Norðurslóð - 25.01.1983, Qupperneq 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prenlun: Prentsmiöja Björns Jónssonar
Tannlæknir
fyrirfinnst enginn
Nú hefur þetta læknishérað verið án tannlæknis síðan í vor.
Enn hefur staðaryfirvöldum ekki tekist að lokka hingað tann-
lænir, þrátt fyrir fyrsta flokks aðstöðu í splunkunýrri heilsu-
gæslustöð og þrátt fyrir yfrið nóg verkefni fyrir tannlækni, og
það frekar tvo en einn.
Það er best að segja það hreint út, að það er til háborinnar
skammar fyrir tannlæknastétt landsins að láta þetta ástand
viðgangast. Það er sagt að stéttin sé orðin of fjölmenn í
landinu og það eru strangar inngöngutakmarkanir í tann-
læknadeild Háskólans.
Hinsvegar erum við hér um 2000 manns, og 3000 ef Ólafs-
fyrðingum er bætt við og við höfum enga tannlæknaþjónustu
nema á Akureyri.
Hvað gengur eiginlega að þessum háskólaborgurum
okkar? Geta þeir yfirleitt alls ekki hugsað sér að deila kjörum
með almenningi út um byggðir þessa lands? Er svona
óskaplega notalegt að hnipra sig saman í höfuðborginni að
það sé nánast óbúandi nokkurstaðar utan hennar?
Þetta eru hranalegar spurningar, en geta sanngjarnir menn
láð okkur, þótt við séum sárir og reiðir, sem eigum heima í
þessum fjölmennu byggðum og getum ekki fundið í ofsetinni
tannlæknastétt neinn sem er reiðubúinn taka til starfa hér
meðal okkar, þótt klyfjar gulls séu í boði.
H.E.Þ.
Úr bréfum til blaðsins
Anna snorradóttir, Hofteigi 21 í Reykjavik skrifar m.a.:
„Gleðilegt ár og hjartans þakkir fyrir allt gamalt og gott og
alveg sérstakar þakkir að þessu sinni fyrir að senda mér
Norðurslóð núna um hátíðirnar. Mér þótti mikill fengur að
blaðinu, las það spjaldanna á milli og finnst það ykkur til
stórsóma, og hana nú!“
„Það var eitt í blaðinu, sem gladdi mig e.t.v. öðru fremur,
en það var greinarstúfur, sem ber yfirskriftina, GAMALL
DRAUMUR RÆTIST, og segir frá nýja flyglinum, sem
stendur til að kaupa til Dalvíkur. Það fannst mér alveg frá-
bær frétt. Ég sendi fáeinar krónur til Tónlistarfélagsins og ég
sting upp á því, að þið hafið áskorun til velunnara Svarfdæl-
inga nær og fjær í hverju blaði um að leggja málinu lið, þartil
það er komið í höfn.
Þetta megið þið hafa eftir mér í blaðinu, ef þið viljið, en ég
er viss um að margir vilja gefa peninga til að þetta geti orðið,
en það þarf að minna fólk á og láta vita. Margt smátt gerir eitt
stórt og safnast þegar saman kemur o.s.frv."
„Jæja, á ég ekki að skrifa eitthvað í blaðið? Endurminning-
ar frá fyrstu kynnum af Svarfaðardal. Eða þegar við Hilda
(Gunnhildur systir önnu) gengum í heila viku, byrjuðum á
Dalvík og gengum fyrsta daginn í Tjörn og gistum þar og svo
allan dalinn og dalina og lukum göngunni á Hellu á Árskógs-
strönd hjá móðursystur okkar og hennar manni. Þaðan
tókum við svo mjólkurbílinn til Akureyrar. Nei, þetta er svo
óralangt síðan, að ég er búin að gleyma nöfnum á bæjum og
fólki og líklega get ég ekkert skrifað af viti um þessa frábæru
gönguferð."
Við þökkum Önnu bréfið og tökum hana á orðinu. Ferða-
sögu eða eitthvað annað jafngilt viljum við fá ekki seinna en í
jólablaðið næsta, takk.
Frá GISLA MAGNÚSSYNI á Akureyri barst mjög vinsam-
legt bréf til blaðsins, sem þó var „gufað upp“ þegar til átti að
taka.
í bréfinu staðfestir Gísli að formannavísurnar í jólablað-
inu séu eftir Jón Sælor. (Það gerði reyndar Jónas í Koti líka,
svo nú teljum við það mál upplýst að fullu).
Gísli rifjar upp minningar frá heimsóknum sínum til afa og
ömmu í S-Garðshorni í gamla daga og kynnum sínum af Jóni
hagyrðing Sælor.
Þá minnist hann á gömlu Árgerðisbrúna vegna greinar og
myndar í jólablaðinu og setur fram þá tillögu, að gert verði
líkan af gömlu brúnni, áður en hún er brotin niður og stingur
upp að Vegagerð ríkisins láti vinna verkið t.d. fyrir það fé,
sem sparaðist við að engin opnunarathöfn var haldin.
Hugmyndin er ágæt, en er ekki einhver hagur maður hér
heima, sem gæti gert þetta? Það væri skemmtilegra. Svo ætti
líkanið að geymast í væntanlegu byggðasafni á Dalvík.
Hver vill nú baka brauðið? sagði litla, gula hænan.
Hvers er að minnast £rá gamla árinu?
- Spurt á fömum vegi
Norðurslóð ræddi við nokkra
einstaklinga hér í byggðarlag-
inu nú í byrjun nýs árs til að
heyra í þeim hljóðið.
Allir voru spurðir nokkurn-
veginn sömu spurninga nefni-
lega: Hvað er minnisstæðast frá
gamla árinu, hvernig reyndist
það þér og þínum, hvað borð-
aðirðu á jólunum og hvað lastu
helst? Hér koma svör 8 ein-
staklinga, í lauslegri endur-
sögn, og þakkar blaðið kærlega
fyrir rabbið. I.H.
Anna Sveinbjörns-
dóttir, Skáldalæk
Eftirminnilegast er áreiðanlega,
að við fluttum í nýja húsið rétt
fyrir jólin, nánartiltekið 17. des.
Það voru óskapleg viðbrigði frá
gamla, gisna húsinu hérna á
Skáldalæk.
Árið var annars ánægjulegt
að hugsa til eftir á, búskapur-
inn gekk vel svo lítill sem hann
er. Við erum með 120 ær og
fáeina kálfa í uppeldi og svo 2
hross. Hallur vinnur svo mikið
utan búsins, þú veist, og þaðan
koma aðaltekjurnar.
Það lakasta, sem gerðist á
árinu var það, að við fengum að
vita það hjá Hitaveitu Dalvíkur,
að við fengjum ekki að nota
heita vatnið frá Hamri lenguren
til næsta vors. Þetta er nú bara
áfall fyrir okkur, en við hér í
hreppnum eigum víst engan rétt
til heita vatnsins samkvæmt
samningum.
Jólin voru ágæt, þakka þér
fyrir, við hjónin og börnin 5
borðuðum kjúkling á jólanótt-
ina og hangikjöt á jóladag.
Maður leyfir sér nú bara að
kaupa kjúkling þetta eina skipti
á árinu.
Hvað ég las um jólin? Nú,
auðvitað bókina hennar Snjó-
laugar frá Skáldalæk, „Leik-
soppur fortíðarinnar", hvað
heldurðu manneskja.
Ármann Gunnarsson,
dýralæknir,
Laugasteini
í fljótu bragði þá eru mér eftir-
minnilegastir og skemmtilegast-
ir atburðir á sumrinu: Lands-
mót hestamannafélaga á Vind-
heimamelum í Skagafirði og
öllu því sem þar gerðist. Og
skemmtilegan reiðtúr til Skaga-
fjarðar og um Skagafjörð í
góðra vina hópi. Við byrjuðum
ferðina hér heima, riðum fram
Skallárdal og yfir Unadals-
jökul, lentum þar í ævintýrum,
fórum síðan vítt um Skagafjörð
í blíðskaparveðri og síðan yfir
Hörgárdalsheiði til baka, niður
Hörgárdal, þaðan niður Þor-
valdsdal og heim. Þetta var
fimm daga ferð.
Þá vil ég nefna sem afskap-
lega gleðilega framkvæmd, þ.e.
þessar ágætu vegaframkvæmdir
sem urðu í sumar. Þar á ég við
nýju Árgerðisbrúna og vegina
að henni og fram Holtsmóana
og yfir Skáldarlækjamelana og
síðan lagfæringin á heimreið-
um. Engan leiðindaatburð man
ég eftir núna, enda lítill tilgang-
ur að rifja það upp.
Jólin voru þægileg og góð
núna. Á aðfangadagskvöld
borðuðum við eins og alltaf
steiktan lambshrygg og síðan
hangikjöt ájóladaginn. Þettaer
nokkuð föst venja hjá okkur. Ég
hef það fyrir sið að eignast það
sem gefið er út um hesta og
hestamennsku. Og fæ ég eða
verð mér úti um svona þrjár til
fjórar bækur hver jól. Ég hef
gluggað í þær og auk þess lesið
nokkrar aðrar bækur eins og
„Veturnóttarkyrrur" eftir Jónas
Árnason. Mjög skemmtileg bók
og skrifuð af sérstakri frá-
sagnarlist. Síðan gluggaði ég í
bókina „Persónur og leikend-
ur“ eftir Pétur Gunnarsson og
einhverjar fieiri hef ég kíkt í.
Þetta var ósköp venjulegt ár
hvað viðvíkur dýralækningum.
Að vísu var dálítið að gera á
sauðburði, heldur meira en
oftast áður. Að öðru leiti var
ekkert óvenjulegt í sambandi
við heilsufar búfjár. Það bar
reyndar dálítið á krankleika í
fullorðnum kindum á sauð-
burði sem vafalaust má rekja til
óvenjulega langrar innistöðu.
Gestur Vilhjálmsson
fyrrverandi bóndi,
Bakkagerði
Þeir atburðir sem mér eru
minnisstæðari en aðrir eru í
fyrsta lagi þegar ég kom hingað
á Dalbæ þann lO.janúarífyrra.
Hér er ákaflega gott að vera og
margt að ské. Það kom t.d. í
sumar hingað til Dalvíkur fólk
frá Selfossi og dvaldi nokkra
daga. Það kom til okkar eitt
kvöldið og skemmti okkur, fékk
spilara og slógu upp dansi. Það
var náttúrlega stirt gamla fólk-
ið, en það dansaði samt og allir
skemmtu sér vel. Svo kom
hingað söngkór framan úr sveit-
inni og einnig krakkarnir úr
skólanum hérna og sungu fyrir
okkur. Það var mjög ánægju-
legt.
í öðru lagi man ég vel eftir
þegar ég fór vestur að Hólum í
Hjaltadal vegna hundrað ára
skólaafmælisins. Þar var ég
ábyggilega elsti búfræðingur-
inn sem þar var staddur.
í þriðja Iagi get ég nefnt ætt-
armót hjá mínu fólki sem haldið
var á Húsabakka í sumar. Þar
mættu allt að því 200 manns,
víðs vegar af landinu. Það var
náttúrlega mjög gaman.
Um jólin var ég á Dalbæ.
Þetta voru ágæt jól, en heldur
leiðinlegt veður að mig minnir.
Það er alltaf gott að geta verið í
næði og ró þessa daga. Heldur
var það lítið sem ég las af jóla-
bókunum núna, en þó las ég
„Aldnir hafa orðið“ eftir Erling
Davíðsson, nýjasta bindið og
svo eitthvað meira. Annars fæ
ég oftast lánaðar bækur hér í
safninu sem heimilið á.
I
Helga Hauksdóttir
kennari, Húsabakka
Það sem mér er minnisstæðast á
síðasta ári frá erlendum vetfangi
er stríðið milli Englendinga og
Argentínumanna um Falklands
eyjar. Það kom manni mest á
óvart. En af persónulegum
minningum eru efstir síðustu
skóladagarnir í vor þegar ég út-
skrifaðist sem kennari. Síðan
má nefna Þýskalandsferð sem
ég fór í ágúst til að læra þýsku.
Ég var cinn mánuð í Svarta-
skógi í Suður-Þýskalandi. Það-
an ferðaðist ég mikið um ásamt
skólasystkinum nn'num sem
voru víðs vegar að úr heiminum
s.s. Spáni, Frakklandi, Ítalíu og
víðar.
Nú síðan kom ég hingað í
Svarfaðardalinn til að kenna
hér við Húsabakka í haust. Ég
hef nú ekkert sérstaklega mikið
af Svarfdælingum að segja enn
þá, fyrir utan nemendur og
starfsfólk skólans, sem mér
Iíkar ntjög vel við og kennsluna
einnig. Jólin hjá nrér voru róleg,
algjör letijól. Á aðfangadags-
kvöld borðaði ég léttreyktan
svínakamb með sveppasósu.
Uppáhaldsmatinn minn.
Ég las „Bréfin hans Þór-
bergs“ og gluggaði í ljóðabækur
sem ég fékk að gjöf. Svo las ég
eina eða tvær skáldsögur ein-
hverjar.
Jón Jónsson
fyrrverandi kennari,
Dalvík
Ég held að mér sé minnisstæð-
ast þegar ég fór á Reykjarlund í
september síðastliðnum. Þar
var mjög gott að vera eins og
fyrri daginn. Ég hef verið þar
þrisvar sinnum áður. Það var
kannski minnisstæðast að eitt
kvöld voru gefin töðugjöld þar.
Það fannst mér svolítið ein-
kennilegt. Annars er þar rnikið
af slægjulöndum í kring sem
voru hirt um sumarið. Það var
mikil veisla að gömlum sið.
Súkkulaði og kaffi ogalls konar
brauð. En ég mátti ekki borða
neinar kökur, heldur bara það
venjulega. Þaðgerirsykursýkin.
En það var mjög skemmtilegt og
fróðlegt að sjá þetta. Þarna var
geisilega margt fólk alls staðar
af á landinu úr sveitum, þorp-
um og bæjum. Þá á ég við
sjúklingana. Ég held að það hafi
verið mikið á þriðja hundrað
manns. Jólin núna voru þau
fyrstu hér á Dalbæ. Við borð-
uðum Londonlamb á aðfanga-
dagskvöld og hangikjöt að
gömlum sið á jóladag og laufa-
brauð. Konurnar margar sem
hér eru bjuggu til laufabrauðið
og unnu við það í tvo daga.
Jú, jú, ég las töluvert yfir
hátíðina. Ég var að enda við
Steindór Steindórsson, æfisögu
hans, mjög skemmtileg og fróð-
leg bók. Ég las „Kvistir í lífs-
trénu“ eftir Árna Johnsen;
greinar um merkilega menneins
og Gísla á Uppsölum, Bjarna
Pálsson og þannig karla, um 20
viðtöl, skemmtileg bók. „Bænd-
ur og bæjarmenn“ eftir Jón
Bjarnason, síðasta heftið að
æfisögu hans frá Garðsvík.
Framhald á bls. 5.
2 - NORÐURSLÓÐ