Norðurslóð - 04.10.1982, Page 3
Afli landaður á Dalvik
(allar tölur eru í tonnum)
Janúar ...
Febrúar ..
Mars ....
Apríl .....
Maí .......
Júni ......
Júlí ......
Ágúst ....
Sept.......
Línu-
og netabátar
1981 1982
142 97
507 422
872 581
509 287
314 345
373 443
159 62
278 109
163 81
Togarar
og togbátar
1981 1982
417 307
244 744
507 893
957 1.134
772 987
1.313 978
1.172 1.435
1.311 1.394
681 712
Samtals
1981 1982
559 404
751 1.166
1.379 1.474
1.466 1.421
1.086 1.332
1.686 1.421
1.331 1.497
1.589 1.503
844 793
3.317 2.427 7.374 8.584 10.691 11.011
Landsráð gegn krabbameini
Meiri afli og
meiri sókn
Framhald af baksíðu.
Eiríkur Ágústsson hjá Rán h/f
taldi stærsta áfallið fyrir þá hafa
verið að netaveiðin brást. Þeir
skiptu yfir á línu í vor, en línu-
útgerð er dýr, svo afli þarf að
vera góður til að afkoma verði
góð. Eins og er gera þeir bátinn
ekki út, en þegar afli glæðist
munu þeir byrja aftur.
Framleiðsla Ránar h/f hefur
dregist mikið saman frá því í
fyrra og þar af leiðandi hefur
afkoman verið slæm.
„Eins og aðrir hér eigum við
allt undir því að skreiðin fari að
hreyfast eitthvað, en að sjálf-
sögðu þarf líka að fara að aflast
betur“, sagði Eiríkur.
Jóhann Antonsson Söltunar-
fálagi Dalvíkur H/F:
Framleiðsla S.F.D. hefurtvö-
faldast miðað við sama tíma í
fyrra. Afli Dalborgar er svipað-
ur nú og í fyrra og Baldur hefur
aflað all vel síðan hann kom í
mars á þessu ári, en S.F.D.
verkar helming afla hans á móti
Blika h/f.
Hins vegar eru rekstrarskil-
yrði erfiðari nú en í fyrra,
aðallega mikil birgðasöfnun á
skreið, sem er mjög tilfínnanleg
þar sem nær helmingur aflans er
verkaður í skreið. Peningastaða
fyrirtækisins er þvi erfið nú eins
og oft áður, þó aðýmsuleyti hafi
rofað til.
Það sem af er hefur minna
verið saltað af síld nú en í fyrra.
Um helgina var búið að salta um
800 tunnur en í fyrra var saltað í
2600 tunnur. J.A.
Islandsmótið í
handknattleik
„Fall er fararheill“
Handknattleiksmenn eru nú
farnir að æfa og enn ætlar meist-
araflokkur UMFS að taka þátt í
íslandsmóti 3. deildar þrátt fyrir
basl og peningaleysi. Fyrsti
leikurinn var reyndar háður s.l.
sunnudag í Vestmannaeyjum og
hugðumst við leggja Tý að velli.
Eyjamenn voru þó sterkari þeg-
ar á reyndi, og urðu Dalvíking-
ar að sætta sig við tíu marka tap,
24:14.
Komust menn að þeirri niður-
stöðu að leikurinn hafi verið
heldur langur, því í fyrri hálf-
leik var jafnræði með liðunum
og staðan í leikhléi 10:9 Tý í vil.
Þegar á leið seinni hálfleikinn
kom veikleiki okkar manna í
ljós, og líklegasta skýringin á
tapinu er úthaldsleysi. Við höfð-
um einfaldlega ekki roð við
spretthörðum og þolgóðum
Eyjamönnum, enda vegalengd-
irnar ögn meiri í glæsilegri
íþróttahöllinni í Vestmanna-
eyjum en í hálfbyggðu húsinu
okkar.
En hvað um það, andstæð-
ingamir léku á als oddi í seinni
hálfleik og það voru hálfniður-
lútir Dalvíkingar sem gengu af
leikvelli með tíu marka ósigur á
bakinu. Flest mörk okkar
manna skomðu Vignir 6 og
Albert 4. Reyndar varð Albert
að yfirgefa völlinn í upphafi síð-
ari hálfleiks eftir að hafa lent í
samstuði við Eyjamann með
þeim afleiðingum að sauma
þurfti saman skurð á augabrún.
Átti það ekki lítinn þátt í hrak-
förum okkar í lokin.
Þrátt fyrir tap eru leikmenn
ákveðnir að láta ekki deigan
síga, og vonandi verður hægt að
flytja lesendum fréttir af fræki-
legum sigrum á komandi vetri.
Þess má að lokum geta að
næsti leikur fer fram á Akureyri
n.k. laugardag og skorum við á
Dalvíkinga að fjölmenna og
hvetja okkar menn til dáða.
Ó.S.
Þann 30. október stendur til að
fram fari mikil landsöfnun
vegna byggingar krabbameins-
leitarstöðvar. Takmark söfnunar-
innar er, að í einum áfanga
safnist nægilegt fé til að koma á
fót krabbameinsleitarstöð, sem
þjóni öllu landinu, eins og segir i
dreifibréfi frá Landsráði gegn
krabbameini en svo kallasst
hópur manna í Reykjavík, sem
hrindir málinu af stað og mun
skipuleggja söfnunina á lands-
mælikvarða.
Nú er verið að setja á
laggirnar Umdæmisráð í hinum
ýmsu héruðum landsins. Dalvík-
urlæknishérað er eitt slíkt
umdæmi. Á næstunni mun
umdæmisráð þessa héraðs skipa
nokkrar svæðanefndir, sem eiga
að skipuleggja starfið sjálfan
söfnunardaginn 30. október.
Þessi söfnun stefnir að mjög
háu marki og mun láta mikið á
sér bera í fjölmiðlum, þegar
söfnunardagurinn nálgast.
Á þessu stigi málsins eru
menn aðeins beðnir að muna
daginn og búa sig undir að fá
heimsókn söfnunarmanns.
H.E.Þ.
VIDEO - VIDEO
Við höfum nú tekið við umboði fyrir sameiginlega
myndbandaleigu kvikmyndahúsanna í Reykjavík.
Bjóðum efni með íslenskum texta.
Leigjum videotæki.
Einnig opið á laugardögum kl. 10-12.
Verslun Halnarbraut 14 Slmi 61405
Dalvík
Fóstbræðrasjóður
veitir námsstyrk á þessu ári. Rétt til styrksins hafa
fyrrverandi nemendur Húsabakkaskóla, sem stunda
eða hyggjast stunda nám í búnaðar-kennslu eða
samvinnufræðum.
Umsóknum sé komið til formanns skólanefndar
Svarfaðardalshrepps fyrir 30. október n.k.
SJÓÐSSTJÓRNIN.
FISKVERKENDUR -
ÚTGERÐARMENN:
Gerum föst verðtilboð í smíði á,
stálgrindahúsum,
skreiðarpressum,
skúffum fyrir
skreiðarpressur,
saltskúffum fyrir
lyftara,
Ijósaskoðunarborð-
um fyrir saltfisk,
netadrekum.
Önnumst niðursetn-
ingu bátavéla og
veitum alhliða við-
gerðar og varahluta
þjónustu.
Pressum tengi á
vökvaslöngur.
Seljum snjóhjól-
barða, bæði sólaða
og nýja.
Kaupið rafgeymirinn
hjá okkur.
BILAVERKSTÆÐI
DALVÍKUR
Sími 96-61122
96-61123
DALVÍKINGAR!
NÆRSVEITAMENN!
Hjá okkur fáið þið:
Haglaskot - Remington, Rottweil, Maionchi
Soda-stream - gosdrykkjatæki, ásamt
bragðefnum
Sony - óáteknar kasettur
Tungumálatölvur, bilaútvörp m. segulbandi,
rakvélar, brauðristar, hárbursta, grillofna
og fleiri rafmagnstæki
Myndavélar
Blóm og gjafavörur
Tökum filmur í framköllun
Simi 61405 - Dalvik
Tilkynning
frá Barnaverndarnefnd Dalvíkur
Barnaverndarnefnd Dalvíkur vill minna þær
konur á, sem taka börn í dagvistun gegn gjaldi,
aö hafa samband við nefndina, sem þarf sam-
kvæmt reglugerð um vernd barna og ungmenna,
að veita slíkt leyfi.
F.h. Barnaverndarnefndar Dalvíkur,
Guðlaug Björnsdóttir, sími 61173.
DALBÆR
Frá og með 1. október n.k. verðurelli- og örorku-
lífeyrisþegum á Dalvík og í Svarfaðardalshreppi
gefinn kostur á hársnyrtingu og fótsnyrtingu í
Dalbæ á sömu kjörum og íbúar þar njóta.
Nánari upplýsingar veita:
Hulda Pálsdóttir, fótsnyrtikona, sími 61115.
Lárus Gunnlaugsson, hárskeri, sími 61466.
Petrína Óskarsdóttir, hárgreiðslukona,
sími 61580.
Auglýsing
Frá og með 1. október n.k. verður starfsemi
Bögglageymslu KEA breytt á eftirfarandi hátt:
Móttaka á vörusendingum til Dalvíkur, Ólafs-
fjarðar og Grenivíkur flyst í Skipaafgreiðslu KEA
á Oddeyrartanga.
Móttaka á smápökkum og bréfum til þessara
staða og önnur starfsemi Bögglageymslunnar
verður með sama hætti og verið hefur í Flafnar-
stræti 82.
Akureyri 28. september 1982.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA.
Bestu matarkaupin
sem hægt er að
gera í dag eru:
Heil slátur með sviðnum haus, verkaðri vömb
og 1 kg af mör á aðeins ........ kr. 64.00
1 kg af lifur kostar ........... kr. 54.00
Hausar sviðnir ................. kr. 34.00 pr. kg.
Hausar ósviðnir ................ kr. 23.00 pr. kg.
Eistu .......................... kr. 50.00 pr. kg.
Hjörtu og nýru ................. kr. 41.00 pr. kg.
Sláturhús Ú.K.E.
Dalvík.
NORÐURSLÓÐ - 3