Norðurslóð - 25.01.1983, Page 3

Norðurslóð - 25.01.1983, Page 3
Mjólkin 1982 Blaðið hafði samband við Vern- harð Sveinsson í mjólkursam- laginu á Akureyri og spurðist fyrir um mjólkurframleiðslu svarfdælskra bænda á síðasta ári. Ut úr því kom eftirfarandi upplýsingar: Heildarmjólkurmagn úr Svarfdæladeild, sem til samlags- ins kom 1982 var 3.239.566 lítrar. Þetta er 199.652 lítrum meira en 1981 eða aukning upp á 6,56%. Þetta er 10 sinnum meiri aukning milli ára heldur en heildaraukning var í samlag- inu, en hún var 0,65%. Mest varð mjólkurframleiðsla Svarf- dælinga árið 1978 3.653.000 og 1979 aðeins litlu minna. Meðalfitan varð að þessu sinni 4,05%. Fyrir þessa mjólk fengu svarfdælskir bændur greiddar inn í reikninga sína rösklega 18 milljónir króna að frádregnum flutningskostnaði og sjóðagjöldum. Að lokum birtum við hér lista yfir þau bú, sem sendu meira en 100.000 lítra í samlagið: Hofsárkot 160.500 Jarðbrú 144.100 Hóll fram 141.300 Dæli 129.500 Sakka 125.800 Steindyr 124.700 Hrafnsstaðir 116.600 Hofsá 116.100 w f. ísS b % Fuglar 26.12. ’82 Og svo eru það fuglarnir. Eru annars nokkrir fuglar hér um slóðir á þessum kalda ogfrosna tíma ársins? Jú, ekki ber á öðru, og hér kemur niðurstðan úr talningunni á annan dagjóla. Þennan dag, 26. des. var allgott veður, vestan 2 vindstig, 4 gráðu frost, vötn öll ísilögð og mikill snjór. A Dalvík gekk Steingrímur Þorsteinsson strandlengjuna frá mynni Svarf- aðardalsár að Brimnesá og sá eftirfarandi fugla: Stokkönd 42 Hávella 70 Straumönd 2 Æðarfugl 50 Gulönd 2 Sendlingur 35 Silfurmávur 25 Svartbakur 30 Hvítmávur 15 Teista 2 Hrafn 8 Snjótittlingur 30 Ogreindir mávar 12 (ungmávar) I sveitinni var farin hringferð frá Tjörn um Sundskála Ingvar- ir, Hánefsstaðaskóg, Jarðbrú, Húsabakka og heim. Eftirtekj- an var fremur rýr: Hrafn 4 Snjótittlingur 6 Rjúpa 30 Þess skal getið að næsta dag sá Gunnsteinn bóndi Þorgilsson á Sökku rjúpnahóp stíga upp úr Hánefsstaðaskógi og koma eins og hvítur stormsveipur heim undir bæ og síðan til baka. „Hljóta að hafa verið einar 200“, sagði Gunnsteinn. Gott er til þess að vita, að ekki lentu þær allar á jólaborðið. Snjómokstur fyrir einstaklinga á Dalvík Ákveðið hefur verið að bjóða bæjarbúum upp á snjómokstur á bílastæðum við íbúðarhús gegn föstu gjaldi sem er nú kr. 260.- hverju sinni og breytist með taxtabreytingum. Pöntun um moksturskal gera hjáverkstjórasem skipuleggur mokstur svo hægt sé að tengja hann mokstri á götum. Ef mokað er á öðrum tímum verður reiknað venjulegt tímagjald. Aðeins er miðað við að gera innkeyrsluna bílgenga, en ekki er um fullkomna hreinsun að ræða. Mokstur þessi er á ábyrgð húseigenda svo sem skemmdir sem orsakast af illa merktum lóða- veggjum og hlutum sem eru á kafi í snjó og öðru slíku sem ókunnugur getur ekki varast. Þetta er aðeins tilraun til að bæta þjónustu við bæjarbúa og óvíst hvernig til tekst, er því allur fyrirvari gerður um að breyta þessu fyrirkomu- lagi eða hætta því án frekari fyrirvara. Sorphirða - sorppokar Önnur breyting sem vert er að vekja athygli á er í sambandi við sorphirðu. Nú verður öllum pokum sem bærinn leggurtil dreift í upphafi árs. Er því reknað með ca. 1 poka pr. hreinsun, eða um 50 pokum pr. hús. Er þetta gert til að auðvelda sorphreinsunina og draga úr kostnaði. Eftir sem áður verður hægt að kaupa poka á bæjarskrifstofunni eða í áhaldahúsi. Bæjarstjóri. Dalbær Undirbúningur er nú að hefjast vegna dag- vistunar aldraðra í hinni nýju álmu Dalbæj- ar. Hér með erauglýsteftirumsóknum. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 61379 kl. 11-12 virka daga. Forstöðumaður. I||l|||i||l| r Örugg þjón L lusta © SJÓVÁ OOó"'" SUÐURLANDSBRAUT SJÓVÁ tryggt er vel tryggt 4 - SÍMI 82500 Grímur Bjarnason - Brekkugötu 19 - 625 Ólafsfjörður - Sími 96-62110 Kristján P. Guðmundsson - Glerárgötu 20 - 600 Akureyri - Sími 22244 NORÐURSLOÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.