Norðurslóð - 22.03.1983, Blaðsíða 3
Sameining sveitarfélaga?
Rabbað við oddvita Svarfaðardhr.
Við heyrðum það í fréttum að
haldinn hefði verið í Reykjavík
ráðstefna um sameiningu
sveitarfélaga. Við höfðum enn-
fremur pata af því að oddviti
Svarfaðardalshrepps, Halldór
Jónsson á Jarðbrú hefði verið
meðal þátttakenda.
Þau hjón Halldór og Ingi-
björg eru á förum til Noregs að
heimsækja synina, sem þar eru
við nám um þessar mundir* datt
okkur í hug að spyrja hann
nokkurra spurninga um ráð-
stefnuna.
Var þetta mikill fundur,
Halldór?
Já já, þetta var heilmikill
fundur. Hann stóð að vísu
aðeins einn dag, 10. mars. Hann
var boðaður og skipulagður af
Félagsmálaráðuneytinu og
Sambandi íslenskra sveitarfél-
aga. Þátttakendur voru um 120
en sveitarfélög á landinu nú eru
224, svo ekki mættu nú fulltrúar
úr þeim öllum. Hrepparnir á
Islandi eru margir mjög smáir
t.d. eru 118 þeirra með færri en
200 íbúa, af þeim eru 49 með
færri en 100 og af þeim 11 með
færri en 50 íbúa.
Hvað fór þarna fram?
í byrjun fluttu þeir ávörp
Félagsmálaráðherra, Svavar
Gestsson og form. Samb. ísl.
sveitarfélaga Björn Friðfinns-
son. Þá héldu erindi fulltrúarfrá
landshlutasamtökunum, sem nú
eru 6. T.d. talaði fyrir hönd
Fjórðungssambands Norölend-
inga framkvæmdastjórinn
Askell Einarsson.
Að þessu loknu varfundinum
skipt upp í 8 umræðuhópa, sem
hver fékk sitt verkefni í spurn-
ingarformi til að vinna úr.
Hér koma sýnishorn af nokkr-
um spurnaratriðum:
Teljið þið að sveitarfélögin
eigi að hafa frelsi til að samein-
ast eða ætti að setja löggjöf um
sameiningu tiltekinna sveitar-
félaga t.d. innan 10 ára?
Teljið þið, að lögfesta ætti
lágmarksíbúafjölda í sveitar-
félagi?
Teljið þið að samvinna sveit-
arfl. (um framkvæmd einstakra
verkefna) geti komið í stað
sameiningar?
Hvaða verkefni sveitarfl.
knýja helst á um stækkun
þeirra?
Hvert er álit ykkar á milli-
stjórnsýslustigi (sýslur, ömt eða
fylki)?
Ætti að stefna að því að
sveitarfl. yrðu sem líkustaðgerð
og mannfjölda?
Hvaða sjónarmið teljið þið að
hafa beri í huga við sameiningu
sveitarfélaga? (eingöngu dreif-
býlissveitarfélög sameinist eða
að dreifbýlis- og þéttbýlissveitar-
félög sameinist)?
Fengust skýrar niðurstöður úr
umræðuhópunum?
Nei, það get ég ekki sagt.
Skoðanir voru mjög skiptar um
sjálft grundvallaratriðið, hvort
sameining væri nauðsynleg eða
æskileg. Það er þó óhætt að segja
að sameining með valdboði átti
fáa eða enga formælendur.
Aftur á móti var það mjög
almenn skoðun að samvinna
sveitarfélaga um ákveðin verk-
efni væri afar eðlileg og víða
bráðnauðsynleg, en að slíkt ætti
að þróast smátt og smátt. Þó var
rætt um að skipuleggja þyrfti vel
slíka samvinnu, jafnvel með
aðstoð ofan frá, og ganga tryggi-
lega frá samningum, fjárhags-
lega og stjórnunarlega. Sú skoð-
un kom fram hjá mörgum að
þörf væri á heildarstefnu í
þessum samvinnumálum.
Nú er þegar mikil samvinna í
gangi milli sveitarfélaga, ekki
satt?
Jú jú, mikil lifandi ósköp, það
hefur verið að gerast bæði margt
og mikið í þessum málum
undanfarin ár, eins og við
þekkjum vel hér í okkar eigin
héraði. Algengust er líklega
samvinna á skólasviðinu, en líka
er hún mjög víða í sambandi við
heilbrigðismál, elliheimilismál,
löggæslu, brunamál og safna-
mál.
Var rætt um nokkur sérstök
héruð, þarsem sameining sveitar-
félaga væri líkleg?
Varla get ég sagt það. Þó
töluðu menn um að sveitahrepp-
ar í Arnessýslu væru ekki ólík-
legir í þessu sambandi. Sömu-
leiðis í Dalasýslu. Fulltrúi úr
Skagafirði talaði um nauðsyn á
að sameina Sauðárkrók og
Skarðshrepp, sem liggur bæði
innan og utan við kaupstaðinn.
Og fulltrúi úr Snæfjallahreppi í
N-Isafjarðarsýslu taldi að allir 5
hrepparnir við Inn-Djúp ættu að
sameinast í einn.
Svo var þarna fyrrverandi
oddviti Dyrhólahrepps, sem
skýrði frá hvernig þeir stóðu að
sameiningunni við Hvamms-
hrepp. (Vík í Mýrdal.)
Hvað ræddu menn um sýslu-
félögin?
Yfirleitt voru þeir, sem úttöl-
uðu sig um það, á einu máli um
að þetta millistig, sem sýslurnar
eru, væri algjörlega gagnslaust
og óþarft. Það var t.d. álit
Böðvars Bragasonar sýslu-
manns á Hvolsvelli, sem var í
þeim hóp, sem ég stýrði.
Nú hafa heyrst raddir, sem
telja, að Dalvík og Svarfaðardal-
ur ættu að sameinast aftur í eitt
sveitarfélag. Hver er þín persónu-
lega skoðun á slikum
hugmyndum?
Eg hef nú lengi haft samúð
með þeim hugmyndum. Samt
held ég að ekki sé ástæða til að
flýta sér í því efni. Þetta þokast
nú allt í samvinnuátt milli okkar
og þeirra á Dalvík. Vel má vera
að það leiði svo til sameiningar
síðar meir. Eg get vel hugsað
mér það.
Ertu þá ánægður með sam-
starfið við Dalvíkinga eins og það
hefur þróast?
Já, það er ég að langsamlega
mestu leyti. Við höfum nú ágætt
samstarf á nokkrum sviðum. Ég
nefni fyrst heimili aldraðra
Dalbæ, en það samstarf tel ég
vera til fyrirmyndar. Ég vil líka
nefna Heilsugæslustöðina,
skólaheimavistina, Héraðs-
skjalasafnið, brunavarnir og
fleira mætti nefna. Reyndar vil
ég segja það að a.m.k. sumt af
þessu hefur kostað hreppin
mikil aukin útgjöld. Á móti hafa
hinsvegar ekki komið nýjar
tekjur, þar sem þessar stofnanir
eru staðsettar og reknar á
Dalvík og bæjarfélagið þar
nýtur skatttekna af öllu því
fólki, sem þarna vinnur. Sam-
eining sveitarfélaganna mundi
leysa vanda af þessu tagi.
Gæturðu hugsað þér samvinnu
þessara sveitarfélaga á enn fleiri
sviðum?
Já því ekki það? Mér finnst
t.d. afar eðlilegt að bókasöfnin
hér og á Dalvík væru sameinuð
nú þegar þeir eru að flytja í nýtt
og betra húsnæði niðurfrá. Og
verði komið upp byggðasafni,
þá ætti það vera stofnun beggja
sveitarfélaga.
En samkomuhús?
Það hefur mér auðvitað líka
dottið í hug sem einn valkostur
af fleirum, sem ætti að athuga í
fullri alvöru, þegar röðin kemur
að þeirri framkvæmd. Þvískyldi
það ekki geta komið til greina,
að nýtt, sameiginlegt samkomu-
hús rísi einhverstaðar sunnan
við Dalvíkina. Ég vil a.m.k. ekki
útiloka það fyrirfram.
Þetta látum við vera síðustu
orðin, en þökkum Halldóri fyrir
rabbið og óskum þeim hjónum
góðrar og skemmtilegrar ferðar
til frænda vorra í Noregi.
H.E.Þ.
Óvenjulegt slys
Tryggvi Jónsson segir frá
Allir kannast við það, að tækninni
fylgir aukin slysahætta.
Sjóslys hafa fylgt okkur Islend-
ingum frá alda öðli eins og öllum
þjóðum, sem sækja verða lífsbjörg
sína út á hafið.
Bifreiðaslys eru mönnum þó
líklega efst í huga vegna þess hve
tíð þau eru og fer sífellt fjölgandi
með vaxandi bílaeign.
Flugslys eru líka allt of tíð,
einnig hér á landi, og eru þau oft
skelfileg vegna þess, hve margir
menn farast þá oft í einu,
stundum fleiri hundruð og kemst
enginn af.
Járnbrautin i Brimnesárgili.
Auglýsing um
utankjörfunda-
atkvæðagreiðslu
vegna Alþingis-
kosninga
23. apríl 1983
Utankjörfundaatkvæðagreiðsla hefst 26.
þ.m. Kosið verður á skrifstofu embættisins,
Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, alla virka
daga á venjulegum skrifstofutíma kl. 9.30-
12.00 og kl. 13.00-15.30. Ennfremurkl. 17.00-
19.00.
Frá 5. apríl n.k. verður skrifstofan auk þess
opin kl. 20.00-22.00.
Á skrifstofu embættisins á Dalvík verður
kosið á virkum dögum kl. 16.00-18.OOog um
helgar eftir samkomulagi við fulltrúann á
staðnum.
Hjá hreppstjórum verður kosið eftir sam-
komulagi.
Akureyri, 21. mars 1983.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Dalvíkingar
Kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 23. apríl
n.k. mun liggjaframmi áskrifstofu Dalvíkurbæj-
ar frá 22. mars til 7. apríl n.k.
Kærum og aðfinnslum við kjörskrá skal koma á
framfæri við bæjarstjóra fyrir 9. apríl n.k.
Dalvíkurbær.
í útlöndum er enn ein tegund
umferðaslysa algeng þ.e. járn-
brautarslys. Þau eru talin með
hroðalegri slysum vegna þess hve
margt fólk verður oft fyrir þeim
samtímis og meiðist illilega, þó
það haldi lífi.
En hafa orðið járnbrautarslys
á Islandi? Ég geri ráð fyrir að
flestum finnist hér heldur fávís-
lega spurt, þar eð aldrei hafi verið
neinar járnbrautir hér á landi,
eða hvað?
Mikið var á sínum tíma rætt
um það, bæði á Alþingi og
manna á meðal, að álitlegt væri
að leggja járnbraut um Suður-
landsundirlendið til Reykjavík-
ur og jafnvel mun hafa komið til
athugunar að leggja járnbraut
frá Húsavík til Mývatnssveitar.
Eins og menn vita urðu engar
framkvæmdir á þessum hug-
myndum. Þó er ekki þar með
sagt að hvergi á Islandi hafi
verið lagðar járnbrautir. I apríl
1913 var búið að leggja járn-
braut frá Öskjuhlíðinni í
Reykjavík niður að höfninni og
var hún notuð til að flytja efni til
hafnargerðar í Reykjavíkur-
höfn. Þetta var fullkomin
alvörujárnbraut með eimreið og
öðrum vögnum tilheyrandi, að
vísu ekki til farþegaflutninga.
NORÐURSLÓÐ - 3
Tapað fundið
Blá kvenhúfa úr kanínu-
skinni tapaðist á þorra-
blóti ungmennafélaganna
á Grund febr. sl.
Finnandi skili henniáafgr.
blaðsins.
Rakara-
stofan
auglýsir
Nýtt símanúmer
61140.
Herra- og dömu-
klippingar.
Lárus Gunnlaugsson.
Fyrsta ferðin var farin 17. apríl
1913.
Að sjálfsögðu þótti þetta
mikil nýlunda og 13. maí var
verið að skemmta fólki með því
að flytja það með járnbrautinni.
Stúlka ein ætlaði þá að stökkva
af einum vagninum í því að
lestin stansaði en varð undir
honum og fótbrotnaði og hlaut
fleiri meiðsli. Ekki veit ég um
önnur slys í sambandi við
Reykjavíkurjárnbrautina.
Árið 1939 var byrjað á
undirbúningi við hafnargerð á
Dalvík og í því sambandi voru
teinarnir úr járnbrautinni í
Reykjavík fluttir til Dalvíkur
þar sem leggja átti rúmlega eins
kílometra langa járnbraut frá
höfninni og upp í Brimnesárgil,
en þar varefnisnáman. Eimreið-
in var ekki flutt norður en
keyptur dráttarvagn frá Þýska-
Framhald á bls. 5