Norðurslóð - 28.01.1988, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 28.01.1988, Blaðsíða 3
Safnahúsið Hvoll - Spegill fortíðarinnar - í júlí 1986 er frétt í Norðurslóð um byggðasafn Dalvíkinga í Hvoli, sem þá var í undirbún- ingi. Síðan hefur mikil saga gerst á þessum menningarvett- vangi. Þann 12. desember síð- astliðinn var upprunnin stóra stundin þegar safnahúsið var tilbúið til opnunar og sýnis almenningi. Blaðamaður Norð- urslóðar var viðstaddur svo og Ijósmyndari, en frásögn af athöfninni komst þó ekki í des- emberblaðið sökum þess hve snemma það var á ferðinni vegna jólaauglýsinga og þess- háttar. Nú verður bætt úr þessu lítillega. Húsið er opið og söfnin til sýn- is almenningi í vetur á sunnudög- um milli 2 og 6 og skiptast stjórn- armenn á um að vera safnverðir og gestum til leiðbeiningar til bráðabirgða. Þessir heiðursmenn eru Kristján Ólafsson formaður, Júlíus Kristjánsson og Gylfi Björnsson. Fréttamaður blaðsins fór í heimsókn í Hvol sunnudaginn 24. janúar. Þar inni voru þó- nokkrir gestir ásamt safnverði dagsins, Júlíusi, sem leysti greið- lega úr öllum spurningum gestsins. Það er skemmst frá því að segja, að þetta safnahús Dalvík- inga er hreint ótrúlega fjölskrúð- ugt og fagmannlega fyrir komið strax í upphafinu. Meginþáttur- inn er að sjálfsögðu munasafnið, sem er í aðalatriðum myndað af \vayv&v V\>x öwwn* C - * f* ^5\Ájcctf\v Xv. V’í'y'v'ÆVvVJ <■ Jsv™. S».vc ;v'.V<A (jjafabrcf X Ítkfttí af a/>f>ua Safftahúmms Jfrols, aíhendum tttf undtrrt/u/, Jirtifyún t)íafstart aý ýatyerfar GuSmunrtsdiHrr, $/arAartrav/ lí, Xfa/rik , fbaMurta hir mef af Ujéf aj ht etjnar, pa munt sem Air eru irtm cu skra/tr eru t maffy/yjanJt aJfanjaskrá. 'Uatrik 12. etesemter /ý$7 Valgerður og Kristján. Stjórn hússins ásamt bæjarstjóra. F.v. Gylfi Björnsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján Ólafsson, Júlíus Kristjáns- son. gjöf þeirra Valgerður Guð- mundsdóttir og Kristjáns Ólafs- sonar. Það munu hafa verið um 1000 munir tengdir gömlu heimil- ishaldi og atvinnuvegum til sjós og lands í Svarfdælabyggð. Úr þessum munum má lesa merki- lega sögu um líf og störf Svarf- dæla síðustu 100 árin eða svo, enda var opnun safnsins nú tengd minningu þess, að á árinu 1987 er öld liðin frá því föst búseta hófst á Dalvík með búferlaflutningi Rósu og Jóns Stefánssonar fram- an úr sveitinni niður á Sandinn. Þessi hluti safnsins er í nokkrum aðgreindum deildum og er á báð- um neðri hæðum hússins. Á jarðhæðinni er fuglasafnið e.t.v. það sem flestir horfa á fyrst, en fuglana hefur Steingrím- ur Þorsteinsson sett upp af alkunnri snilld. Eggjasafn er þar einnig, gjöf Össurar Kristinsson- ar frá Dalvík, nú í Reykjavík. Grasasafni er komið fyrir mjög svo tæknilega í plastspjöldum á vegg. Það er safn 216 íslenskra háplöntutegunda, gjöf Aðal- bjargar Jóhannsdóttur, sem hún hefur sjálf safnað og límt á blöð. Ennfremur er steinasafn mjög fjölskrúðugt. Það er gjöf Árnýjar og Frímanns, sem allir Svarfdælir vita hver eru, áður á Dalvík nú suður á Álftanesi. Þá er enn ótal- ið fiskasafn þar sem Jón M. Guðmundsson (frá Gullbringu/ Karlsá) kemur við sögu og skelja- safn, sem er smátt og smátt að berast, en það er ættað frá Jóhannesi Björnssyni á Ytri- Tungu á Tjörnesi. Þessi tvö síð- astnefndu söfn eru aðeins komin að hluta til. Þessi upptalning er ekki tæmandi en nægir til að sýna að hér er um að ræða stórhuga og „metnaðarfulla“ stofnun. Þá er að lokum að geta um all- sérstætt safn sem er minningar- safn um Jóhann Pétursson Svarf- dæling, sem lést hér fyrir nokkr- um árum. Safnið var afhent af systkinum Jóhanns ásamt með 100 þúsund krónu ávísun til að kosta uppsetningu þess. Áreiðan- lega mun mörgum þykja fróðlegt að líta augum þá gripi og muni, sem þar eru saman komnir. Næg- ir að nefna reiðhjól Jóhanns til að sannfærast um að hann var vissu- lega tröll að líkamsvexti þó að andinn væri mjög „mennskur,, eins og m.a. kom fram í greinum, sem hann sendi þessu blaði með- an hann enn var í Ameríku. Þetta hefur verið stuttaraleg lýsing á efni sem verðskuldar betri meðferð. En sjón er sögu ríkari. Hér skulu menn hvattir til að fara og sjá með eigin augum þessa menningarlegu stofnun, hver og einn einasti íbúi byggðar- lagsins og gestir og gangandi. Ætlunin er að safnahúsið verði opið daglega í allt sumar frá 1. júní til 30. september. Og raunar nægir ekki ein heimsókn. Árleg heimsókn væri nær lagi og holl ungu fólki sér í lagi til að minna það á uppruna sinn og sögu byggðarinnar. Það er ástæða til að óska Dal- víkingum til hamingju með þessa myndarlegu stofnun sem svo margir hafa átt þátt í að að gera að því sem orðið er. Raunar má óska öllum Svarfdælingunt til hamingju. Munirnir, sem nú eru í öruggri geymslu í Hvoli eru ekki hvað síst ættaðir framan úr sveit- inni þó að sveitafólkið eigi ekki aðild að stofnuninni vegna tví- skiptingar sveitarfélagsins. Forráðamenn Hvols vilja að það komi fram, og það skal gert hér í lokin, að það hefur gert gæfumuninn um, að ntálefni safn- anna er komið á þetta stig að stofnuninni hafa borist styrktar- gjafir. Mest munar um 350 þús- und krónu styrk frá Menningar- sjóði Svarfdæla 1987. Þá er að nefna 100 þúsund krónu gjöf frá Samtökum Svarfdælinga syðra (SSS), en sú gjöf er til minningar um fyrstu stjórn samtakanna. Hana skipuðu Gísli Kristjánsson, Kristján Þ. Eldjárn og Snorri Sig- fússon. Nafnagátur Ingvars Gíslasonar Margir sendu lausn við nafnagátunum, en ekki teljum við nú ástæðu til að nafngreina þá alla. Svörin eru yfirleitt rétt þótt ekki séu þau öll nákvæmlega eins og höfundurinn hafði hugsað sér. Unt vinningshafa verður dregið síðar og trúlega fær hann senda bók. Kvenmannsnöfn: 1. Hver er svanna safn ljóða? Snót, Svava, Edda. 2. Hvaða kona er hungruðum heill? Björg. 3. Hvaða konur bera nöfn nætur? Gríma, Njóla. 4. Af hvaða konu kviknar eldur? Tinna. 5. Hver er svanna svefnleysi? Vaka. 6. Hvaða konur eru óséðar nema ófreskum? Hulda, Huld. 7. Hvaða kona er brjóstvörn í blóðgum leik? Brynja. 8. Hver veit lengra en nef hennar nær? Vala, Völva. 9. Hvert er það víf sem vorblæ andar? Harpa. 10. Hvaða konur velkjast um víðan sæ? Alda, Bylgja, Hrönn, Rán, Bára. Karlmannsnöfn 1. Hver er af gumum glaður? Teitur. 2. Hvaða maður er mál vitna? Eiður. 3. Hver háttar að hausti en vaknar að vori? Björn, Birnir. 4. Hvaða maður ber ljóss líki? Logi (Dagur, Bjartur). 5. Hvaða maður er vígamanns vörn? Hjálmur, Skjöldur. 6. Hvaða maður á þroska sinn undir suðrænni sól? Pálmi. 7. Hvaða mann getur í fjöru að finna? Steinn, Steinar. 8. Hver tengir tvenna sjö daga? Helgi. 9. Hver er skógardýr skáldum kært? Hjörtur. 10. Hverjir eiga í Valhöll vísa dvöl? Óðinn, Þór, Baldur, Njörður, Freyr o.fl. Krossgáta Mjög margar ráðningar, milli 40 og 50, bárust á krossgátunni eins og fyrri daginn. Lausnarvísan er svona: Vísan vafðist fyrir mér vissulega nokkuð lengi. Lausn í té ég læt nú þér með löngun um að vinning fengi. Næstfyrsta orðið var reyndar „Lafðist" í staðinn fyrir vafðist, en allir hafa áttað sig á því að þar var urn ranga merkingu að ræða, og kom ekki að sök. Dregið var um vinningshafa og kom upp nafn Ragnheiðar Guðmundsdóttur Hólavegi 9 Dalvík. Hún fær bráðlega senda bókina I annríki fábreyttra daga, eftir Þorstein Matthíasson. Gátuhöfundur, Steinunni P. Hafstað í Laugasteini, þakkar þátttökuna og mörg vinsamleg orð í hennar garð og Norðurslóð- ar. i Mínar innlegustu þakkir sendi ég glöddu mig á 90 ára afmæli mínu skeytum, gjöfum og heimsóknum. Sérstakar þakkir sendi ég dætrum mínum fyrir hjálpina við að gera daginn svo ánægjulegan. Kærar kveðjur, lifið heil Anna Arngrímsdóttir Dalbæ. ölum þeim sem t 20. jan sl. með NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.