Norðurslóð - 27.01.1987, Síða 5

Norðurslóð - 27.01.1987, Síða 5
Haraldur Zophoníasson Fæddur 5. 9. 1906 Dáinn 22. 12. 1986 Kveðja - Motto: Þráu mér ódur yndi lér, - eins og bróðir náinn. Mér í blóðid borin er blessuð Ijóðaþráin. H.Z. Halli Zóp. er allur; sú röddin hljóðnuð sem í hvað dýrustum hendingum hefur kveðið óð Svarfdælum og svarfdælskri byggð. Eg minnist þess að hafa í bernsku heyrt og lært vísur eftir einhvern Harald frá Jaðri og vissi að hann var maður á Dalvík sem var góður að yrkja. Lítið meira vissi ég um hann og ekki þekkti ég hann í sjón. - Ég átti þó eftir að kynnast honum ofurlítið betur síðar. Haraldur Zóphoníasson fædd- ist í Tjarnargarðshorni 5. september 1906. Foreldrar hans voru Zóphonías Jóhannsson og Soffía Jóhanna Jónsdóttir. Með þeim flutti hann til Dalvíkur árið 1927 og við heimilið þar, Jaðar, er Haraldur oft kenndur. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagsins Þorsteins Svarfaðar og þegar hann kom til Dalvíkur nutu Verkalýðs- félagið og Leikfélagið krafta hans. Eftir 20 ára dvöl. á Dalvík stofnuðu þau Þuríður Magnús- dóttir heimili og bjuggu lengst af á Barði. Þau eignuðust ekki börn saman en ólu upp tvær dætur hennar af fyrra hjóna- bandi, Þórönnu og Hildi Hansen. Haraldur stundaði almenna vinnu. Eitthvað var hann til sjós en vann þó lengst af í landi, - á frystihúsinu. Tæp þrjú árerusíðan Harald- ur kenndi þess meins er endaði ævi hans hinn 22. desember síðastliðinn. Tómasdóttir Reykjavík, Jóhanna og Óttar Akureyri, Guðný Rögnvaldsdóttir Reykjavík, Steinunn Daníelsdóttir Dal- vik, Hanna Kr. Hallgrímsdóttir Reykja- vík, Páll Helgason Akureyri, Fjölskyld- an Sunnubraut 3 Dalvík, Hartmann Eymundsson Akureyri, Sigrún Dagbjarts- dóttir Neskaupstað, Svanfríður Jóns- dóttir Dalvík, Freygarður Þorsteinsson Uppsölum, Halla S. Jónasdóttir Reykja- vík, Þóra Rósa Geirsdóttir Dalvík, Hrefna Haraldsdóttir Dalvík, Loftur Baldvinsson Reykjavík, Hildur Lofts- dóttir Dalvík, Kristinn Þorleifsson Dal- vík, Anton Ármannsson Dalvík, Ásta Aðalsteinsdóttir Dalvík, Lilja Kristjáns- dóttir Reykjavík, Erna Kristjánsdóttir Hnjúki, Gunnar Friðriksson Dalvík, Þórunn Eiríksdóttir Kaðalsstöðum Mýras., Steinunn H. Hafstað Hafnar- firði, Arndís Baldvinsdóttir Kristnesi, Kristín Hjaltadóttir Reykjqvík, Hanna og Halli Urðum, Jóhanna Sigurðardóttir Akureyri Kristin Brynjarsdóttir Önguls- stöðum, Kristjana Björgvinsdóttir Dal- vík, Hlíf Gestsdóttir Reykjavík, Helen og Stefán Dalvík. Þetta er hátt í 50 ráðningar, mikill meiri hluti frá konum. Af þessu má Iíklega draga þá ályktun að krossgáturáðning sé að meirihluta tómstundagaman kvenna og er þarna rannsóknar- efni fyrir félagsfræðinga.' Lausnarvísan er svohljóðandi: Brátt af degi birta fer, bréf í umslag hendi. Léttri gátu lokið er, lausnina nú sendi. Gátuhöfundur dró sjálf út vinningshafann og kom upp hlutur Þórunnar Eiríksdóttur á Kaðalsstöðum. Hún fær því bráðum í pósti bókina Viðsjál er vagga lífsins eftir Mary Higgins Clark. Við óskum Þórunni til hamingju og vonum, að hún kunni að meta krassandi spennu- sögu. Á menntaskólaárunum vann ég á sumrum hjá Jonna í Hvoli. Jonni hafði mörgjárn í eldinum; hann var að byggja Dalvíkina og var með allstóran vinnu- flokk, bæði faglærða og ófag- lærða. Oft var í flokki Jonna hópur skólastráka og því ósjaldan býsna glatt á hjalla. Þar kynnt- ist ég Haraldi fyrst. Ekki urðu þó persónuleg kynni okkar mikil en mér þó eftirminnileg. Haraldur vann við að jafna og þekja lóð Dalvíkurkirkju meðan Jonni, Toni Sigurjóns, Sveinn í Efstakoti og Bjössi frá Hóli lögðu síðustu hönd á húsið sjálft og Steini Bergs og Páll málari gáfu kirkjunni hvítan lit á veggi, gulan á glugga og þak- skeggjum þann heiðbláma sem ýmisir gagnrýndu harðlega á þeirri tíð. Þetta var glaður hópur og ekki alltaf talað það guðsbarnamál sem staðnum hæfði. Haraldur tók lítinn þátt í blaðri okkar enda manna hlé- drægastur og dagfarsprúðastur. Þó held ég hann hafi nokkurt gaman haft af óábyrgu gaspri ungviðisins. Eitthvað vorum við strákarnir að reyna að yrkja en við gættum þess vandlega að Haraldur yrði ekki var við það; vissum sem var að seint mynd- um við ná með tær þar sem hann hafði hæla í þeirri íþrótt. Hins vegar kryddaði hann tilveru okkar óspart með kviðlingum. Kæmi eitthvað spaugilegt fyrir sagði Haraldur ekkert - en kímdi. Stuttu síðar leit hann upp, kumraði eins og honum einum var lagið og ætíð þýddi að nú mætti eiga von á stöku: „Mér datt í hug vísa.“ Oft leið mér þá eins og þeim >em vildu kveðið hafa Lilju Eysteins munks, - þótt efnið- væri ólíkt. Haraldur hafðihreint ótrúlega hæfileika til þess að draga fram hið spaugilega í hversdagslegustu atburðum og fella þá í meitlaða stöku. Þrátt fyrir erfiðisvinnu á langri ævi liggur mikið ljóðmál eftir Harald. Mér býður í grun að oftsinnis hafi hann þurft að klípa af hvíldartíma sínum til að sinna þeirri þörf sem kveð- skapurinn var honum. Ein ljóðabók hefur komið út eftir Harald. ,,Fléttur“, sem Fagra- hlíð gaf út árið 1975. íeinkunnar- orðum bókarinnar, ferskeytl- unni við upphaf þessara orða, lýsir höfundur hinni sterku ljóðhvöt sinni. Þótt Haraldur sé fundvís á hið kímilega í amstri daganna er alvaran meira áberandi í kveð- skap hans og af þeim toga er flest hið besta sem hann hefur ort. Til margra orti hann hinstu kveðju, annað hvort persónu- lega eða fyrir hönd syrgjenda. Þar yrkir næmt og geðríkt skáld, oft undir fornum bragar- háttum: Sár er söknuður í sejá heiium, nístir sorg negg í barmi. Mœdd og máttvana má ég þreyja. Titrar Jyrir sjónum táramóða. Haraldur vildi ekki láta kalla sig skáld. Hins vegar hafði hann ekki á móti hagyrðingsnafninu. Jóhannes Óli Sæmundsson setur hann á bekk alþýðuskálda í eftirmála „Fléttna". Þennan forlið held ég hann hafi samþykkt. Landið er Haraldi kært og sá bletturinn kærastur sem svarf- dælskur fjallahringur markar. Heimabyggðinni vann hann langa ævi og lifði ærnar breyt- ingar þar til betra mannlífs. Þessu verður best lýst með hans eigin orðum: Munið þetta, þjóðhátíðargestir, þó að hajið góðra kosta völ: AlltaJ' verða heimahagar bestir hvarsem eigið bið ogstundardvöl. Þar sem standa ykkar œttarrœtur, œskubyggð og lífsins starjasvið. Þar má líka Jinna bölvabœtur bestar, þegar mikið liggur við. Svarfdælir voru að vonum glaðir þegardr. Kristján Eldjárn hlaut glæsilega kosningu til embættis forseta íslands og fögnuðu sveitunga sínum og konu hans heils hugar hinn 19. ágúst 1969. Að sið fornra kappa við konungahirðirflutti Harald- ur þjóðhöfðingja sínum kveðju frá heimabyggð, dróttkveðna, og skrikar lítt fótur á túni Braga þótt erfiður sé hátturinn. Veit ég að heillaóskir þær sem alþýðu- skáldið frá Tjarnargarðshorni orðaði fyrir hönd sveitunga sinna hafa ekki spillt fyrir dr. Kristjáni í háu og krefjandi embætti: Farðu i ranni Jórsetanna Jremstur í röð á Bessastöðum. Halli’ ei sœmd, en heillir allar hópist kringum Svarfdœlinginn. Orðslír þinn um allar storðir uppi Ijómi að þjóðardómi meðan glóir ígrœnku ogsnjóum geislabrim um Stól og Rimar. Haraldur er ekki maður langra og flókinna kvæða. Honum þykir vænt um fer- skeytluna. Knappt form hennar brýnir hann til að fella að lögmáli hennar tjáningu tilfinn- inga sinna og skoðana: Ríms- og stuðla refskák i reynir á hyggjumáttinn. Glaður við ég g/imi á ný gamla bragarháttinn. Meðan vej'ur lögur láð og Ijós i norðri vaka, kynngimögnuð J'egurð fáð Jérhend lijir staka. Hún er mörgum aUt og eitt, á sér lendur kunnar. Var og er og verður breitt vœnghafJ'erskeytlunnar. Fyrr og síðar J'laug ’ún hátt, Jjörgar blóð í œðum. Brestur ekki meginmátt móti bestu kvœðum. Vítt um lendur hnattahrings hreima ei sendir lœgri. Lijir hending hagyrðings heims að endadœgri Haustið 1984 hitti ég Harald á Tungurétt. - Hann var klædd- ur ljósum stakki. - Við tókum tal saman. Ég spurði hann hvort ekki væri fleira von frá honum á prenti, einkum stökum. Hann tók lítt undir það, - sagðist vera orðinn gamall: Falla allir J'yrr eða síðar. Fallið gel ég innan tíðar. Hangir enn á heljarklakknum Haraldur á hvíta stakknum. Aftur hitti ég Harald á Tungurétt á næstliðnu hausti. Aðspurður um stökur á prent sagðist hann hafa verið heilsu- tæpur undanfarið, sem engin furða væri þó, - hann væri nýorðinn áttræður. Hann tók í handlegginn á mér og tók mig ofurlítið afsíðis: „Ég þarf að lofa þér að heyra vísu:“ Bráðum verður ráðin rún; rúnin allra mála. Fer að styttast J'ram á brún J'eigðarstapans hála. Ekki datt mér í hug þá hve sannspár Haraldur var. Nú er rúnin sú ráðin; fleiri verða ferskeytlurnar ekki hérna megin grafar. Ég votta fjölskyldu hans innilegustu samúð. Aldni Ijóðsnillingur! Hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina og gakktu heill á guðs vegum. Þórir Jónsson frá Jarðbrú. Hann Haraldur er dáinn, sagði röddin í símanum. Æ nei ekki strax svaraði ég. Ég var ekki tilbúin til að sætta mig við að hann væri í'arinn frá okkur, okkur öllum sem þótti svo vænt um hann. Við vissum þó að hann myndi ekki fá bata af þeim sjúkdómi sem búinn var að herja á hann undanfarin ár. En Haraldur bar sig eins og hetja, hann kvartaði aldrei og gerði lítið úr veikindum sínum, þó margar ferðirnar væri hann búinn að fara til og frá sjúkra- húsinu á Akureyri. En síðustu dagarnir sem hann dvaldi heima voru þungbærir fyrir hann og ekki síður fyrir okkur sem horfðum uppá hann farinn af kröftum. En við vildum hafa hann heima eins lengi og unnt væri. Það var svo 5. des. sem Haraldur fór sína síðustu ferð á sjúkrahúsið. Þegar hann fór í sjúkraköríúna leit hann til okkar ogsagði: „Nú læt ég þá ekki senda mig heim aftur fyrr en ég er orðinn góður." En því miður, það voru erfiðir dagar sem í hönd fóru og Haraldur kvaddi þennan heim á miðjum degi þann 22. des. Ég ætla ekki að rekja æfiferil Haraldar, hann var sérstakur persónuleiki. Allir sem þekktu liann vissu hversu góður hag- yrðingur hann var og lætur hann eftir sig mikið magn af allskyns skáldskap. Fyrir fáum árum var honum úthlutað listamannalaunum og þá varð þessi vísa til. Hvernig á suma sæmd er eytt sýnist harla skritið. Að þessu sinni voru veitt verðlaun Jýrir lítið. Þegar Haraldur orti þurfti hann hvorki blað né penna til að skrifa vísur sínar með og á, hann notaði bara fingurinn til að skrifa með og þá á sængina sína eða bara lærið á sér. Haraldur var allt í senn, mjög vel gefinn maður, vel lesinn, prúðmenni, snyrtimenni og umfram allt góðmenni. Dýravinur var hann mikill og meðan hann átti kindur held ég að hann hafi talað meira við þær en mannfólkið, svo ekki sé minnst á hana kisu sem var honum svo kær. Fárveikur á sjúkrahúsinu bað hann að sjá til þess að hún amma ætti alltaf nóg af korni til að gefa smá- fuglunum. Ég veit ekki hvort Haraldur hefur átt marga vini. En ég veit fyrir víst að hann átti enga óvini og orðvarari mann en Harald er vart hægt að finna. Fyrir um það bil 40 árum lágu leiðir móðir minnar og Haraldar saman og bjó ég hjá þeim í nokkur ár og alla tíð síðan í næsta nágrenni við þau. Þetta voru góð ár í návist Haraldar. í öll þessi ár man ég ekki til þess að okkur hafi orðið sundur- orða og var hann alltaf svo spenntur fyrir því hvað ég var að gera eða fara. Stundum orti hann fyrir mig vísur eða þulur, sem ég notaði við hin ýmsu tækifæri innan míns félagsskapar. Við leiðarlok þakka ég Haraldi alla hans vináttu, hjálpsemi og elskulegheit við mig og mína. Vertu sæll vinur. Far þú í Jriði J’riður guðs þig b/essi hajðu þökk J'yrir allt og allt. Þóranna. Ástvinakveðja Hver biður ei klökkur á kveðjustund um kraji til að þakka og minnasl. Hver leitar ei hljóður að liðinni tíð þar sem IjúJ'ustu myndirnar Jinnast. Við hlýðum því kalli, sem kveður sér hljóðs vegna kvaða sem líjið varðar. Þegar haustkulið J'ellir sitt J'ölnaða lauj', íj'aðm hinnar þöglu jarðar. Guð J'ylgi þér vinur að heiman og heim þá hverjur þti aldrei úr sýnum. Að Jórna I hljóði með huga og liönd var hamingja í lifsdraumi þínum. Hver samverustund vejur Ijóma og lit um líj'strú hins góða og sanna. Hún vakir hjá okkur viðkvœm og hlý í vorbirtu minninganna. (V.H.H.) NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.