Norðurslóð - 25.01.1983, Síða 4

Norðurslóð - 25.01.1983, Síða 4
Mannfellirinn mikli eftir Eið á í>úfnavölliim Grænlenskur söngkór í þjóðbúningi Grænlandsvísur Eftirfarandi kvæði sendi Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur frá Stóru-Hámundarstöðum ,,til gamans“ eins og hann segir i bréfi til blaðsins. í tilefni Grænlandshátíðar 1982 I. Brauahlíð var haldin mesta höfðingssetur, Eiríkur réði öllu er viidi utan sinni komu Hildi. Fyrrum undi fé á beit í fríðum högum, haf og elfur full af fiskum, fœðuval á öllum diskum. Náhvalstönn og rostungsreipi rekkar seldu, sígi/d vara suður í löndum, sitthvað fleira af Grœnlands ströndum. Vaskir drengir viðarfarn til Vínlands sóttu, veiðifálka furstum sendu, fríðarorð í Görðum kenndu. Aldir hðu, ís og fjendur að þeim þrengdu, engin sig/ing, grafnir, gleymdir. gömu! sögn og þættir geymdir. II. Að lifa af er lífsins dyggð, leitað margs í föngum. Uti fyrir Eystri-byggð ísinn rekur löngum. Sífellt virtist syrta að, sagan rök'kri hulin. Sigraði ísinn, seg mér það? svör í jörðu dulin. Sjórœningjar, ís og pestir, Eskimóar? Fór að vetur freramestur? Flúðu Grænlendingar vestur? Leyna fornar rústir ennþá bókfellsblöðum lúndruklaka ísskáp i? Ekki líkur fyrir því. Eskimóar erfðu landið Eiríks rauða. Af þjóð lians fáar sögur sögðu, um samskiptin að mestu þögðu. Margt er skráð í Grœnlandsjökul ótal aldir. Liggur kannske lausnin þar, lykill að gátum fortiðar? Ingólfur Davíðsson. Ég ætla að segja frá því, þó að enginn hafi spurt, að ég var að blaða mig í gegnum bókina hans Eiðs á Þúfnavöllum og Arna frá Hallfríðarstöðum, sem hefur séð um útgáfuna. Þeir hafa valið bókinni nafnið Mannfellirinn mikli, og ekki að ófyrirsynju. í bókinni er fyrst héraðslýsing eða sveitarlýsing hins forna Hörgárdalshrepps, en þar er nánast allur Hörgár- dalur með Öxnadal þ.e. frá Skógum á Þelamörk eins og leið liggur fyrir dalabotnana og niður að Stóra-Dunhaga. Þetta eru nú tveir heilir hreppar og hluti af þeim þriðja. Síðasti kafl- inn er búendatal frá því laust fyrir 1800. En það er miðkafli bókarinn- ar, sem mesta eftirtekt mína vakti. Þar segir frá þeirri útreið sem þessi byggð fékk í Móður- harðindunum. Það er einhver sú hroðalegasta lesning, sem ég hef séð. Menn vita það líklega ekki almennt, að Norðurlandið varð jafnvel meir fyrir barðinu á ösku fallinu en aðrir landshlutar að V-Skaftafellssýslu e.t.v. undan- skilinni. Og afleiðingarnar urðu ægilegar. Veturinn eftir gosið 1783-4 féll búféð að mestu, síðan fór mannfólkið að falla úr hor og harðrétti þannig að á tveimur árum þ.e. 1784 og 5 dóu 168 manns i hreppnum eða meira en þriðji hver maður. Dauðaskráin er hrikaleg, einkum voru það börn og gamalmenni, sem urðu að láta í minni pokann fyrir sulti og seyru. Börnin sem dóu í hreppn- um þessi 2 ár voru 68 talsins, þ.á.m. nálega öll þau sem voru svo óheppin að fæðast i heiminn á þessum voðalegu árum. Hér koma dæmi um ástandið: ,,A Bryta (nú eyðibýli á Þela- mörk) voru í ársbyrjun 1784 7 börn hjónanna, auk þess voru þar 3 konur, ein þeirra ung stúlka, en hinar rosknar. Konur þessar féllu allar og 6 börnin, svo að aðeins eitt þeirra hélt lífi“. I Fagranesi (eyðibýli í Öxna- dal) áttu hjónin „margt barna og voru fátæk. 4 barnanna féllu, og voru 3 þeirra jörðuð sama daginn, að Bakka“. „Fyrra dauðaárið dóu á Þúfnavöllum (góðbýli að fornu og nýju) hjá þeim Bjarna og Guðrúnu, dóttir þeirra, smá- barn, og roskin ekkja, sem hét Margrét Pétursdóttir. Árið eftir Rjúpnaskyttan raunamædda Hér segir frá erfiðri veiðiferð, sem farin var rétt fyrir jólin Um helgina gerði ég frœknlega ferð í fjallið, með byssu af Westminster gerð því nú skyldi rjúpnafang reyna. Veðrið var skaplegt og skilyrðin góð og skyttan var komin í orrustumóð og skreið milli skafla og steina. Nú hafði ég arkað í einhverja stund án þess að sjá nokkurn ..málaðan hund", er rjúpurnar birtust í röðum. Eg lagðist á magann og morðvopnið skók og miðið af festu og öryggi tók og spennti með handtökum hröðum. ,,Mér virðist það sýnt að ei færri en fimm falli í valinn ef heppnin er grimm því rjúpurnar liggja í línu“. Nú tók ég í gikkinn, en byssan hún brást og bræðin og gremjan í augum mér sást þegar klikkaði í morðtóli mínu! En aftur í skyndingu hólkinn ég hlóð og hagrœddi byssunni uns stefnan varð góð ,,já nú skyldu fjaðrirnar fjúka". En byssan í annað sinn allsengu skaut og andskotans rjúpurnar flugu á braut með sína bragðgóðu búka. En þegar ég hundsvekktur heim á leið gekk með hastarlegt tilfelli af veiðimansskrekk og sálin í svartnætti djúpu. Þá sé ég í fönninni för eftir mann og finn litlu neðar svo verk eftir hann einmana, andvana rjúpu. Góðlyndur sveinninn nú greip feginn við. Gatskotinn fuglinn hann dregur úr lið ,,þótti dauður sé, drepa má betur“. Byrjað’ að plokka og peysu upp braut og potti með brosi á hlóðirnar skaut og rislága rjúpuna étur. K.E.Hj. dó þar unglingspiltur, sem var á sveitarframfæri". Þettavar valið nánast af handahófi og orðin í svigunum eru skýringar blaðs- ins. Hvað um Svarfaðardalshrepp? Manni verður óhjákvæmilega hugsað, við lestur þessarar bók- ar: Hvernig reiddi fólki af hér í Svarfaðardalnum? Varla þarf að efa, að öskufallið hafi verið svipað hér eins og innfrá. Þó hef ég grun um að afleið- ingar gossins hafi ekki orðið eins hörmulegar hér. Ef það er rétt, má láta sér detta i hug, að greiðari aðgangur Svarfdæla heldur en Hörgdæla að sjófangi hafi gert hér gæfumuninn. Það væri nú fróðlegt ef einhver hnýsinn maður hér í byggð tæki að sér að rýna i gamlar kirkjubækur til að sjá, hvernig ástandið var hér í sveit- inni með öllum sínum smákot- um á þessum válegu tímum fyrir réttum 200 árum síðan. Sennilega þarf ekki að fara lengra en í Héraðsskjalasafnið á Dalvík til að ná í fullnægjandi heimildir. H.E.Þ. Dalvíkingar Nærsveitamenn Ef þið þurfið að láta mála, þá hafið samband við Híbýlamálun sf. Símar 61424 (Gunnar) og 61574 (Sigurgeir). Dalvíkingar - - Svarfdælingar Höfum hrefnukjöt til sölu. Heildsöluverð. Sólrún hf. Árskógs- strönd, sími 63146. Auglýsing um námskeið Dönskunámskeið er að hefjast í Laugasteini. Áhugasamir hafi sam- band við undirritaða sem fyrst, en hún gefur allar nánari upplýsing- ar. Steinunn P. Hafstað. Auglýsing frá stjóm Verkamannabústaöa á Dalvík Könnun á húsnæðisþörf í athugun er að byggja verkamannabústaði í sumar og er því hér með auglýst eftir viljayfir- lýsingu frá væntanlegum umsækjendum um íbúðir. Eyðublöð fást áskrifstofu Dalvíkurbæjar. Rétt til kaupa á íbúðum eiga þeir sem hérsegir: A. Eiga lögheimili á Dalvík. B. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. C. Hafa haft meðaltekjur pr. ár þrjú síðastlið- inn ár áður en úthlutun fer fram eigi hærri upphæð en sem svarar kr. 91.500.- hjá ein- hleypingi eða hjónum og kr. 8.100,- fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Ekki mega vinnustundir á ári vera færri en 516 (1/2 staða). Heimilt er að víkja frá ákvæðum B. liðar þegar um er að ræða umsækjendur er búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu. Kaupskilmálar: Kaupandi greiðir 10% af verði íbúðar sem greið- ist í tvennu lagi. 90% er lánað til 42ja ára með 0,5% vöxtum og að fullu verðtryggt. Umsóknum sé skilað fyrir 10/2 1983 á skrifstofu Dalvíkurbæjar, þar sem einnig verða veittar allar nánari upplýsingar. Dalvík, 10. janúar 1983. F.h. stjórnar. Helgi Jónsson. Þorramatur Þorramatur Veitingastofan HRÍSALUNDUR í Hrísey minnir á sinn vinsæla og viðurkennda þorramat. í bökkum, sem stofan sendir viðskiptavinum, er m.a. alvörusúrmatur, Strandahákarl og vest- firskur harðfiskur. Mönnum er óhætt að treysta gæðunum. Hringið í síma 61766 í Hrísey eða í síma 61199 í versluninni Víkurtorgi á Dalvík, þar sem tekið er á móti pöntunum og allar upplýsingar gefnar. 4 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.