Norðurslóð - 28.01.1988, Page 5

Norðurslóð - 28.01.1988, Page 5
Mmning: Gunnar Þór Jóhannsson skipstjóri Fæddur 2. desember 1926 - Dáinn 7. nóvember 1987 Þegar nafn mitt var kallað upp á fjölmennum fundi í Reykjavík, að morgni 7. nóvember 1987 og sagt að áríðandi símtal biði mín, vissi ég að eitthvað hafði komið fyrir. Hvað það var fékk ég að vita þegar Ásta sagði mér í símanum að þú værir dáinn. Slík- um fréttum á maður alltaf erfitt með að trúa. Ég held að ég hafi tæpast gert mér grein fyrir þessu, meðan ég leitaði þær systur uppi til þess að flytja þeim áfram þá frétt að þú værir dáinn. Pabbi þeirra, sem þeim þótti svo vænt um. Síðan lá leið okkar allra norð- ur á Dalvík og það komu margar myndir í hugann, margar góðar minningar um þig. Margar tengj- ast þér og náttúrunni. Þó að þú ættir að baki 45 ára starf sem sjómaður, þá varstu náttúrubarn í þér, næstum bóndi. Svipur þinn og látbragð leyndu aldrei hvað þér leið vel úti í náttúrunni. Ég man alltaf þegar ég var að veiða í Reykjadalsá og þú varst að koma úr einni af þínum feng- sælu veiðiferðum á Baldri og við höfðum mælt okkur mót við ána Þar var ég búinn að vera eina tvo tíma þegar þú komst um morgun- inn. Þrátt fyrir þreytu eftir sjó- ferðina, þá hljópst þú með mér um árbakkann, stór glaðlyndur maður í veiðihug. En í hléinu um miðjan daginn, lögðumst við í hátt júlígrasið á árbakkanum. Þó norðanstrekkingur væri, var logn í grasinu. Við horfðum í himin- inn og grasrótina og töluðum saman og árniðurinn og vindur- inn samstilltu hörpur sínar. Allt í einu uppgötvaði ég að þú varst sofnaður á árbakkanum. Þarna svafstu eins og barn. Ég man að það hvíldi yfir þér ró og þér leið vel. Já okkur leið oft vel saman. Þú gafst mér líka góðar gjafir og þá bestu, er þú sumarið 1979 leiddir elstu dóttur þína upp að altarinu til mín með hátíðlegum svip, þegar þið genguð inn gólfið í Dalvíkurkirkju. Oft síðan var ég stoltur af því að vera tengda- sonur þinn. Bæði af verkum þín- um á sjónum og því sem menn sögðu um þig. Á sumrin þegar ég var á togurunum frá Húsavík og þú að trolla á Ólafi Magnússyni, fylgdumst við hvor með annars skipum. Það gladdi mig alltaf þegar skipstjórar mínir, sem höfðu verið að tala við þig í stöð- inni, báru mér kveðju þína. Já oft var borið lof á þig í mín evru. Þegar ég var með þér á Ólafi Magnússyni, sagði mér maður sem var búinn að vera lengi með þér til sjós, að það væri svo gott að vera með þér, þú værir svo ljúfur í skapi og traustur. Hann talaði sérstaklega um það hvað framkoma þín veitti mikið öryggi. Hann sagði mér jafnframt að þið hefðuð einu sinni verið í aftakaveðri og hættu. Hann hefði verið uppi í brú hjá þér og verið hræddur. En þegar hann hafði fundið hve þú varst öruggur og óttalaus, þrátt fyrir hættuna, þá hefði það fyllt hann öryggi. Já hann sagði þig einstakan skip- stjóra. Þessi lýsing er svo sönn af þér, traustum og staðföstum, glaðlyndum, stórum manni. Manni sem hvikaði ekki frá sinni skoðun, þótt hún væri ekki sam- hljóða skoðunum annarra. Manni sem á sjálfsagðan hátt naut virðingar þeirra sem þekktu hann og umgengust. Þannig varst þú. Tengdafaðir minn, Gunnar Þór Jóhannsson, var fæddur 2. desember 1926 á Kleif í Þor- valdsdal við Eyjafjörð. Hann var sonur hjónanna Ástríðar Mar- grétar Sæmundsdóttur og Jóhanns Sigvaldasonar. Þau bjuggu síðar á Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. Ólst Gunnar þar upp ásamt níu systkinum. Snemma beygðist krókurinn og 15 ára fór Gunnar að stunda sjó- mennsku, fyrst frá Hauganesi og var það upphaf farsæls sjómanns- og skipstjóraferils. Hann lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík árið 1951. Árið 1954 tók hann við skipstjórn á Baldri EA 770, sem gerður var út á síldveiðar og flutninga. Síð- an var hann lengi skipstjóri á Sæfaxa NK 102 frá Neskaupstað. Undir miðjan sjöunda áratuginn var hann um tíma með Helgu Guðmundsdóttur BA frá Patreks- firði. Árið 1965 tók hann við Akraborg EA 50 og fljótlega eftir það við Olafi Magnússyni EA 250 og var með hann sam- fleytt í 15 ár á síld, loðnu og tog- veiðum. Árið 1982 tekur Gunnar aftur við skipi með nafninu Baldur. En nú er það skuttogari, sem hann sótti til Englands og ber nafnið Baldur EA 108. í frítúr af sjónum lentu Gunn- ar og Ásta í alvarlegu bílslysi þann 25. maí 1986. Hann hlaut mænuskaða sem leiddi til lömun- ar. Síðan þá gekk hann í gegnum erfiða sjúkralegu, sem sá einn þekkir, er reynir. En Gunnari tókst með dugnaði, viljastyrk og stöðugum æfingum að ná meiri framförum en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Eftir rúmlega árslanga sjúkra- dvöl og endurhæfingar í Reykja- vík, komstu aftur norður. Ég tók á móti þér á flugvellinum á Akur- eyri. Það var í sumar leið og við keyrðum rólega út Eyjafjörðinn. Þú varst glaður yfir því að vera að koma heim á Bárugötuna. En á Bárugötu 7 á Dalvík höfðu tengdaforeldrar mínir, þau Gunnar og Ásta Sveinbjarnar- dóttir búið heimili sitt. Þar ólust systkinin Valgerður, Jóhann, Hulda Sveinbjörg, Gunnar og Edda upp við gott atlæti. Sonur Minning: Sigurlaug Sölvadóttir fædd 7. mars 1908 - Dáin 10. desember 1987 Þann 10. desember sl. andaðist á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, amma mín, Sigurlaug Sölvadóttir. Hún var fædd 7. mars 1906 í Kjartansstaðakoti í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Sölvi Jóhannsson, landpóstur og Sigur- laug Björnsdóttir, húsfreyja. Af 16 börnum þeirra eru nú fjögur á lífi. Þann 9. apríl 1929 gengu amma mín og afi, Jón Sveinbjörn Vigfússon, vélstjóri, í hjónaband og settu saman bú að Sælandi á Dalvík. Það varð þeirra heimili meðan bæði voru á lífi, en afi andaðist 1. maí 1959. Og þar bjó amma áfram uns hún fluttist að Dalbæ, þegar heimilið var opnað árið 1979. Hún var fyrsti íbúi Dalbæjar. Ömmu og afa varð fimm barna auðið: Sverrir, f. 7. okt. 1929, d. 18. sept 1983. Ekkja hans er Friðgerður Oddmundsdóttir. Vigfús, f. 10. jan. 1931, d. 17. júlí 1981. Ekkja hans er Hrefna Haraldsdóttir. Jónína Hólmfríð- ur, f. 1932. Hún dó á fyrsta ári. Ásta Jónína, f. 27. nóv. 1934, ekkja Gunnars Þórs Jóhannsson- ar. Birna, f. 29. sept. 1942, gift Sigurði Kristmundssyni. Barna- börn þeirra eru 14 og barnabarna- börn 9. Það er margs að minnast og margt að þakka þegar ég kveð ömmu mína elskulegu. Ég minn- ist tíðra og notalegra stundanna í Sælandi. Amma í eldhúsinu að brenna kaffibaunir, ilmurinn fyll- ir öll vit, þar sem ég stend í búr- inu og mala jafnóðum í gömlu kaffikvörninni á veggnum. Amma að berja harðfisk á langa steininum, sem einnig gegndi hlut- verki hests í leikjum mínum. Amma með hlýjar hendur, þegar kuldaboli hafði bitið í fingur og tær, síðan töframeðalið hennar: rjúkandi kakó, kleinur og soðið brauð. Amma „yfir og allt um kring“ eins og segir í einu af mörgu versunum sem hún kenndi mér. Þolinmæði hennar óþrjót- andi þegar einstakar línur úr Faðirvorinu vefjast fyrir mér. Hún útskýrir og kennir. Og við eldhúsborðið hjá henni læri ég að lesa og draga til stafs, áður en hin eiginlega skólaganga hefst. Bendiprikið hennar prjónn og bókin Gagn og gaman. Ófáar sögur og kvæði nemur barnseyr- að af vörum ömmu. Þetta og margt, margt fleira eru nú perlur í minninganna sjóði. Engin orð ná að tjá það þakk- læti sem ég vildi færa henni að leiðarlokum. Hún var amma mín. Friður Guðs fylgi henni. Valgerður Gunnarsdóttir. Huldi, Gunnar Þór Aðalsteins- son, hefur löngum átt þar skjól hjá afa og ömmu. Þar hófstu nú handa við að láta breyta heimil- inu í samræmi við breyttar aðstæður. Oft ræddum við hluti í því sambandi. Meðal annars um sólpall, sem þú varst að hugsa um að láta gera suður úr stofunni. Ég frétti það kvöldið áður en þitt hinsta kall kom, að þú hefðir ver- ið að kaupa hurð, sem átti að vera fyrir dyrunum út á fyrirhug- aðan sólpall. Enginn veit hvenær kallið kemur. Það urðu þannig aðrar dyr, sem opnuðust þér fyrr í sólina. Um leið og ég votta öðrum aðstandendum þínum samúð, ber ég þér þakkir fyrir allt, sam- verustundir og kynni. Barna- börnin þín, Emilía Ásta og Örlygur Hnefill bera afa sínum þakklætiskveðjur. Far þú í friði. Orlygur Hnefill Jónsson. Steingrímur og fuglarnir. Fuglatalníng 1987 Að venju fóru trúnaðarmenn Náttúrufræðistofnunar á stúf- ana að telja fugla síðasta sunnu- dag ársins. hann bar upp á 27. desember árið 1987. Þá fara vald- ir menn um land allt út af örkinni og gá að fuglalífinu í sínu ná- grenni. Menn skyldu halda, að lítið væri um fugl á þessum árstíma, en það er mesta furða hvað reitist til þegar að er gáð. Einkum á það þó við um sjá- varsíðuna þar sem fuglar hafa aðgang að fæðu svo lengi sem sjór er auður og það er hann oftast sem betur fer. Á Dalvík eru tveir talningar- menn Náttúrufræðistofnunar: Steingrímur Þorsteinsson er gam- all í hettunni, hefur talið fuglana síðan á því var byrjað á skipuleg- an hátt. Hann byrjar að venju skýrslu sína með veðurlýsingu. „Sunnanandvari, frost 5°, ár og vörn ísi lögð, snjóföl á jörð. Létt- skýjað og veður mjög gott til athugunar." Athugunarsvæðið var að venju strandlengjan milli mynnis Svarfaðardalsár og Brimnesár. Og hér kemur eftir- tekjan. Stokkönd 28 Hávella 35 Æðarfugl 50 Sendlingur 12 Silfurmávur 30 Svartbakur 40 Hvítmávur 15 Bjartmávur 4 Hrafn 2 Snjótittlingur 200 Ógreindir mávar 18 Haraldur Guðmundsson er nýliði í starfinu. Hans svæði er strandlengjan frá Brimnesá norð- ur að Sauðanesi. Hans útkoma var þessi: Stokkönd 4 Hávella 170 Æðarfugl 96 Toppönd 3 Straumönd 5 Toppskarfur 5 Sendlingur 3 Svartbakur 9 Hvítmávur 2 Hettumávur 4 Langvía 3 Rjúpa 11 Snjótittlingur 3 Fálki " 1 Kristján E. Hjartarson hefur séð um talninguna í sveitinni í nokkur ár. Svæðið markast af hringferð (á skíðum) kring um Tjörn, uppundir fjallsrætur, yl'ir opna skurði, um Hánefsstaða- skóg og Laugahlíðarbrekkur. Hann sá óvenju fáa fugla að þessu sinni: Snjótittlingur 32 Auðnutittlingur 10 Rjúpa 1 Hrafn 14 Alls er hér um að ræða 18 teg- undir fugla en auk þess höfðu sést dagana áður bæði gráþröst- ur, svartþröstur og músarrindill. Haraldur Guðmundsson lét þess getið, að hann hefði ekki viljað fara að sorpbrennslu Dalvíkinga norðan við Sauðanes, en þar eru að jafnaði aragrúi máva og hrafna. Látum svo lokið þessu fuglamáli og þökkum talningar- mönnum upplýsingar. Okkar vinsælu dagatöl eru komin. r±^jLx/'\ Þeir sem ekki hafa fengið heimsend dagatöl geta vitjað þeirra í afgreiðslu Sparisjóðsins. Gjörlð þið svo vel. Sparisjóður Svarfdæla. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.