Norðurslóð - 30.04.1981, Blaðsíða 2
Frá Dalvíkurhöfn.
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar 1981
Tehjur bœjarins hœhha um 64% frá því í fyrra
ORLOFSHÚS
Frá og með mánudeginum 4. maí hefst útleiga á
orlofshúsum neðanskráðra félaga vegna sumar-
mánaðanna. Húsin eru leigð til viku í senn og berað
greiða vikuleiguna við pöntun á húsunum. Þeir fé-
lagsmenn sem ekki hafa sótt um húsin s.l. 3 ár hafa
forgangsrétt til 11. maí n.k.
Vikuleigan er kr. 400.00.
SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR,
Brekkugötu 4, sími 25088.
FÉLAG VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUFÓLKS,
Brekkugötu 4, sími 21635.
FÉLAG MÁLMIÐNAÐARMANNA,
Brekkugötu 4, sími 21881.
TRÉSMIÐAFÉLAG AKUREYRAR,
Ráöhústorgi 3, simi 22890.
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING,
Skipagötu 12, sími 23503.
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar
fyrir yfirstandandi ár var af-
greidd við síðari umræðu á fundi
bæjarstjórnar 7. apríl s.l.
Tekjur eru áætlaðar 8.311.500
nýkr. og hefur hækkað um
64.3% frá fjárhagsáætlun s.l.
árs.
Rekstrargjöld eru áætluð
4.857.100, sem er 50.3% hækk-
SAMEIGINLEGAR TEKJUR:
un. Gjaldfærð fjárfesting er
áætluð kr. 1.949.000, eða
145.7% hækkun, til nýbygginga
kr. 962.500, og til fjármagns-
hreyfinga kr. 542.900, eða
697.2% hækkun.
Til glöggvunar birtist hér
sundurliðun tekna og gjalda,
samandregin eftir málaflokk-
um:
Útsvör:
Álagning ársins .................................... 4.740.100
Aðstöðugjöld:
Álagning ársins .................................... 1.001.500
Fasteignaskattur:
Álagning ársins ...................................... 982.600
Framlag úr jöfnunarsjóði:
Framlag ársins úr jöfnunarsjóði ...................... 942.000
Landsútsvar ........................................... 30.000
Aðrir skattar og gjöld:................................. 180.150
Arður af eignum ........................................ 225.150
Vaxtatekjur ............................................ 210.000
Samtals tekjur: 8.311.500
MÁLAFL.HEITI. Fjárhagsáætlun % af
1981 tekjum
Tekjur 8.311.500
Gjöld:
Yfirstjórn bæjarins 794.150 9.5
Alm. trygg. og fél 834.150 10.0
Heilbrigðismál 354.900 4.3
Fræðslumál 722.600 8.7
Félags- og menningarmál 275.200 3.3
Æskulýðsm. pg íþróttamál .... 457.750 5.5
Brunamál og almannav 126.650 1.5
Hreinlætismál 417.000 5.0
Skipulags- og byggingarmál ... 127.000 1.5
Götur og holræsi 173.300 2.1
Útgj. v/atvinnuv 39.000 0.5
Fjármagnskostnaður 470.000 5.7
Önnur mál 23.600 0.3
Rekstur fasteigna 16.450 0.2
Áhaldahús 56.850 0.7
Rekstur véla og tækja 4- 31.500
Samtals rekstrargjöld 4.857.100
Áhaldakaup 190.450 2.3
Vélakaup 0 0
Dalbær o.fl 907.450 10.9
Skipulagsmál 35.000 0.4
Gatnagerð /nýbygging 815.650 9.8
Samtals gjaldf. fjárf. 1.949.000 23.4
Ráðhús-bygging 155.000 1.9
Barnaheimili 55.000 0.7
Heilsugæslustöð 160.000 2.0
Dalvíkurskóli 250.000 3.0
Samkomuhús 200.000 2.4
Sundlaug 50.000 0.6
Húsakaup 92.500 1.1
Samtals eignf. fjárf. 962.500 11.8
Til fjármagnshreyfinga ............ 542.900 6.3
2 - NORÐURSLÓÐ
Frá Almannavamaneftid
Almannavarnir hafa nokkuð
verið til umræðu síðustu vikurn-
ar og öðru hvoru heyrum við til-
kynningar frá almannavörnum
ríkisins og almannavarnanefnd-
um sveitarfélaga. Hér á Dalvík
er starfssvæði almannavarna-
nefndarinnar allt læknishéraðið,
en yfirstjórn hennar er í hönd-
um bæjarstjóra og bæjarverk-
fræðings.
Hlutverk almannavarna er að
skipuleggja og framkvæma ráð-
stafanir, sem miða að því að
koma í veg fyrir, eftir því sem
unnt er, að almenningur verði
fyrir líkamstjóni - eða eigna af
völdum hernaðaraðgerða, nátt-
úruhamfara eða af annarri vá og
veita líkn og aðstoð vegna tjóns,
sem orðið hefur, enda falla þau
störf ekki undir aðra aðila sam-
kvæmt lögum.
Almvn. Dalvíkur hefur hald-
ið nokkra fundi með forstöðu-
manni almv. ríkisins, Guðjóni
Petersen, þar sem farið hefur
verið yfir verksvið nefndarinnar
og nefndarmanna hvers og eins,
og hafa menn eftir bestu getu
reynt að setja sig inn í málið.
T.d. hefur Rauðakrossdeildin
hér unnið að því að skipuleggja
skólahúsnæðið hér þannig, að
nota megi það sem neyðar-
sjúkraskýli.
Af fyrirbyggjandi aðgerðum
mætti telja námskeið, sem hald-
ið var á Dalvík nýlega að tilhlut-
an almv. ríkisins í snjóflóða-
vörnum. Leiðbeinendur voru
Helgi Björnsson jöklafræðingur
og Ingvar Valdimarsson form.
Flugbjörgunarsv. Reykjavíkur.
Þessir menn hafa kynnt sér þessi
mál hérlendis og erlendis og
hafa haldið nokkur slík nám-
skeið annarstaðar.
Námskeiðið var vel sótt, en
flestir þátttakendur voru frá
björgunarsveitunum á Dalvík,
Árskógsströnd og á Akureyri.
Snjóflóð eru mjög algeng
náttúrufyrirbæri, sem sjaldnast
valda tjóni. Alltaf öðru hvoru
berast þó fréttir af manntjóni og
skemmdum á mannvirkjum af
þeirra völdum. Hér á landi eru
snjóflóð orsök flestra dauða-
slysa af völdum náttúruham-
fara. Það sem af er þessari öld
hafa um 140 manns farist í snjó-
flóðum. Ekki ætti að þurfa að
skýra fyrir Svarfdælingum hætt-
urnar af snjóflóðum, svo mörg
höfum við dæmin héðan -úr
sveit.
Með rannsóknum og fræðslu
telja menn að mjög megi draga
úr snjóflóðatjóni og í mörgum
tilfellum megi spá fyrir um
komu þeirra. Sé árvekni gætt við
mat á snjóflóðahættu gefst oft
ráðrúm til að forðast hættuna
með því að grípa til varnar-
aðgerða, t.d. loka vegum,
hleypa niður snjóþekjum, ræsa
björgunarsveitir og flytja fólk
burt af hættusvæðum.
Með nútímatækni er á ýmsan
hátt unnt að draga úr tjóni af
völdum snjóflóða m.a. meðgerð
varnarvirkja, sem verja byggð
og vegi fyrir snjóflóðum.
Sv. St.
Frá skipulagsnefhd:
Aðalskipulag fyrir Dalvík til aldamóta
Fyrir nokkrum dögum var aug-
lýst, að tillöguuppdráttur af
aðalskipulagi fyrir Dalvíkurbæ
væri til sýnis.
Samkvæmt skipulagslögum
frá 1946 er skylt að gera skipu-
lagsuppdrætti af öllum kaup-
stöðum. Á skipulagsuppdrætti
skal sýna aðalumferðaræðar,
skiptingu fyrirhugaðrar byggð-
ar í íbúðarhverfi, iðnaðarhverfi,
hafnarhverfi og cvpin svæði, svo
og staðsetningu opinberra
bygginga o.s.frv.
Skylt er sveitarstjórn að hafa
uppdrætti ásamt fylgiskjölum
til sýnis fyrir almenning í a.m.k.
sex vikur og gefst mönnum þá
tækifæri til að gera athuga-
semdir við uppdráttinn.
Ljóst er að gerð skiþulags er
eitt af grundvallaratriðum í
uppbyggingu hvers sveitarfé-
lags. Þar er mótuð stefna í at-
vinnumálum, húsnæðismálum,
félagsmálum, gerð umferðar-
mannvirkja o.s.frv.
Fyrsti skipulagsuppdráttur af
Dalvík er gerður af prófessor
Guðmundi Hannessyni, senni-
lega árið 1941.
Þessi uppdráttur var síðan
endurskoðaður af Halldóri
Halldórssyni arkitekt, og stað-
festur af félagsmálaráðuneyt-
inu árið 1946.
t Á þeim árum sem liðin eru
hafa síðan verið gerðar ýmsar
breytingar, misjafnlega afdrifa-
ríkar, og hefur bærinn smám
saman fengið á sig þá mynd,
sem við þekkjum í dag.
Haustið 1978 var gafin vinna
við þá skipulagstillögu, sem nú
liggur fyrir og var Stefán Thors
fenginn til þess starfa í sam-
vinnu við skipulagsnefnd og
tæknifræðing bæjarins.
Þau atriði, sem strax þurfti að
taka afstöðu til voru þessi:
1. Lega þjóðvegar og staðar-
val fyrir brú á Svarfaðardalsá.
2. í hvaða átt átti byggðin að
vaxa?
Skipulagsnefnd varð fljótt
sammála um þá lausn að þjóð-
vegurinn skyldi liggja í gegnum
bæinn um Skíðabraut, Hafnar-
braut og Gunnarsbraut og að
brú skyldi endurbyggð við Ár-
gerði.
Þá tók nefndin þá afstöðu að
byggð skyldi á næstu árum váxa
til vesturs, að mörkum ræktar-
lands og Hólanna, en síðar til
norðurs og út fyrir Brimnesá, og
voru þessar ákvarðanir mótandi
fyrir þá skipulagstillögu sem nú
liggur fyrir.
Fyrirhugaður er almennur
borgarafundur um skipulagstil-
löguna og mun mönnum þar
gefast tækifæri til fyrirspurna
og athugasemda.
Rétt er að lokum að vekja at-
hygli manna á nokkrum spurn-
ingum, sem koma fram í auglýs-
ingu bæjarstjórnar um skipu-
lagsuppdráttinn. .
Það er skipulagsnefnd mikið
áhugaefni að almenningur sýni
þessum málum áhuga og liggi
ekki á athugasemdum og tillög-
um, því allt má færa til betri
vegar.
Helgi Þorsteinsson.