Norðurslóð - 29.03.1988, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 29.03.1988, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Jón Jónsson kennari Dalvík Fæddur 25. maí 1905 - Dáinn 21. febrúar 1988 Meö Jóni á Böggvisstööum er horfinn af sviöinu einn svipmesti persónuleikinn, sem lifaö hefur og starfað í svarfdælskri byggð á þessari öld. Hann var í hópi þeirra fjölmörgu Dalvíkinga, sem fæddir eru í sveitinni, en síð- an fluttu sig um set og unnu æfi- starfið að mestu í kaupstaðnum. Hann var fæddur í Skriðu, smá- býli í landi Grafar í Vallasókn en ólst að mestu upp á Völlum hjá prestshjónunum sr. Stefáni Krist- inssyni og frú Sólveigu. Hann tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri árið 1930 fyrstur allra Svarfdælinga ásamt með Stein- grími Pálssyni í Ölduhrygg. Þann 29. apríl 1934 kvæntist hann Önnu Stefánsdóttur í Gröf. Á þeirri jörð bjuggu þau í röskan áratug 1936-47, en fluttu sig þá í Böggvisstaði þar sem þau bjuggu á annan áratug 1947-58. Á árun- um á Völlum og í Gröf eignuðust þau hjón 5 syni og 2 dætur og á Böggvisstaðaárunum bættust aðrar tvær dætur í hópinn. Pað er til þess tekið hve þessi myndar- legi barnahópur hefur haldið mikilli tryggð við heimabyggðina og er aðeins eitt þeirra nú búsett utan byggðarlagsins. Þó að Jón væri þannig bóndi í rösk 20 ár verður ekki talið, að aðalæfistarf hans hafi legið á þeim vettvangi. Kennsla var það sem hann var kunnastur fyrir. Hann gerðist kennari við Ungl- ingaskóla Siglufjarðar 1931. Honum var síðan breytt í Gagn- fræðaskóla Siglufjarðar 1934 og Jón varð þá skólastjóri hans til ársins 1944. Síðar, eða árið 1948, eftir að fjölskyldan var flutt í Böggvisstaði, hóf hann aftur kennslu og þá við Barna- og ungl- ingaskólann á Dalvík. Því starfi gegndi hann allt til þess að hann óvænt missti heilsuna 1970 og varð að láta af öllum störfum. Jón á Böggvisstöðum var afbragðs kennari, um það vitna allir nemendur hans og hafa sum- ir skrifað það í ntinningargrein- um nú um hann látinn. Hann hafði sterkan aga í bekkjum sín- um og virðist hafa gert það fyrir- hafnarlítið. Petta kunna nemend- ur yfirleitt vel að meta þó ýmsir berjist í móti, í lengstu lög, enda er agi í bekk algjör forsenda þess að kennslan skili góðum árangri. Hann varð þannig vinsæll kenn- ari þrátt fyrir strangleikann og kannske ekki síður vegna hans, svo að nemendur mátu hann mikils og töldu sig eiga honum mikið og gott að gjalda. Jón var hlédrægur maður að eðlisfari og var ekki gefinn fyrir að láta bera á sér. Hins vegar hafði hann mikla tiltrú manna á öllum þeim stöðum þar sem hann bjó: Á Siglufirði, á Dalvík og í Svarfaðardal og var því kosinn til trúnaðarstarfa bæði í sveit og bæ. Sjálfur kynntist ég Jóni mest í sambandi við veru okkar beggja í stjórn KEA þar sem hann var lengi fulltrúi og varaformaður um skeið. Hann hafði óbilandi trú á samvinnurekstri og vildi að félag- ið tæki myndarlega þátt í heil- brigðu atvinnulífi í héraðinu. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd Kaupfélagsins og vildi að allt, sem það tæki sér fyrir hend- ur væri stofnað og rekið með almannaheill að leiðarljósi. í þessu hlutverki eins og í öllum öðrum var Jón hinn strangheiðar- legi skapfestumaður sem lét stjórnast af ríkri ábyrgðartilfinn- ingu gagnvart samferðamönnum og samfélaginu í heild. Peir sem skrifað hafa um Jón á Böggvisstöðum nú að honum látnum hafa minnst á hin hetju- legu viðbrögð hans við því skelfi- lega áfalli sem það hlýtur að vera, að verða fyrir slíkri fötlun, sem hann mátti þola hálfsjötugur maðurinn við góða heilsu og í fullu starfi. Pá kom skapfesta hans best í Ijós og viljastyrkurinn að Iáta ekki ólánið buga sig, held- ur berjast gegn því og halda áfr- am að lifa lífinu æðrulaust. Án efa naut hann þar fjölskyldu sinnar, konu og barna í ríkum mæli. Önnu konu sína missti Jón árið 1985. Hún var ein þeirra mörgu ágætu kvenna, sem hafa flust úr sveitinni í kaupstaðinn og flutt sveitina með sér í hug og hjarta, ef svo mætti segja. Hún lét sér alla tíð sérlega annt um hag sveit- arinnar og hélt samböndum sín- urn þar. Á meðan hún lifði var hún félagi í gamla kvenfélaginu sínu, Tilraun, og starfaði þar af dugnaði og ósérhlífni. Að henni látinni gaf Jón kvenfélaginu tví- vegis stórgjafir í minningu konu sinnar. Fyrir þessa tryggð og ræktarsemi vilja kvenfélagskonur þakka þessum ágætu hjónum nú að leiðarlokum. Blessuð sé minn- Fra Sparisjóði Svarfdæla Viðskiptavinir athugið, að ársreikningar Sparisjóðsins fyrir árið 1987 liggja frammi í afgreiðslunni. Gjörið svo vel og takið með ykkur eintak. Sparisjóðurinn fyrir þig og þína. Sparisjóður Svarfdæla Framhald af forsíðu Hvað varðar Dalvíkurhöfn þá harma ég undirtektir fjárveitinga- valdsins við óskum okkar Dalvík- inga um úrbætur í höfninni. Pað er deginum ljósara að ef gera á einhverjar úrbætur hér fyrir ört stækkandi flota þá þarf að koma til umtalsverður stuðningur frá ríkissjóði til framkvæmda. Það er orðin knýjandi nauðsyn að hafist verði handa og til fram- kvæmda í ár eru ætlaðar heilar 500 þúsund krónur frá ríkissjóði. Ég hef ekki reiknað þá nákvænt- lega út en efast um að þær krónur nægi til að greiða skuld ríkisins við hafnarsjóð vegna verka síð- asta árs. - Finnst þér eitthvað einkenna þessa fjárhagsáætlun? Tvímælalaust. Annars vegar varðandi reksturinn og hins vegar eru það áætlaðar framkvæmdir. Hvað varðar rekstur þá er það augljóst að hér er haldið uppi mjög mikilli almennri þjónustu fyrir íbúa bæjarins og getur hún vart orðið meiri af bæjarfélagi af svipaðri stærð. T.d. mætti nefna íþrótta- og æskuiýðsmál en fjár- veitingar til þess málaflokks hafa stóraukist nú á síðustu árum. Hér er nánast allt til alls og ég tel að sú þjónusta sem hér er fyrir hendi í dag gæti þjónað töluvert stærra bæjarfélagi. Það sem einkennir aftur á móti framkvæmdaáætlun bæjarins í ár er það að verið er að ljúka verkum. Við ætlum að taka í notkun Áhaldahúsið sem hefur verið nokkur ár í byggingu. Gera á átak í þeim þáttum umhverfismála sem setið hafa á hakanum undanfarin ár, þ.e. /-------------------------------------------------------\ Erum að taka upp Qölbreytt úrval af fatnaði og gjafavörum. Einnig viljum við minna á, að bækur eru tilvald- ar til fermingagjafa. Yersl. Sogn sf. Dalvík. V_______________________________________________________/ Ætlarðu í ferðalag? Þá skaltu kynna þér fjölbreytta ferðamöguleika með FLUGLEIÐUM POLARIS HF. ÚRVAL HF. Umboð í versl. Sogn, Dalvík. Okkar bestu þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur samúð og rétt okkur hlýja hönd við andlát og útför manns- ins míns, föður, tengdaföður og afa JÓHANNS BJÖRGVINS JÓNSSONAR Arnarhóli, Dalvík. Friðrikka E. Óskarsdóttir, Valgerður María Johannsdóttir, Margrét Vally Jóhannsdóttir, Páll Magnússon, Þuríður Jóhannsdóttir, Þórólfur H. Hafstað, Hlynur, Elísabet og Bjarki, Ásdís og Hrafnhildur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu ÖNNU JÓHANNSDÓTTUR Syðra-Garðshorni, Svarfaðardal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar. Steinunn Daníelsdóttir, Halldór Jóhannesson, Jóhanna M. Daníelsdóttir, Jónas M. Árnason, Júlíus J. Daníelsson, Þuríður Árnadóttir, Jóhann Daníelsson, Gíslína Gísladóttir, Björn Daníelsson, Fjóla Guðmundsdóttir og barnabörn. malbika götur og leggja kantstein og þá verður malbikun flestra gatna í bænum orðin samfelld. Þá á að ljúka langþráðri malbikun á veginum milli hafnargarðanna o.fl. ■ Leiðrétting Steingrímur Þorsteinsson hefur beðið blaðið að leiðrétta missögn í síðasta blaði um bjarndýrin. Þar var sagt að Steingrímur hefði sett upp svokallaðan Ólafsfjarðar- björn og væri hann nú á náttúru- gripasafninu á Húsavík. Þetta er ekki rétt. Rétt er það að Stein- grímur setti upp björninn, sem Ólafsfirðingar fundu syndandi á Grímseyjarsundi. Sá björn er nú geymdur heima í Ólafsfirði. Sá björn, sem er á Húsavík, er sá sem Grímseyjaringar unnu hér um árið og var stoppaður upp í Árhúsum í Dánmörku. Steingrímur vill ekki eigna sér meira en hann á. Telur það vera „hjarnargreiða" sér gerðan. Við biðjumst velvirðingar á missögn- Yoga hressandi og styrkjandi æfingar og slökun. hentar bæði konum og körl- um á öllum aldrl. Innritun og nánari upplýs- ingar í 5Íma 61430. Steinunn Hafstað.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.