Norðurslóð - 24.02.1987, Qupperneq 8
Svarfdælsk byggð & bær
Tímamót
Skírn
Þann 8. febrúar var skírður
í Dalvíkurkirkju Þórður,
foreldrar Þórunn Þórðar-
dóttir og Willard Helgason
Svarfaðarbraut 30, Dalvík.
Séra Jón Þorsteinsson
prestur í Grundarfirði
skírði.
Blaðið flytur heillaóskir.
Afmæli
Þann 22. febrúar varð 75
ára Sœvaldur Sigurðsson
áður í Runni, nú í Dalbæ,
Dalvík.
Norðurslóð óskar afmælis-
barninu allra heilla.
Fréttahornið
Eins og áður hefur komið
fram í fréttahorninu skipaði
bæjarstjórn Dalvíkur nefnd um
sjávarútvegsfræðslu á Dalvík.
Nefndin skilaði bráðabirgðaáliti
fyrir áramót og lagði til að þegar
næsta haust verði annað stig
skipstjórnarnáms kennt við
Dalvíkurskóla. Erindi um þetta
var síðan sent til Menntamála-
ráðuneytisins og hefur bæjar-
stjórn nú borist bréf ráðuneytis-
ins þar sem gefin er heimild til
kennslunnar. Nefndin hefur
síðan um áramót verið að kanna
möguleika til fleiri námsbrauta
á sviði sjávarútvegsfræðslu og er
komin í gott samband við
Fiskvinnsluskólann í Hafnar-
firði og er hugsanlegt að hægt
verði að bjóða upp á kennslu í
fiskiðn jafnvel á næsta skólaári.
eirri hugmynd hefur stund-
um verið hreyft að koma á
daglegum skólaakstri milli
Akureyrar og Dalvíkur. Þetta er
hugsað þannig að námsfólk sem
stundar framhaldsnám í Verk-
menntaskólanum eða Mennta-
skólanum á Akureyri, fari að
morgni frá Dalvík og sé komið
um átta til Akureyrar og geti
síðan komist síðdegis til Dal-
víkur aftur. Ef tekst að koma á
fót nokkrum greinum á sviði
sjávarútvegsfræðslu hér á Dal-
vík er ekki útilokað að skóla-
akstur komi einnig til greina frá
Akureyri til Dalvíkur. Til við-
bótar má svo benda á að
háskólanám á Akureyri eykur
líkurnar á að hægt verði að
koma svona akstri við.
Nýr bæjarverkstjóri hefur
tekið til starfa. Ingvar
Kristinsson húsasmiðurvarráð-
inn verkstjóri í stað Vilhjálms
Þórarinssonar sem sagði starfinu
lausu á síðasta ári. Ingvar hefur
nú um árabil rekið byggingar-
fyrirtækið Kvist s/f ásamt
Sigurjóni Kristjánssyni. Þeir
félagar eru að hætta rekstri
fyrirtækisins og hafa auglýst
húseignina við Grundargötu til
sölu, einnig vélar og tæki.
Sunnudaginn 22. febrúar hélt
Svarfdælingafélagið í Reykja-
Stjórn Svarfdælingasamtakanna.
vík og nágrenni árlegan aðal-
fund sinn. Stjórn samtakanna
sem talin er upp annarsstaðar í
blaðinu var endurkjörin í heilu
lagi og starfsemi samtakanna
skipulögð næsta árið. Eitthvað
á þessa leið er dagskráin:
15. mars verður haldinn köku-
basar í safnaðarheimili Lang-
holtssafnaðar.
10. maí verður vorkaffi
samtakanna hjá Guðjóni Brjáns-
syni í Múlabæ. Þangað verður
boðið eldri Svarfdælingum á
Reykjavíkursvæðinu, drukkið
kaffi, spjallað og að öllum
líkindum sýnd myndin ,,Við
tökum marsinn" sem eins og
kunnugt er var tekin á gömlu-
dansaballi á Grundinni fyrir
allnokkru.
Sumarferð verður farin í
sumar en ekki hefur enn verið
ákveðið hvert eða hvenær.
14. nóvember verður svo árs-
hátíðin, Svarfdælingamótið.
Sem verður jafnframt 30 ára
afmælishátíð Svarfdælinga-
samtakanna.
Menn gæla og við þá hugmynd
að kórinn verði endurreistur en
það er ekki frágengið enn.
Jóninna Guðlaugsdóttir frá Hamri
90 ára
Fyrir aldamótin voru fjölbyggð-
ar sveitir austan Eyjafjarðar,
heilar kirkjusóknir, sem nú eru
algjörlega eyddar að mannfólki.
Þetta eru Fjörðurnar, þ.e.
Þorgeirsfjörður og Hvalvatns-
fjörður, sem mynduðu Þöngla-
bakkasókn og svo Flateyjar-
dalur og heiðin, sem ásamt með
Flatey á Skjálfanda mynduðu
kirkjusókn og var kirkjan lengst
af á Brettingsstöðum. Síðasti
bærinn fór í eyði í Fjörðum 1944
en á Flateyjardal nokkru síðar.
Enn er okkar á meðal margt
fólk, sem fætt er í þessum
byggðum og sumt átt þar heima
mikinn hluta æfi sinnar. Ein
þeirra er Jóninna Guðlaugs-
dóttir, sem nú býr í Dalbæ á
Dalvík, betur þekkt af öllu eldra
fólki sem Jóninna á Hamri.
Jóninna varð 90 ára þann 27.
desember síðastliðinn eins og
getið var um í jólablaði Norður-
slóðar. Blaðamaður heimsótti
hana í Dalbæ nú á dögunum og
bað hana að rifja upp æfiferil-
inn. Það kom í ljós að hún átti
ekki erfitt með það, minnið er í
besta lagi og hún rakti greiðlega
minningavefinn. Að sjálfsögðu
eru það einungis höfuðdrætt-
irnir, sem hér verða skráðir.
Hitt, sem þó skiptir mestu máli,
fyrir einstaklinginn, draumar
æskunnar og veruleiki lífsins,
vonir og vonbrigði, sigrar og
ósigrar mannsæfinnar, allt þetta
er og verður ósögð saga.
Hún fæddist á Eyri (Knarrar-
eyri) á Flateyjardal þar sem
foreldrar hennar, Guðlaugur
Jónsson og Hólmfríður Tómas-
dóttir, bjuggu þá hjá móður-
foreldrunum Tómasi Guðmunds-
syni og Hólmfríði Jóakims-
dóttur. Á malarkambinum út
við sjóinn standa enn traustlegir
veggir fjárhúsanna, sem Árni
föðurbróðir Jóninnu reisti þarna
nokkru seinna. Sonur Árna var
Sigurbjörn, Bjössi á Hamri,
síðar trésmiður á Akureyri, sem
margir hljóta að muna eftir frá
því hann var hér unglings-
strákur hjá frænku sinni á
Hamri.
Jóninna man eftir því þegar
foreldrar hennar fluttu frá
Knarareyri þegar hún var 4 ára
að Tindriðastöðum í Hvalvatns-
firði. Þau fóru Sandskarð niður
að Kaðalsstöðum og hún man
að hún sat á rauðum hesti sem
teymdur var upp brattar brekk-
. umar. Á Tindriðastöðum bjuggu
foreldrar hennar lengi og eign-
uðust mörg börn.
Yfir á Rauðuvík á Árskógs-
strönd bjó hinsvegar móður-
systir hennar, Sólveig Tómas-
dóttir, seinni kona Þorsteins
Vigfússonar, en hans synir voru
af fyrra hjónabandi Þorsteinn á
Hálsi og Gunnlaugur á Hamri,
sem seinna varð maður Jóninnu,
og fleiri systkini. Þau Sólveig í
Rauðuvík og Þorsteinn voru
barnlaus, svo nú varð það að
ráði að Jóninna var fengin
þessum hjónum í fóstur, þá 7
ára gömul. Þarna dvaldi hún
fram yfir tvítugt. Á hverju ári
fékk hún að fara í heimsókn til
foreldra og systkina á Tindriða-
stöðum. Þá var hún ferjuð yfir á
Kljáströnd og svo lá leiðin
norður yfir Leirdalsheiði. Þetta
var helsta tilbreytingin og til-
hlökkunarefni allt árið. Ekki
voru skólarnir á þessum árum,
en til Akureyrar fór hún á
námskeið og lærði fatasaum,
sem hún stundaði mikið langan
aldur eins og margir sjálfsagt
muna enn.
í Rauðuvík kynntist hún
mannsefninu Gunnlaugi Þorsteins-
syni, sem þangað kom oft í
heimsókn til föður síns og
stjúpu. Séra Stefán Kristinsson
gaf þau saman í hjónaband í
baðstofunni í Rauðuvík 16. maí
1918, eftir frostaveturinn mikla.
Tveimur dögum seinna reið
brúðirin út í Háls í Svarfaðardal
og þar hófu ungu hjónin búskap
á hluta jarðarinnar á móti
Þorsteini og Jófríði.
Þröngt var á Hálsi í tvíbýlinu,
en eftir 7 ár losnaði Hamar,
nágrannabærinn þar sem Jóhann
Páll Jónsson og Ánna Jóhannes-
dóttir höfðu búið síðustu 5 árin.
Þessa jörð keyptu þau Gunnlaugur
og Jóninna af Jóhanni Páli og
fluttu þangað vorið 1925. Ekki
var aðkoman glæsileg, ekkert
hús sæmilegt nema baðstofan,
nýbyggð eftir bruna. Túnið var
lítið og kargaþýft það sem það
var.
Þarna bjuggu þau hjónin í 28
ár og björguðust vel af. Flest
hús voru endurbyggð í gömlum
stíl að vísu, fjósið og íbúðar-
húsið var steinhús, sem enn
stendur og notast sem sumar-
bústaður. Búið var aldrei stórt
en notadrjúgt. Eitthvað vann
Gunnlaugur utan heimilis eftir
getu og Jóninna tók til sín
saumaskap og drýgði þetta
tekjurnar nokkuð.
Fósturmóðir Jóninnu, Sólveig
í Rauðuvík, flutti til hennar
þegar hún var orðin ekkja og
„var í horninu hjá okkur síðustu
25 árin sem hún lifði" eins og
Jóninna orðaði það. Ekki varð
þeim Hamarshjónum barna
auðið, en snemma tóku þau í
fóstur systurdóttur Jóninnu,
stúlkubarn, sem hét Jónína
Gunnlaug Jóhannesdóttir. Tvítug
giftist hún Sigurði Árnasyni frá
Hjalteyri og eignuðust þau
dóttur, Helgu. Jónína veiktist af
berklum og dó 23 ára gömul
árið 1946. Þá tóku þau Hamars-
hjón litlu stúlkuna Helgu í
fóstur og ólu hana upp sem sitt
eigið bam eins og áður móðurina.
Árið 1953 urðu aftur þáttaskil
í lífi fjölskyldunnar. Þá ákváðu
þau að selja jörðina og flytja til
Dalvíkur. Um þessar mundir
voru kaupstaðir og kauptún vítt
um land að kanna möguleika á
að koma sér upp hitaveitum.
Dalvíkingar höfðu augastað á
volgu lindinni á Hamri, þar sem
sérfræðingar álitu að kynni að
mega fá meira og heitara vatn.
Þetta varð til þess að hreppurinn
bauð vel í jörðina eða 140
þúsund krónur. Var talið að
helmingur verðsins væri fyrir
jörðina sjálfa ogjafnmikið fyrir
vonina í heita vatninu. Svarf-
aðardalshreppur átti hinsvegar
forkaupsrétt að jörðinm og
notaði sér hann. Leigði síðan
Dalvíkingum hitaréttindin og
verður sú saga ekki rakin hér.
Nú segir Jóninna, að sér finnist
gaman til þess að hugsa að hún
og allir Dalvíkingar orni sér við
ylinn frá gömlu lindinni á
Hamri.
Sjálf fluttu hjónin meðfóstur-
dótturina í gamla húsið Ás við
Grundargötu, sem þau keyptu
af Jóni Björnssyni smið, sem þá
var að flytja í rýmra húsnæði
með barnahópinn sinn. Þeim
leið vel á Ási. Gunnlaugur vann
daglaunavinnu fyrstu árin á
Dalvík, enda þótt hann væri
kominn á sjötugsaldurinn. Og
Jóninna hélt áfram sauma-
skapnum enn um sinn.
Gunnlaugur andaðist á nýárs-
dag 1978 á 87. aldursári. Jóninna
llutti í Dalbæ, heimili aldraðra,
þegar það tók til starfa sumarið
1979. Þar býr hún enn og unir vel
hag sínum.
Þarna höfum við æfileiðina frá
Flateyjardal til Svarfáðardals og
ótrúlega litlir krókar eru á þeirri
leið. Jóninna hefur ekki gert
víðreist um dagana. Þó minnist
hún með gleði skemmtiferðar sem
þau hjónin fóru ríðandi allt austur
í Öndólfsstaði í Reykjadal til
kunningja þar. Á austurleið var
gist á Veigastöðum gegnt Akur-
eyri. En heimleiðin var farin í
einum áfanga, Fljótsheiði, Ljósa-
vatnsskarð, Vaðlaheiði, inn fyrir
Eyjafjörð og alla leið út í
Svarfaðardal. Löng dagleið það
ríðandi fólki. Og út í Flatey á
Skjálfanda fór hún að heimsækja
eina systur sína. En vestur? Nei
aldrei vestur fyrir öxnadals-
heiði. Þetta er fróðlegt til
umhugsunar þeim mörgu sveit-
ungum Jóninnu, sem fara til
sólarlanda á hverju ári. Þaðeru
tvennir tímarnir, þótt stutt sé á
milli.
En Jóninna harmar ekki
hlutskipti sitt, hún virðist hafa
ánægju af að rifja upp lífsferil-
inn. Hún er sátt við lífið og
tilveruna og þakklát öllu því
góða fólki, sem hún hefur orðið
samferða á æfinnar braut. Hún
kveður gestina brosandi, falleg
gömul kona umvafin munum og
minningum í litlu stofunni sinni
í Dalbæ.
HEÞ