Norðurslóð - 22.09.1988, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 22.09.1988, Blaðsíða 5
NORÐURSLÓÐ - 5 f Minning: Rósa á Þann 10. september andaðist inni á Akureyrarsjúkrahúsi Rósa Þorgilsdóttir á Sökku. Hún var jarðsett í Vallakirkjugarði laug- ardaginn 17. sama mánaðar. Rósa var fædd á Sökku 23. ágúst 1895, dóttir Elínar Árna- dóttur og seinni manns hennar, Þorgilsar Þorgilssonar, sem var Sunnlendingur, fæddur á Minni- borg í Grímsnesi, kominn af merkum ættum í Árnesþingi. Rósa giftist Gunnlaugi Gíslasyni frá Hofi árið 1924 og eignuðust þau 4 börn, Jónu, tvíburnana Dagbjörtu og Halldóru og Þorgils, bónda á Sökku. Nú eru hundrað ár liðin síðan þau gengu í hjónaband ekkjan Elín á Sökku og sunnlenski bú- fræðingurinn Þorgils Þorgilsson, sjálfur ekkjumaður, en það var 21. september 1888. Sá ráðahagur hefur borið góð- an ávöxt því síðan hefur ættin, nú í 4. lið, setið Sökku með fágætum myndarbrag og myndað eina af sterku stoðunum, sem svarf- dælskt samfélag hvílir á. í litlu samfélagi eins og venjulegum íslenskum sveitahreppi kemur skýrt fram hvar kostir búa í ein- staklingunum. Oft eru það sömu ættirnar og sömu heimilin, sem eins og af sjálfu sér verða horn- steinar sveitafélagsins á öllum sviðum. Hér höfum við dæmi um eitt slíkt heimili. Sjálf var Rósa á Sökku sérstak- lega aðlaðandi persónuleiki sem starfaði frá anda hlýju og góð- vildar. Prjónaflíkurnar óteljandi, sem hún gerði nálega fram á þá síðustu af hennar mörgu ævidög- Sökku um og gaf ættfólki sínu og afkom- endum og fjölmörgum fleirum, gætu ágætlega verið sem tákn eðliseinkenna hennar: Fallegar, vandaðar og hlýjar eru þau lýs- ingarorð, sem koma upp í hugann. Þannig var Rósa sjálf eins og svo margir geta vitnað um sem stóðu henni nærri hvort heldur væru skyldir eða vanda- lausir. Við það mætti bæta mörg- um fleiri orðum. Skemmtileg er eitt þeirra. Hún var ræðin og glaðlynd og kunni þá list að segja frá svo sagan varð lifandi fyrir hugskotssjónum hlustandans. í stuttu máli sagt, skemmtileg kona. Þá má ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess, hve félags- lynd kona Rósa var. Það er sér- stök ástæða til að minna á, að hún var ein af stofnendum kven- félagsins Tilraun sem 33 konur í hreppnum stofnuðu 1915. Að Rósu látinni er nú aðeins ein eftir ofan moldar. Hún var lengi í stjórn félagsins og studdi það dyggilega alla ævi. Þetta, sem hér hefur verið skráð eru fá og fátækleg orð um ágætiskonu, sem var rík af mörg- um þeim kostum sem mann má prýða. Betur lýsa henni stökur, sem eiginmaður hennar, Gunn- laugur, hefur sett saman við sér- stök tækifæri á þeirra löngu sam- lífsbraut. Ég leyfi mér að tilfæra nokkrar þeirra, sem eru skráðar í ljóðasafninu Rimar. Það sem best ég á og ann um ævidaga bjarta er rósin sem ég forðum fann og féll að mínu hjarta. Rósa Þorgilsdóttir í Kvennaskólan- um 1917. Þú hefur margra þerrað tár, þér er tamt að hugga. Aldrei vakið öðrum sár, engum þrýst í skugga. Á vormorgni æskunnar vermdi okkur sól, mín vina, ég man þig á snjóhvítum kjól. Með söngfuglum vordagsins leið okkar lá og Ijósvakinn himinblár strauk okkar brá. Nú rökkvar að kvöldi og aðeins það eitt í einlægni þráum við bæði jafn- heitt, fyrst dagsbirtu þrýtur og dáðlaust hvert spor: að deyja inn f sólgullið, skínandi vor. Nú þegar Rósa hefur hlotið þráða hvíld vil ég fyrir mfna hönd og fjölskyldu minnar senda henni og Sökkuheimilinu bestu kveðjur og þakklæti fyrir löng og góð kynni og vináttu. Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir margra hönd þegar ég sendi Gunnlaugi sérstakar samúðar- og vináttu- kveðjur og þakklæti til þcirra hjóna fyrir þeirra mikla framlag til betra og fegurra mannlífs hér í Svarfaðardal. Hjörtur E. Þórarinsson. húsmæður, góðar og gildar! DALVIK I n Takið eftir Starfsmann vantar við íþróttahús og sundlaug Dalvíkur frá 1. október nk. Umsóknir skulu sendar á bæjarskrifstofuna. Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 61382 eða 61135. Athugið Sundlaug Dalvíkur verður opin á eftir- töldum tímum í vetur: Þriðjudaga kl. 18.00-22.00. Fimmtudaga kl. 18.00-22.00. Laugardaga kl. 13.00-16.00. Sundlaugarvörður. Bókari Kaupfélag Eyfirðinga Dalvík óskar að ráða bók- ara frá næstu áramótum. Umsækjendur þurfa að hafa góða bókhaldskunn- áttu.. Nánari upplýsingar veitir Þórður Viðarsson skrif- stofustjóri. Ú.K.E. Dalvík. Yoga — Karlar — Konur! Yogatímar mínir eru að byrja. Á Dalvík í Dalbæ, á Akureyri í Zontahúsinu Aðalstræti 54. Mýir þátttakendur verða saman og um er að ræða eitt eða tvö skipti í viku. Innritun og nánari upplýsingar í síma 61430. Steinunn P. Hafstað ilú er sláturtíðin hafin Látum nú hendur standa fram úr ermum og búum til slátur í sláturhúsi og verslunum okkar fæst allt til sláturgerðar Allt áhugafólk um íslenska sláturgerð er boðið hjartanlega velkomið meðan birgðir endast Kaupfélag Eyfirðinga Dalvík ■t Sendum alúðarþakkir öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför RÓSU ÞORGILSDÓTTUR Sökku. Gunnlaugur Gíslason, börn og tengdabörn. Kœru starfsfélagar og aðrir velunnarar. Ég undirrituð þakka ykkur öllum af heilum huga fyrir gjafirnar, sem ég fékk frá ykkur á sjötugsafmœlinu. Forráðamönnum frystihússins þakka ég sérstaklega fyrir þá góðu gjöf sem þeir létu fyrirtœkið veita mér l á þessum tímamótum. Farsœld ykkur fylgi öllum og Frystihúsi KEA á Dalvík. Aðalheiður Þorleifsdóttir. ww ^ ^ ^ WW ^ ^ ^ ^ ^

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.