Norðurslóð - 26.09.1980, Qupperneq 3
Margrét Amadóttir
Kveðjuorð
jarðstrengnum, sem um dalinn
liggur í gegnum hvers manns
landareign. Það gerir auðvitað
enginn viljandi, en stundum eru
menn gleymnir og gálausir og
þá gerast slysin.
H. E. Þ.
Símamenn utan við Víkuröst.
SJÁLFVIRKUR SIMI
Hinsta lausnin
Það hefur varla farið framhjá
neinum, sem um Svarfaðardal
hafa farið í sumar, að unnið
hefur verið að nýrri símalögn í
dalnum, saman-ber einnig frá-
sögn í síðasta blaði fyrir sumar-
frí. Nú er verkinu lokið og
vinnuflokkurinn farinn heim.
Þriðjudaginn 9. sept. veitti
Landsíminn þessum mönnum,
sem voru frá Húsavík, kveðju-
og skilnaðarmáltíð í Víkurröst á
Dalvík. Gestgjafar fyrir hönd
símans voru umdæmisstjórinn á
Akureyri, Ársæll Magnússon,
umdæmistæknifræpingur Gylfi
Már Jónsson (Árnason frá
Þverá) og stöðvarstjórinn á
Dalvík Þorgils Sigurðsson. Enn
fremur var þar boðinn oddviti
Svarfaðardalshrepps svo og
blaðamaður Norðurslóðar.
Yfir borðum flutti umdæmis-
stjóri stutta ræðu og gerði grein
fyrir aðdraganda og fram-
kvæmd þessa verks og er eftir-
farandi hrafl úr þeim upplýsing-
um, sem fram komu.
Framkvæmdin.
Verkið við sjálfa símalögnina
hófst í júlíbyrjun. Verkstjóri var
Jón Kjartansson. Að sögn um-
dæmisstjóra hefur verkið unnist
prýðisvel og vildi hann þakka
það ágætri verkstjórn og harð-
duglegum starfsmönnum. Enn-
fremur reyndist dalurinn ágæt-
lega fallinn til að plægja niður
strenginn. Vegna alls þessa tók
það skemmri tíma en áætlað var
að ljúka verkinu og kostnaður-
inn varð minni en búist var við.
Lengd jarðstrengsins reyndist
56,5 km. auk heimtauga. Kostn-
aður við þetta verk varð rétt um
90 milljónir. Samtímis var sím-
stöðin á Dalvík ,,stækkuð“ og i
hana bætt 100 númerum þ.e. 60
í sveitinni og 40, sem bætast við
á Dalvík. Kostnaður við þetta
verk varð um 30 milljónir. Það
unnu menn frá Akureyri undir
stjórn Sigmars Jóhannssonar.
Sem sagt varð heildarkostn-
aðurinn um kr. 120 milljónir og
þótti engum mikið.
Mikil framför.
Það kom fram í máli um-
dæmisstjóra, að í sveitunum i
umdæminu, sem er Norðlendr
ingafjórðungur, eru nú 800
númer komin í sjálfvirka kerfið
af 1800 númerum alls. Á sumum
svæðum utan sjálfvirka kerfis-
ins hafa símnotendur þó heils-
sólarhrings þjónustu í gegnum
stöðvar í stóru bæjunum t.d.
Akureyri.
Engum blandast hugur um að
hér er um mikla framför að
ræða hvað hagræðið snertir.
Annað mál er það, að ko'stnað-
urinn kann að hækka hjá
ýmsum, ef ekki er að gætt.
Ástæða er til að minna menn á
það, sem raunar er hægt að lesa
um í símskránni, að helmingi
ódýrara er að tala langlínusam-
tal á kvöldin, nóttunni og um
helgar heldur en á öðrum
tímum. Nánar til tekið á milli 7 á
kvöldin og 8 á morgnana, en frá
kl. 3 á laugardag til kl. 8 á
mánudagsmorgun.
Eftir sem áður er hægt að
hringja í 61111 og panta númer
og ákveðna persónu í gegnum
miðstöð. Það er tryggara, ef
búast má við að langan tíma
taki að ná í manninn, en það
kostar aukalega þjónustu- og
kvaðningargjald, einar 800
krónur.
Samband við allan heim.
Áfram verður unnið að út-
færslu sjálfvirka símakerfisins,
sagði umdæmisstjóri. Hraðinn
fer eftir fjárhagsgetu Land-
símans, sem ekkert fé fær úr
ríkissjóði, en fjármagnar allar
framkvæmdir af eigin gjaldskrá.
Bráðlega kemst jarðstöðin
Skyggnir við Úlfarsá í gagnið og
verður þá auðvelt að tala strax
beint við Evrópulönd. Ennfrem
ur er á döfinni að skjóta upp
stórum og fullkomnum fjar-
skiptahnetti, sem eingöngu á að
þjóna símsambandi um heim-
inn. Hann á að vera eign
alþjóðafélags, sem ísland verð-
ur aðili að, og verður staðsettur
í 35 km. hæð yfir miðbaug.
Þegar hann er kominn í gagnið
getur símnotandi í Svarfaðar-
dal tekið upp símtólið óg hringt
í vin sinn á Nýja Sjálandi svo
dæmi sé tekið.
Gott samstarf við heimamenn.
Umdæmisstjóri, Ársæll
Magnússon, kvað samstarf við
heimamenn hér í sveit og á
Dalvík hafa verið með ágætum.
Sama sagði Jón verkstjóri, sem
gjarnan vildi koma á framfæri
sérlegu þakklæti til ráðskonu
hópsins á Húsabakka, en það
var Valborg Sigurjónsdóttir
fyrrverandi skólastjórafrú.
Að loknu máli umdæmis-
stjóra töluðu Halldór Jónsson
oddviti og Þorgils stöðvarstjóri
á Dalvík og luku báðir lofsorði
á störf símamanna hér í hérað-
inu og þökkuðu öllum hlut-
aðeigandi þátt þeirra í, að
þessum lokaáfanga í símamál-
um Svarfdælinga er nú náð.
Full ástæða er til að taka
undir þessi þakkarorð og koma
um leið á framfæri þeim frómu
tilmælum, sem einhver bar
fram, að nú ættu allir sem einn
að gæta sín að vinna ekki tjón á
Með línum þessum vildi ég færa
föðursystur minni, Margréti
Árnadóttur frá Klængshóli,
mínar bestu þakkir fyrir við-
kynningu alla og ekki síst fyrir
síðustu 12 árin sem hún dvaldi í
næsta húsi við mig á Dalvík.
Við erum bæði fædd á
Atlastöðum í Svarfaðardal, en
aldursmunur var 14 ár, því man
ég ekki eftir þegar hún giftist
eftirlifandi manni sínum Krist-
jáni Halldórssyni. Þau settu
saman þeimili í Skíðadal og var
því heimili okkar sitt í hvorum
sveitarhluta. Það var ekki fyrr
en við vorum flutt til Dalvíkur
að lokinni mestu lífsönninni, að
tími og tækifæri gafst að talast
við. í samtölum okkar kom
oftast að þvi að ég spurði um
ættmenn okkar beggja. Fékk ég
við því greið svör, því hún var
minnug vel á liðna tímann.
Þakklátastur er ég henni fyrir
greina góða lýsingu á foreldrum
mínum, er þau voru á æsku-
skeiði og óskemmd af þrenging-
um lífsins.
Fólki því sem fætt er fyrir
aldamót fer nú óðum fækkandi í
Svarfaðardal. Starfsferill þess
var ekki neinn sælutími séð frá
nútíma kröfum til lífsins. Hand-
verkfæri voru þeirra einu tæki
til sjávar og sveita. Verðhrun
gekk yfir þjóðina upp úr fyrri
heimstyrjöld með örlagaríkum
afleiðingum. Síðan skall krepp-
an yfir sem segja má að hafi
staðið frá 1930 og fram að
síðasta stríði. Hann var því ekki
áfallalaus búskapur þeirra
Margrétar og Kristjáns, en það
er stærri saga en sögð verði í
örfáum línum. Hörð var barátt-
an, en aldrei var gefist upp og
sigurinn var þrátt fyrir allt sjö
uppkomnar dætur.
Stefán Björnsson.
Aðalfundur Umf. Svarfdæla
Aðalfundur félagsins var hald-
inn i kaffistofu K.E.A.D. þann
21. 08. ’80. Komu sautján
manns á fundinn og voru allir
sammála um að stórtátak þyrfti
að gera, til eflingar ungmenna-
félagsins. Ótal tillögur og ábend
ingar komu fram til þess að
starfsemin mætti ná til sem
flestra og er stjórnin með þær í
athugun. Félagið er frekar illa í
stakk búið til nokkurra stór-
átaka vegna mikilla skulda,
sem safn’ast hafa saman hin
síðari ár. En með hæfilegum
skammti af bjartsýni og góðri
hjálp frá bænum vonumst við til
að geta náð endum saman
íjárhagslega eftir eitt starfsár.
Ungmennafélagið nýtur
styrkjar frá bænum, sem óneit-
anlega gerir því auðveldara að
halda starfséminni gangandi.
Styrkurinn sem slíkur, nægir þó
engan veginn til að leysa öll
fjárhagsvandræði U.M.F.S.,
því hefur ungmennafélagið tek-
ið að sér stórt og mikið verkefni,
sem er að sjá um sorphreins-
un. í því sambandi viljum
við færa sérstakar þakkir til
allra Fiskvinnslustöðva hér á
Dalvík sem hafa lánað ung-
mennafélaginu vörubifreiðar
sínar endurgjaldslaust. I sam-
bandi við mönnunina við sorp-
hreinsunina vonum við að allir
sem hlynntir eru ungmenna-
félaginu verði jákvæðir þegar til
þeirra verður leitað um aðstoð,
svo að sorpvinnan lendi ekki
alltaf á sömu mönnunum. Sem
lokaorð í sorpmálum biðjumst
við velvirðingar á þeim smá-
óhöppum, sem orðið hafa við
hreinsunina.
Starf stjórnar.
Starf nýkjörinnar stjórnar
snýst um að skipuleggja vetrar-
starfið, þó hefur starfsemin
byrjað nú þegar.
Ungmennafélagið Austri
Eskifirði, endurgalt heimsókn
U.M.F.S. til Eskifjarðar í fyrra-
sumar, með því að koma í
heimsókn síðustu helgina í
ágúst, með tvö lið í handknatt-
leik. Á laugardaginn 29. ágúst
var keppt í kvenna og karla-
flokki, en daginn eftir í karla-
flokki. í kvennaleiknum sigr-
uðu Austra-stúlkur 8-7 eftir
spennandi leik og komu stúlk-
urnar héðan á óvart með góðri
frammistöðu. Hjá körlunum
sigruðu Svarfdælir örugglega
20-14 í fyrri leiknum, en sýndu
óþarflega mikla kurteisi í seinni
leiknum með því „að leyfa“
gestunum að vinna 14-13. Má
segja að heimsókn þessi hafi
heppnast nokkuð vel og von-
andi verður áframhald á sam-
skiptum U.M.F.S. og Austra í
framtíðinni.
Stjórnin lét ekki þar við sitja,
heldur hélt frjálsíþróttamót
fyrstu helgina í september. Þátt-
takendur voru þeir krakkar,
sem sóttu námskeið, sem
íþrótta- og Æskulýðsráð Dal-
víkur sá um. Þetta mót heppn-
aðist vel, en þó hefði verið meira
gaman ef fleiri foreldrar hefðu
mætt og hvatt börn sín í
keppninni. Á þessu móti voru
veitt ein verðlaun í hverjum
aldurshóp (3 aldurshópar), sem
skiptist aftur i stúlkur og drengi
í hverri grein, svo að mörg börn
fengu verðlaunapening, og önn-
ur voru ekki langt frá að krækja
sér í verðlaun, en verða aðeins
að bæta sig fyrir næstu keppni.
Allir krakkar fengu viðurkenn-
ingarspjald fyrir þátttöku sína í
mótinu. Fyrirkomulag keppn-
innar var þannig, að hvert barn
tók þátt í fjórum greinum alls,
ekki fleiri, þrír krakkar unnu
allar þessar fjórar greinar í
sínum aldursflokk. Þau eru:
Hákon Stefánsson, Andrea
Gunnlaugsdóttir og Sverrir
Björgvinsson. Nánari úrslit
verða birt síðar. Ú.K.E. Dalvík
gaf ungmennafélaginu bikar til
ráðstöfunar, sem gefinn er sem
afreksbikar U.M.F.S. Þótti
stjórninni tilhlýðilegt að af-
henda stigahæsta einstaklingi
mótsins bikarinn, um var að
velja þau þrjú sem unnu allar
sínar keppnir. Þá varð að velja
besta afrekið og var niðurstað-
an sú að Sverrir Björgvinsson
skyídi hafa bikarinn í sinni
vörslu i eitt ár fyrir afrek sitt í 60
m. hlaupi. Tíminn var 9,6 sek.
Þakkar stjórnin öllum þeim sem
aðstoðuðu á einn eða annan
hátt, við framkvæmd mótsins.
Vetrarstarf.
Eins og áður sagði, er stjórnin
að skipuleggja vetrarstarfið, en
það mun varla ligja ljóst fyrir
fyrr en skólarnir byrja af krafti
og íþróttahúsið opnar.
Verður allt starf U.M.F.S.
auglýst síðar og er fólk hvatt til
að gefa sér tíma til að stunda
einhverja heilsubót, því vissu-
lega er það markmið stjórnar-
innar að ná til sem flestra með
starfi sínu. Má þar nefna t.d.
frúarleikfimi og badminton-
tíma.
Árgjald.
Árgjald U.M.F.S. er aðeins
5000 kr. fyrir meðlim eldri en 16
ára, en kr. 3000 fyrir þá sem eru
undir 16 ára aldri.
Með kveðju,
stjórn U.M.F.S.
Ungmennafélagar salta
síld.
Eflið
héraðsblaðið
Auglýsið
l
Norðurslóð
NORÐURSLÓÐ - 3