Norðurslóð - 28.03.1984, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 28.03.1984, Blaðsíða 5
Jóhann húsvörður fylgist tvíefldur með skreytingu ganila skólans. Vettvangsvika í Dalvíkurskóla. Framh. af forsíðu. þær báðar. Hefur því verið ákveðið að halda aukasýningu á mánudagskvöld 26. mars kl. 20.30. A laugardag var skólinn einnig opinn fyrir almenning og gafst þá kostur á að skoða það sem nemendur höfðu unnið í vettvangsvikunni. Þá seldu nemendur 9. bekkjar kaffi og meðlæti frá kl. 14-21.30 til ágóða fyrir ferðasjóð og gerðu kaffigestir góðan róm að. Nemendurvorualmennt mjög ánægðir með þessar breytingar á skólanum og unnu allir af miklu kappi. Ég tel að það sem við höfum verið að gera innan skólans efli góðan anda meðal nemenda og kennara og er ólíkt skemmtilegra að koma í skólann núna. Einnig er minni hætta á skemmdarstarfssemi á hlutum sem nemendur gerðu sjálfir. Helga B. Eiríksdóttir 9. bekk. Brúðuleikhús í starfsvikunni unnu yngstu nemendur skólans að gerð brúðu- leikhúss. Brúður af ýmsum gerðum voru búnar til, leikrit og söngvar æfðir og mikil starfsgleði ríkjandi. Þetta unga listafólk hefur boðið krökkunum í Krílakoti í brúðuleikhús á miðvikudag og síðan foreldrum sínum á fimmtudagskvöld. „Leikhúsið" sjálft varð að mála og má segja að þar hafi margar hendur unnið létt verk. Þegar mikið er um að vera er aðstoð vel þegin. Hér er áhugasöm „mamma" að hjálpa ungu brúðugerðarfólki. Loðdýraræktin - Fóðurstöð á Dalvík Það er hugur í loðdýrabændum um þessar mundir. Það er vor í lofti þótt enn sé mars og fengi- tími er hafinn. Sölu loðskinnaframleiðslu síðasta árs er nú lokið og verðið hefur sveiflast upp úr lægðinni og er nú orðið rétt þokkalegt. Það eykur bjartsýninga og enn- fremur það, að nú er að koma nýtt skipulag á fóðurframleiðslu fyrir loðdýrin hér í Eyjafirði. Stofnað hefur verið sam- vinnufélag loðdýrabúa á Eyja- fjarðarsvæði, en þau eru 17 talsins í augnablikinu. 4 þeirra eru hér í sveitinni og það lang- stærsta, Böggvisstaðabúið, þar með talið. Blaðið átti tal við einn stjórnarnefndarmanna Fóður- stöðvarinnar, Hjalta Haralds- son í Ytra-Garðshorni, og innti frétta af stöðu mála. Eftir- farandi upplýsingabrot eru árangurinn: í samvinnufélaginu Fóður- stöðin á Dalvík hefur hvert loð- dýrabú á svæðinu eitt atkvæði. Stjórn hefur verið skipuð. í henni eru þessir: Úlfar Arason Klöpp Svalbarðsströnd, for- maður, Þorsteinn Aðalsteins- son, Dalvík, varaformaður, Tryggvi Stefánsson, Hallgils- stöðum Fnjóskadal, Jóhann Ingólfsson, Lómatjörn Höfða- hverfi og Hjalti Haraldsson, Ytra-Garðshorni Svarfaðardal. Stöðin verður til húsa í nyrðri hluta beinaverksmiðju KEA á Dalvík. Skemman verður lag- færð (kostn. ca. I milljón) og leigð i'élaginu. Til greina kemur að taka síðar alla verksmiðjuna Eggert Bollason. á leigu með hugsanlega fjöl- breyttari fóðurframleiðslu í huga, meltu og fleira, en þetta er framtíðarmúsíkk. Vélakostur erað mestu keypt- ur af Böggvisstaðabúinu þ.á.m. hakkavél ein mikil, sem búið átti í pöntun, og er að koma á staðinn. Til viðbótar kaupir stöðin m.a. 250 tonna frysti- klefa til geymslu á fóðri o.fl. Að lokum er svo að nefna fóður- tankbíl, sem út af fyrir sig mun kosta ca. 2 milljónir en allur mun tækjakosturinn kosta um eða yfir 10 milljónir. Kostnaðurinn Stjórnin hefur rætt við þá sem fjármagninu ráða og fengið mjög góðar undirtektir hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og hjá Byggðasjóði. Þá eru og góðar vonir um framlag úr Framleiðnisjóði landbúnaðar- ins af fé því, sem sparast hefur vegna tímabundinnar skerðing- ar á framlögum til nokkurra hefðbundinna framkvæmda í landbúnaði. Að auki hafa lána- stofnanir hér nær okkur lýst miklum velvilja að Iána fé í þennan nýja atvinnuveg. Gerð hefur verið allítarleg rekstraráætlun og kernur hún upp á hátt í 10 milljón króna kostnað á ári. Miðað við 3000 tonn áætlaða ársframleiðslu og sölu verður fóðurverð sam- kvæmt því ca. kr. 3,30/ kg. Þá er flutningskostnaður heim til neytandans eftir, en eftir sem áður er vonast til að verðið eigi ekki að fara yfir kr. 4,00/kg. Starfslið Reiknað er með að tveir starfs- menn verði við fóðurstöðina fyrst um sinn, stöðvarstjóri og aðstoðarmaður. Auglýst var el'tir manni í þá stöðu nýlega og bárust margar umsóknir. Ráð- inn var Eggert Bollason, sem verið hefur aðalfóðurumsjónar- maður Böggvisstaðabúsins undanfarin ár. Þá verður ográðinn maðurtil að aka fóðurbílnum. Hafa nokkrir menn þegar gefið sig fram til þess starfs, en enn hefur stjórn stöðvarinnar ekki ráðið í stöðuna. Það er greinilegt að menn hafa nú vaxandi trú á framtíð loðdýraræktarinnar. Má telja iíklegt að nú þegar fóðurfram- leiðsla og flutningur til búanna er kominn í skipulegt horf, að þá muni fleiri sjá sér leik á borði og stofni loðdýrabú meðfram þeirri leið, sem fóðurbóll kemur til með að aka reglulega. Sr. Stefán Snævarr sjötugur Sr. Stefán Snœvarr sóknarprestur Vallarprestakalls og pró- fastur Eyjafjarðarprófastdæmis varð sjötugur 22. þ.m. Sr. Stefán fæddist á Húsavík 22. mars 1914, sonur Valdemars Snævarrs þá skólastjóra þar og konu hans Stefaníu Erlendsdóttur. Þeim heiðurshjónum kynntust Svarfdælir vel eftir að.þau fluttu hingað í Velli þegar Stefán sonur þeirra var orðinn sóknarprestur hér. Það gerðist árið 1941, er hann tók við kallinu af Sr. Stefáni Kristinssyni, sem setið hafði Velli frá því 1901. Árið 1968 var prestssetrið flutt frá Völlum til Dalvíkur þar sem þau Sr. Stefán og frú Jóna hafa búið síðan á Hólavegi 17. Á Völlum ráku þau hjón búskap eins og hann gerðist í Svarf- aðardal á þeim árum og fórst það vel úr hendi. Minnast þau þeirra daga með dálítilli eftirsjá, enda þótt illa fari oft saman nú á dögum embættisskyldur sóknarprestsins og búrekstur einkum kúabúskapur á svarfdælska vísu. Sr. Stefán kvað vera elsti þjónandi presturinn innan þjóð- kirkjunnar nú um þessar mundir. Hann hefur starfað í víngarði drottins í 43 ár samfleytt og aldrei yfirgefið sóknar- börnin sín hér, sem hann í upphafi starfsferils síns tókst á hendur að þjóna. Slík staðfesta er ekki algeng og segir út af fyrir sig töluverða sögu um manninn Stefán Snævarr. En þar að auki erum við Svarfdælir líka að vona að þessi eirð prestanna okkar, Stefán Kristinsson 1901-1941 og Stefán Snævarr síðan, segi einhverja sögu um okkur sjálfa. Ætli megi ekki segja að þessir séra Stefánar okkar hafi verið réttir menn á réttum stað og það mega allir vel við una. í afmæliskveðju í Morgunblaðinu segist sr. Bjartmar Kristjánsson ekki vita, hvort einhver séra Stefán sé nú á lausum kili til að taka við þessu embætti af nöfnum sínum, þegar það losnar síðar á þessu ári. Ekki væri það lakara að fá enn einn prest með því nafni, en í munni okkar Svarfdæla eru þessi tvö orð, séra og Stefán orðin býsna samgróin eftir nærri aldarlanga notkun. En líklega ræður nafnið samt ekki þegar til kastanna kemur, enda er það að sjálfsögðu aukaatriði. Hitt hljótum við allir að vona að hvað sem hann eða hún heitir þá falli næsti prestur okkur jafn vel í geð og sá, sem við nú höfum, og samlagist jafn vel svarfdælsku mannlífi bæði í bæ og byggð. En hér erengin kveðjustund upp runnin. Enn umsinn fáum viðað hafa þau Stefán ogJónu okkará meðal og þaðergott. Hinsvegar viljum við nú senda Stefáni okkar bestu afmælis- kveðjur og heillaóskir í tilefni afmælisins. Það er áreiðanlegt að það hafa margir hugsað hlýtt til þeirra hjóna þessa dagana og látið það í ljós með einum eða öðrum hætti. Það er auðvitað ósköp kjánalegt að tala fyrir munn blaðs eins og það væri sjálfstæð persóna. Samt leyfum við okkur að gera það í þessu tilviki. Sr. Stefán hefur reynst þessu blaðkrýli sem heitir Norðurslóð sérstaklega góður og tryggur vinur eins og lesendur þess hafa sjálfsagt séð. Það er gott að eiga slíkan hauk í horni. Fyrir það færir blaðið honum nú bestu þakkir og tekur sér það bessaleyfi að flytja honum afmæliskveðjur og árnaðaróskir lesenda sinna. Flestir þeirra eru nefnilega sóknarbörn eða fyrrverandi sóknarbörn sr. Stefáns Snævarss. Marga þeirra hefur hann skírt, fermt eða vígt í hjónaband, jafnvel gert allt þetta þrennt fyrir sama einstaklinginn. Við sendum sr. Stefáni og fjölskyldu hans bestu kveðjurog óskum þeim velfarnaðar í bráð og lengd. H.E.Þ. S.H. Séra Stefán við skýrnarathöfn sl. sunnudag. Sjá Tímamót. Frétt frá AKKA í tilefni af 10 ára afmæli Dalvíkurbæjar 10. apríl n.k. verður efnt til fjölbreyttrarsýningará vegum AKKA - Félags safnara á Dalvík, Árskógsströnd og Svarfaðardal - í Dalvíkurskóla dagana 21-23. apríl, þ.e. um páskahelgina. Sýningarefni verður margskonar s.s. frímerki, söðlar, mynt, minnis- peningar, póstkort, tímarit o.fl. NORÐU RSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.