Norðurslóð - 27.01.1987, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.01.1987, Blaðsíða 6
Metsöluhöfimdurinn Björnsson ýmissa kúgaðra {rjóða og þjóð- ernisminnihluta. 1 ávarpi Reyk- víkinganna er talað um „hve gott þér lögðuð til mála vorra“, þ.e. stjórnmálabaráttu íslend- inga, en það mál þekki ég því ólga, auk sjálfstæðisbaráttunn- ^»«‘u»«i,u. ....i ^’skáldverk Björnsons voru oft ar, er líklegasta skyringin a Hér er þess enginn kostur að beinlínis neistar úr hita barátt- lunni miklu gullöld bokmennta fjaua af viti um skáldskap unnar. Hann var mun pólitískari Björnstjernc og Karolína í stofunni á Aulestad. hröð og í tengslum við hana ekki síður hröð sókn nýrra þjóðfélagshugmynda og and- legra strauma. Þróun heillar aldar í Vestur-Evrópu kastaðist yí'ir Noreg á 2-3 áratugum. Þau snöggu umskipli og tilheyrandi stefnufastur og óbilgjarn þegar mest á reið, eignaðist því hatramma óvildarmenn en þó fleiri fylgjendur, enda gekk hann sigurbraut. ni | r | i | • í húsi skáldsins Björnstjerne Björnson í Noregi sá Hjörtur á Tjörn afntæliskveðju til hús- bóndans sjötugs, með Ijóði og ávarpi undirrituðu af 215 Reyk- víkingum (sjá jólablað Norður- slóðar 1986). Þetta ermerkilegt. Svo stór hópur Reykvíkinga hefur varla oft hyllt skáld þótt innlent væri. Þetta var 1902 og Reykvíkingar þá um 6700. Jafn stórt hlutfall Reykvíkinga í dag væri vel yfir 3000 manns. I ávarpinu er fullyrt að rit Björnsons eigi fleiri vini á íslandi en rit nokkurs annars erlends skálds. Við þessar upp- lýsingar ntunu e.t.v. einhverjir hafa spurt: Hver var þessi Björnstjerne? Það er svo að samanborið við þessar vinsældir munu ósköp fá a.m.k. af okkur íslensku eftir- stríðsbörnum þekkja eða hafa lesið nokkuð eftir Björnson. Hvað veldur? Skrifaði hann e.t.v. skammlíla spennureifara? Það gctur varla verið. Hann iékk jú bókmenntaverðlaun Nóbels 1903 (sem t.d. Ibsen aldrei fékk) svonógu hátt hefur hann verið skrifaður af samtím- anum. Nú langar mig að freista þess að gefa á þessu einhverja skýringu. Nafn Björnsons varð íslensk- um almenningi kunnugt fyrir tvennar sakir. Fyrir skáldverkin, sögur, Ijóð og leikrit, sem fóru að sjást á íslensku frá árinu 1879. Og í öðru lagi fyrir pólitísk alskipti hans. Það væri þó íjarri Reykvíkingum í dag að senda heillaskeyti í löngum bunum þótt einhver norskur pólitikus ætti afmæli. Norsk stjórnmálaþróun lík þcirri ísiensku Þetta bendir ákveðið til þess að vel hafi verið lýlgst með norskum málefnum á íslandi. Að nokkru leyti skýrist það af nálægðinni og sameiginlegri forsögu land- anna. Þó held ég að það stafi enn frekar af því hvað íslensk og norsk þjóðlélagsþróun og ekki síst stjórnmálaþróun er furðu líkar - sú íslenska aðeins nokkrum skrefum á eftir. Bæði löndin voru undir erlendri stjórn Noregur undir Svíum síðan 1814 er sænski konungurinn fékk landið sem herfáng af Danakonungi eftir Napóleon- styrjaldirnar. í báðum löndun- um varö því baráttan fyrir pólitísku lýðræði um lcið barátta gegn erlendum konungi og embættismannaríkisvaldi hans. Leið þjóðfrelsisanann í báðum löndum var að berjast lyrir og efla að valdi innlent þjóðkjörið þing. Sjálfstæðisbaráttan fór sem sagt að miklu leyti fram sem barátta fyrir þingræði. í Noregi varð, eftir harða hríð, höfuðáfanganum náð 1884 með þingbundinni innlendri ríkisstjórn í stað þess embættis- mannaríkisvalds sem laut vilja konungs. Á íslandi náðist hið sarna í áföngum 1904 og 1918. Konungssamband Norcgs og Svíþjóðar var svo leyst upp 1906. Þau þjóðlegu lýðræðisöfl í Noregi sem báru uppi þessa þróun samanstóðu af bænda- hreyfingu og róttækri, borgara- legri hreyfingu kapítalista og menntamanna. Framrás kapítal- iskra framleiðsluhátta varð afar og lista sem færðu Noregi alþjóðlega frægð á seinni hluta 19. aldar. í bókmenntunum nægir að nefna stjörnur eins og Ibsen, Björnson, Kielland og Lie. Þessir skáldjöfrar fylgdu allir því kjörorði Georgs Brandes að „taka vandamál til umræðu“ og ,,ljá málstað frelsisins krafta sína“. Enda einkenndist norska „gúllöldin" af óvenju nánu sambandi bókmennta og þjóð- félagsbaráttu. Stríðsmaöurinn Björnson Af þessum rithöfundunrvar þó Björnson í sérllokki sem maður baráttunnar, sem stríðsmaður. Þjóðmálabaráttan var höfuð- kveikjan að skáldskap hans og list hans hafði sterka og ágenga skírskotun til samtímans. Það er óhætt að fullyrða að enginn norskur einstaklingur liafi í sama mæli orðið til að efla þjóðernisvitund og lýðræðis- anda þessa tíma. í öðru lagi var svo stjórnmálamaðurinn Björn- son. Áftur og aftur lagði hann skáldskapinn til hliðar og kast- aði sér út í pólitískt útbreiðslu- starf og áróður: sem stúdenta- leiðtogi, síðar ritstjóri og út- sendari Vinstriflokksins, m.a. á Ijöldafundum. Urn hin annáluðu ræðutilþrif hans segir Matthías Jchumsson sem kynntist honum allvel: „Þekkti og enginn maður Björnson fyrr en hann tók alvarlega til máls eða var í góðu skapi; fékk hann þá nýjan svip, bæði ægilegan og andríkan, bæði þíðan og stórmannlegan, og engan ræðuskörung meiri eða maka hans áttu Norðmenn um daga hans.“ í stjórnarskrárbaráttu 8. og9. áratugsins var hann jafnan í fremstu röð á Vinstri vængnum. Björnstjerne Björnson en laus- lega mætti drepa á inntak hans eða anda, sem féll í svo góðan jarðveg á íslandi. Fyrstu rit hans - það fyrsta kom út 1857 - voru skáldsögur og smásögur sem síðar fengu heitið „bænda- sögur" og var það brautryðjanda- starf í norskri skáldsagnagerð, hliðstætt sögum Jóns Thorodd- sens. Þá þegar tefldi Björnson meðvitað fram styrkleika norskrar bændamenningar m.a. alþýðulegri frásagnalist gegn hinni ríkjandi dönskuskotnu bæjarmenningu í landinu. Urn leið skrifaði hann fornsögu- leikrit - um Sverri konung, Sigurð Slembi o.fl. og sótti þá styrk til þjóðlegrar gullaldar (svo sem var mikill siður rómantískra skálda). Eftir 1870 - m.a. gegnum áhrif frá Brandes - varð raunsæis- legur vandamálaskáldskapur og hugmyndaátök samtímans ríkj- andi í verkum hans, ekki síst leikritum. Mál eins og siðferði og siðleysi í viðskiptum og stjórnmálum, trú og kirkja, samskipti kynja og barnaupp- eldi. Hann sem framan af var trúhneigður gjörðist síðar skæð- ur vantrúarmaður og andstæð- ingur kirkjunnar. Hann hafði þó aldrei neitt af bölsýni margra raunsæisskála heldur hafði óbil- andi trú á mannskepnunni. Með tilkomu frjáls, réttláts og lýðræðislegs þjóðríkis vænti hann þess að mennirnir myndu þroskast siðferðislega í mjúku samræmi við samfélagið. Þessi sannfæring helgaði og mótaði list Björnsons. Efni ljóða hans snýst tíðum um föðurlandið, sögu þess og hvatn- ingu til dáða. Jafnan hélt hann á loft málstað og rétti hins smáa og smáða í þjóðfélaginu og orti samstöðu og samúðaróð til en nokkurt 19. aldar. skáld íslenskt, minnire.t.v. einna helst á Einar Ben. er hann fyrst kvað sér hljóðs og flutti „Sjá hin ungborna tíð“ og önnur vakn- ingarljóð. Skáldskapurinn ein- kennist af bjartsýni hins nýja Noregs (íslands hjá Einari) sem er að brjóta af sér hlekki og eymdarhjúp. Siðapredikun og pólitísk uppfræðsla skein sterk- lega í gegn, stundum meira en góðu hófi gegndi, listrænt séð. Fyrir vikið er Björnson bundn- ari sínum tíma og sögulegum aðstæðum en mörg önnur stór- skáld. Siðaboðskapur hans, þjóðernisrómantík og hvatn- ingaróður er t.d. nútímaíslend- ingum ekki tamur. En á sínum tíma hæfðu orð hans þjóðina beint í hjartað. í andlegri þroskasögu íslendinga er því Björnson eitt af stóru nöfn- unum. Matthías Jochumsson er sá íslendingur sem mest hefur þýtt af Ijóðum Björnsons. Endum þá þetta með lokaerindi kvæðisins „Lýðhvöt" í þýðingu Matthíasar. Skáldið boðar stormasama tíma: Og rokviðrið nálgast fyrr en nokkur veit af en nákalt og rjúkandi kveður við haf: Sú þjóð sem veit sitt hlutverk er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim. Þórarinn Hjartarson. Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna nœr og fjcer, setn glöddu mig með gjöfum, heimsóknum og símtölum á 90 ára aj'mceli mínu 27. desember síðast/iðinn. Guð b/essi ykkur öll - lifið heil. Jóninna Guðlaugsdóttir Þökkum samúð og vinarhug, við andlát og útför Haraldar Zophoníassonar Karlsbraut 27, Dalvik Þuríður Magnúsdóttir Hildur Hansen Þórir Stefánsson Þóranna Hansen Aðalsteinn Grimsson Hildur Aðalsteinsdóttir Ólafur Baldursson Þórhildur Þórisdóttir Ingvar Jóhannsson Aðalsteinn Ólafsson Katrín Sif Ingvarsdóttir Hjartans þakkir til þeirra mörgu sem auðsýndu samúð sína og vináttu við andlát og útföreigin- manns míns Gunnars Kr. Jónssonar Skíðabraut 6 Dalvík F.h. aðstandenda Friðrika Ármannsdóttir 6 NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.