Norðurslóð - 28.03.1984, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar
SKÓLAMÁL
Undaníarna mánuöi hefur umræöa um skólamál verið óvenju
fyrirferöarmikil, jafnt á hinu háa Alþingi sem á alþingi
götunnar, og er það vel. Hæst hefur borið umræöa íslans-
sögukennslu og eru hvorki þingmcnn né landsmenn aimennt
sammála um hvernig haga skuli kennslu greinarinnar, né
heldur hvaöa efni skuli kennt. Gróft tekiö má segja að skoð-
anir skiptist milli þeirra sem telja söguþekkingu þjóðarinnar
best borgið, ef nemendur hafa ártöl og svokallaðar stað-
revndir á hraðbergi og svo þeirra sem telja vænlegra aö leita
annara leiða til að glæða skilning nemenda á því lífi sem lifað
hefur verið í landinu gegnum aldirnar.
Hér er tekist á um viðhorf til kennslu og það hvað skóli á að
vera. Það er ljóst að skólinn hefur orðið að laga sigað breytt-
um aðstæðum í.þjóðfélaginu og að þau börn og unglingar sem
nú sitja á skólabekk þurfa annað vegarnesti út í lífið en afar
þeirra og ömmur fengu.
Eitt meginhlutverk skólans hlýtur að vera í því fólgið að
búa nemendur sína undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er
í sífelldri þróun. Með hvaða hætti það verður best gert er
spurning sem áhugasamir kennarar og skólayfirvöld glíma
við og sífellt er verið að leita leiða til þess að sem best megi
takast við það uppeldi sem skólanum er í ríkara mæli l'aiið að
annast.
Hér á Dalvík er nú nýlokið velheppnaðri-starfsviku þar sem
hefðbundnu skólastarfi var ýtt til hliðar og nemendur unnu í
hópum að margvíslegum verkefnum eftir áhuga og getu.
Slíkar starfsvikur hafa verið fastur liður í skólastarfinu
undanfarin ár og eru nú taldar ómissandi og mikilvægur
þáttur í skólalífinu. í slíkum starfsvikum þjálfast nemendur i
því að vinna saman að ákveðnu markmiði, þeir kynnast
ólíkum vinnubrögðum og verkefnum, oft leysast óþekktir
kraltar úr læðingi og bæði nemendur og kennarar sýna á sér
nýja hlið.
Á öðrum stað í blaðinu er gerð grein fyrir þeim margvíslegu
verkefnum sem nemendur skólans unnu að, að þessu sinni en
meðal þess var vinna við málun, innréttingasmíði, gardínu-
saum ofl. til að lífga upp á eldri hluta skólahúsnæðisins.
Árangri þess hluta vinnunnar er best lýst með því að vitna í
skrif stúlku úr 9. bekk hér í blaðinu, en hún segir m.a.:
„Nemendur voru almennt mjög ánægðir með þessar
breytingar áskólanum og unnu allir af miklu kappi. Égtelað
það sem við höfum verið aö gera innan skólans efli góðan
anda meðal nemenda og kennara og er ólíkt skemmtilegra að
koma í skólann núna.“ , .
Að loknu umferðarári
Það fór vonandi ekki framhjá
neinum að árið 1983 var kallað
„UMFERÐARÁR".
Sjónvarp og útvarp var með
fræðslu- og umræðuþætti um
umferð. Á Dalvík stóð um-
ferðarnefnd ekki að neinum
sérstökum umferðardegi eða
umferðarviku, eins og margir
aðrir staðir gerðu. Umferðar-
nefnd kom nokkrum sinnum
saman ásamt fulltrúum frá
lögreglu, slysavarnafélagi og
tryggingafélögum, ræddir voru
ýmsir þættir umferðarmála og
hvað gera mætti til úrbóta og
vekja menn til umhugsunar um
umferðarmál.
Fyrst er að nefna hraðan
akstur inn í bæinn, algengt er að
bílar komi á 70-80 km hraða og
„slái fyrst aP‘, þegar komið er að
gatnamótum Skíðabrautar og
Mímisvegar og utan frá þegar
komið er að Karlsrauðatorgi.
Lögreglan lofaði að auka radar-
mælingu í nágrenni bæjarins.
Hjólreiðar hafa vaxið mikið á
síðustu árum, þó alltaf hafi
mikið verið hjólað á Dalvík
miðað við aðra staði. Mesta
áhyggjuefni eru hjólreiðar barna
kannski 4-5 ára á tvíhjóli um
bæinn á íjölförnum götum.
Einnig vekur það furðu að sjá
fólk sitja með börn í framsætinu
eða láta yfirleitt börn sitja í
framsæti bifreiða þar sem þau
eru gjörsamlega óvarin fyrir
höggi. Alskonar áróður í sjón-
varpi, útvarpi og blöðum gegn
þessu virðist ekki hafa náð til
allra. Gangstéttir eru fáar frá-
gengnar á Dalvík og því eðli-
legt að fólk leitist við að ganga á
malbikinu þar sem þurrt er.
Þurfa því bæði gangandi og
akandi að sýna sérstaka tillíts-
semi og endurskinsmerki ættu
allir að bera í skammdeginu.
Astvinum mínum og vinum, sóknarbörnum,
starfsbrœðrum og samstarfsfólki þakka ég af
alhug auðsýnd vinahót með heimsóknum,
blómum og skeytum og öðrum gjöfum ítilefni
af sjötugsafmœli mínu 22. mars s.l. Hafið öll
heilar þakkir. Góður Guð blessi ykkur öll.
Stefán Snævarr.
Fj árhagsáætlun
Dalvíkurbæjar 1984
Bæjarritari tók saman.
Bæjarstjórn Dalvíkur afgreiddi
nýlega á fundi sínum fjárhags-
áætlun fyrir bæjarsjóð Dalvíkur
og fyrirtæki bæjarins fyrir árið
1984. Hér á eftir verða nefndar
ýmsar tölur úr áætluninni.
Tekjur bæjarsjóðs eru áætl-
aðar í ár kr. 28.555.000,-. (Sjá
skiptingu á mynd I). Heildar
rekstrargjöld bæjarsjóðs 1984
eru áætluð 24.955.000,- og er
gert ráð fyrir að þau skiptist
þannig milli málaflokka. (Sjá
mynd II).
Yfirstjórn bæjarins .............
Almannatryggingar og félagshjálp
Heilbrigðismál ..................
Fræðslumál ......................
Félags- og menningarmál .........
Æskulýðs- og íþróttamál .........
Brunamál og almannavarnir .......
Hreinlætismál ...................
Skipulags- og byggingarmál ......
Götur og holræsi ................
Útgjöld vegna atvinnuvega .......
Fjármagnskostnaður ..............
Rekstur fasteigna og önnur mál ..
Áhaldahús og rekstur véla og tækja
..... 2.803.000 11,23%
..... 4.683.000 18,77%
..... 1.333.500 5,34%
..... 2.718.000 10,89%
..... 785.000 3,15%
..... 1.997.500 8,00%
..... 372.000 1,49%
..... 2.974.000 11,92%
..... 627.500 2,51%
..... 733.500 2,94%
..... 219.000 0,88%
..... 4.932.000 19,76%
..... 665.000 2,66%
..... 112.000 0,46%
Gjaldfærð fjárfesting er áætl-
uð kr. 2.245.000 og eru stærstu
liðirnir þar gatnaframkvæmdir
kr. 711.000 og framlag til verka-
mannabústaða kr. 800.000.
Ríðandi menn þyrftu að vera
mun betur merktir endurskins-
merkjum en þeir hafa verið
undanfarið.
Á Dalvík þar sem snjór þekur
götur kannski 6 mánuði ársins
og götur oft illa ruddar og þá
rutt á gangstéttir, við slíkar
aðstæður duga yfirborðsmerk-
ingar lítið. Vegfarendur verða
þá að sýna sérstaka tillitssemi og
aðgæslu, en algengt er að sjá
bílum lagt þannig að þeir loki
götum, tefur þetta t.d. mjög
allan snjóruðning.
Margir hugsa sjálfsagt afhverju
gerir lögreglan ekkert? afhverju
gera bæjaryfirvöld ekki gang-
stéttar og merkja betur götur?
Sjálfsagt mætti bæta allt þetta.
En þrátt fyrir sífelldan áróður
virðist fólk mjög skilningslaust
t.d. um hjólreiðar barna, það
hlýtur að vera foreldranna að
passa að börnin fari ekki út í
umferðina á tvíhjóli of ung, ekki
treysta á að lögreglan reki
börnin af götunum.
Skýrslur sýna að 75-80%
umferðarslysa er vegna óað-
gæslu, 10-15% vegna vanbúinna
ökutækja, 5-10% vegna rangrar
eða ónógrar gatnahönnunar.
Umferðarumræðan 1983 var
vissulega til að vekja marga til
umhugsunar um þessi mál og
tölur sýna að þetta hefur borið
nokkurn árangur, vonandi held-
ur þessi umræða áfram á þessu
ári; þannig að öll ár verði
„UMFERÐARÁR".
Sv. St.
Eignfærð fjárfesting er áætluð
kr. 5.702.000 og eru stærstu
liðirnir þar þjónustuhús kr.
3.500.000, endurbætur í Hafnar-
braut 4,kr. 570.000, bókasafn í
kjallara Ráðhússins kr. 420.000
og endurbætur í Víkurröst kr.
400.000.
Heildarfjáröflun og heildar-
fjárráðstöfun bæjarsjóðs eru
áætlaðar kr. 40.009.000 (sjá
skiptingu á mynd III og IV).
Áf fyrirtækjum bæjarins er
það að segja að tekjur hafnar-
sjóðs eru áætlaðar 2.049.000,
rekstrargjöld 2.005.000 og fram-
kvæmdir Dalvíkurhafnar eru
áætlaðar 10.000.000.
Tekjur Vatnsveitu eru áætlað-
ar 2.167.000, rekstrargjöld
974,500 og framkvæmdir Vatns-
veitu eru áætlaðar kr. 724.500.
Tekjur Hitaveitu eru áætlaðar
6.402.000, rekstrargjöld 3.657.500
og framkvæmdir Hitaveitu
Dalvíkur 1984 eru áætlaðar kr.
2.444.500.
Mynd I. Áætlaðar
tekjur bæjarsjóðs
%
Útsvör ........................ 53,76
Aðstöðugjöld .................. 13,12
Fasteignaskattar .............. 12,86
Framlag úr jöfnunarsjóði ...... 12,11
Arður af eignum ................ 2,94
Vaxtatekjur .................... 2,80
Aðrir skattar og gjöld ......... 2,24
Ýmsar tekjur ................... 0,17
TIL ÁSKRIFENDA
Með þessu og næsta blaði
sendum við út kröfur upp á
kr. 300.00 sem er árgjald 1984.
Við þökkum fyrirfram skilvís-
lega greiðslu. (jtgefendur
Mynd II. Áætluð
rekstrargjöld bæjarsjóðs
%
Fjármagnskostnaður ........... 19,76
Almannatr. og félagshjálp .... 18,77
Hreinlætismál ................ 11,92
Yfirstjórn bæjarins .......... 11,23
Fræðslumál ................... 10,89
Æskulýðs og íþróttamál ......... 8,00
Heilbrigðismál ................. 5,34
Félags-og menningarmál ........ 3,15
Götur og holræsi ............... 2,94
Rekstur fasteigna og önnur mál 2,66
Skipulags-og byggingamál ... 2,51
Brunamál og almannavarnir .. 1,49
Útgjöld vegna atvinnuvega ... 0,88
Áhaldah. & rekstur véla ogtækja 0,46
Mynd III. Áætluð
heildar fjáröflun
bæjarsjóðs
%
Tekjur bæjarsjóðs ............. 71,37
Afborganir af skuldabréfum .. 1,07
Frá viðskiptareik. Dalbæjar ... 3,75
Lántökur....................... 23,81
Upphk. lána v. gengis ogvísitölu 8,65
Tekin ný lán .................. 15,16
Mynd IV. Áætlun
heildar fjárráðstöfun
bæjarsjóðs
%
Rekstrargjöld ................. 62,37
Gjaldfærð fjárfesting........... 5,24
Eignfærð fjárfesting .......... 14,25
Afborganir af lánum ........... 16,66
Afborganir af langtíma lánum 6,59
Afb. af skammtíma skuldum .. 10,07
Aukin vanskil gjaldenda....... 1,48
2 NORÐURSLOD