Norðurslóð - 29.03.1988, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalv.k
Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn
Sími 96-61555
Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Dagsprent
Minnkum
imðstýringuna
Bæjarstjórnir víðast hvar um land hafa nú gengið
frá fjárhagsáætlunum fyrir yfirstandandi ár. Fjöl-
miðlar hafa greint frá því að sums staðar hafi geng-
ið illa í því verki að láta enda ná saman. Ríkisvald-
ið hefur skert tekjustofna sveitarfélaganna. Bæði
var útsvarsprósentan í nýja staðgreiðslukerfinu
skert, svo skattkerfisbreytingin þýðir tekjuskerð-
ingu fyrir sveitarfélögin, og síðan var jöfnunar-
sjóður skertur.
Það er nú svo að sveitarfélög eru misvel í stakk
búin að mæta skerðingu sem þessari. Þau sem
nýlega hafa verið að byggja upp og auka þjónustu
við íbúana mega eðlilega síður við slíku áfalli en
gamalgróin sveitarfélög. Eins kreppir verr að hjá
þeim sem þurft hafa að binda fjármagn sveitarfé-
laganna í atvinnulífinu en hinum sem aldrei þurfa
að sinna slíku.
Ljóst er að sveitarfélög á landsbyggðinni falla
undir þann flokk sem eru í veikri stöðu til að taka
á sig skerðingu. Mörgum finnst að hallað hafi á
landsbyggðina á það mörgum sviðum að ekki hafi
verið fært að bæta þessu við. Eins og málum er nú
háttað verðum við að taka svona uppákomum sem
eins konar náttúruhamförum. Akvarðanirnar eru
teknar í miðstýrðu stjórnkerfi og því verður þeim
ekki breytt að sinni. Hins vegar getum við dregið
lærdóm af þessu og mörgu öðru sem birtist okkur
með svipuðum hætti. Það er einkum tvennt sem
rétt er að benda á.
í fyrsta lagi er höfuðnauðsyn að draga úr mið-
stýringunni í þjóðfélaginu t.d. með því að færa
meira vald og verkefni til sveitastjórnanna. Það
gildir ekki síður um hvernig afla á tekna en að ráð-
stafa fjármagni.
í öðru lagi á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að
miðla tekjum til sveitarfélaganna í samræmi við
stöðu þeirra og styrk en ekki höfðatölu. Sjóðurinn
á að standa undir nafni sem jöfnunarsjóður. En
fyrst og síðast á að draga úr forsjárhyggju stjórn-
valda sem meðal annars birtist í ákvörðun um
útsvarsprósentu og láta sveitarstjórnirnar um allt
sem frekast er hægt að færa undir þeirra umsjón.
J.A.
Messur í Dalvíkurprestakalli
um bænadaga og páska
Skírdagur
Messa í Urðarkirkju kl. 21. Altarisganga. Litanía sr.
Bjarna Þorsteinssonar sungin.
Föstudagurinn langi
Helgistund í Dalvíkurkirkju kl. 17. Hljóðfæraleikur,
lesið úr píslarsögunni, Litanía sr. Bjarna Þorsteins-
sonar sungin.
Páskadagur
Hátíðarmessa í Dalvíkurkirkju kl. 8. Altarisganga.
Hátíðarmessa í Tjarnakirkju kl. 13.30.
Hátíðarmessa í Valiakirkju kl. 16.
2. páskadagur
Hátíðarmessa á Dalbæ kl. 14.
Sóknarprestur.
Dagbók Jóhanns
á HvarB
- Anno 1890 -
1. janúar. Frost að morgni 8
gráður. Sauðir stóðu inni því
jarðlítið er af storku. Þó fá þeir í
góðu !ó gjafar uppi á Efstu-brún.
7. febrúar. Fór í Tjörn að líta
á kú með meinsemd. Fékk meðul
hjá Árna handa kúnni. Kom
Árni með fosformeðul handa
kúnni og vorum við yfir henni til
kvölds.
8. febrúar. Messað á Tjörn.
Kýrin farin að éta.
25. febrúar. Jón (Hallsson) á
Þverá fótbrotnaði, liggur í Klaufa-
brekknakoti. (Hjá Jóni Halldórs-
syni ,,lækni“.)
2. mars. Kom Þorsteinn (Jóns-
son) Upsum, kýr að drepast.
Treysti ég mér ekki ofan eftir,
sendi býldinn og sagði að biðja
Jón Stefánsson að taka blóð, og
svo skyldi setja sýru ofan í hana.
4. mars. Bjó mig til ferðar á
sýslufund. Kom að Völlum,
Sökku og Hámundarstöðum.
Tók bréf á öllum stöðum.
5. mars. Fór ég kl. 10 f. m. frá
Fagraskógi. Bjart, frost 5 gráður.
Krap í mýri en hörsl á brautum
og holtum, ís á Hörgá, en auð og
ill yfirferðar Lónin og Glerá.
Mætti Ólafi á Hallgilsstöðum og
Kristínu (Þorvaldsdóttur bónda-
konu) á Ystabæ fyrir innan
Hvamm.
7. mars. Annar fundardagur.
Lögð fram 17 mál. Þrír leikir
leiknir til skemmtunar af Akur-
eyringum.
13. mars. Kom þéttur jarð-
skjálfti í nótt kl. 5.
16. mars. Kom Stefán í Hofs-
árkoti, stansaði lengi og las í
blöðum.
26. mars. Fórum eftir heyi upp
á brún. Drógum 8 bagga ofan
Syðsta-Gil. Stefán í Hofsárkoti
hjálpaði okkur. Ég hjálpaði hon-
um um steinolíu á 1 lampa.
28. mars. Tvö gufuskip fóru
inn fjörð.
29. mars. Kom Halldór (hrepp-
stjóri) utan frá Hofi, virti hús-
muni til uppboðs (Jón Þorvalds-
son að bregða búi). Gekk með
honum yfir á hóla.
8. apríl. Fór Nonni fram í
Hæringsstaði með 40 álnir vað-
máls til Jóns þar er hann ætlar
með í pressu vestur (í Viðvík).
Bréf með til maddömu Önnu í
Viðvík með meðgjöf 3 kr. í pen.
Komu þeir bræður Aðalsteinn og
Júlíus (Hallssynir) neðan af
Sandi. Sögðu hrognkelsis vart.
14. apríl. Mánudagur. Kom
Lukkan með salt frá Oddeyrar-
höndlun-Gránu. Kom Ferdinant
úr kaupstað (bóndi á Þorleifs-
stöðum). Síld aflast á pollinum í
lagnet til muna.
24. apríl. Fyrsti sumardagur.
Fórum við Sólveig í hús og
skoðuðum fé. Fór ég á tombólu
að Tjörn, skyldi ganga til Helga-
magra hátíðar. Kom seint heim.
Dró ekkert.
26. apríl. Fórum ofan á Sand
að sækja kornmat í Lukkuna.
29. apríl. Klofið tað. Slegin
saman taðvélin. Sett niður millan
(í læknum).
17. maí. Guðrún flutt yfir ána
eftir að hafa verið hér í heimild-
arleysi. Kom Sigríður systir mín.
Kom Jórunn . . .
18. maí. Messað á Völlum og
fermt. Drengir báðir héðan:
1. Jóhann Ytra-Hvarfi (J.
Jóhannsson Sogni. K: Guðlaug
Baldvinsdóttir). 2. Sveinn Ytra-
Hvarfi (S. Hallgrímsson bónda á
Skeiði, verslunarmaður á Akur-
eyri K. Matthea Matthíasdóttir
skálds Akureyri. Sveinn fór til
Ameríku og spurðist aldrei til
hans, þau áttu 2 börn). 3. Soffo-
„Drengirnir" á Hvarfi sem fermdust árið 1890, Jóhann Jóhannsson síðar í
Sogni og Sveinn Hallgrímsson sem týndist í Ameriku.
nías Hofsá. (S. Þorkellsson iðju-
höldur Ameríku.) 4. Sofía
Hnjúki (S. Þórðardóttir. M. Sig-
fús Sigfússon bóndi Krosshóli og
Steinstöðum). 5. Kristín Hálsi.
(K. Pétursdóttir bónda á Skálda-
læk. M. Sigurður Njarðvík sjó-
maður Hafnarfirði. Afkomandi
þeirra er Njörður Njarðvík.)
6. Filipía Gröf. (F. Sigurjóns-
dóttir. M. Stefán Arngrímsson
bóndi Gröf.) Kom Nonni að
kvöldi með vaðmálið. (Sótti til
Viðvíkur.) Verða Sigríður systir
mín og Jórunn hér í nótt.
19. maí. Kom Baldvin á
Bakka, bað hann fyrir 25 aura
fyrir gulrófnafræ. Fór Jórunn,
fylgdi Sólveig henni út að Hálsi.
26. maí. Fréttist að Halldór á
Sandinum Guðmundsson
drukknaði einn af byttu á leið
handan úr Hrísey. (Hann byggði
í fyrstunni Nýjabæ).
3. maí. Lét tína steina úr göt-
um suður að Græntóarlæk.
13. maí. Fór Nonni ofan, 30 í
hlut á bát Jóhanns á Böggvisstöð-
um. Silungur í beitu. Páll rak
geldfé.
14. júní. Braut saman bréf til
M. Magnússonar hjá Jensen
Akureyri, þar í 18 kr. til Magnús-
ar á Grund fyrir sjal mér sent
næst liðinn vetur.
15. júní. Dregið fyrir í nótt.
Fékkst silungur. Við Jón Niður-
frá að yndirbúa til róðra á okkar
bát. (J. á Hreiðarsstöðum.)
19. Kjördagur Eyfirðinga.
Þingmaður kosinn í staðinn fyrir
Jón sál frá Gautlöndum. Helgi
magri leikinn á Akureyri. Ég þar.
20. júní. Héraðshátíð Eyfirð-
inga á Oddeyri, minning 1000 ára
byggingar héraðsins frá því Helgi
magri kom fyrst hér á land. Leik-
inn Helgi magri (eftir M. Jochums-
son) um kvöldið. Ég fór áður
heimleiðis og fleiri sem ríðandi
voru urðu mér samferða.
24. júní. Datt í mig landfar-
sótt. Illkynja Influensusóttin sem
gengið hefur yfir Norðurálfu og
Ameríku næst liðinn vetur. Frétt-
ist lát Árna læknis (á Hamri), dó
í gær á Oddeyri úr lungnabólgu.
Veiktist 21. þ.m. Var á Helga-
magra hátíð.
27. júní. Var siglt á nótabát
eftir líki Árna sál. á Hamri. Með
í för helstu bændur hér í sveit.
Mátti vera kyr sökum veikinda
þrátt fyrir ætlan í þá ferð og var
til þess ráðinn.
28. júní. Sendir hestar ofan til
Nonna, kom heim veikur.
1. júlí. Sveinn liggur, allir
vesælir.
2. júlí. Drengir báðir veikir.
3. júlí. Rekin lömbin 61 sem
ég á og 12 önnur.
4. júlí. Jarðarför Árna sál.
Árnasonar frá Hamri, ein hin
fjölmennasta sem hér hefir verið
að því mér er kunnugt. Lögðust
hér 2 skip við Sandinn, Lukkan,
verslunarmaður Einar Pálsson og
önnur skonnorta tvímöstruð,
verslunarstjóri J.V. Havsteen og
Jakob Björnsson, versluðu í
sama skipi hver fyrir sig.
6. júlí. Sóttur læknir til Sigríð-
ar (Baldvinsdóttur) á Böggvis-
stöðum. (F. kona Jóhanns þar.)
7. júlí. Fórum við hjónin, Jói,
Sveinki og Nonni 5 ofan með ull-
ina. Lagði ég í Lukkuna 159
pund, J.V.H. lét ég hafa 9,2
pund hvíta ull og 7 pör sokka.
Tók þar skotfæri og bankabygg.
9. júlí. Byrjaði að slá.
10. júlí. Lét Nonni bakka á ljá
fyrir Stefán í Hofsárkoti, Stefán
sló á meðan. Misjafn afli á báta.
Fór Jón (faðir Jóhanns Páls) á
Hjaltastöðum í kaupstað ég léði
honum hest, hann tók ofanaf.
15. júlí. Kom Jón úr kaup-
stað. Tók fyrir mig VÁ pott
brennivín, 1 flösku portvín, 1
smásaumspakka.
27. júlí. Fór í Sökku að skoða
kvígu, þar kom Stefán Stefáns-
son kennari frá Möðruvöllum úr
grasaferð sinni, fór í Ólafsfjörð,
Héðinsfjörð og Hvanndali yfir í
Fljót og svo hér að Kotalundi
(netlan hjá Koti), nú á heimleið
með jurtir í tveim koffortum.
31. júlí. Jarðarför Sigríðar
Baldvinsdóttur sem dó 21. þ.m.
Ekkillinn Jóhann Gunnlaugsson
sparaði ekki neitt til. Kista eikar-
máluð og gerð af snilld. Fjórir
blómsveigar á leiði og kistu. Við
hjónin vorum þar og fórum að
kvöldi.
1. ágúst. Fór ég með hesta
ofan að sjó. Tók 6 fjórðunga
harðfisk hjá Sigurði á Sauðanesi,
10 bönd ýsu hjá Ágúst Jónssyni
Sauðaneskoti (kona Sigfríður),
borgaði í peningum allt. Svo var
mér gefið á Karlsá af hjónum
þar. Svo tók ég hákarl hjá Hansi
(Hans Baldvinssyni) færði hon-
um 2 pund smjörs og skyrkollu.
10 ýsur hjá Jóni Stefánssyni
(Nýjabæ) borgaði 1 krónu, 10
ýsur hjá Jóni Sigfússyni
(Sandbúð) borgaði 1 krónu, allt
kvitt. Tók svo Vi tunnu af salti í
Gránuhúsi. Samferða Eggert
(Jónssyni) í Hreiðarsstaðakoti
heim.
2. ágúst. Fór Jón á Hvarfi
(syðra) ofan með 2 hesta að
sækja fiskmeti sem ég kom með
boð um. Farið ofan í Sauðanes-
kot úr Hofsárkoti eftir fiski. Afli
ágætur ef sinnt yrði. Síld líka til.
Fór Baldvin á Bakka með uxa til
Akureyrar.