Norðurslóð - 22.09.1988, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 22.09.1988, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3 Bréf tíl blaðsins - Merking eyðibýla Um nokkru undanfarin ár hef- ur Lionsklúbbur Dalvíkur haft á verkefnaskrá sinni uppsetn- ingu bæjarskilta fyrir eyðibýli í byggðarlaginu. í fyrstu voru nafnskiltin úr lélegu efni og hafa mörg brotnað og eyðilagst og þarf að setja ný upp í þeirra stað. Hin síðari ár eru merkin gerð úr duglegra efni og tekin niður á vetrum. Hefur það gefið góða raun. Það er ætlun þeirra Lionsbræðra að halda þessu áfram, því enn eru mörg eyðibýlin ómerkt. Þess hefur oft orðið vart, að þetta framtak hefur vakið athygli og þótt til fyrirmyndar. Um það vitnar m.a. meðfylgjandi bréf til Norðurslóðar frá merkum borg- ara á Akureyri, Þóroddi Jón- assyni lækni. Ferðamaður á leið um þjóðvegi í Svarfaðardal og Skíðadal sér öðru hvoru sérkennileg, samstæð skilti við vegarbrún: Hvít stöng ber uppi plötu úr dökkum málmi, letraða hvítum stöfum. Aletrunin er nafn eyðibýlis í grenndinni og tölur á skiltinu sýna vegalengd frá því að hinum fornu bæjartóft- um. Skiltið myndar odd, sem sýnir í hvaða átt þeirra er að leita. Síðustu áratugi hafa bændur víða um land sett skilti með nafni bæjar síns við heimreiðir. En ég minnist þess ekki að hafa séð reglulega, kerfisbundna merk- ingu eyðibýla á þennan hátt eða annan svipaðan, nema í Svarfað- ardalshreppi. Það er menningarstarf að rifja upp og reyna að skýra fyrir okk- ur á sem fjölbreyttastan hátt hvernig forfeður okkar fóru að lifa í þessu harðbýla landi. Eyði- býlin segja nokkurn hluta þeirrar sögu. Og ferðamaðurinn hefur engu síður áuga á eyðibýlunum og nöfnum þeirra en þeim bæjum, sem enn eru byggðir. Hann man frásögnina af því þeg- ar eitt þeirra fór í eyði, hann þekkti fólk frá örðu þeirra, for- feður hans bjuggu á því þriðja. Nöfn þeirra og staðsetning eru hluti af lífi og sögu sveitarinnar. Upplýsingarnar um þau bæta nýj- um litum, nýjum dráttum í umhverfið, sem fyrir augu ferða- mannsins ber, jafnvel þó að lítil eða engin ummerki sjáist nú þar sem bærinn stóð áður. Með þessum orðum vil ég þakka þessa sérstæðu og ánægju- legu leiðsögn um Svarfaðardal og Skíðadal og vekja athygli á henni, ef það gæti orðið til þess, að fleiri fetuðu í fótspor þeirra, sem staðið hafa að því ágæta verki, sem merking eyðibýlanna er. Þóroddur Jónasson. Hannes Hlífar sigraði á Syeinsmótinu Á laugardaginn og sunnudag- inn var hið árlega Sveinsmót haldið í Víkurröst. Taflfélag Dalvíkur sér um mótið en Sparisjóður Svarfdæla stendur straum af kostnaði og gefur öll verðlaun sem veitt eru. Mótið er haldið til minningar um Svein heitinn Jóhannsson fyrrver- andi sparisjóðsstjóra. Fiillur skóli á Húsabakka Skólinn á Húsabakka tekur til starfa þriðjudaginn 27. þ.m. Skólinn verður fullskipaður, nemendur verða 55, þar af 46 í heimavistinni, sem þar með er fullsetin og vel það. Kennaralið skólans er óbreytt frá fyrra skóla- ári. Mótið nú er það fjórða sem haldið er og hafa keppendur komið víða að þó flestir séu frá nágrannabyggðarlögum. Að þessu sinni voru 28 keppendur. Keppnin var jöfn og skemmtileg þó að Hannes Hlífar Stefánsson yngsti alþjóðlegi meistarinn okk- ar íslendinga hafi haft talsverða yfirburði var keppnin um næstu sætin mjög hörð. Þrír voru jafnir í 2.-4. stæi og sex jafnir í 5.-11. sæti og aðeins Vi vinningur sem skildi þessa tvo hópa. Úrslitin urðu sem sagt eftirfar- andi: Vinningar 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8'/i 2. -4. Kári Elísson 6 2.-4. Jón Árni Jónsson 6 2.-4. Tómas Hermannsson 6 af 9 mögulegum. Unglingar 15-17 ára fengu viðurkenningu einnig og sömu- leiðis 14 ára og yngri. Sungið sér til hita á Tungurétt. Ómar Arnbjörnsson, Stefán Friðgeirsson, Jóliann Daníelsson, Kristján E. Hjartar- son. Sjónvarpsmenn króa af réttarstjóra Tunguréttar, Jón Þórarinsson. Vel ríðandi bóndi, Sigurður Eiðs- Ljósm. H. Ein. son. Ljósm. H. Ein. Bæjarstjórinn með börnin sín. Ljósm. H.E.Þ. Gamlir sauðbændur á Dalvík. F.v. Anton Gunnlaugsson, Tveir góðir á Tungurétt. F.v. Ríkharður Gestsson og Friðjón Kristinsson, Júlíus Kristjánsson, Vilhelm Svein- Hallgrímur Hreinsson. Ljósm. H. Ein. björnsson, Yngvi Antonsson. Ljósm. H.E.Þ.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.