Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 4

Norðurslóð - 04.10.1982, Síða 4
Tímamót SKÍRNIR Þann 18. júlí var skírð Karen Dúa, foreldrar Kristján Gunnarsson sjómaður og Svanhildur Karlsdóttir frá Hóli á Upsaströnd. Þann 25. júlí var skírður Brjánn, foreldrar Guðjón Brjánsson fyrrv. forstjóri Dalabæjar á Dalvík og kona hans Linda Olafsdóttir. Þau búa nú að Furugrund 34b í Kópavogi. Athöfnin fór fram í Dalbæ. Þann 8. ágúst var skírð íris Dögg, foreldrar Haukur Haraldsson og Asta Aðalsteinsdóttir, Svarfaðarbraut 5 Dalvík. Þann 8. ágúst var skírð María Helena, foreldrar Svavar Marinósson frá Búrfelli og Hallfríður Hauksdóttir frá Sæbóli. Þau búa á Skíðabraut 11 Dalvík. Þann 24 ágúst var skírður Egill, foreldrar Anton Angantýrs- son áður verkstæðisformaður á Dalvík og Halla Jónasdóttir. Þau búa nú að Hraunbæ 98 Reykjavík. Þann 28. ágúst var skirður Birgir Þór, foreldrar Gunnar Gunnarsson bifvélavirki og Stella Bára Hauksdóttir, Hjarðarslíð lb Dalvík. Þann 18. sept. var skírð Harpa Rut, foreldrar Þorvaldur Óli Traustason og Arnleif Gunnarsdótir Hjarðarslóð la Dalvík. HJÓNAVÍGSLUR. Þann 19. júní voru gefm saman í Vallakirkju SigurðurEinars- son bílstjóri frá Uppsölum og Birna Ragnheiður Björg Jóhannsdóttir (Þorsteinssonar frá L-Hámundarstöðum). Þann 3. júli voru gefin saman í Urðakirkju Gunnlaugur Einar Þorsteinsson og Jónasína Dómhildur Karlsdóttir búendur í Klaufabrekknakoti. Þann 7 ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Jón Smári Jónsson bílstjóri á Dalvík og Þóra Vordís Halldórsdóttir frá Melum. Þann 11. sept. voru gefin saman í Dalvíkurkirkju Sveinn Arnason Bjarman verkstjóri frá Akureyri og Kristín Sigríður Þorgilsdóttir á Dalvík. ANDLÁT Sunnudaginn 25. júlí 1982, varð það hörmulega slys, að Hrefna Björg Júlíusdóttir 8 ára drukkn- aði í Glerá, nálægt vistheimilinu Sólborg á Akureyri. Þar hafði hún dvalið um tíma siðastliðið sumar og átti að vera þar aftur í nokkrar vikur í sumar. Hrefna var dóttir Regínu Þorvalds- dóttir frá Ólafsfirði og Júlíusar Jónassonar frá Dalvík, nú búsett í Reykjavík. Hrefna Björg. Ingibjörg. Þann 28. júní andaðist á Kristneshæli SoffíaFanney Sigurjóns- dóttir, sem síðast átti hér heima í Sólgörðum á Dalvik og áður á Böggvisstöðum hjá þeim Jóni Jónssyni og Ónnu Stefánsdóttur. Hún var fædd í Gröf 25. mars 1895. Hún var öryrki lengst af æfi sinnar, ógift og barnlaus. Hún var jarðsett í Vallakirkjugarði þann 3. júlí. Þann 23. ágúst andaðist Ingibjörg Arnadóttir fyrrv. húsfreyja í Dæli, síðast vistmaður i Dalbæ. Hún var fædd í Dæli 6. júlí 1888. Árið 1908 giftist hún Rögnvaldi Tímótheus Þórðarsyni frá Hnjúki og bjuggu þau í Dæli til 1947 og héldu áfram að eiga þar heima í nokkur ár eftir að þau höfðu látið búið í hendur syni sínum og tengdadóttur. Þau eignuðust 11 börn og eru afkomendur þeirra nú orðnir mjög margir, búsettir hér i héraði og annarstaðar á landinu. Ingibjörg var jarðsett í Vallakirkjugarði 28. ágúst. Þann 20. sept. andaðist Kristín Gunnlaug Jóhannsdóttir í Svalbarði á Dalvík. Hún var einn allra elstiborgari Dalvíkur, fædd 9. maí 1887 í Háagerði. Árið 1909 giftist hún Sigurði Beek Bjarnasyni frá Lækjarbakka. Þau bjuggu í Háagerði 1911-1933 er þau fluttu í Svalbarð, sem þau höfðu reist þar á hólnum norðan við Brimnesána, en þar hafði ekki áður verið byggt ból. Þau eignuðust 4 börn. Sigurður andaðist 1964. Kristín var jarðsett í Dalvíkurkirkjugarði þann 25. sept. Má ég kynna? Stefán Jón Bjamason heitir maðurinn, sem 1. nóv. tekur við starfi bæjarstjóra á Dalvík úr höndum Valdemars Bragasonar. Stefán er Húsvíkingur, fædd- ur þar 30. sept. 1948, sem sagt 34 ára gamall. Hann tók gagnfræða- próf í heimabæ sínum 1968 og útskrifaðist úr Samvinnuskólan- um í Bifröst 1971. Fyrri störf hans voru hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur og Lífeyrissjóðnum Björg, en síðan hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Stefán er kvæntur maður og heitir konan Þórdís Amgríms- dóttir sjómanns Gíslasonar á Húsavík. Þau eiga 2 böm: Hafrún Ösp 10 ára og Bjama Jakob 6 ára. Aðspurður kvað Stefán sér lítast vel á staðinn og allt það fólk, sem hann hefur kynnst enn sem komið er og hyggur hann gott til nýja starfsins. Kominn er til Dalvíkur nýr bæjarritari og er tekinn til starfa af fullum krafti. Hann heitir Snorri Finnlaugsson (Snorra- sonar frá Syðri-Bægisá Þórðar- sonar frá Hnjúki.) Hann er fæddur á Selfossi 21. febr. 1960 þ.e. 22 ára gamall. Á Selfossi ólst hann upp og síðan í Reykja- vík, en mörg sumur á uppvaxtar- árunum var hann í Mývatnssveit. Hann tók stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands 1980, vann eftir það á bókhaldsskrif- stofu í Rvík. og síðast sem erindreki hjá Framsóknarfélög- unum hér í kjördæminu og við Dag á Akureyri. Spurður um áhugamál utan starfsins segist Snorri hafa mikinn áhuga á íþróttamálum, einkum knattspyrnu, svo og á stjómmálum. Segist langa til að verða að liði í knattspyrnu- málum Dalvíkinga. Kona Snorra (óvígð sambúð) er Sigríður Birgisdóttir úr Rvík, en að miklu leyti alin upp í Mývatnssveit þar sem faðir hennar var framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar. Eina dóttur eiga þau, Lindu Björk, 4 ára gamla. Snorri segir að sér lítist prýðisvel á sig hér og í starfmu vonast hann eftir góðri sam- vinnu við bæjarbúa. Nýr forstjóri Dalbæjar er Gunn- ar Bergmann og tók hann til starfa hér á siðastliðnu vori. Hann er menntaður í Banda- ríkjunum í öldrunarfræðum (gerontologie). Fyrir mistök var Gunnar ekki kynntur hér í blaðinu í vor, eins og til stóð, og aftur nú náðist ekki til hans um persónulegar upplýsingar sem fyrirhugað var. Við birtum samt myndina, hún stendur fyrir sínu. Norðurslóð býðUr ofannefnda velkomna til starfa hér. Gunnar á tali við vistmenn. Meiri afli og meiri sókn Það sem af er árinu hefur verið landað 320 tonnum meiri afla en á sama tíma í fyrra. Afli línu- og netabáta er nú 890 tonnum minni en i fyrra. Hins vegar er afli togara og togskipa 1.210 tonnum meiri nú. Þó aflinn sé nú aðeins meiri í ár, er hann í raun minni ef tekið er tillit til aukinnar sóknar héðan þar sem skipastóll Dalvík- inga er nú stærri en nokkru sinni áður. Norðurslóð leitaði til nokk- ura sem standa fyrir útgerð og fiskvínnslu um fréttir og viðhorf til málanna. Björgvin Jónsson Utgerðarfélagi Dalvíkinga h/f: Afli togara Ú.D. er litlu meiri nú en í fyrra, þrátt fyrir miklar frátafir þá. í fyrra var Björgvin EA þrjá mánuði og Björgúlfur rúmar þrjár vikur frá veiðum vegna vélabilana. Aflaaukning milli ára er í engu samræmi við sóknaraukningu þessa árs. Þá er aflasamsetning og fiskverð þannig, að aflaverðmæti hefur ekki aukist í neinu nágrenni við útgjaldaaukningu og verðbólgu. Þetta þýðir; að fjárhagsstaða Ú.D. hefur versnað á árinu og hefur sjaldan verið erfiðari en nú. Björgvin sagðist vilja benda á hve varhugavert það er fyrir sjávarpláss eins og Dalvík, þegar rekstrargrundvöllur sjávar- útvegs erekki traustur. Fyrreða síðar veikir slíkt búsetu á svona stöðum. Því er það hagsmunamál allra að treysta þennan grunn. Aðalsteinn Gottskálksson hjá Frystihúsi K.E.A. Dalvík hvað einkennandi fyrir þetta ár, að þorskur hafi verið minni í afla togara en í fyrra, en svokallaður skrapfiskur vaxið. Skrapfiskur (grálúða, karfi o.fl.) fer allur í frystingu, en frystigeta hússins er það takmörkuð, að vandræði er að koma öllu í gegn. Hægt er að frysta meira magn þegar pakkað er fyrir Rússlands- markað en aðra markaði. Hefur takmörkuð frystigeta leitt til þess að mikið hefur verið framleitt hér fyrir Rússland. Hins vegar hefur þegar verið framleitt það magn sem Rússar kaupa í ár svo birgðir hlaðast upp. Eins og er eigum við í geymsluvandræðum, en 3/4 hlutar þeirra birgða sem til eru, fara á Rússlandsmarkað. Ottó Jakobsson hjá Blika h/f sagði það áberandi hve rekstur væri erfiðari nú en oftast áður. Minnkandi afli bátanna væri hluti af vandamálinu en þó kanske verra að birgðir af skreið hefðu hlaðist upp síðari hluta þessa árs. Afurðalán út á skreið eru of lág og vextir þeirra það háir, að erfitt er að halda birgðir til langs tíma. Hins vegarmundi muna miklu ef skreiðin færi að fara og þá yrði þetta ekki svo slæmt. Framleiðsla Blika h/f ermjög svipuð að magni nú í ár og sama tíma síðastliðið ár. Framhald á bls. 3.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.