Norðurslóð - 25.01.1983, Síða 1

Norðurslóð - 25.01.1983, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær 7. árgangur Þriðjudagurinn 25. janúar 1983 1. tölublað Bæjarstjórnarpistill I Forseti bæjarstjórnar tekur fyrstur til máls Blaðið hefur í hyggju að birta hér á síðunni röð af greinarkornum frá bæjarstjórnarmönnum á Dalvík næstu mánuðina a.m.k. Þess er vænst að sem flestir fulltrúar í bæjarstjórninni taki þátt í þessari umfjöllun bæjarmála áður en yfir lýkur og áður en árið er úti. Ætlunin er að fulltrúarnir ráði því sjálfir, hvaða þætti bæjarmála þeir taka fyrir svo og hvað langt mál þeir skrifa. E.t.v. koma þeir sér þá saman um einhvers konar verkaskiptingu. Eðlilegt þótti að gefa forseta bæjarstjórnar kost á að ríða á vaðið með fyrstu grein og birtist hún hér. Framhaldsröðin verður síðan eftir samkomulagi manna á milh. Ritstjórar Norðurslóðar komu að máli við mig og báðu um að ég skrifaði stutta grein um þau mál sem bœjarstjórn Dalvíkur vœri að vinna að. Eins og kunnugt er tók ný bœjarstjórn við á síðastliðnu ári. Tóku þá sex nýir bœjar- fulltrúar sœti í bœjarstjórninni. Eins hafa orðið miklar manna- breytingar hjá Dalvíkurbœ og stofnunum hans. Vil ég nota . þetta tœkifœri og fœra þeim þakkir sem hcett hafa störfum, fyrir vel unnin störf og bjóða nýtt starfsfólk velkomið. Hvernig á að koma fréttum bæjarstjórnar á framfæri? Sá háttur hefur verið tekinn upp að gefa bæjarbúum kost á áskrift af fundargerðum bæjar- stjórnar og nefndum. Einnig hafa verið teknar upp viðtals- tímar bæjarfulltrúa tvisvar í mánuði, þannig að fólki gæfist kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri. Þá mætti einnig hugsa sér að hið ágæta svarfdælska blað Norðurslóð tæki upp fastan þátt í sínu blaði sem bæri yfirskriftina Fréttirfrá bæjarstjórn, eða því um líkt. Þá má einnig geta þess að allir bæjarstjórnarfundir eru opnir og eru þeir á fimmtudögum tvisvar í mánuði og hefjast kl. 17. Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 1983. En nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár, þar sem þeirri vinnu er ekki lokið nú, þegar þetta er skrifað, er ekki vitað hvað miklir fjármunir verða til ráð- stöfunar á þessu ári til verk- legra framkvæmda. Þar sem reksturskostnaður á síðastliðnu ári hefur hækkað það gífurlega rnikið að ráðstöfunartekjur til verklegra framkvæmda minnka ár frá ári verður innan örfárra ára ekkert eftirtil framkvæmda, haldi áfram í þessu landi 50-60% verðbólga ár eftir ár. Sá út- gjaldaliður, sem okkur finnst ósanngjarn, sem búum í eins' snjóþungu bæjarfélagi og Dal- Kristján Ólafsson vík er, en það er að þurfa að borga söluskatt af snjómokstri til ríkisins. Þess vegna fagna ég framkomnu frumvarpi á Al- þingi urn að söluskattur af snjó- mokstri verði felldur niður. Atvinnumál. Nú síðustu vikur hefur gætt hér atvinnuleysis, en það er vonandi aðeins um stunarsakir. En bæjarfélag verður að hafa vakandi auga með þróun at- vinnumála á staðnum og hefur atvinnumála-nefnd og bæjar- stjórn hafið umræður og verið haldnir fundir að undanförnu um að efla þann atvinnurekstur, sem fyrir er og huga að nýjum leiðum, þannig að hér skapist verulegt atvinnuöryggi bæði til lands og sjávar, og eru bundnar miklar vonir við hið nýstofn- aða Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- arbyggða. Einnig hefur verið leitað eftir iðnráðgjöf frá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga um athugunum á nýjum at- vinnugreinum. Framkvæmdir á vegum bæjarins. Dalbær, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, er nú komið á lokastig, þannig að segja má að sá áfangi sem upp hefur verið steyptur, verði fullbúinn nú síðar í vetur. Það er að segja neðri hæð austur-vesturálmu, sem er hugsuð fyrir tómstunda- og félagsstarf aldraðra, einnig verði þar dagvistun. Ennfremur hefur verið pöntuð Iyfta í húsið. Dalvíkurskóli. Stefnt er að því á þessu ári að ljúka frágangi þeirrarbyggingar sem upp hefur verið steypt við skólann, þannig að í haust verði byggingin fullbúin. Þá má geta þess að nú rétt fyrir áramótin var mötuneyti í Víkurröst flutt í Heimavistina. Hafnarframkvæmdir. Það olli miklum vonbrygðum nú rétt fyrir áramótin er ljóst varð að ekkert framkvæmdafé er á fjárlögum fyrir árið 1983 til hafnarinnar. En árið 1981 var rekið niður stálþil, sem var 74 metrar að lengd og gengið frá kanti og þibbum, þannig að hægt er að leggjast að kantin- um. En þá stendur nú eftir 94 metra langur kafli á umræddum garði, sem nú er að mestu lokaður fyrir umferð, þar sem hann er næstum ónýtur. En við munum leggja á það áherslu við fjárveitingavaldið og Vita- og Hafnarmálaskrifstofuna, að þessurn framkvæmdum verði hraðað eins og kostur er, því að meginundirstaða byggðarlags- ins er góð hafnaraðstaða. Þá mætti telja upp ýmis önnur verkefni, sem unnið er að hjá bæjarstjórn Dalvíkur, svo sem sundlaugarbyggingu. Það hefur þegar verið ráðinn arki- tekt að byggingunni. Þá er á dagskrá annar áfangi við barna- heimilið, en árið 1979-1980 var fyrsti áfangi byggður. Eru hug- myndir uppi að byggja eina dag- heimilisdeild auk sameiginlegs leikrýmis og starfsmanna- aðstöðu fyrir báða áfanga. Á þessari upptalningu er hægt að sjá að af nógum verkefnum er að taka. Hef ég þá ekki nefnt holræsa- og gatna- gerð, malbikunarframkvæmdir, opin svæði og svo mætti lengi telja. En að sjálfsögðu ráðast þessar framkvæmdir af því fjármagni sem er til ráðstöfunar hverju sinni og mati á því hvernig fjármunir skila sér best til bæjarbúa. Það mætti hafa lengra mál um framkvæmdir á vegum bæjarins,_en ég læt þetta nægja að sinni. Ég vona að þeir bæjarfulltrúar, sem nú sitja í bæjarstjórn, beri gæfu til þess að stjórna bæjarfélaginu af hyggindum og ráðdeiid til hag- sældar fyrir íbúana. Dalvík, 22. janúar 1983. Kristján Ólafsson. Veðrið 1982 Veðurfræðileg eftirmæli ársins 1982 verða þau, að fyrri hluti ársins hafi verið slæmur en seinni hlutinn góður, svo heild- arútkoman verður að teljast þokkaleg. Veturinn frá áramót- um var snjóþungur og segja má, að land hafi verið alhvítt svo vart sást í dökkan díl allt fram til mánaðarmóta mars - apríl. Apríl var hins vegar hlýr og leysti þá mikinn snjó af láglendi. I mánaðarlokin gerði þó hret og snjóa á ný. Vorið náði svo yfir- höndinni 5. maí og þótt kalt væri var jörð orðin alauð í byggð þann 15. Grasspretta var hæg og fljótlega varð ljóst, að all veru- legt kal var í túnum, einkanlega um neðanverðan dalinn. Bænd- ur telja að kalið hafi stafað af langvarandi svellalögum sem mynduðust í blotum fyrir ára- mótin. hún mældist á Tjörn. Úrkomu- skiptingin milli mánaða getur ekki talist óvenjuleg að neinu leyti. Maí og júní eru þurrustu mánuðurnir eins og tíðast er og haustmánuðurnir úrkomumest- ir, sérstaklega er október drjúg- ur. Mesta sólarhringsúrkoman mældist þann 27. okt. 29,9 mm sem telst nokkuð gott á svarf- dælskan mælikvarða, þótt öræf- ingar myndu vart kalla það umtalsvert með sín íslandsmet í skítviðrum og skúraleiðingum. Heildarúrkoman árið 1982 reynist liggja nálægt meðallagi en hún mældist 462,6 mm. Ársmeðaltal áranna 1970- 1982 er 481 mm. Úrkomudagar urðu 149 sem einnig er nálægt meðal- lagi. Árið 1981 urðu þeir 183, það munar sem sagt vel heilum rigningarmánuði á árunum, enda var árið ’81 annálað ótíðar- Júlímánuður var óvenju hlýr og heyskapartíð ágæt. Sláttur hófst upp úr 10. júlí og var túna- slætti lokið hjá þeim hörðustu fyrir mánaðarmótin. Miklir og endurteknir vatnavextir urðu bæði i júní og júlí, vegna leysinga í fjöllum, svo dalbotn- inn frá Árgerði og fram fyrir Tjörn var yfirflotinn vatni hvað eftir annað. Flóð eru sjaldgæf svo langt fram eftir sumri. Menn veittu því athygli, að óvenju mikið land fór undir vatn í flóðunum. Þrengslin sem urðu í Svarfaðardalsá vegna brúar- gerðarinnar við Árgerði munu hafa valdið þessu. Kartöflugrös féllu í endaðan ágúst í stöku garði en haustið var gott. Jörð hélst auð til 13. nóv. en þá snjóaði duglega svo alhvítt varð og hélst svo fram til áramóta. Á meðfylgjandi töflu er mánaðarúrkoma sýnd, eins og Nú skulum við bara vona, að sú góða tíð sem hófst í júlí- mánuði og stóð út árið eigi eftir að einkenna árið í ár og stórviðr- in láti sér nægja að hvína í útvarpstækjunum og skafrenn- ings verði aðeins vart í sjón- varpinu eins og reyndin hefur verið núna í ársbyrjun. TAFLA: Úrkoman 1982 jan. 48,3 mm 14 úrkomud. feb. 32,1 mm 15 úrkomud. mar. 31,8 mm 15 úrkomud. apr. 32,1 mm 14 úrkomud. maí 25,3 mm 11 úrkomud. jún. 15,7 mm 4 úrkomud. júl. 29,2 mm 17 úrkomud. ágú. 48,9 mm 12 úrkomud. sep. 30,0 mm 9 úrkomud. okt. 95,5 mm 16 úrkomud. nóv. 50,6 mm 12 úrkomud. des. 23,1 mm 10 úrkomud. Alls 462,6 mm 149 úrkomud. Á.Hj. Súlurit sem sýnir ársúrkomuna á Tjörn í Svarfaðardal ára- bilið 1970-1982. Úrkomumagnið í mm er skráð á hverja súlu. Mánaðardreifing úrkomunnar. Feita línan sýnir meðal- talsdreifinguna á árunum 1970-1980. Mjórri línan sýnir mánaðarúrkomuna 1982. Óvenjulegt veðurfar 7H Svarfaðar„fjörður“ 23. janúar 1983. Af því að hér á síðunni er verið að fjalla um veðrið 1982 þá er ekki úr vegi að minnast lítillega á það óvenjulega veðurfar, sem hér hefur ríkt síðan fyrir jól. Veðrið hefur nefnilega verið risjótt í meira lagi, hríð ofan á hríð, stormur gegn stormi úr öllum áttum, jafnvel sama sólar- hringinn. Þó hefur úrkoman í heild ekki verið mikil og því ekkert fannfergi á svarfdælskan mælikvarða. T.d. var úrkoman r„fyrstu lSÍdaga ársins aðeins 23 mm þeg£r hún var orðin að vatni. Bþ þá fór líka að drjúpa 3 ■ M úr loftinu svo um munaði. Á þremur dögum 19 - 21 jan. mældist úrkoman á Tjörn 97 mm þar af eftir föstudaginn 21 einan sér 55 mm, sem er 12 ára met á þeim stað. Þetta var dagurinn, sem kvenfélagið Til raun hafði auglýst árshátíð sína á Grundinni og leit sannarlega illa út fram á síðustu stundu. Um 7-leytið um kvöldið fór loks að rofa til og um leið hlýnaði verðrið um einar 10 gráður á örfáum mínútum og gerði rigningarhraglanda. Konurnar létu því slag standa og héldu samkomuna eftir áætlun. Fámennt var, sem við var að búast, en þeim mun meira var fjör þeirra fáu og endaði allt farsællega. Aftur á móti eru fjárhalds- menn hreppsins, oddviti og hreppsnefndarmenn, ekki eins hýrir, þegar þeir eru að virða fyrir sér reikningana, sem hlað- ast upp fyrir þann margendur- tekna snjómokstur, sem þurft hefur að leggja í að hálfu leyti á kostnað hreppsins. Svona er lífið.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.