Norðurslóð - 26.10.1988, Qupperneq 1

Norðurslóð - 26.10.1988, Qupperneq 1
Nei, ekki Laufskálarétt í Skagafirði heldur Tungurétt í Svarfaðardal, október '88. Ljósm.: H. Ein. Vetrarkoma - gormánuður byrjar vel í dag 23. október hófst veturinn samkvæmt hinu forna tímatali. Haustmánuður rann út á mið- nætti og við tók gormánuður. Veturinn fer mildilega af stað að þessu sinni. snjólaust er á lág- lendi og frostlaust en þoka grúfir sig yfir öllu Norðurlandi, svo flugvélar komast ekki leiðar sinnar. Ekki svo að skilja, að við höfum ekki séð snjó síðan í vor, við fe.ngum nefnilega dálítinn „vetrarkálf" með snjókomu og leiðindatíð sem byrjaði 25. sept- ember. Var snjóhrafl á jörðu i heila viku og lengur þó, öllum til ama bæði í sveit og við sjá. Þá uröu bændur t.d. að taka kýr sín- ar á gjöf og ekki drýgir það fóð- urbirgðirnar. Geldneyti eru þó sums staðar úti enn og svo auö- vitað hrossin. sem bctur þola haröýðgi íslenskrar náttúru en aðrir grasbítir. Kindur má helst ekki nefna nú hér um slóðir frek- ar en snöru í hcngds manns luisi. En sem sagt, tíðin er góð sem stendur og kannski verða næstu mánuðir, gormánuður og Ylir, líkir sjálfum sér frá í fyrra, en þá var enginn vetur fyrr en kom undir jól, ef einhver skyldi nú vera búinn að gleyma því. Og í tilefni vetrarkomunnar birtum við vetrarlega mynd af hrossastóði í Tungurctt frá byrj- un þessa mánaðar og segjum við lesendur blaðsins: Gleðilegan vetur! Takk fyrir sumarið. P.S. Nú 24.-26. október er komið hið fcgursta haustveður, kalt og bjart. Sólin gengur lágt á heiðum suðurhimni og fujlur máni skín á föla jörð alla nóttina. Og nú geta þeir, sem nenna að horfa upp í himininn, séð a.m.k. 3 af merk- ustu reikistjörnunum, Júpíter og Mars á kvöldin og Venus á morgnana. Júpíter er skínandi bjartur á staö skáhallt neðan undir Sjöstirninu, Mars er vestar (meira til hægri) í fiskamerki, og er miklu rauöleitari en Júpíter. Venus er björt morgunstjarna og sést mjög fallega á austurlofti t.d. milli 7 og 8. Daiyíkurskóli dafiiar og vex - framhaldsdeildir festast í sessi Kennslu hófst í Dalvíkurskóla 8. september sl. en þá niættu nemendur framhaldsdeildar til kennslu. Alls eru 317 nemend- ur innritaðir í skólann, þar af 47 neniendur í framhaldsdeild og 26 nemendur í forskóla- deild. Frá síðasta skólaári hafa nokkrar breytingar orðið á kennaraliði skólans. Kristján Kristjánsson, Matthías Asgeirsson, Gísli Bjarnason og Hrönn Vilhelmsdóttir hættu störfum og nýtt fólk var ráðið í staðinn. Nýir kennarar eru Magnea K. Helgadóttir, Inga S. Matthíasdóttir, Olafur Thoroddsen og Gerhard Guðnason öll ráðin í fullt starf og Guðný Olafsdóttir, Hannes Garðarsson og Friðgeir Hall- dórsson ráðin í Vi starf. Þá varð sú breyting á í október að Svanfríður Jónasdóttir fékk leyfi um ótiltekinn tíma til að gegna starfi aðstoðarmánns fjármálaráðherra. I hennar stað var Rannveig Hjaltadóttir ráðin. Kynning nánisskrár Nú í byrjun október var í fyrsta sinn gefin út skólanámsskrá og dreift til allra foreldra. í þessu litla kveri er að finna ýmsar gagn- legar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur auk þess sem þar er greint frá námsmarkmiðum hverrar nántsgreinar í hverjum bekk. Tilgangur bæklingsins er að auka upplýsingar til foreldra og skapa meiri samvinnu heimila og skóla um nám og uppeldi barnanna. Margir skólar hafa gefið út slíka bæklinga og dreift til foreldra en í drögum að nýrti námsskrá fyrir grunnskólann er gert ráð fyrir því að skólar gefi út skólanámsskrá og kynni þannig markmið sín. Framhaldsdeildum hefur vaxið fiskur um hrygg frá síðasta skóla- ári og hafa aldrei fyrr jafnmargir Nemar á skipstjórnarbraut í flutningum: F.v. Baldvin Þorvaldsson Dalvík, Ólafur Þórðarson Efra-Lóni Langanesi, Finnur Sigurbjörnsson Hofsósi, Jakob Hermannsson Þingeyri, Friðbjörn Bencdiktsson Sólborg Svalbarðseyri, Þröstur Jóhannsson Hrísey. Komnir í nýja kennslustofu. Júlíus Kristjánsson kennari annar f. h. nemendur stundað framhalds- nám við skólann. Nú er í fyrsta skipti boöið upp á nám á fisk- vinnslubraut og standa vonir til að hægt verði að ljúka námi í fiskiðn frá skólanum. 14 nemend- ur eru innritaðir á brautina en 14 nemendur á 1. stigs skipstjórn- arbraut og 19 nemendur á 2. stig. Kcnnsla í Ráðhúsi Um síðustu mánaðamót var tekið í notkun nýtt kennsluhús- næði á efstu hæð Ráðhússins. Sú ákvörðun var tekin í ágúst að taka þetta húsnæði á leigu og inn- rétta fyrir skólann. Ýmsurn kann að finnast sú ákvörðun hafa verið seint tekin en ýmsar ástæður lágu til þess. Heimild til starfrækslu fiskvinnslubrautar lá ekki fyrir fyrr en á miðju sumri, er Ijóst var hver aðsókn yrði. I>á var málið kynnt fyrir menntamálaráðuneyt- inu og því gerð grein fyrir hús- næðisvandræðum skólans. Var þá ákveöið að kanna möguleika á kaupum á lausum kcnnslustofum og jafnframt aö gera kostnaöar- áætlun um lagfæringar á efstu hæð Ráðhússins. Niðurstöður urðu þær, að hagkvæmast væri aö ráðast í þær framkvæmdir þö september yröi liðinn. er hús- næðið yröi til. Iðnaðarmenn voru fengnir til starfa og sýndu þeir niikinn skilning á málinu og lögðu hart að sér viö aö koma húsnæðinu í lag. Eiga þeir allir mikinn heiður skilinn fyrir það hve vel þeir brugöust viö er til þeirra var leitað og hve vel var staðið að framkvæmdum. Öll aðstaða er þarna hin besta og þrátt fyrir skamman tíma hefur verið vandað til allra verka. Er þetta enn einn vottur um þaö hve vel fyrirtæki á Dalvík hafa brugð- ist viö þegar skólinn hefur leitað til þeirra í þröng sinni. Eiga þau öll miklar þttkkir skildar og skal þeim hér með komið á framfæri. Eitt brýnasta verkefni sem skólayfirvöld á Dalvík standa frammi fyrir nú er skölabygging. Þetta nýja húsnæöi rýmkar veru- lega um ncmendur í gamla skólanum en enn vantar á því ekki er hægt að uppfylla viðmið- unarstundaskrá vegna húsnæðis- leysis og þá búa sumar kennslu- greinar við mjög slæman húsa- kost. Það er Ijóst að ekki má við svo búið lengur standa en með auknu húsnæði grunnskólans skapast möguleiki á að finna var- anlega lausn á húsnæðismálum sjávarútvegsbrautanna. Þannig yrði hægt að losa húsnæðið í Ráðhúsinu til þeirra þarfa sem það var upphaflega hugsað. Trausti Þorsteinsson.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.