Norðurslóð - 24.02.1987, Síða 1
Svarfdælsk byggð & bær
ll.árgangur Þriðjudagur 24. febrúar 1987 2. tölublað
ÞORRABLÓT
Gott blót á Grundinni
Ungmennafélagar skemmta með gamanvísum.
SEXTÁN
NÝ.JAR IBÚÐIR?
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að á undanförnum árum
hafa mjög fáar íbúðir verið
byggðar hér á Dalvík, eins og
víða út á landsbyggðinni. Það
hefur heyrt til algjöra undan-
tekninga að borist hafi umsóknir
um lóðir. Nú bregður svo við að
margar umsóknir liggja fyrirum
lóðir. Sótt hefur verið um að
minnstakosti fjórar einbýlis-
húsalóðir. Tréverk h/f hefur
sótt um tvær raðhúsalóðir og
gera þeir ráð fyrir að byggja
fjögurra íbúðaraðhús á hvorri
þeirra.
Þá hefur Dalvíkurbær sótt
um lán frá Húsnæðisstofnun til
að byggja leiguíbúðir. Umsókn-
in var um átta íbúðir, og eru
taldar góðar líkur á að lán fáist
fyrir a.m.k. fjórum nú í ár. Á
síðasta ári var Dröfn rifin. Þar
voru á sínum tíma fjórar leigu-
íbúðir, svo það sem byrjað yrði
á nú væri til að fylla það skarð
sem Dröfn skildi eftir.
Líkur eru til að fleira verði
byggt í sumar en íbúðir. Olís
hefur óskað eftir að fá lóð undir
starfsemi sína, það er bensín-
afgreiðslu og einhverja verslun.
Þeir Olísmenn hafa óskað eftir
lóð austan við þjóðveginn inn í
bæinn neðan við Vegamót. Héi
á árum áður hafði Olís fengið
úthlutað lóð við Gunnarsbraul
en vegna þess að þeir höfðu ekki
hafið framkvæmdir höfðu þeir
misst lóðina.
Þá lóð hefur Elektro fengið
úthlutaða og hyggst reisa verk-
stæðisbyggingu þar í sumar.
Stofnuð hefur verið radio-
viðgerðadeild hjá Elektro og
veitir Kristinn Hauksson henni
forstöðu. Sú deild er í leigu-
húsnæði i gamla Allahúsinu hjá
KEA. Önnur starfsemi fyrir-
tækisins er í húsnæði þeirra við
Skíðabraut. Með nýju bygging-
unni færist starfsemin á einn
stað.
Fjárhagsáætlun Dalvíkurbæjar
hefur ekki enn verið lögð fram
svo ekki er vitað með vissu um
framkvæmdir á vegum bæjarins
í sumar. Þó er ákveðið að unnið
verður við Krílakot, og áfang-
inn sem byrjað var á í fyrra
kláraður.
Af þessari upptalningu má
ljóst vera að miklar byggingar-
framkvæmdir verða á Dalvík í
sumar.
FJALLIÐ
Útivistarsvæði skipulagt
Það var gaman á Grundinni að
kvöldi Þorraþræls 21. febrúar
þegar sveitamenn blótuðu Þorr-
ann. 160 manns höfðu pantað
miða fyrirfram og urðu aðrir frá
að hverfa því eigi var rúm fyrir
þau í Þinghúsinu. Höfðumargir
af því áhyggjur fyrirfram að
Grundin gamla bæri ekki allan
þennan Ijölda orðin þetta mikið
ræksni. En Grundin stóð af sér
þorrablótið og voru menn þó
ekkert að tipla á tánum þegar
dansinn stóð sem hæst. í sveit-
inni er enn sá ágæti háttur
hafður á að hver fjölskylda
kemur með sinn þorrabakka og
gjarnan ekki annan borðbúnað
en vasahnífinn og hafa margirá
orði að annað sé óekta ef ekki
hrein úrkynjun. Einhver hafði á
Arngrímur og Kristjana.
orði þegar húsmæðurnar stóðu í
röð við miðasöluna hver með
sitt trogið vandlega reifað borð-
dúk eða öðru klæði, hvort
konur þessar ætluðu virkilega
að taka með sér smábörn á aðra
eins brennivínssamkomu.
Undir borðhaldinu voru flutt
skemmtiatriði og virtust flestir á
einu máli um að þau væru með
albesta móti enda öll heima-
tilbúin af Svarfdælsku hæfi-
leikafólki. Er augljóst að það
fellur alltaf í besta jarðveginn
sem aflað er innan sveitar.
Jóhann Daníelsson stjórnaði
almennum söng við góðar
undirtektir. Meðal annars sungu
menn sönginn sem orðinn er
sígildur á þorrablótum Svarf-
dælinga:
Þorrablótin þar á Grund
það er heilög stund.
Þangað sækja sveinn og sprund
og sjá ekki málaðan hund.
Að borðhaldinu loknu var
salurinn ruddur og tekið til við
dansinn. Dans hefuraldrei verið
feimnismál í Svarfaðardal og
skulfu veggir og hrikti í undir-
stöðum Þinghúss hreppsins
þegar hljómsveitin spilaði
ijöruga polka.
Klukkan að nálgast fjögur
var ballinu slúttað og hver hélt
glaður til síns heima. Þorra-
blótsnefndin á heiður skilinn
fyrir sérlega skemmtilegt blót.
Hj.Hj.
Blótað
hjá
KEA
Dalvík
Þorrablót var einnig hjá Starfs-
fólki KEA á Dalvík s.l. laugar-
dagskvöld og var þar fjölmennt
að venju.
Heiðursgestir á samkomunni
voru hjónin Arngrímur Stefáns-
son og Kristjana Sigurpáls-
dóttir, en Arngrímur hefur
starfað í 40 ár hjá KEA og hlaut
hann við þetta tækifæri viður-
kenningu stofnunarinnar, heiðurs-
pening m.m.
Einnig hlaut viðurkenningu
fyrir jafn langt starf Hörður
Sigfússon, en hann var fjarver-
andi. Báðir þessir menn hafa
starfað á Bílaverkstæði KEA á
Dalvík þessi 40 ár.
Þeir sem hafa vaxið úr grasi á
Dalvík minnast víst flestir ánægju-
stunda sem þeir áttu sem börn
og unglingar uppi í Hólum. Þá
var „alltaf' gott veður og
unaðslegt að sulla og synda í
tjörnunum, finna leðjuna í Stór-
hólstjörninni spýtast upp á milli
tánna og úða í sig berjum.
Margir hafa haldið tryggð við
Hólana og leita þar andlegrar og
líkamlegrar endurnæringar við
skíðaiðkan að vetri og berja-
ferðir eða lautartúra að sumri.
Flestir eru á því að fjallið okkar
sé hrein Paradís á öllum árs-
tímum, og veit nokkur fegurri
sjón en Böggvisstaðafjall að
hausti, logandi rautt með hvíta
hettu?
í frumdrögum/tillögum Árna
er lagt til að Böggvisstaðafjall
og Böggvisstaðahólar verði frið-
lýstir sem fólkvangur, en fólk-
vangur eru útivistarsvæði, og þá
fyrst og fremst fyrir íbúa við-
komandi sveitarfélaga, en
reyndar opnir öllum, sem fylgja
reglum um umferð og afnot sem
settar hafa verið um þá.
Þá er m.a. lagt til að skipu-
lagður verði útivistarskógur í
Hólunum og að þungamiðja
skógræktarsvæðisins verði við
Stórhólstjörn og Stórhólinn. Og
til að vatn haldist í Stórhóls-
tjörn allt árið, er varpað fram
þeirri hugmynd að lækur úr
Brimnesá verði endurnýjaður,
(Gamli lækurinn í sundpoll
Frá gróðursetningu kvenfélagsins í Hólunum 1985.
Þó er það svo að ýmsum hefur
þótt sem við Dalvíkingar gætt-
um þessarar gersemi okkarekki
sem skyldi, mannvirkjagerð verið
handahófskennd og spjöll unnin,
bæði af mönnum og búfénaði.
Það var því afráðið að láta
skipuleggja þetta útivistarsvæði
okkar og Árni Steinar Jóhanns-
son (Árni Valrósar) fenginn til
þess. Nú hafa frumdrög að
tillögum borist Skipulagsnefnd
og hefur Bæjarstjórn þegar
samþykkt eina þá hugmynd sem
fram er komin, en það er að
aðkoma að svæðinu verði frá
Böggvisbraut, upp úr Mímis-
vegi, eftir landslaginu upp að
Stórhól og tengist það vegi að
skíðamannvirkjunum.
Dalvíkur) því enn móti fyrir
farvegi lækjarins víða og því
tiltölulega auðvelt að koma
vatni frá ánni í tjörnina.
Jafnframt eru hugsanleg mörk
fólkvangsins tiltekin og lögð á
það rík áhersla að skipulega
verði unnið að mannvirkjagerð,
samræmis gætt innbyrðis og við
náttúruna sjálfa.
Það er rétt að undirstrika það
að hér er aðeins um frumdrög að
tillögum að ræða og Skipulags-
nefnd hefur þau nú til skoðunar
og umsagnar. Endanlegar til-
lögur koma síðan frá Árna
þegar hann hefur unnið úr þeim
athugasemdum og óskum sem
nefndin kann að setja fram á
grundvelli þessara frumdraga