli væri eitthvað súr á köflum. Annars voru allir upp- nefndir hér um slóðir í þá daga. Menn þekktust varla undir réttum nöfnum, samanber skip- stjórana Vindur, Hnikkur, Hallandi, Spéhræddur, Bölv- andi, Barnandi. Hver þekkir þessa menn með réttum nöfn- um? Þeir eru allir Dalvíkingar, sumir farnir. Mér er Siggi minnisstæður, sérstaklega þegar hann var kúasmali. Ég vona að hann hafi fyrirgefið mér og fleiri strákum ótugtarskapinn, við kölluðum stundum til hans úr þúfunum Siggi súri, svo áttum við til að herma eftir honum - það var ekki fallegt. En hann hafði ekki eins gott lag á að notfæra sér vinnukraft krakkanna við reksturinn eins og Leifi. Þó var oft eitthvað að sniglast í kring- um hann 'af krökkum. Það var siður hjá Sigga að ösla á eftir kúnum á flæðunum, hann kall- aði ekki á þær. Þá fór hann úr gúmískónum og sokkunum, bretti buxur vel upp fyrir hné og óð svo bleytuna eftir hverri kú, hvar sem hún var í haganum. Starsýnt varð manni á fæturna á kalli. Þeir voru svo sem ekkert smáfríðir, voða sverir kálfar með rauðum hárum. Svo voru hnéskeljarnar miklar eins og skildir, einhvernveginn lausar við. Þegar hann tók fyrstu sporin í bleytunni mynduðust fjórir gosbrunnar milli tánna, mjóstur næst litlu tánni og fór hæst í loftið en smá lækkaði sem nær dró stóru tánni svo smá- minnkuðu strókarnir eftir því sem vatnið dýpkaði. Svona göslaðist - kallinn þangað til hann var þúinn að ná kúahópn- um að hliðinu, þá tók hann skó og sokka í aðra hendi og hríslu í hina, opnaði hliðið og kúa- hjörðin lallaði heim á leið. Þegar kom út að Vegamóta- klaufinni settist hann niður, strauk mýrarrauðann af fótum sér og klæddi sig í sokka og skó, fletti niður brókum og var þá ferðafær í kaupstaðinn. Oft kom það fyrir að Sigga sinn- aðist í þessu starfi bæði við kýrnar og eins við kúanefndina, sem honum fanst ekki standa sig nógu vel í stöðu sinni. Var þá segin saga að skeggið reis eins og ígulker út í loftið meðan reiðin varði, en féll í réttar skorður þegar móðurinn rann af. Siggi var ágætis karl, ein- stæðingur og hefur sjálfsagt haft sinn djöful að draga í lífinu eins og flestir. Hann var seinustu árin í Efstakoti við hlýlegan aðbúnað. Siggi bar mikla virð- ingu fyrir húsbóndanum, Þor- steini Antonssyni, og nefndi hann bara hann eins og enginn annar væri til. Því að þegar karlinn stirðnaði á bakinu á Efstakots Gránu heima á hlaði og konurnar ætluðu að hjálpa honum af baki að hann sagði: uss suss þetta þýðir ekkert við skulum bara bíða þangað til hann kemur heim, en Steini var þá í róðri á Bjarma líklega vestur á Tengum. Hverjir fleiri? Nú þegar þessir tveir rosknu menn voru búnir að fástmóta þetta þýðingarmikla starf, sem kúagæslan var, í tvö sumur, var farið að ráða stútungs krakka. Það voru alltaf tveir, yfirkúreki, sem var eldri og bar ábyrgðina, og hjálparsveinn. Ég var að- stoðarmaður Ragnars Stefáns- sonar í Brimnesi. Hann var sér- lega ákveðinn og trúr í starfi enda dugði ekki annað. Það hef- ur ábyggilega verið þroskandi að vera með kúnum, eins og sést á því að tveir kúrekar fyrrver- andi eru nú forstjórar fyrir stór- fyrirtækjum hér á Dalvík, þeir Júlíus Kristjánsson og Sigurður Jónsson og kannski fleiri, því nú man ég ekki upp á víst röðina á kúasmölunum og auglýsi hér með og - skora á alla þá sem starfað hafa sem kúrekar á Dalvík að gefa sig fram svo þessi merkilega saga komist á þrykk. Nú þessa dýrðlegu maídaga, þegar ég er að pára þessar línur er vorið að taka völdin, unaðs- legasti tími allra tíma hér á norðurhjara. Og hver er sú sál sem ekki nýtur vornæturinnar mitt í hinu síendurtekna sköp- unarverki, þegar jörðin kraum- ar af nýju lífi, fuglar huga að hreiðrum, lömbin fæðast og folöld taka fyrstu sporin og kýrnar leika við hvern sinn fingur? Gleðilegt sumar. Hjálmar Júlíusson (Bommi). Hótel Krosshóll enn á dagskrá Eins og frá var skýrt í síðasta blaði er nú í uppsiglingu nýtt gangnamannaskýli og sæluhús á Sauðhúshólnum á Krosshóli. í gamni hefur það verið kallað Hótel Krosshóll. Nú er að því komið, að fara að lagfæra húsið, lyfta þakinu, smíða innréttingar o.s.frv. Til viðbótar því sem áður var upplýst hefur blaðið nú fyrir satt, að yfirsmiður við fram- kvæmdina verði hinn góðkunni Sigurður Marinósson frá Segja má með sanni, að félagar í Leikfélagi Dalvíkur séu dugn- aðarfólk. Nýlega er lokið sýn- ingum á öðru leikriti þeirra á þessu leikári. Það var farsinn eða fjarstæðustykkið Landa- brugg og ást. Aðsókn að sýn- ingunum mun hafa verið þokka leg, en hefði mátt vera miklu meiri. Þetta mun nefnilegaa hafa að öðrum þræði verið hugsað sem fjáraflaleið. Þar fyrir utan var það prýðilega af hendi leyst eins og annað sem Leikfélagið gerir um þessar mundir. Það er hreint aðdáunarvert, hvað þetta unga fólk, sumt algjörir nýgræðingar á akri leikgyðjunnar, leysir hlutverk sín vel af hendi. Leik- stjórnin virðist hafa verið í góðu lagi hjá Rúnari Lund, og sviðs- mynd og önnur tækni einnig kunnáttusamlega gerð. Sem sagt, vel gert og takk fyrir. Þá lagði Leikfélagið í það að æfa upp að nýju Saumastofuna frá í fyrra og taka með því þátt í keppni um að komast á norrænt leiklistarmót í Finnlandi í sum- ar. Það tókst reyndar ekki, ekki geta allir unnið í keppni, og Sauðkræklingar hlutu hnossið. Hinsvegar býðst félaginu nú tækifæri á að fara með þetta sama verk eða annað á norræna leikhátíð í Viborg á Jótlandi í haust. Svo vill til að Viborg er einmitt hinn danski vinabær Brekku, og að auki ersíðarvon á „sérfræðing“ að sunnan Páli nokkrum Pálssyni, sem kvað vera þrautreyndur maður við smíði sæluhúsa fyrir Ferðafélög og fleiri. Nú er ætlunin að hefjast handa strax um hvítasunnuna, og er þá komin röðin að sjálf- boðaliðum, sem ætla sér að leggja þarna hönd á plóg og vinna dálítið í fjalladýrð Skíða- dalsins. Blaðið vill eindregið hvetja áhugamenn í sveit og bæ Dalvíkur, svo þangað væri til vina að sækja. Einhver vandkvæði kváðu vera á að allir leikendur treysti sér til að binda sig til þessarar farar. Það væri skaði, ef af þessu getur ekki orðið. Þess má geta, að aðalfundur Leikfél. Dalvíkur verður hald- inn í Bergþórshvoli laugardag- inn 24. maí, 1. dag Skerplu, kl. 8.30. Reykjavík, 28. apríl 1980. Heiðruðu útgefendur. Ég óska ykkur til hamingju með það einstæða framtak að ráðast í útgáfu þessa ágæta blaðs Norðurslóðar, sem ég hef fengið reglulega sent frá því ég gerðist „áskrifandi“. Þetta blað er öllum aðstand- endum ogæskustöðvum mínum til mikils sóma, og í rauninni ótrúlegt að fjárhagslegurgrund- völlur sé til staðar til slíkrar út- gáfu, þar sem ætla má að kaup- endafjöldi sé takmarkaður við fólk sem tengt er Svarfaðardal, Dalvík og nágrenni. En velgengni blaðsins er svo sannarlega ekki mér að þakka. Afsökun á því að hafa ekki sent greiðslu til ykkar fyrr, er hér með komið á framfæri. Ég er búinn að gleyma hvað áskriftar- að hafa samband við Sigurð, sem mun skipuleggja fjálfboða- vinnuna. Veit nokkur af litlu húsi? Með tilkomu þokkalegs sælu- húss framan við byggð í Skíða- dal sem ætlunin er að verðijafn- aðarlega í umsjá Ferðafélags Svarfdæla, er kominn upplagð- ur „startstaður“ fyrir þá, sem ætla að leggja leið sína inn á Qöllin áleiðis til Hörgárdals eða SkagaQarðardala. Þá vantar að vísu húskríli á áningarstað á Tungnafellsjökli, svo hægt séað skipta fjallaferðinni í tvo áfanga. Nýlega hefur Ferðafélaginu sárlega brugðist von um hand- hægt hús fyrir gönguskála þarna við jökulinn. Er nú ekki einhver til, sem getur bent félag- inu á velbyggt smáhýsi, svona 12-15 fermetra að gólffleti, sem væri falt við viðráðanlegu verði? Sá sem það gæti væri vel- gerðarmaður við þá hugsjón að efla gönguferðir á fjöllum hér um slóðir. H.E.Þ. gjaldið er, svo ég veit ekki hve langt ég kemst upp eftir svarta listanum með þessari ávísun. En velvild ykkar og þolin- mæði er með ólíkindum. Kolleg ar ykkar hér syðra eiga víst ekki slíka biðlund til. Og nú stefni ég að því að verða áskrifandi án gæsalappa. Að lokum óska ég blaðinu góðs gengis um alla framtíð. Kærar kveðjur. Magnús Ingimarsson. Við þökkum hinum ágæta hljómlistarmanni Magnúsi Ingimarssyni Óskarssonar fyrir þetta vinsamlega tilskrif. Það hlýjar okkur um hjartaræturn- ar, við erum nú ekki harðsvír- aðri en svo. Og svo þökkum við líka 20- þúsundkallinn, sem bréfinu fylgdi. Útgefendur. NORÐURSLÓÐ - 3 DUGLEGT LEIKFÉLAG Bréf til blaðsins

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.