Norðurslóð - 24.02.1987, Side 3

Norðurslóð - 24.02.1987, Side 3
Fiskiland - Dalvík Nýtt fyrirtæki Gígja Kristbjörnsdóttir og Viðar Valdimarsson. Þessa dagana er að koma á markaöinn í Svarfdælabúð og öllum öðrum matvælabúðum KKA frosinn fiskur í nýjum umbúðum. I>að er lofttæmdur plastpoki i bláum, grænum og gulum lit og sýnir öldu, sem ris og brotnar í hvítfyssandi löðri. Ofan við stendur orðið FISKI- FAND. Þessi fiskur er ættaður frá Dalvík frá nýju fyrirtæki KEA, sem rekið veröur sem sjálfstæð rekstrareining en þó í nánum tengslum við Frystihúsið. Fréttamaður brá sér inn í 0/ gamla húsnæði Kjörbúðarinnar við Skíðabraut. sem nú er allögð. Þar er hið nýja lyrirtæki Fiskiland til húsa. Þar voru að störlum lorstjórinn. Viðar Valdemarsson matreiðslumeist- ari og aðstoðarmaður hans, Gígja Kristbjörnsdóttir. (Vegna ættlræðinnar skal þess getið hér. að Viðar er bróðir Óla Valdemarssonar sláturhússtjóra og yfirmanns kjötsviðs KEA á Akureyri og er því hálfur Dalvíkingur. sonur Önnu Kristinsdóttur Hallgrímssonar í Miðkoti.) Viðar leiddi blaðamann í allan sannleika viðvíkjandi rekstrinum. sem var að fara í gang þessa dagana. Hann kom hingað til Dalvíkur í september síðastliðinn og hefur síðan unnið að undirbúningi fram- leiðslunnar. sem hefur dregist töluvert vegna seinagangs við alhendingu tækja og umbúða. Fiskur í neytendaumbúðum En í stuttu máli er það einkum tvennt. sem stefnt er að a.m.k. til að byrja með. Annað er að pakka frosnum fiski í neytenda- umbúðir eins og drepið er á hér í upphafsorðunt þessa máls. Fiskurinn kemur allur úr laus- frystingunni í Frystihúsinu hér á staðnum bæði venjuleg l'lök og formflök af ýmsum fisktegund- um. þorsk. ýsu. karfa, kola o.s.frv. Flökunum er stungið í plastumbúðirnar sem síðan fara í gegnum lofttæmingarvél. sem síðan lokar pokanum kyrfilega. Þetta er gert til að auka geymsluþol fisksins. Að lokinni meðferð fara pakkarnir á tölvu- vog. sem vigtar þá og verð- merkir og síðan eru þeir tilbúnir til að fara í verslanirnar og út til neytandans. Þessi starfsemi hófst 12. febrúar og nú er verið að koma upp dálitlum lager í frysti- geymslunni á staðnum. Þó að það sé ætlunin að þessi vara seljist fyrst og fremst í búðum Kauplélagsins er þó hugmyndin að hún fari miklu \ íðar og seljist hverjum sem hafa \ ill út um allt land. Tilbúnir fiskréttir Hinn þátturinn. sem fyrirhugaður er, er framleiðsla ýmiskonar tilbúinna fiskrétta. sem neyt- andinn þarf aðeins að hita upp eða lítið þar fram yfir. Þarna telur Viðar matreiðslumeistari að séu fólgnir mjög miklir möguleikar fyrir fyrirtækið. Telur þó að þarna sé hollast að flýta sér mjög hægt og fikra sig áfram með fáar tegundir rétt til að byrja með og sjá hvernig markaðurinn bregst \ ið. Þessi framleiðslugrein er alls ekki komin í gang. tækin sem til þarf. ókomin til landsins sum hver. en eitthvað ætti samt að fara að gerast í þessari fram- leiðslu líka þegar líður á árið. Fiskiland er fyrirtæki. sem lætur ekki mikið yfir sér þarna í lága húsinu við Skíðabrautina og starfsfólkið er aðeins 2 manneskjur. En stundum er mjór mikils \ ísir og hver veit nema þetta fyrirtæki eigi eitirað sanna þann málshátt. Leikfélag Dalvíkur Aftur af stað JSmk | f 1" 4v i * MÉanT ■Tftíli ’ Sviösmynd úr Táp og fjör. Bræöurnir og töffarinn. Við Dalvíkingar höfum oft státað okkur af því að eiga gott og metnaðarfullt leikfélag. Á hverju hausti er það í umræðu manna á meðal, hvað verði nú sett upp í vetur. og er auðheyrt að l’ólki finnst leikíélagið hafa alla burði til að setja upp bæði viðamikil og metnaðarfull verk. Starfsemin hefur enda ekki gefið tilefni til annars, þvi undanfarin ár hefur hver stór- viðburðurinn rekið annan, okkur hér í byggðarlaginu til óblandinnar ánægju. Höfum við alla jafna gengið út af sýn- ingum leikfelagsins ekki bara ánægð, heldur einnig stolt af því að í okkar heimabyggð skuli vera til fólk sem bæði hefur hæfileika og gefur tíma sinn til að auðga mannlífið með þessum hætti. Eins og áður hefur komið fram setti félagið í vetur upp sýninguna Til sjávar og sveita. samantekt úr verkum Jónasar Árnasonar. Sú sýning gekk vel og gaf aðsókn og áhugi ekki tilefni til annars en að hugað yrði að stærra verkefni í vetur. Varð niðurstaðan sú að sett yrði upp Túskildingsóperan og var Guðjón Pedersen fenginn til að leikstýra. Ágætur hópur áhuga og hæfileikafólks var tilbúinn að standa að sýningunni, en - þótt leitað væri. svo að segja. með logandi ljósi. varð niður- staðan sú að ekki tókst að manna tvö karlhlutverk. Það hefur því orðið úr að Túskildings- óperan verður geymd en ekki gleymd. því þó ekki hafi tekist að manna verkið nú er fullur áhugi á því að taka það upp síðar. Það er því einskonar hlé í starfseminni núna á meðan verið er að leita að verki sem hentar þeim hópi, sem eins og áður sagði, er tilbúinn að standa að uppsetningu á sýningu nú á útmánuðum. Guðjón Pedersen er tilbúinn að leikstýra og þar til rétta verkið er fundið og æfingar á því hefjast, sem gæti orðið í næstu viku, er hugmyndin að hafa námskeið fyrir hópinn. Leikfélag Dalvíkur lætur ekki deigan síga frekar en Guðmund- ur sá er núspókarsigá fjölunum í Freyvangi. Svarfdælinga- samtökin 30 ára Á þessu ári verða 30 ár liðin frá stofnun Svarfdælinga- samtakanna í Reykjavík. Aðalhvatamenn að stofnun samtakanna sem jafnframt skipuðu fyrstu stjórn þeirra voru þeir Snorri Sigfússon, Kristján Eldjárn og Gísli Kristjánsson. Samtökin hafa á þessum tíma beitt sér fyrir ýmsum verkefnum til heilla fyrir byggðarlagið og ber þar hæst ritið Svarfdælingar sem Stefán Aðalsteinsson tók saman en entist þó ekki aldur til að sjá í bókarformi. Ritið er í tveimur bindum og kom út árið 1976 og 1978. Telja má víst að bækur þessar séu til á svo til öllum heimilum í Svarfaðardal og víðar og eru þær mikið notaðar. Flafa margir Svarfdælingar fundið „rætur“ sínar með aðstoð þeirra og orðið margs vísari um uppruna sinn og Svarf- dælska sögu almennt. Svarfdælingasamtökin hafa einnig staðið fyrir samkomum fyrir brottflutta Svarfdælinga á Reykjavíkursvæðinu í áraraðir við góðan orðstír. Stjórn samtakanna skipa nú þau: Kristján Jónsson, formaður, Sigurlína Árnadóttir, Hrönn Haraldsdóttir, Sólveig Sveinsdóttir og Sólveig Jónsdóttir. Lesendum Norðurslóðar til fróðleiks og gamans birtum við hér greinargerð um félagsskapinn sem Kristján Eldjárn tók saman og sendi áhugamönnum árið 1965. Frh. á bls. 5 NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.