Norðurslóð - 21.02.1984, Síða 1
Lokið er sýningum hjá Leikfélagi Dalvíkur á leiknum „Þið munið hann Jörund“ eftir Jónas Árnason.
Leiksýningar tókust mjög vel og urðu alls 14, var húsfyllir á þeim flestum. Síðasta sýningin var s.I.
fimmtudagskvöld 16. febr. Höfundurinn Jónas Árnason mætti á þeirri sýningu. Þar var mjög góð
stemning og er myndin tekin þar sem hann syngur lokasöngin með leikurum og áhorfendum.
Höfundurinn og leikstjórinn.
Fólksfjöldinn 1.12. ’83
Dalvík heldur sínu og vel það
Það hefur komið fram í fréttum
að íslensku þjóðinni íjölgaði um
1,5% á árinu 1983. Fjölgunin
var nálega öll á suðvesturhorn-
inu, en á Norðurlandi var hún
sáralítil. Á Akureyri t.d. varð
engin fjölgun, en hefði átt að
vera yfir 200 manns, ef bærinn
hefði haldið sínum hlut.
En hvernig kom þá Dalvík út
úr árinu? Því er fljótsvarað.
Dalvík hélt sínu og náði auk
þess góðri viðbót annarstaðar
frá. En lítum þá á tölurnar.
íbúar á Dalvík 1. 12. 1983
(óleiðréttar tölur) 1.375.
Á sama tíma 1982 1.341.
Fjölgunin er 34 eða 2.54%.
Það kemur fram á þjóð-
skránni, að dáið hafa á Dalvík 9
manns á árinu 1983, brott hafa
flust 45. Hinsvegar fæddust 27
börn og því hafa flust inn í
sveitarfélagið 61 maður.
Kynferði og aldur
Þannig flokkast íbúarnir eftir
aldri og kynferði:
Alls karlar konur
0- 6 ára 185 98 87
7-14 ára 218 112 106
15 ára 27 12 15
16-18 ára 76 45 31
19-66 ára 738 378 360
67 ára og eldri 131 67 64
Samtals 1.375 712 663
Eins og fyrri daginn eru
karlar talsvert fleiri en konur.
Skýringin? Jafnan fæðast fleiri
drengir en stúlkur og síðan hafa
konur meiri tilhneigingu til að
flytjast í stóru bæina vegna
atvinnumála og eflaust af fleiri
ástæðum.
Snjóflóð á Skeiðsvatni
Snjóflóð hefur runnið úr fjallinu
ofan við vatnið Kotsmegin. Það
hefur steypst í breiðum straumi
niður yfir vatnið og allt yfir að
landinu hinumegin. Á leiðsinni
helur flóðið brotið upp þykkan
ís á vatninu og tekið hann með
sér á skriðinu og hlaðið öllu
saman, snjó og ís, upp í háar
hrannir, sem eru hæstar norður
við landið.
Flóðið þekur mestan hluta
vatnsins og er eins og hafís á að
sjá. Það má mikið vera af það
tekur ekki sól og vor nokkurn
tíma að bræða öll þessi kynstur
af samanbörðum ís og snjó.
Menn skyldu nú nota tæki-
færið, fá sér hæfilega skíða-
göngu og sjá þetta náttúru-
undur. Gaman verður líka að
Sunnudaginn 22. jan. fóru tveir an við Skeið. Er þeir komu upp koma þarna í júnímánuði og sjá
skíðamenn upp í Vatnsdal fram- á Skeiðsvatnið gaf á að líta. verksummerki.
Séð upp í Vatnsdal - vatnið er bak við hólana.
Nýtt fyrirtæki
Nýtt fyrirtæki er í undirbúningi
hér á Dalvík. Mun fyrirtækið
yfirtaka rekstur Sæplasts h/f,
sem hefur framleitt plastkör og
fleira og er núna starfrækt í
Kópavogi.
Eftir því sem nærst verður
komist (en upplýsingar liggja
ekki á lausu hjá undirbúnings-
mönnum) þá verður fyrirtækið
stofnsett næstu daga, en
samningar hafa náðst um kaup-
inn og þar með að framleiðslan
verður fyrst um sinn fyrir
sunnan en í vor flyst hún
hingað.
Áætlað er að unnið verði á
vöktum og þurfi 12-15 manns
við rekstur fyrirtækisins.
Skíðafélag Dalvíkur
Vetrarstarfið
Nú er vetrarstarf Skíðafélags
;Dalvíkur í fullum gangi, aðsókn
að lyftum hefur verið nokkuð
'góð í janúar og margir trimm-
uðu sér til heilsubótar og
ánægju í göngubrautinni í Hól-
unum. Harðfennið undanfarið
virðist hafa dregið úr skíða-
iðkun fólks, en reynt hefur verið
að rífa upp og mýkja hjarnið
með troðaranum bæði í göngu-
brautinni og svigbrekkunum og
ætti fólk ótraut að halda áfram
að stunda skíðin af krafti en láta
hjarnið ekki á sig fá.
Stundum hefur verið hvartað
undan því að lítið pláss sé fyrir
hinn almenna skíðamann í
brekkunum þegar keppnisfólk
er við æfingar eða keppi í
fjallinu og því erekki að neitaað
það hefur komið fyrir að svig-
brautir tækju þar mikið pláss.
En það hefur verið reynt eftir
föngum að leggja æfinga- og
keppnisbrautir í jöðrum troðina
brekkna og rhun verða lögð á
það áhersla framvegis að hafa
í stórsvigi
Drengir 8 ára og yngriGunnþór Gunnþórss.
9-10 ára Ágúst Jónsson
11-12 ára Bjarni Jóhannsson
Stúlkur 8 ára og yngriHelga R. Traustad.
9-10 ára Sonja Þorsteinsdóttir
II-13 ára Kristrún Birgisdóttir
14 ára og eldriIngigerður Júlíusd.
í svigi
Drengir 8 ára og yngriSveinn Brynjólfsson
9-10 ára Arnar M. Arnþórss.
11-12 ára Jón Áki Bjarnason
Stúlkur 8 ára og yngriHelga R. 1 raustad.
9-10 ára Ágústa Bjarnadóttir
11-13 ára Hólmlríður Stefánsd.
14 ára og eldri Ingigerður Júlíusd.
ekki var keppt í elstu flokkum
drengja.
Trimmlandskeppni á skíðum
stendur nú yfir og er það keppni
milli bæja og héraða á íslandi.
Það eina sem þarf að gera til að
geta verið þátttakandi er að fara
5 sinnum á skíði 1. klst. í senn
fylla út skráningarspjald sem
hægt er að fá bæði í skúrnum
við göngubrautina og í fjallinu,
og hvetjum við alla sem farið
hafa 5 sinnum á skíði að skrá
sig, og leggja sitt af mörkum í
keppninni, til þess að árangur
okkar héraðs geti orðið góður.
Guðmundur Óskarsson og Baldur Friðleifsson við nýjan göngubrautar-
troðara sem þeir smíðuðu og reynst hefur hinn ágætasti gripur.
nægar troðnar brekkur fyrir alla
sem koma á skíði.
Stjórn Skíðafélagsins væri
þakklát, ef fólki finnst einhverju
ábótavant að það ræði málin
strax við starfsmenn í fjallinu
eða einhvern úr stjórn félagsins,
því þannig getum við best reynt
að bæta úr og koma til móts við
óskir sem fiestra.
Æfingar keppnisfólks og
kennslu barna sjá þeir um í
vetur Jón Halldórsson og Einar
Arngrímsson ogeralltafnokkur
hópur við æfingar seinni hluta
dags virka daga. Keppnisfólk á
vegum félagsins verður mikið á
feic.nni í vetur eins og undan-
farna vetur. T.d. um síðustu
helgi 18.-19. febr. voru kepp-
endur á þrem stöðum á landinu
á Siglufirði, ísafirði og Akureyri
og varð Daníel Hilmarsson
sigurvegari Hermannsmótsins á
Akureyri, vann þar Hermanns-
bikarinn sem keppt er um árlega
og kendur er við Hermann
Stefánsson íþróttakennara sem
nú er látinn.
Dalvíkurmót í svigi og stór-
svigi var haldið 3.-4. febr.
Sigurvegarar urðu þessir:
Undanfarnar helgar hefur
verið veitt tilsögn í göngu og í
meðferð gönguskíða og áburðar
og verður eitthvert framhald á
þeirri þjónustu og er fólk hvatt
til þess að notfæra sér þetta því
það er álit þeirra sem reynt hafa,
að eftir því sem kunnáttan-
eykst, fæst meiri ánægja af
skíðaiðkuninni.
Nú þegar sól fer að hækka á
lofti vonumst við til að sjá sem
flesta á skíðum og njóta hollrar
útiveru heilnæms fjallalofts og
fá á sig hinn eftirsótta brúna lit
sem auðveldast fæst í sól og
snjó.
Skíðafélag Dalvíkur