Norðurslóð - 27.03.1981, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.03.1981, Blaðsíða 4
Svarfdælsk byggð & bær Úr pokahorni Unnar í Svæði Notaleg heimsókn í stórhríðinni Laugardaginn 21. mars - á sautjánda bróður öskudags - fórum við Jón Halldórsson á skíðum upp í Svæði. Jón til að fá sér magál, ég til að fræðast af Unni um jarðveg þann sem hún er sprottin úr. Hafði heyrt getið um hetjulyndar konur í móður- ætt hennar, þær SnjólauguJóns dóttur frá Bakkagerði er átti níu börn með Sigurði Jónssyni bónda og útgerðarmanni á Böggvistöðum 1848-1871 (eða 1872) og dóttur þeirra Ingi- björgu í Svæði. Um þessar konur má lesa í Dalvíkursögu I, í þætti Sigurðar Jónssonar og Upphaf byggðar á Dalvík, Ingibjörgu einnig í Árabáta- útvegurinn 1880-1905. En sitt- hvað mætti Unnur muna fleira. Úr norðanbylnum var okkur boðið inn íhlýjan bæinn af þeim hjónum Guðjóni og Unni. Jón fékk reyndar engan magálinn, heldur það sem betra var og fágætara, döndul vænan og laufabrauð í ofnaálag. Á ýmsu fleira lumaði Guðjón bóndi sem hann gæddi Jóni á en ég þóttist ekki mega smakka. Taldi viss- ara að vera allsgáð við að nema af fróðleiksbrunni húsfreyju. Gefum henni orðið: - Ójá, ég man vel eftir henni Snjólaugu ömmu minni, hún var hjá mömmu síðustu árin sín. Hún gekk teinrétt alveg fram til hins síðasta, hafði þetta dökka síða hár sem hún sícipti í miðju og fléttaði, eiginlega ekkert farin að grána nema aðeins fremst í vöngunum. ég var náttúrlega svo lítil þegar hún dó, mig minnir það vera um 1922 eða ’23, en ekki man ég eftir að hafa heyrt hana tala með neinni beiskju um sambýlið við Sigríði konu Sig- urðar afa míns á Böggvisstöðum. Sgríður var nú líka mjög heilsuveil síðustu árin sem hún lifði og sáu vinnukonurnar alveg um hana. ömmu þótti mjög vænt um Sigurð og var það áreiðanlega gagnkvæmt. Hann bjó alla tið mjög vel að henni, sá t.d. um að hún væri alltaf fallega klædd. Eftir að Sigríður dó sinnti hann ekki um aðrar konur en ömmu. En ég vissi að henni sárnaði afskap- lega að þau skyldu ekki giftast að Sigríði látinni. Þrisvar sinn- um stóð það til, en Baldvin á Böggvisstöðum tengdasonur Sigurðar og Sigríðar kom alltaf í veg fyrir það. -Auðvitað hefur það verið vegna skipta á Böggvisstaðajörðinni. Þegar Sigurður dó fluttist amma frá Hálsi í Garðakot, sem var skammt utan við Valla- garðinn. Var hún um hríð í vinnumennsku hjá hjónunum Kristjáni og Jóhönnu er þar bjuggu. Jafnframt vann hún að tóvinnu o.fl. fyrir sr. Tómas og maddömu Valgerði á Völlum. Síðan flytst hún inn á Strönd, hvort það var vegna þess að Sigurlaug dóttir hennar veiktist af holdsveiki veit ég ekki, en vel gæti hugsast að hún hefði farið til að sjá til með heimilinu þar í Ási. Ingvörum (konu Hjörleifs Jóhannssonar). Þau bjuggu eitt misseri á Hamri, þá eitt ár á Skáldalæk en fluttust síðan inn í Skjaldarvík. Þar voru þau í nokkur ár en síðasta árið sem Guðjón lifði bjuggu þau í Samtúni í Kræklingahlíð. Að Guðjóni látnum fluttist mamma með börnin þeirra fjögur hingað út á Böggvisstaðasand, ófrísk af tvíburum sem fæddust skömmu síðar. Hún hafði þrjú barnanna hjá sér en kom hinum í fóstur. Geta má nærri að lífsbaráttan hafi verið hörð hjá henni, en hún var dæmalaust léttlynd og dugleg. Hún gekk til allra verka sem hún mögulega gat til að fram- fleyta þeim, tók fisk af hinum og þessum í verkun og reri t.d. þrjár vorvertíðir, eina með Hjörleifi á Ingvörum og tvær með Lofti á Böggvisstöðum. Ekki man ég til að hafa heyrt hana tala mikið um erfiðleika Unnur Sigurðardóttir. Mamma fæddist 1880, tvíburi við Björn sem veiktist ungur af holdsveiki og dó úr henni. Hún var strax látin í fóstur þriggja nátta gömul og ólst alfarið upp> hjá þeim Hamarshjónum Ingi- björgu Ólafsdóttur og Árna Arnasyni hómópatalækni (for- feðrum svon. Hrísaættar). Fyrri maður hennar var Guðjón Jóhannsson bróðir Rósu á Tímamót MERKISAFMÆLI Þann 10. mars varð 70 ára Jónína Vigfúsdóttir í „Runni“, Skíðabraut 1 Dalvík. Hún er fædd á Þverá í Skíðadal dóttir heiðurshjónanna Soffíu Jónsdótturog Vigfúsar Björnssonar. Þann 24. mars varð fimmtugur oddviti Svarfaðardalshrepps, Halldór Jónsson bóndi á Jarðbrú. Norðurslóð árnar afmælisbörnunum heilla og hamingju. DÁNARDÆGUR Þann 5. mars andaðist Eiður Sigurðsson fyrrum bóndi á Krosshóli, Ingvörum og víðar hér í sveit. Hann fæddist 26. nóvember 1890 á Skjaldarstöðum í öxnadal. Árið 1912 kvæntist hann Valgerði Stefaníu Júlíusdótturfrá Hverhóliog fluttist þá hingað úteftir, þar sem hann bjó á ýmsum stöðum uns hann að lokum gerðist vistmaður í Dalbæ. Valgerður andaðist árið 1959. Þau eignuðust 7 börn. Eru 6 þeirra á lífi, öll búsett hér í Eyjafirði, en elsti sonurinn, Steingrimur bóndi á Ingvörum, lést fyrir nokkrum árum. Eiður var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju, en greftraður í Tjarnarkirkjugarði við hlið konu sinnar. Guðjón Sigurðsson. sína á þessum árum, hún var ekki mikið fyrir að barma sér hún mamma. Hún var alla tíð mjög einörð og kjarkmikil og varð sjaldan orðlaus held ég. Einhvern tíma hafði Guð- mundur Hannesson læknir á Akureyri verið sóttur til sjúkl- ings frammi í sveit og fékk mamma far með bátnum til baka inneftir. Árný hálfsystir mín var með henni, svolítil stelpa (kona Valdimars Krist- jánssonar). Þetta var að vorlagi og mjög heitt í veðri. Guð- mundur var kominn í bátinn á undan þeim mæðgum og þegar hann sér að þær ætla með segir hann í kerskni við mömmu: ,,Það er nú svo kona góð að piltarnir ætla að róa berir, og ef kvenmaður ætlar með verður víst að binda fyrir augun á honum.“ Mamma svarar að bragði: „Mínvegnaer þaðílagi. Ég hef nú farið höndum um það marga menn, bæði dauða og lifandi, að ekki held ég þurfi að binda fyrir augun á mér.“ Guðmundi munu hafa falliðvel tilsvörin og sagði mamma að hann hefði skrafað við sig alla leiðina inneftir. Bauð hann henni að koma heim til sín næsta dag með litlu telpuna að sjá tvo apakettu sem hann ætti, og þáðu þær það. (Innskot: Unnur segist ekki hafa fyrr heyrt sögu þá sem sögð er í Dalv.sögu um orSaskipti Ingi- bjargar og Steingr. Matthías- sonar bls. 263.) Einhverju sinni fór mamma til Þorsteins Jónssonar og bað hann um úttekt. Segir hún við hann: „Ég borga þér þá hinum megin ef ég get það ekki í þessu lífi.“ „Þú þarft ekki að borga mér þar, því þar á ég nóg inni,“ svarar Þorsteinn. Þá gegnir Jón á Hreiðarsstöðum, sem stóð álengdar og heyrði orðaskipti þeirra: „Það er nú ekki gott að segja hver þar á mest inni.“ Faðir minn var Sigurður Jóhannsson og voru foreldrar Jóhanns Rögnvaldur Rögn- valdsson bóndi í Dæli og Osk Þorleifsdóttir, hún ættuð úr Húnavatnssýslu. Pabbi ólst upp á Brimnesi, þeir voru systkyna- synir hann og Stefán Jónsson. Guðrún föðuramma mín var hjá okkur í Höfn. Pabbi byggði Höfn 1905, og er það sama húsið sem enn stendur. Mamma flutti til hans 1906 og þar fæddist ég 12. júlí 1908. Þar bjuggu þau uns við fluttum í Brimnes á Langanesi, ég var þá 5 og /2 árs. Pabbi stundaði þar sjósókn. Haustið 1914 komum við hingað heim en fórum austur á Langanes aftur haustið 1915. Vorum við eitt ár á Læknisstöðum og á Skálum til 1919. Þegar við vorum á Skál- um gekk mikill mislingafar- alduryfir. Mamma var lagin við að hjúkra sjúkum og var gjarnan sótt til að vera yfir fólki sem var að deyja. Oft aðstoðaði hún við að kistuleggja. Nú þarna dóu átta manns úr mislingunum.' Mamma hjúkr- aði því öllu og bjó til hinstu hvílu. Svo söng hún yfir því líka, því presturinn á Sauðanesi var raddlaus og söng aldrei við athafnir. Mömmu varð ein- hvern tíma að orði við hann: „Hvernig getið þið verið prestar þegar þið getið ekki sungið eitt einasta lag?“ Árið 1919 flytjum við endan- lega að austan, vorum fyrst um sinn hérna á Sandinum í sjóhúsi í eigu Jóns Stefánssonar. Haust- ið 1920 kaupir pabbi Svæði og við flytjum uppeftir rétt fyrir jólin. Síðan hefi ég átt heima hér. Mamma og pabbi giftust aldrei en voru alla tíð mjög samhent, má segja að þau hafi verið sem einn maður. Þau voru bæði mjög músíkhneigð, mamma kunni sjóð af kvæðum og sálmum og söng mikið, fyrir nú utan allar lausavísurnar sem hún átti hjá sér. Það var ekki til það tækifæri að hún kynni ekki vísu við hæfi. Pabbi keypti fiðlu 1916 og spilaði oft á hana, ekki þó opinberlega svo ég muni. Hann lét mig oft syngja heima með fiðlunni og lét mig kenna sér ný lög sem ég lærði í skólanum hjá Tryggva Kristins- syni. Ég á reyndar fiðluna hans hérna, segir Unnur, fer inn og nær í hana að sýna mér. Gripurinn er vel varðveittur, Unnur er nýlega búin að láta lappa upp á hana hjá viðgerðar- manni á Akureyri. Hann fór alltaf svo vel með hana, hún var jafnan ofan við dyrnar í stof- unni og við krakkarnir máttum ekki snerta hana. Hann lærði gripin hjá Hjörleifi á Ingvörum. Svo átti pabbi líka harmoniku sem hann fór með á böll að spila fyrir dansi. Pabbi var ágætlega hagmælt- ur þótt hann flíkaði því ekki. Hann var alltaf hóglátur og dulur. Eftir að hann dó fann ég vísur í dótinu hans á alls konar sneplum. Ekki veit ég hins vegar hvort mamma bjó til vísur sjálf. Það var ekki hægt að henda reiður á því, slík ósköp sem hún kunni af alls kyns kveðskap. Jón Halldórsson tekur undir það með Unni, og þau minnast hnyttinna tilsvara hennar við öll tækifæri. „Manstu þegar við sóttum hana eitt sin hér uppeftir,“ segir Jón. „Hún var þá orðin blind og þegar við vorum að klæða hana í svarta kápu í forstofunni gellur í þeirri gömlu:“ „í hvaða mussu er ég nú komin? Ætli þaðsé mussan af honum Móases?,, - Unnur hlær. Já, þetta var úr vísu sem hún hafði oft yfir: Mussan af honum Móases, mín er brók af Heródes. Sokkarnir af Samsoni og svartir skór af Júdasi. Mamma var hjá mér þar til hún dó. Hún hélt sínum andlegu kröftum til hins síðasta. Það er best ég segi þér frá orðaskiptum þeirra Þórarins á Tjörn eitt sinn svona í lokin. Hann Hjörtur hefur gaman af því. Við heyjuðum lengi frammi á Grundarbökkum héðan úr Svæði, og mamma er einn dag að leggja af stað heim úr flekknum með hrífuna. Þegar hún er komin upp á brautina neðan við Ingvarir kemur Þór- arinn ríðandi framan að með berbaka hest í taumi, á leið til Akureyrar. Hann stansar hjá henni og segir: „Má bjóða frúnni á bak?“ Mamma var alla tíð grannvaxin og létt á sér. Hún tók hann á orðinu, hélt hún gæti nú ennþá riðið berbakt. Þegar þau eru komin niður að Árgerði þar sem leiðir skiljast, vindur mamma sér af baki og segir: „Ja hérna. er ekki blessuð skepnan kófsveitt undir mér.“ Þá segir Þórarinn: „Já, það leynist ein- hversstaðar í þér mörinn.“ Sitthvað fleira bar á góma í Svæði sem ekki verður tíundað að þessu sinni en eflaust síðar. Hjónin fá bestu þakkir fyrir móttökurnar, Jón magál úr kaupfélaginu fyrir samfylgdina. Brynja. Dalvíkingar - Svarfdælingar Þriðjudaginn 31. mars frá kl. 10-18 verður seldur KARLMANNA og FERMINGARFATNAÐUR frá HERRADELD K.E.A. í útibúi K.E.A. á Dalvík. HERRADEILD HAFNAflS"R. íl-ÍS - AKUREYRI - SÍMI (96) 21400

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.