Norðurslóð - 30.04.1981, Blaðsíða 1
Svarfdælsk byggð & bær
5. árgangur
Fimmtudaginn 30. aprfl 1981
4. tölublað
Vorið er komið
Þegar síðasta tölublað kom út
var vetur í algleymingi um allt
landið norðanvert og hálfgert
kuldahljóð í blaðinu.
Fljótlega skipti þó um til hins
betra og gerði indælt vorveður í
nærri hálfan mánuð. Þá tók
snjóinn af túnum að mestu og
urðu menn harla fegnir ekki síst
fyrir hönd túngrasanna, sem
allir höfðu áhyggjur af áður. Nú
er menn hinsvegar vongóðir um
að tún séu a.m.k. ekki stór-
lega kalin, þótt of snemmt sé
raunar að fullyrða nokkuð um
Tinda fjalla
áður alla
undir snjá,
sín til kallar sólin há,
leysir hjalla,
skín á skalla,
skýi, sem að brá
og sér fleygði frá.
Tekur buna
breið að duna
björgum á.
Græn því una grundin má.
Viður hruna
vatna funa
vakna lauf og strá.
Seinna seggir slá.
17 ára Dalvíkingur, Daníel
Hilmarsson, gerði garðinn
frægan á Skíðalandsmótinu á
Siglufirði um páskana er hann
það, og enn getur frost og fjúk
átt eftir að taka völdin og
leggjast á langþreyttan gróður-
inn.
Frost var mikið aðfaranótt
fyrsta sumardags og spáir það
að vísu góðu, ef saman frjósa
sumar og vetur, að gamalla
manna máli. Hey eru nóg í sveit-
inni, sögðu ásetningsmenn,
enda þótt einn og einn mann
vanti fóður og hafi keypt sér
viðbót, sumir úr fjörrum stöð-
um. Óþarft er það, því hér eru til
föl hey, t.d. hjá þeim Ytra-
Snjórinn eyðist,
gatan greiðist.
Gumar þá,
ef þeim leiðist leggja á,
hleypa skeið
og herða reið
og hrinda vetri frá.
Hverfur dimmu dá.
Prúðir sækja
lón og læki
laxar þá.
Sumir krækja silungsá.
Veiðitækir,
sporðasprækir,
spretti hörðum á
fjalli fýsast ná.
varð íslandsmeistari í stórsvigi.
Fyrr í vetur sigraði Daníel
einnig á Unglingalandsmóti í
Bláfjöllum, bæði í svigi og stór-
svigi. Einnig sigraði hann í Alpa
tvíkeppni á sama móti.
Daníel mun vera eini piltur-
inn á Dalvík á þessum'aldri, sem
stundar skíðin reglulega í vetur.
Fyrir jólin var hann í skíða-
þjálfun í Austurríki, þar sem
hann dvaldi í tvo mánuði undir
leiðsögn Hugo Nindl, sem rekur
skíðáskóla skammt frá Inns-
bruck. Skíðafélag Dalvíkur
styrkti hann til fararinnar.
Norðurslóð óskar Daníel til
hamiflgju með árangurinn.
Brynja.
Holtsbændum, sem vilja selja
hey við sanngjörnu verði.
Nú, þegar þetta er ritað er
snjóföl yfír öllu og hráslaga-
legt um að litast, en sólblettir í
fjöllum hér og þar, svo vorið er
áreiðanlega á næsta leiti.
Með þessari vorhugleiðingu þyk-
ir hlýða að birta viðeigandi ljóð.
Fyrir valinu varð Vorvísan hans
Jónasar Hallgrímssonar. Það er
vafasamt að nokkurntíma hafi
verið kveðið snjallara vorljóð á
íslenska tungu né heldur eigi
eftir að verða kveðið.
Fjaðraléttir
flokkar þéttir
fugla þá
synda ettir sumará,
eða mettir
strönd og stéttir
stika til og frá,
kæta loft og lá.
Ærin ber og bærinn fer
að blómgast þá.
Leika sér þar lömbin smá.
Nú er í veri
nóg að gera,
nóttu bjartri á
hlutir hækkað fá.
Grænkar stekkur.
Glóð í brekku
ganga kná
börnin þekku bóli frá.
Kreppir ekki
kuldaklekkur,
kætist fögur brá,
búa blómum hjá.
Rennur sunna,
Sveinn og nunna
sér við brá,
sízl þau kunna sofa þá.
Sælt er að unnast.
Mjúkum munni
málið vaknar á,
fegurst höldum hjá.
Ekkert betra
eg í leti
inna má
svo er vetri vikið frá.
Uni fleti
hver, sem getur
heimskum gærum á.
Önnur er mln þrá.
Daníel Hilmarsson varð
íslandsmeistari í stórsvigi
Afli á vetrarvertíð 1981
Netabátar 1/1-15/4: Afli (n. Sjóferðir Meðalafli í sjóferð
Stefán Rögnvaldss. 197 42 4,7
Vinur 186 41 4,5
Otur 238 51 4,7
Brimnes 300 40 7,5
Sæljón 239 44 5,4
Bliki 314 42 7,5
Haraldur 219 50 4,4
Tryggvi Jónsson 123 37 3,3
Njörður 43 26 1,6
Samtals: 1.859 373 5,0
Afli sama tíma 1980 1.477 467 3,2
Togarar 1/1-25/4:
Björgvin 318 tn. í 4 veiðif.
Björgúlfur 890 tn. í 8 veiðif.
Dalborg 466 tn. í 6 veiðif.
Sléttbakur 142 tn. í 1 veiðif.
Samtals: 1.816 tn. í 19 veiðif.
Afli sama tíma 1980 2.382 tn. í 19 veiðif.
Heldur minni afli
en 1 fyrra
Björgvin tilbúinn á veiðar um20. maí
Þrátt fyrir slæmar gæftir og
slæm óhöpp hjá togurum Út-
gerðarfélags Dalvíkur h.f. er
heildarafli frá áramótum, kom-
inn á land á Dalvík, ekki nema
180 tn. minni en á síðasta ári.
Aflinn nemur nú 3.675 tn. á
móti 3.859 tn. á sama tíma í
fyrra. Yfirlit einstakra skipa
fylgir hér með í blaðinu.
Þegar þorskveiðibann neta-
báta hófst var afli þeirra frá ára-
mótum orðinn 1.859 tn. en á
sama tíma í fyrra var hann 1.477
tn. Aflinn á netabátum nú er sá
næst mesti sem hann hefur
nokkru sinni orðið. Aðeins árið
1979 var hann meiri, 2.218 tn.
Hins vegar eru mun færri sjó-
ferðir eða aðeins 373 nú en 596
þá. Þannig að afli í sjóferð hefur
aldrei verið meiri en nú.
Afli í sjóferð 1978 var 2.6 tn.
að meðaltali, 1979 3.7 tn., 1980
3.2 tn. og nú 5.0 tn.
Aftur á móti er afli togara
minni nú en áður. Munar þar
miklu frátafir vegna bilana og
viðgerða. Samkvæmt upplýs-
ingum Björgvins Jónssonar,
framkvæmdastjóra Útgerðarfé-
lags Dalvíkur, er nýja vélin í
Björgvin EA 311 væntanleg
næstu daga, svo reikna má með
að hann verði tilbúinn á veiðar
um 20. maí n.k.
Nýjustu aflafréttirnar.
Ekki lítil staðaruppbót
Hitaveita Dalvíkur hefur nú
starfað í rúman áratug. Hún er
nú svo sjálfsagt fyrirtæki í
augum okkar að fæstir munu
hugleiða hvaða þýðingu það
hefur haft í raun að til hennar var
stofnað. Valdimar Bragason
bæjarstjóri hefur látið blaðinu í
té upplýsingar sem okkur þótti
það forvitnilegar að við birtum
þær hér.
Á svæði hitaveitunnar er
upphitað húsnæði alls 242.490
rúmmetrar, þar af íbúðarhús-
næði 144.643 rúhimetrar, mis-
munurinn er atvinnuhúsnæði.
Samkvæmt opinberum tölum
þarf 13 1. af gasolíu á ári til að
hita upp rúmmetra húsnæðis.
Þetta þýðir, að það myndi kosta
8.196.162 krónur að hita upp
húsnæðið hér á ári, miðað við
verð á gasolíu í dag.
Hins vegar selur hitaveitan
samtals 38 sekúntulítra af vatni
og miðað við gjaldskrá hennar í
dag nemur kostnaður húseig-
enda í raun alls 1.402.440 kr. á
ári að hita upp húsnæði sitt.
Mismunur á því að njóta hita-
veitunnar og að þurfa að kynda
upp með olíu eru því 6.793,722
krónur á ári fyrir húseigendur
hér á Dalvík. Ef nefna á til sam-
anburðar einhveijar tölur má
geta þess að áætluð álögð útsvör,
aðstöðugjöld og fasteignaskatt-
ar hér á Dalvik nema samtals
6.724.200, það er spamaður af
hitaveitunni er meiri en nemur
öllum álögðum gjöldum í bæjar-
félaginu.
Ef athugað er hvemig þetta
kemur út hjá fjölskyldu sem býr í
meðalstóm húsnaéði eða 500
rúmmetmm, þá kostar upphitun
með olíu 16.900 kr., en 3.114
krónur á ári með hitaveitu,
mismunurinn er 13.786 kr.,
þannig nemur kyndingarkostn-
aður íbúðarhúss á svæði hita-
veitu Dalvíkur aðeins 18.4% af
því sem hann væri, ef við
þyrftum að nota olíu. Ekki lítil
staðamppbót það.