Norðurslóð - 22.01.1985, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 22.01.1985, Blaðsíða 3
Gestur Vilhjálmsson 90 áira Gestur Vilhjálmsson í Bakka- gerði átti 90 ára afmæli á þriðja dag jóla, 27. desember. Hann fæddist í Jarðbrúargerði og ólst þar upp og í Ölduhrygg til 10 ára aldurs, er foreldrar hans fluttu í Bakka. Við Bakka og síðan Bakkagerði hefur nafn hans verið tengt æ síðan, svo að í hugum okkar, sem hér höfum búið samtímis honum eru þessi nöfn, Gestur og Bakkagerði, nánast sem samstæð orð, sem illa verða sundur slitin. Gestur varð búfræðingur frá Hólaskóla liðlega tvítugur, gekk að eiga grannkonu sína Sigrúnu Júlíusdóttur í Syðra-Garðs - horni árið 1915, bjó um skeið á Vémundarstöðum í Ólafsfirði, en flutti heim og hóf búskap í Bakkagerði 1919. Þar bjuggu þau hjón í meir en hálfa öld litlu en notadrjúgu búi og eins og landkostir framast leyfðu. Árið 1976 andaðist Sigrún og skömmu síðar fluttist Gestur til Dalvíkur, fyrst til Kristínar dóttur sinnar en síðan inn í Dalbæ heimili aldraðra. Börn þeirra hjóna eru 5, Björn á Björgum í Hörgárdal, Ríkharður og Kristín á Dalvík og Hlíf og Jóhanna María í Reykjavík. Gestur var ágætur liðsmaður í hvers kyns félagsmálum hér í hreppnum langt íram eftir aldri. Þar fyrir utan hefur hann lagt sig mikið eftir að safna og skrá- setja ýmiskonar sögulegan fróð- leik tengdan svarfdælskri byggð. Einkum mun hann hafa snúið hug sínum og hönd að slíkum fræðiiðkunum, þegar aldur tók að færast yfir hann og tími og næði gafst meira til. Það er þessi árátta, sem prófessor Jón Helga- son kallar í frægu kvæði „Fýsnin til fróðleiks og skrifta“ og Gesti hefur eins og fleirum fundist ,,úr duftinu huganum lyfta“. Nokkuð af afrakstri þessarar iðju hans hefur komið á prent t.d. bæði í Heima er best og í Byggðum Eyjafjarðar og ber hvortveggja vott um ágæta stíl- hæfileika höfundarins. Þessi sagnfræðilegi áhugi hefur enst Gesti svo vel, að jafnvel nú á þessu herrans ári Huldar vættir . . . verið grafið upp það sumar, og fundust þar bein úr miðaldra konu, og ýmislegt haugfé (skrautnæla, hringprjónn snældusnúður og járnbútar), og var sent Þjóðminjasafni án greinargerðar. Frá þessu er greint í bók Kristjáns Eldjárns: Kuml og haugfé, (Rvík.1956), bls. 113-114. Það mun vera fremur fátítt, að kuml finnst á álfhólum. Athyglisvert er, að þarna ákona í hlut, enda hafa konur haft mun meiri samskipti við álfa en karlar hér á landi, og oft verið í miklu vinfengi við álfafólk. Þótt lítið sé nú hægt að bæta fyrir eyðileggingu Álfhólsins á Hrísum, langar mig að viðra þá hugmynd, að Náttúruverndar- nefnd Dalvíkur eða annar áhugasamur aðili, beiti sér fyrir því, að þær leyfar sem enn eru eftir af hólnum, verði snyrtar, mölinni etv. ýtt upp í dálítinn hól, og á hann settur bauta- steinn, til minningar um forna álfabyggð og „völvuna“ á Hrísum. Framh. Höfundur óskar eftir athuga- semdum kunnugra ef eitthvað orkar tvímælis í fræðum þessum. 1984 hefur hann skráð minn- ingar og frásagnir af löngu liðnum atburðum, sem gott er, að nú hefur verið bjargað frá gleymsku.. Eina stutta grein af þeim meiði birtum við hér sem sýnis- horn um leið og við sendum Gesti í Bakkagerði bestu kveðjur og árnaðaróskir nú þegar hann leggur af stað inn á tíunda tug æviára sinna. Gleðilegt nýtt ár. H.E.Þ. Kirkjurokið Kirkjurokið sem kallar er, var 20. september árið 1900. Foreldrar mínir bjuggu þá í Ölduhrygg og nú ætla ég að segja frá því sem enn tollir í minni mínu frá þeim degi, en ég var þá á sjötta ári. Um morguninn var gott veður, sunnan gola og sæmilega hlýtt. Kýrnar voru látnar út og fóru þær niður á tún. Innan skamms hvessti til muna svo talið var að ekki væri hægt að hafa kýrnar lengur úti. Fóru því systkini mín sem voru tveimur og þremur árum eldri en ég, að sækja þær. Nú þótti mér súrt í broti að fá ekki að fara með þeim, og læddist fram. Einhvern veginn tókst mér að opna útidyrahurðina og komast út. Eg var ekki langt kominn, þegar mér varð ljóst að veðrið var mér algert ofurefli. Lagðist ég því fyrir, og reyndi jafnvel að skríða í áttina heim, en það gekk víst heldur seint. Þá kom mamma og bjargaði mér, og það var víst heldur lágreistur kúasmali sem kom inn í bæinn í það sinn. Og víst var um það, að hvorki kýrnar né við krakkarnir fóru meira út þann daginn. Þennan dag var verið að reka markaðsfé til Akureyrar og við það voru margir menn héðan úr sveitinni. Einn þeirra var Þorgils bóndi á Sökku. Þá voru ennfremur nokkrir farnir til sjóróðra á Dalvík og því fátt fullorðinna karlmanna heima á bæjum, vísast hvar. bæjum, víðast hvar. Til allrar hamingju var faðir minn heima, en hann stundaði þá enn sjó frá Dalvík, haust og vor. Árni á Sökku, sem þá var ungur maður þar heima, fór daginn áður ofan til sjóróðra. Því var liðfátt þar á Sökku. Enn herti veðrið og var nú komið, mátti heita, óstætt fárviðri. Nú fór að rífa torf af heyjum og allt sem lauslegt var, fór af stað. Þótt ekki væri kvenna veður, voru mamma og aðkomukona, sem ætlaði aðeins að dvelja fáa daga, alltaf úti til aðstoðar föður mínum og tókst þeim með sameinuðum kröftum að verja heyin skemmdum. Þau báru grjót og spýtur á heyin og bundu svo með reipum, þar sem því varð við komið. Þegar þau voru að enda við síðasta heyið, kom Siggi á Sökku (Sig. Þorgilsson) skríðandi að mestu suður eftir til að biðja pabba um hjálp. Hann mun hafa verið 10-11 ára. Pabbi lofaði drengnum, að strax og hann gæti skyldi hann koma þeim til hjálpar. Fljótlega fór hann svo úteftir. Þar var heldur liðfátt, tveir drengir um fermingu og roskin vinnukona. Þau voru við það að gefast upp, en tóku til starfa af ótrúlegum dugnaði, þegar þau fengu hjálp. Þegar faðir minn hafði gengið svo frá á Sökku sem hægt var, kom hann heim og þá gafst heldur á að líta, því farið var hálft þakið af baðstof- unni, sem auðvitað var torfþak. Loft var í baðstofunni og var það óskemmt og stóð því ekki stormurinn inn. En þá fór að rigna af sama ofsanum, sann- kallað Nóaflóð. Rann vatnið í gegnum loftið og niður á gólf. Þvottabali var hafður undir loftgatinu og tók hann við mesta vatninu. Þegar hann var orðinn fullur, var hann borinn fram í bæjar- dyr, bærinn opnaður og helt úr balanum út um dyrnar. Þá þurfti ekki að fara út. Þá var ekkert eldstæði, nema hlóðir og ekki talið vogandi að kveikja upp eld. Enginn hafði borðað á meðan mestu ósköpin stóðu yfir, en nú var farið að rífa þorskhausa og man ég enn hvað þeir voru góðir. Allir sátu inni á meðan mesta veðrið gekk yfir. Pabbi sat þá með okkur þrjú eldri krakkana, það er að segja sat með tvö og hafði það þriðja á bakinu. Mamma sat með það yngsta. Svo leið dagurinn, en um kvöldið dró mikið úr veðrinu. Skaðar urðu á heyjum og húsum, einkum á torfþökum. Var því nóg að gera næstu daga, víðast hvar. Þennan dag fuku kirkjurnará Upsum og Urðum. Kurluðust báðar í spón. Vallarkirkja færðist til á grunninum en hékk þó uppi. Tjarnarkirkja stóð af sér bylinn og sagt var að séra Kristján Eldjárn, sem þá var prestur á Tjörn, hefði lengi dags staðið fram í bæjardyrum, horft á kirkjuna og beðið Guð almátt- ugan að hlífa henni, og hún stóð af sér rokið. Um áratuga skeið voru tvö tré sperrt við kirkjuna norðanverða. Fyrir nokkrum árum voru þau tekin burt og búið um kirkjuna á annan hátt. Skip frá Siglufirði, sem hét Kári, fór um morguninn á stað til Akureyrar. Það var komið inn undir Hrísey þegar því hlekktist eitthvað á. Rak það norður með eynni og^ fórst út hjá Eyjar- hölum. Á því fórust nokkrir menn, þar á meðal ein kona. Þá varð annað þörmulegt slys. Á Rauðuvík á Árskógsströnd fauk íbúðarhúsið út á sjó. I því voru tvö ung börn og fórust þau bæði. Danska - Danska! Áhugasamir þátttakendur hafi samband við mig sem fyrst. Steinunn Hafstað Laugasteini sími 61430 Géstur Vilhjálmsson. Forstöðumaður Staða forstöðumanns Dalbæjar, heimilis aldraðra Dalvík, er laus til umsóknar. Umsóknum er greina aldur, menntun og fyrri störf, skal skilað eigi síðaren 31. janúar. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður Gunnar Bergmann í síma 96-61378 eða Helgi Jónsson stjórnarformaður í síma 96-61313. Dalbær, heimili aldraðra 620 Dalvík. Frá bæjarsjóði Dalvíkur: Fyrirframálagningu útsvara og aðstöðugjalda 1985 er nú lokið. Gjalddagar eru fimm, 1. feb., 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Álagningu fasteignagjalda 1985 er einnig lokið og eru gjalddagar á þeim nú einnig fimm og þeir sömu og á útsvörum og aðstöðugjöldum. Eindagi verður nú 35 dögum eftir gjalddaga og því verða í lok fimmta hvers mánaðar reiknaðir dráttarvextir á þau gjöld sem í vanskilum eru. Bæjarsjóður Dalvíkur. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.