Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 30.11.1982, Blaðsíða 1
6. árgangur Þriðjudagurinn 30. nóvember 1982 9. tölublað Litið inn í Sogn Ný og fegurri búð Frá vinstri: Kagnheiður Sigvaldadóttir og Steinunn Sveinbjörnsdóttir. Héraðsskjalasafiti Svarfdæla Kynning: Rætt við Júlíus Kristjánsson „Hefurðu komið niður í kjallara Ráðhússins?“ „Nei, hvað ætti ég svo sem að gera þangað?“ Þannig mundu margir svara þessari spurningu. Það er ekki nærri allir bæjarbúar, sem vita til þess að nokkuð sé þar á seyði. En ég hvet þig til að ganga niður í kjallara, næst þegar þú átt leið í Ráðhúsið. Það er lágt undir loft þarna niðri og gluggalaust, enda í upphafi einungis gert ráð fyrir geymslu- rými. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þarna er nú varðveittur hluti af menningararfi okkar, því þarna er H.S.D. til húsa. Steinunn Sveinbjörnsdóttir var þarna að störfum þegar ég leit inn um daginn. Hjá henni var Aðalbjörg Jóhannsdóttir og var greinilega á kafi í ættfræði- grúski. Ég sagði Steinunni að ég hefði hug á að kynna lesendum Norðurslóðar tilveru og starf- semi H.S.D. Hún benti mér þá strax á að stjórn safnsins gæfi út ýtarlegar ársskýrslur, sem ef- laust kæmu mér að góðum notum. Steinunn tjáði mér að starf sitt og Ragnheiðar Sig- valdadóttur, sem er henni til aðstoðar, væri í því fólgið að flokka, skrá og raða, þ.e. setja upp í spjaldskrá og koma fyrir þeim gögnum, sem safninu berast. Þær stöllur hófu störf sín í janúar 1981, og þótt Steinunn segi mér að hún hafi verið alls óviðbúin, þegar hún var beðin að taka þetta starf að sér, leynir sér ekki að þær Ragnheiður rækja starf sitt af mikilli natni og umhyggju. Sólveig heitin Eyfeld var fyrsti starfsmaður Héraðs- skjalasafns Svarfdæla. Hún hafði farið bæði til Akureyrar og Sauðárkróks til að kynna sér starfið. Sólveig heitin markaði þannig fyrstu skrefin sem alltaf eru mikilvæg. Hún gerði það af smekkvísi og dugnaði. Þökk sé henni. Héraðsskjalasafn Svarfdæla með heimili eða aðsetur á Dalvík var stofnsett l.júlí 1980. Formaður stjórnar H.S.D. hefur frá upphafi verið Júlíus Kristjánsson. Hann er einnig í útgáfunefnd Dalvíkursögu. Hann tók strax vel í að veita mér viðtal, reyndar fannst mér hann ánægður með að Norðurslóð skyldi nú loksins sýna þessu máli áhuga. „Hver voru tildrögin að stofn- un safnsins?“ „Þegar aðdrættirað Dalvíkur- sögu hófust, kom tvennt fljót- lega í ljós. I fyrsta lagi, að frá því að Svarfaðardalshreppur skipt- ist árið 1947, höfðu engin opinber gögn frá Dalvíkur- hreppi eða Dalvíkurbæ borist til Héraðsskjalasafnsins á Akur- eyri, sem fyrir stofnun H.S.D. var sá aðili er geyma skyldi slík gögn. I öðru lagi kom i dagsljós- ið mikið af stórkostlegum heimildum og fróðleik, sem fyrir engan mun mátti glatast og æskilegt var að gera almenningi aðgengilegan. Kristmundur Bjarnason hvatti mikið til stofn- unar safnsins og hefur átt stóran þátt í mótun þess. Það er reyndar einsdæmi að tvö héraðsskjalasöfn eru á þessu svæði hér. Umdæmi H.S.D. er Dalvíkurbær og Svarfaðardals- hreppur og við stofnun þess féllu þessi sveitarfélög út af umráðasvæði Héraðsskjala- safnsins á Akureyri. Jafnframt fengum við afhent þaðan 54 númer.“ „Hefurðu einhverja skýringu á því, hve Svarfdælingar hafa varðveitt vel gamlar heimildir?" „Svarfaðardalur hefur alltaf verið menningarsveit. Við eigum t.d. Svarfdælu, eina af fornsög- unum. Héðan hafa komð margir andans menn á mörgum sviðum. Mér dettur t.d. í hug Þorsteinn Þorsteinsson frá Upsum. Hann var mikill þjóðsagnasafnari og áður en hann, háaldraður, hvarf af landi brott til sonar síns, kom hann miklu af svarfdælskum fróðleik til Þjóðskjalasafnsins. Mig minnir að það séu 59 númer“. Hvernig er háttað samhandi milli safnanna? Er möguleiki að ná því til heimahéraðs, sem einu sinni hefur lent á öðrum söfnum?“ „Eins og ég sagði áður fengum við afhent öll svarf- dælsk, opinber gögn frá Héraðs- skjalasafninu á Akureyri við stofnun safnsins. Það þóttisjálf- sagður réttur. Þjóðskjalasafnið er í raun okkar yfirboðari. Við vinnum undir stjórn þess. Þú varst að spyrja um efni sem hefur lent á öðrum söfnum. Það er til alveg óhemju magn af svarfdælskum sögnum, kveð- skap o.fl. á Þjóðskjalasafninu og Landsbókasafninu t.d. kveð- skapur eftir Upsa-Hans. Við getum ekki fengið frumritin heim en stefnum að því að fá þetta heim í ljósriti”. Framhald á bls. 2. Þeir sem líta inn í bókabúðina Sogr þessa dagana taka sjálfsagt eftir því að þar hafa orðið breyt- ingar innandyra nýskeð. Norðurslóð rakst líka þangað inn á dögunum, enda á hún þar hauka í horni, þar sem eru þær systur Sólveig og Guðlaug Antonsdætur. Eins og flesta rekur eflaust minni til var þarna áður verslun- in Höfn, sem þau Arni Arn- grímsson og Bára kona hans ráku um árabil. Arið 1974 keyptu verslunina og neðri hæð hússins þau Antonsbörn, ofan- nefndar systur og Jóhann bróðir þeirra. Verslunin fékk bóksölu- leyfi, sem Jóhann G. Sigurðsson var þá að losa sig við, innrétting- um var breytt og í apríl 1975 var búðin opnuð undir nafninu verslunin Sogn. Þessar upplýsingar gaf blaða- manninum Sólveig, sem er framkvæmdastjóri verslunar- innar. En eitthvað er hér fleira en bækur og ritföng? Jú, jú það væri nú alveg vonlaust að reka hér á Dalvík verslun með þessa hluti eina. Við fórum því strax í að versla með svokallaðar gjafavörur og fatnað; einkum barnafatnað og og þessháttar. Þar að auki erum við svo með happdrættisumboð- in 3, sem Jóhann G. var áður með, en hætti við þegar hann dró sig í hlé fyrir 2-3 árum og fluttist inn á Dalbæ. Þið voruð að breyta hér öllu innanhúss? Jú, okkur fannst plássið ekki nýtast sem skyldi og ákváðum að fá aðstoð kunnáttumanna til að hagræða hlutunum hér inni. Það gerði Davíð Haraldsson auglýsingateiknari á Akureyri með meiru. Þetta er nú allt að komast i rétt horf og við erum ósköp fegnar og finnst að vel hafi til tekist, eða hvað finnst þér? Jú, blaðamaður verður að viðurkenna að búðin er reglu- lega hugguleg, en það var hún nú svo sem líka áður. Og það leynir sér ekki að vörumagn í hólfum og hillum hefur aukist til muna. Einkum virðist úrval af fatnaði hafa vaxið mikið. Og hvernig gengur svo rekstur- inn? Ja, við erum a.m.k. ekki komin á hausinn ennþá, takk fyrir. Starfsemin er heldur vax- andi. Við erum þrjár í fullu starfi og höfum aukafólk, þegar meira er að gera. Þetta er skemmtilegt starf að glíma við. Það skiptast auðvitað á skin og skúrir, en skinin eru miklu fleiri sem betur fer. Norðurslóð þakkar fyrir rabbið og óskar aðstandendum verslunarinnar til hamingju með „nýju búðina“. Starfslið frá vinstri: Jóhanna Helgadóttir, Sólveig Antonsdóttir, Guðlaug Antonsdóttir og Anna M. Halldórsd. Til lesenda Norðurslóð átti 5 ára afmæli þann 25. þessa mánaðar. Líklega telst það ekki til stórtíðinda þótt barn nái 5 ára aldri. En með tilliti til þess hve ungbarnadauði erótrúlega algengur í blaðaheiminum, þá mega aðstandendur Norðurslóðar og velunnararallir þakka fyrirað blaðið hefur komist klakklaust yfir barnasjúkdómana og lifir tiltölulega góðu lífi nú á 5 ára afmælinu. Nú þessa dagana er hin svarfdælska sól að kveðja síðustu heimilin í byggðarlaginu áður en hún fer í sitt árlega vetrar- frí. Öll tökurn við þyí með sátt og æðruleysi í fullvis.su þess að rnjög fljótt upp úr áramótunum kemur hún aftur yngri og légurri cn nokkru sinni fyrr og tekur að heilsa upp á vini sína hér. Við vitum það af gamalli reynslu að hún heilsar upp á Dalvíkinga þegar vika er af nýja árinu og síðan heldur hún krókaleiðir fram eftir sveitinni og lýkur húsvitjunum á bæj- unum við rætur Stólsins, Melum og Dæli, fyrst þegar komið er fram yfir miðjan febrúarmánuð. „Eftir það bregst hún aldrei" eins og haft er eftir einum heiðursbónda þar framfrá, sem nú er horfinn til hinna eilífu sólarlanda. Við yitum ekki hvað blaðið Norðurslóð kann að eiga langt líf fyrir höndum. Verk mannanna eru ckki cins örugg og árviss eins og sólarinnar sem aldrei „sinna verka sakna lætur". En við aðstandendur þess ætlum þó að gera okkar besta til að það fái enn urn sinn að líta dagsins ljós, og ef guð lofar. að þroskast eitthvað með aldrinum. Úlf'ífenc/tir. Svarfdælsk byggð & bær

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.