Norðurslóð - 26.09.1980, Síða 5
Skólastarfið á Dalvík
Framhald af forsíðu.
ara við Dalvíkurbæ. Móðir
hennar er Þórunn Franz, lands-
þekktur hannyrðakerinari.
En gefum nú Trausta aftur
orðið:
- Eins og kunnugt er hurfu 3
kennarar á braut í lok síðasta
skólaárs, þeir Jónfinn Jóensen,
Óttarr Proppé og Björgvin
Björgvinsson. Sæmundur
Andersen fer á þessu hausti í árs-
leyfi og auk þess má nefna að
Guðbjörg Antonsdóttir, Guð-
jón Brjánsson og fleiri stunda-
kennarar frá í fyrra hafa látið af
störfum. - Sú nýbreytni verður í
vetur að ritari verður í hálfu
starfi á skrifstofu skólans og
hefur Rósa Þorgilsdóttir verið
ráðin til þess.
Aldrei fyrr hafa svo margir'
kennarar verið settir í stöður við
skólann, má segja að fullráðið
sé í „kvótann“. Ástæðan er
auðvitað fjölgun nemenda á
síðustu árum.
Hvað er frétta af „nýja skól-
anum“ sem svo margir hafa
rennt hýru auga til undanfarið?
- Því miður fengu áform
okkar um að taka nýja skóla-
húsnæðið í notkun á þessu
hausti ekki staðist, en okkur er
nú mjög þröngur stakkur snið-
inn í húsnæðismálum. Því var
brugðið á það ráð að leita út
fyrir bæjarmörkin eftir kennslu-
húsnæði. Ákveðið hefur verið
að aka tveimur bekkjadeildum
fram í Húsabakkaskóla, en þar
er húsnæði aflögu. Að hluta til
verður mögulegt að samræma
akstur nemenda héðan og
þeirra sem við fáum frá Húsa-
bakka og áður er getið.
Auk þessarar nýbreytni verð-
ur kennt í Skátahúsinu og í lítilli
stofu í Víkurröst, en setustofa
heimavistar verður ekki nýtt til
kennslu í vetur. Er það í fyrsta
sinn sem íbúar heimavistarinnar
fá afnot af setustofunni sem
slíkri.
Hve margir nemendur verða
nú í heimavistinni?
- Þar verða samtals 125
nemendur í dag- og heimavist-
un. Með dagvistun er átt við
athvarf á daginn fyrir nemendur
frá hinum skólUnum í þeim til-
fellum sem um skólaakstur
verður-að ræða.
N ú hefur um skeið verið rekin
framhaldsdeild við Dalvíkur-
skóla. Verður svo í vetur?
- Já, það verður gert. Hún
mun hefja göngu sína 29. sept.
og eru þar innritaðir 13 nem-
endur. Gaman væri að geta þess
að tekið hefur verið upp náið
samstarf milli allra skóla á
Norðurlandi sem starfrækja
framhaldsdeildir. í því tilefni
hefur menntamálaráðherra
skipað samstarfshóp og eru í
honum skólastjórar allra við-
komandi skóla. Hefur. hópur
þessi sent frá sér samræmda
námsskrá um framhaldsnám á
Norðurlandi. Með þessu móti á
nemendum í frh. deildum
smærri skólanna eins og á Dal-
vík að vera tryggð áframhald-
andi skólaganga, þar eð nám í
slíkri deild á að geta gilt sem 1.
bekkur í hvaða framhaldsskóla
sem er og við tekur af grunn-
skóla. Hefur verið miðað við að,
fyrsta árið í frh. deild verði eins
konar grunnám og er námið sett
upp í einingakerfi og skólaárinu
skipt í tvær annir á svipaðan
hátt og gert er í fjölbrautarskól-
um.
Dalvíkurskóli var með fyrstu
skólum á landinu til að gera til-
raun með svokallaða sam-
kennslu, eða opinn skóla. Hvers
vegna var því hætt á sl. vetri?
- Það má segja að húsnæðis-
málin hafi hamlað okkur í að
halda því áfram í bili. Við teljum
Trausti Þorsteinsson
okkur ekki fært að halda uppi
slíkri kennslu við núverandi
aðstæður, en með tilkomu nýja
skólahússins gerum við okkur
vonir um að geta jafnvel tekið
þráðinn upp að nýju í þeim
efnum. Ég hygg að hugmyndir
ílestra kennara séu þær að slíkar
kennsluaðferðir séu aðgengi-
legri á margan hátt en hið
hefðbundna, lokaða bekkjar-
kerfi, - bæði fyrir nemendur og
kennara. Nýja skólahúsið verð-
ur sérlega vel sniðið til sam-
kennslu, enda sniðið með það
fyrir augum. Þar verður hægt að
bjóða upp á mun meiri sveigjan-
leika í kennsluháttum en í
núverandi skólahúsi.
Hversu stórt verður hið nýja
skólahús og hvenær er áætlað
að það verði tekið í notkun?
- Ég vonast til að unnt verði
að taka hluta þess í notkun síðar
á þessu skólaári.
Nú er í byggingu fyrsti áfangi
A, sem er tveggja hæða að hluta,
gunnflötur er 667 ferm en
gólfflötur 855 ferm. Þarna
rúmast fimm kennslustofur og
bráðabirgðaaðstaða fyrir kenn-
ara. Enn hefur aðaláherslan
verið lögð á að ljúka frágangi
tveggja kennslustofa, en vænt-
anlega verður hægt að taka fleiri
í notkun haustið 1981. Bygg-
ingu á grunni og botnplötu
annaðist Hallgrímur Antons-
son, en síðan er verkið í höndum
Tréverks hf.
Heyrst hefur að áhugi sé
meðal kennara og skólayfir-
valda á að ráða fagstjóra. Hvað
þýðir það fróma orð?
Til Bæjarstjórnar Dalvíkur.
Við nemendur 9. bekkjar Dal-
víkurskóla höfum verið í um-
ferðarfræðslu vikuna 22.-26.
september. M.a. könnuðum við
ástand umferðarmála á Dalvík
og komumst að því, að ýmsu er
ábótavant hvað snertir skipu-
lagninu þeirra. Þær fram-
kvæmdir sem við teljum mest
aðkallandi eru eftirfarandi:
1. Nýtt hámarkshraðamerki
með 50 km. innan við bæinn.
2. Gatnamótamerki á vestur-
kanti norðan við hæðina við
Sæland (á Gunnarsbraut).
- Já, við höfum farið fram á
það við bæjaryfirvöld að þau
heimili ráðningu fagstjóra (ca 2
tíma á viku) í kjarnafögunum
svonefndu, okkur hefur dottið í
hug að byrja með móðurmál. Ef
ég útskýri þetta nánar, má segja
að fagstjóri sé sá kennari sem
hefur yfirumsjón í ákveðinni
kennslugrein allt frá 1. bekk og
upp úr. Kennarastarfið er í raun
mikið einstaklingsstarf og væri
þetta tilraun til að samræma
kennslu í sama faginu á öllum
aldursstigum. Sem dæmi má
nefna að móðurmálskennslu
,sinna, nú a.m.k. tólf kennarar
við Dalvíkurskóla og er því
auðsætt að samvinna þeirra á
skipulögðum vinnufundum
undir stjórn fagstjóra hlyti að
verða til góðs með réttum
vinnubrögðum. Dalvíkurskóli
býr við sérstöðu á tvennan hátt:
vegna húsnæðisvandans hittast
margir kennarar lítið á daginn,
og svo hitt að í efri deildunum
tekur hann við nemendum frá
þremur öðrum skólum. Þess má
og geta að þessi hugmynd er á
kreiki víða í skólum og hefur
sums staðar verið gerð að
veruleika við góðan orðstír.
Áður en Norðurslóð kveður
Trausta og þakkar fyrir sig,
skjótum við að honum því sem
Gróa á Leiti hvíslaði að okkur á
milli bæja í gær: Er það satt að
verið sé að kenna nemendum að
hjóla í Dalvíkurskóla?
- Á vissan hátt má e.t.v. orða
það svo. Við höfum þessafyrstu
viku í skólanum haldið uppi
annars árlegri vettvangsfræðslu
sem að þessu sinni fjallar um
umferðamál. Þar höfum við
fengið til liðs við okkur lögregl-
una á staðnum auk Björns
Mikaelssonar lögregluþjóns frá
Akureyri. Börnin fá að sjálf-
sögðu fræðslu um það m.a.
hvernig góður hjólreiðamaður
hegðar sér í umferðinni og
hversu reiðhjól þarf að vera
útbúið til að öryggi sé tryggt
sem kostur er.
Norðurslóð sækir hér með
um skólavist í Dalvíkurskóla
fyrir Gróu á Leiti, ætli henni
veiti af að byrja í „núllbekk."
Að lokum er nemendum og
starfsliði skólans óskað alls
velfarnaðar í starfi á nýbyrjuðu
skólaári. Brynja.
3. Gangbraut við Mímisveg.
4. Steyptar gangstéttir með-
fram helstu umferðargötum.
5. Merkingar á akbrautir, svo
sem stöðvunarlínur við stans-
merki.
6. Betri lýsing á götur
sunnan Mímisvegar.
Vonum við að bæjaryfirvöld
sjái sóma sinn í því að ljúka
þessum framkvæmdum sem
fyrst og stuðla þannig að auknu
öryggi bæjarbúa.
Virðingarfyllst.
Nemendur 9. bekkjar Dalvíkur-
skóla.
Björn Mikaelsson lögregluþjónn útskýrir umferðarreglur.
Ljósm. T.Þ.
Vinsamlegar ábendingar
Nýju ábúendurnir í Syðra-Garðshorni.
Nýstárlegnr búskapur
Framhald af forsíðu.
bílaumferð eins og t.d. Tung-
urnar og allt svæðið norður frá
Tunguréttinni og þar um slóðir.
Sömuleiðis eru góðir reiðvegir
fram með þjóðveginum á löng-
um köflum. Reyndar hefur
Síminn spillt þeim til muna nú í
sumar með jarðsímalögninni og
einkupt þó með merkistaurum,
sem hafa verið reknir niður með
vissu millibili, stundum beint
ofan í reiðgötuna, svo stór-
hættulegt er í myrkri. (Spurning
er hvort ekki mætti færa þessa
staura svolítið til símanum að
meinalausu. Ath. Norðurslóð-
ar).
Auk alls þessa finnst okkur
vera miklu meiri ró og næði til
að stunda hér tamningastörf
heldur en var t.d. inn við
Akureyri, þar sem alltaf voru
einhverjir að koma og forvitnast
um hvað við værum að aðhafast
og trufla okkur þannig við
störfin.
Og hverskonar starfsemi er
þetta þá, sem þið stundið?
Þetta er fyrst og fremst
tamningarstarf. Við gerum það
á tvennan hátt. í fyrsta lagi
tökum við hesta í tamningu
gegn gjaldi. Algengast er að
hafa hestinn í 2-3 mánuði og
afhenda hann síðan eigandan-
um. f öðru lagi kaupum við
ótamda hesta, temjum þá og
seljum síðan sem „unna vöru“.
„Framleiðsla" þessa búskapar
okkar er sem sagt þjálfun
reiðhesta. Það þykir hæfilegt að
tamningamaður hafi eina 12
hesta í takinu í senn og láti
hvern hafa nokkra kennslutíma
á dag.
Við þetta er maður mestan
hluta ársins, en þó ekki á
haustin og fyrri hluta vetrar,
þ.e. í okt-nóv. eða svo. Ein-
hverntímann verður maður að
hafa frí, enda eru hestar líka
daufastir og síst fallnir til
tamningar á þeim tíma.
Það kom líka fram að Albert
tekur að sér að járna hesta, því
að hann er kunnáttumaður á því
sviði.
Er hægt að hafa viðunandi
afkomu með þessu búskapar-
lagi?
Þessu vara þau Albert og
Freyja á þá leið að það sé
tvímælalaust hægt, en árangur-
inn fari reyndar alveg eftir því
hvernig er á spilunum haldið í
þessu eins og öðru. Ef menn
leggja sig fram og eru tilbúnir að
vinna mikið, þá á þetta að geta
verið góður atvinnuvegur. Al-
gengur taxti á hest í tamningu
nú er kr. 70.000 á mánuði og
eitthvað hærra á veturna, þegar
hesturinn þarf dýrt fóður.
Hafið þið einhver önnur plön
í sambandi við hestamennsku
hér?
Engin ákveðin plön. Hins-
vegar eru auðvitað ýmsir mögu-
leikar, sem gaman væri að reyna
í framtíðinni. Það er t.d. hesta-
útleiga og jafnvel leiðsögn um
leið. Það eru afskaplega
skemmtilegar reiðleiðir hér yfir
fjöllin, sem margir mundu vilja
borga mikið til að geta farið á
hestum, ekki síst útlendingar.
Það er t.d. bæði Heljardalsheiði
vestur í Skagafjörð og Reykja-
heiði út í Ólafsfjörð og sjálfsagt
miklu fleiri leiðir, sem við
kunnum ekki enn að nefna.
Svona ferðalög getur líka verið
þáttur í tamningunni, en þetta
er nú bara framtíðarmúsikk. En
möguleikarnir eru miklir.
Og svo að síðustu samvisku-
spurning. Nú hafið þið tekið
þessa jörð til 5 ára leigu. Eruð
þið ekkert farin að iðrast eftir
þessu uppátæki. Búist þið við að
halda þetta út?
Nei, það er síður en svo að við
iðrumst eftir því. Okkur líður
prýðilega hérna. Fólk hefur
tekið okkur ágætlega, enginn
heyrst mögla út í það, að nú eigi
að fara að innleiða hingað
hrossaómenningu, eins og stund
um heyrist annarstaðar. Þeir í
hestamannafélaginu hafa verið
okkur ákaflega hjálplegir og
stutt okkur í þessu fyrirtæki.
Fyrir það erum við mjög
þakklát.
Það lítur líka út fyrir að við
höfum yfrið nóg að gera. Við
fáum viðskipti frá Akureyri og
úr Skagafirði auk sýslunnar
hérna, svo sú hlið málsins er í
góðu lagi. Annars er best að
vera ekki með neina spádóma,
en við erum bjartsýn á fram-
tíðina.
Þannig fórust þeim orð
Syðra-Garðshornshjónum, sem
með réttu ættu þó víst að kallast
sambýlisfólk á nútímamáli
heldur leiðinlegu. Svörin eru
ýmist hans eða hennar eða
þeirra . beggja eftir atvikum.
Blaðamaður hefur soðið þau
saman í eitt, sem lítill vandi var,
því þau Albert og Freyja virtust
sammála í öllu, sem um var
spurt. ■
Norðurslóð vill fyrir sitt leyti
bjóða þetta glæsilega, unga fólk
velkomið i sveitina og óska
þeim alls velfarnaðar.
H.E.Þ.
NORÐURSLÓÐ - 5