Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 5
Afreksmenn daglega lífsins Rabbað við hjónin Sigríði og StefánáReykjum á Dalvík Karlsbrautin á Dalvík er ein hlýlegasta og notalegasta gat- an í bænum þar sem hún teygir úr sér sunnan frá Lág og norður að Brimnesá. Gatan er þröng, umferðin lítil og húsin eru flest lág og yfirlætislaus en þó gædd miklum persónuleika og umvaf- in trjágróðri. Og svo er m.a.s. komin ný gangstétt að austan- verðu. Karlsbraut 8 er lítið báru- járnsklætt hús við götuna aust- anverða. Þetta hús byggði Svein björn Zóphóníasson árið 1935 og kallaði Reyki. Nú búa þar hinsvegar heið- urshjónin Sigríður Sölvadóttir og Stefán Gunnlaugsson. Það hafði borist okkur til eyrna að þau hjón hefðu bæði fengið heiðursverðlaun sjómanna fyrir störf sín og frammistöðu á og við sjó. Slíkt er fátítt ef ekki einsdæmi og m.a. af þeim sökum fór blaðamaður í heim- sókn til þeirra að Reykjum í frosti og fannkyngi 25. nóv. í hlýrri stofu skreyttri fjöl- skyldumyndum og allskonar fögrum munum var setið um stund og rabbað við húsráð- endur. Og það fór eins og vant er þegar farið er að spyrja aldrað fólk og rifja upp minning ar, þá kemur í ljós að þarna liggur geymt efni í heila stóra sögubók - söguna um afreks- fólk hins daglega lífs. Hann framan úr sveit, hún að vestan Stefán Gunnlaugsson er hrein- ræktaður Svarfdælingur fædd- ur í Hofsárkoti 30. sept. 1902. Hann varð sem sagt áttræður í haust. Sveitin varð þó ekki starfsvettvangur hans. Eins og svo margir bændasynir fyrr og síðar beindist hugur hans og áhugi fljótt að sjómennsku og fiskiríi. Þar voru tækifæri fyrir dugandi menn og ekki gátu allir setið kyrrir á sveitabæjunum. í fyllingu tímans varð hann einn af vöskustu bátaformönnum á Dalvík, kappsfullur ogmetnað- argjarn, en jafnframt öruggur og gætinn. þetta er umsögn annarra, því ekki er Stefán gjarn á að raupa af sjálfum sér. Hér verður ekki rakinn sjó- mannsferill hans, en með skip- stjórn fór hann í 20 áreða þartil hann var um fimmtugt. Þá brá hann á annað ráð að „ganga í land“ og reyna nokkuð nýtt. Hann tók að veita forstöðu beinaverksmiðju frystihússins og við það var hann í önnur 20 ár eða þangað til hann lét af störfum hjá kaupfélaginu 70ára gamall reglum samkvæmt. Þetta voru mikil viðbrigði en samt segir hann að sér hafi líkað starf verksmiðjustjórans vel. Þá fór hann aftur að kynnast sveitakörlunum, sem komu til að kaupa fiskimél í ærnar sínar. Stefán á áttræðisafmælinu. Á fertugsaldri kvæntist Stefán jafnöldru sinni, Guðrúnu Jóns- dóttur Hallgrímssonar frá Jarð- brú, en missti hana eftir fárra ára sambúð árið 1942. Árið 1946 kom til Dalvíkur kona ættuð að vestan, Sigríður að nafni Sölvadóttir, og hafði meðferðis dóttur sína 14 ára gamla, Sigrúnu Eyrbekk Jón- geirsdóttur. Sigríður fæddist í Kjartansstaðakoti á Langholt- inu í Skagafirði 12. maí 1907. Hún varð þannig 75 ára síðast- liðið vor. Börn foreldra hennar urðu 16 alls, en upp komust þó aðeins 11. Fjölskyldan flutti til Sauð- árkróks og síðan mörg þeirra til Siglufjarðar og var þetta algeng ur ferill vestur þar á þeim árum. Síldin var að reisa bæ í Siglu- firði. Sigríður var við allskon- ar heimilisstörf á Króknum mörg ár og á sveitabæjum í nágrenninu. Að lokum lá þó einnig hennar lejð til Siglufjarðar, þar sem foreldrarnir og mörg systkin- anna voru þegar fyrir. Og nú gerist án efa mikil og fjölbreyti- leg saga, sem væri gildur kafli í hetjusögu hversdagslífsins á ís- landi á 4. og 5. tug aldarinnar, en verður trúlega aldrei skráð á blað. Nema hvað, að 6. dag júní- mánaðar 1946 komu þær mæðg ur til Dalvíkur. Hérátti Sigríður systur, Sigurlaugu, konu Sveins Vigfússonar í Sælandi. Dísir spinna örlaga- þráðinn Nú sáu örlagadísirnar sér góð- an leik á borði. Hálffimmtugur ekkjumaður og fertug einhleyp kona með barn. Hvað var upp- lagðara en að láta þau hittast og fella hugi saman? Og þaðgerðu þær reyndar bæði fljótt og vel svo að um jónsmessuleytið voru þau Stefán og Sigríður gefin saman í heilagt hjónaband sem hefur enst þeim vel fram á þennan dag. (Af virðingu fyrir sagnfræði- legum meginreglum verður rit- arinn að láta þess getið hér, að eftir að þetta hafði verið fært á blað komu um það upplýsingar, að þau tvö hefðu nú reyndar kynnst á Siglufirði löngu fyrr). Hvað um það, þetta sama ár keyptu þau húsið Reyki af Sveinbirni og fluttu sig þangað, ,,og hér höfum við nú þollokað í 36 ár.“ Þau tóku í fóstur nýfædda systurdóttur Stefáns, sem Guð- rún var látin heita, og ólu upp sem sitt barn. Hún er nú gift kona og móðir á Akureyri. Sigrún dóttir Sigríðar kvæntist að sínu leyti í fylhngu tímans Stefáni Stefánssyni sjómanni frá Grenivík og þekkja allir Dal- víkingar það dugnaðar- og myndarfólk, sem af þeim hefur sprottið. Haflö, bláa haflð hugann dregur Nú sem Stefán var Orðinn sjötugur og hættur í beinaverk- smiðjunni kom spurningin mikla: Hvað skal nú gera sér til gagns og gleði á eftirlauna- árunum? Svar þeirra hjóna var stutt og laggott: kaupa trillu. Og þau keyptu sér trillu. Þau keyptu sér lítinn bát og Stefán endurnýjaði kunning- skap sinn við sjóinn. En þetta var annarskonar sjómennska en hann hafði stundað fyrr á árum og í raun og veru miklu ánægju- legri, engin spenna, engar áhyggjur, engum að standa reiknisskap nema sjálfum sér. Þau réru nefnilega saman tvö ein hjónin. Þeim kemur saman um það Stefáni og Sigríði að það hafi verið yndislegt að lóna þetta á trillunni í þessi hátt í lOsumur, sem þau gátu stundað þetta auka. Ekkert málverk er jafn- dásamlegt, segir Sigríður og hafflöturinn þegar sólin brosir og báran sefur. En nú eru þeir dagar víst taldir, því miður. Aldurinn leitar á og Stefán hefur orðið fyrir heilsuáfalli. Heiöursmerki sjómanna Fyrir mörgum árum var Stefán sæmdur heiðursmerki Sjó- mannadagsnefndar fyrir mikil og góð störf á sjó og við sjó. Síðan gerðist sá atburður á sjómannadaginn 6. júní síðast- liðið vor, sem einsdæmi er a.m.k. hérá Norðurlandi: Kona var sæmd þessu sama heiðurs- merki. Og konan var engin önnur en Sigríður Sölvadóttir í Reykjum. Þá voru liðin upp á dag 36 ár frá því hún fyrst kom til Dalvíkur sællar minningar vorið 1946. Allir eru víst sammála um að hún hafi verið vel að þessu heiðurstákni komin, því frá því hún flutti úr heimabyggð sinni á tvítugsaldri hefur líf hennar og starf allt tengst sjómennsku og sjávarútvegi á einn eða annan hátt ogsíðustu lOárinsemfiski- rnaður við hlið manns síns að draga björg í bú sitt og þjóð- arinnar. Við óskum þessum góðu hjónum til hamingju með gott og farsælt ævistarf og verð- skuldaða viðurkenningu þess. H.E.Þ. saman sér til ánægju og tckju- Vefnaðarvörudeild! Nýkomin: Sængurfataefni og sængurfatasett. Iðunnarskór: Drengja-, telpna og inniskór. Hanskar á karla og konur. Jólakort í miklu úrvaii. Sport- og búsáhaldadeild! Tökum upp jólavörur daglega! Fjölbreytt úrval af kertum og konfekti. Jólaskraut. - Aðventuljós. Munið afsláttarkortin. Ú.K.E. Dalvík Sigríður með heiðursmerkið. Ég var að lesa: Ævintýri Sajo litlu er hrífandi og skemmtileg bók einkum ætluð börnum og unglingum, en er þó einnig jgóð lesning fyrir fullorðið fólk, sem hefur áhuga fyrir náttúrunni. Hún segir frá Indíánabörnum í skógum Kanada og litlu bjórunum vinum þeirra. Það er óhætt að mæla með þessari bók, en þýðandinn er Sigríður Torlacíus - Sigga á Völlum. H. Sigur 1 lélegum leik Skallagrímur úr Borgarnesi var á Akureyri helgina 13.-14. nóv. Á föstudagskvöldið léku þeir við Þór og töpuðu 12:32. Töldum við því nánast forms- atriði að fara inneftir og leggja þá. En dramb er falli næst, því það var ekki fyrr en á allra síðustu mínútunum að okkur tókst að ná öruggri forystu. Má segja að leikurinn hafi verið í járnum mest allan tímann, en þó náðum við 5 marka forystu í fyrri hálfleik og var staðan í hléi 19-14. Töldum við þá sigurinn vísan, en Borgnesingar börðust vel og voru lengst af einu marki undir frammá síðustu mínútur. Um einstaka leikmenn má segja að flestir hafi spilað töluvert undir getu. Þó voru undantekn- ingar. T.d. var Björgvin Hjör- leifsson atkvæðamikill á lín- unni og skoraði flest mörk eða 7. Þá var Júlíus „Bomber“ öruggur í vítaköstum og skoraði 5. Næstur í skorun var Vignir með 4 mörk. Að lokum vil ég minna á næsta leik sem verður háður við Þór á Akureyri þann 4. des. n.k. Ó. S. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað: 9. tölublað (30.11.1982)
https://timarit.is/issue/394025

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Héraðsskjalasafn Svarfdæla
https://timarit.is/gegnir/991005180249706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9. tölublað (30.11.1982)

Aðgerðir: