Norðurslóð - 22.01.1981, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prenlun: PrentsmiOia Biörns Jónssonar
Endumýjunar er þörf
Á síðasta áratug varð mikil uppbygging í sjávarútvegi
hér á Dalvík, eins og víðast á landinu. í upphafi áratugs-
ins var atvinnulífið í talsverðri lægð eftir að síldveiðar
voru hættar að vera hornsteinn þess. Segja má að með
tilkomu togara hafi atvinnuleysi verið úr sögunni og
skilyrði hafi skapast fyrir fólk að stunda atvinnu í sinni
heimabyggð allt árið. En þó koma togaranna hafi haft
afgernadi þýðingu máekki horfa framhjáþvíaðásama
tíma hefur bátaflotinn stækkað mjög og setur nú
mikinn svip á höfnina hér. Þessi uppbygging stendur
enn og verður vaxtarbroddur atvinnulífsins hér á
komandi árum.
Mikiðernú rætt um að fiskiskipaflotinn séofstórog
því þjóðarnauðsyn að stoppa allar skipasmíðar og kaup
á skipum erlendis frá. Hér er um einstrengingsleg
sjónarmið að ræða sem geta, ef þau ná fram að ganga,
haft mikil áhrif á lífsafkomu fólks sem á allt sitt undir
velgengni í sjávarútvegi. Sannleikurinn er sá að þó ekki
sé ástæða til að stækka flotann, er nauðsyn að
endurnýjun eigi sér stað. Ktöfur um bættan aðbúnað
áhafnar, ör tækniþróun ásamt nauðsyn á olíusparnaði
gera það að verkum að margt er óhagkvæmt við
núverandi flota. Nálægð vi'ð fengsæl fiskimið og aukin
tækniþekking hafa gert íslenskan sjávarútveg mjög
arðbæran. Ef nú á að hefta þróun þessarar atvinnu-
greinar með skammsýnum bönnum hlýtur að halla fljótt
undan fæti. Lánakjör skipa sem smíðuð eru innanlands
gera rekstur þeirra mjög erfiðan og það hefuraftur íför
með sér vantrú á íslenskum skipasmíðaiðnaði. Ekki er
vafi á því að þegar þessi lánakjör voru ákveðin, var
meginmarkmiðið að sporna við stækkun flotans, og þá
einnig eðlilegri endurnýjun. Það er því þörf á að breyta
lánakjörunum þannig að eðlileg endurnýjun geti ætíð
átt sér stað. Ef stöðnun verður, er hætt við að sjávar-
útvegur verði ekki traustur og arðbær rekstur. Ef svo
illa fer er hætt við að sjávarplássin verði auðveld bráð
innlendum eða erlendum stóriðjufurstum. J.A.
r 'i
Frá Námsflokkum
Dalvíkur
Námsflokkar Dalvíkur bjóða upp á eftirtalin
námskeið nú í byrjun árs:
Barnafatasaumur, 20 tímar. Leiðbeinandi Dóra
Reimarsdóttir.
Enska, 20 tímar, framhald. Leiðbeinandi Ólafur
Sigurðsson.
Hnýtingar, 10 tímar. Leiðbeinandi Anna Bára
Hjaltadóttir.
Ljósmyndun, 20 tímar. Loiðbeinandi Jón Bald-
vinsson.
Smíðar, 20 tímar. Leiðbeinandi Þórólfur Jóns-
son.
Vélritun. Leiðbeinandi Rósa Þorgilsdóttir.
Einnig verður í ár námskeið í framtalsgerð ef
þátttaka verður næg. Leiðbeinandi verður Guð-
mundur Gunnarsson, fulltrúi á skattstofu Akur-
eyrar. Þetta námskeið verður væntanlega haldið
sunnudaginn 1. febrúar, ef framtalseyðublöð
hafa þá borist.
Þeir sem áhuga hafa á einhverju ofantöldu nám-
skeiði eru beðnir að láta skrá sig fyrir mánaðar-
mót janúar-febrúar hjá Svanfríði Jónasdóttur í
síma 6-14-00.
FORSTÖÐUMAÐUR.
L____________________________________
í minningu Eiríks í Steinholti
Mikið vatn er til sjávar runnið
síðan Eiríkur Líndals lést, eða
hálft þriðja ár. Hvort sem það
þykir við hæfi að minnast hans
nú ætla ég að gera það með
nokkrum orðum, en hann hefði
orðið 75 ára nú á nýársdag hefði
hann lifað.
Eiríkur var Húnvetningur,
fæddur 1. janúar 1906 í Víði-
dalstungu. Ekki kann ég ættir
Eiríks að rekja, en hann var
sonur hjónanna Guðrúnar Jóns
dóttur og Jóhanns Líndals
Bjarnasonar. Guðrún var hálf-
systir Sigurjóns læknis í Ár-
gerði sem margir hér muna.
Eiríkur mun hafa flust um
fermingaraldur til Dalvíkur
ásamt foreldrum sínum og
systur, Sigríði Líndals, átti hann
þar heima til dauðadags.
Ekki ætla ég mér þá dul að
reyna að lýsa manninum Eiríki
Líndals til að gera þar nokkur
fullnaðarskil. -Aðeins drepa á
nokkra þætti úr lífí hans.
Eiríkur lagði gjörfa hönd á
margt, var vegaverkstjóri, einn
af stofnendum Verkalýðsfélags
Dalvíkur og átti sæti í fyrstu
stjórn þess. Einnig var hann
gjaldkeri og stjórnarformaður
Pöntunarfélags alþýðu á Dal-
vík. Síðustu tvo áratugina var
hann starfsmaður hjá Olíuversl-
un Islands. Einnig hafði hann
með höndum reikningshald
margra fyrirtækja á Dalvík.
Eiríkur sat ekki lengi á skóla-
bekk, en var ágætlega sjálf-
menntaður, víðlesinn, fróður og
fylgdist vel með öllum lands-
málum, enda skarpgreindur og
minnugur vel. Hann var mikill
persónuleiki og sérstæður. Fáa
menn hef ég þekkt jafn skemmti
lega í viðræðum, kunni manna
best að segja frá, hafði mikla
kímnigáfu samfara glaðværð og
glensi.
Eiríkur hafði mjög ákveðnar
skoðanir í hverju máli og lét þær
ósmeykur í ljós. Hygg ég að
hann hefði getað orðið liðtækur í
ræðustól, ef til vill ræðuskör-
ungur, hefði hann viljað starfa á
þeim vettvangi. En hann kaus
að standa bak við og stundum
brosa í kampinn að heimsku
mannanna. Eiríkur gekk ekki
troðnar slóðir og þorði að fara
eftir eigin sannfæringu. Engan
mann hefi ég þekkt gjörheiðar-
legri en hann, allt þurfti að vera
rétt upp á eyri. Hann var mjög
söngelskur, kunni fjölda laga og
vísna, hefði eflaust getað lagt
sönglífi sveitar sinnar lið, en var
þar hlédrægur sem annarsstað-
ar.
Eitt var það í fari Eiríks, sem
allir tóku eftir, það var hversu
mikill dýravinur hann var.
Hann átti um árabil kindur og
voru þær svo hændar að honum
að hann gat kallað þær til sín,
eltu han um allt og átu úr lófa
hans. Þar var fölskvalaust sam-
band milli skepnu og manns.
Eiríkur gleymdi því aldrei að
hann var Húnvetningur, en var
þó löngu orðinn ágætur þegn
þessa byggðarlags og leit á það
sem sína heimasveit. Hann var
hygginn og gætinn í öllum hátt-
um, flanaði ekki að neinu. Hann
vildi rétta hlut lítilmagnans og
láta meiri jöfnuð vera í sam-
skiptum manna. Þeir voru ófáir
sem komu í „Skúrinn“ til
Eiríks, að spjalla við hann. Gat
þá stundum komið fyrir að
tíminn gleymdist. Þó var hann
aldrei svo niðursokkinn í við-
ræður við kunningja að skyldu-
störfin gleymdust. Birtist við-
skiptavinur við B.P. var hann
þotinn til að afgreiða. Það komu
líka margir í „Skúrinn" að leita
góðra ráða, ef einhvern vanda
bar að höndum og hygg ég að
flestir hafi farið bjartsýnni af
hans fundi.
Eg, sem þessar fátæku línur
rita, kynntist Eiríki ekki fyrr en
hann var fulltíða maður. Leiðir
okkar áttu þó eftir að liggja
saman að nokkru, það sem eftir
var. Það var að mestu á seinni
árum, að ég kynntist honum að
ráði, gat skyggnst bak við grímu
hversdagsleikans, várð mér þá
ljóst að þarna var enginn meðal-
maður á ferð. Á ég margar góðar
minningar frá okkar samveru-
stundum.
Eiríkur Líndal kvæntist þann
17. júlí 1940 eftirlifandi konu
sinni, Önnu S. Kristjánsdótt-
ur frá Klængshóli í Skíðadal.
Eiga þau einn uppkominn kjör-
son, Brynjólf, náinn ættingja
Eiríks, er þau tóku nýfæddan og
gengu i foreldra stað. Hann er
nú búsettur í Noregi.
Eiríkur var til moldar borinn
frá Dalvíkurkirkju 2. júlí 1977
að viðstöddum nánustu ætt-
ingjum og venslafólki. Jarðar-
för hans var ekki auglýst. hann
hafði sjálfur löngu fyrrgefið þau
fyrirmæli, að láta jarða sig í
kyrrþey. Einkennandi fyrir
manninn sjálfan, störf sín vann
hann öll á þann hátt.
Vertu sæll, Eiríkur, og hafðu
þökk fyrir allt.
Mágkona.
Heilsugæslustöðin á Dalvík, sjá grein á forsíðu.
L eiðréttingar
í Jólablaðsgreininni um rímna
skáldskap Hans Baldvinsson-
ar urðu nokkrar smávillur,
sem prófarkalesara hafði sést
yfir.
í dæmi úr 6. rírnu kvartar
skáldið yfír því, að Óðinn hafí
ekki gefíð sér svo mikið sem
eitt staup af skáldskaparmið-
inum og því sé ekki von að
vísur sínar séu merkilegar.
Þama féll niður orðið ég. Vísan
er rétt svona:
Er þvi ekki von að verði
á vísum nokkur mynd,
þó að upp ég hugann herði
hjálparlaus mannkind.
Fleiri smávillur er að fínna, en
ekki er nauðsynlegt að elta þær
uppi, menn geta yfírleitt lesið í
rímið, og reyndar var þessi
leiðrétting heldur ekki bráð-
nauðsynleg.
Á hinn bóginn er svo ein
slæm efnisvilla í óbundna
málinu. Hana verður að leið-
rétta vegna ættfræðinnar. Það
stendur í miðjum dálki, að
Jóhann Sigurjónsson hafí ver-
ið dóttursonur Baldvins á Ups-
um. Þama átti að standa
dótturdóttursonur. Jóhann var
sem sé sonur Snjólaugar á
Laxamýri dóttur Snjólaugar á
Krosspm dóttur sr. Baldvins á
Upsum.
Blaðið biður greinarhöfund
og lesendur velvirðingar á
mistökunum. En kannske
verður þetta til þess að það
festist betur en ella í einhverj-
um, að Jóhann Sigurjónsson
átti ættir að rekja hingað til
okkar og þá hefur villán gert
gagn.
2 -NORÐURSLÓÐ