Norðurslóð - 26.10.1988, Síða 2

Norðurslóð - 26.10.1988, Síða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiösla og innheimta: Sigríður.Hafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: Dagsprent Dagbók Jóhanns á Hvarfi - Anno 1893 - Landsbyggðarsíimud rfldsstjóm? Dramatískir hlutir hafa gerst í íslenskum stjórninálum síðan blaðið kom út fyrir mánuði síðan. Gamla ríkis- stjórnin varð næstum því bráðkvödd og önnur fæddist eftir stuttan meðgöngutíma en er þó vonandi ekki „fyrirburður“ eins og þau börn eru kölluð, sem fæðast fyrir tímann. Þetta blað fæst ekki við flokkapólitík og tekur ekki fyrirfram afstöðu með eða móti ríkisstjórn- um. Annaö mál er það, að með hverri nýrri ríkisstjórn fæðast nýjar vonir í brjósti manns, vonir um að henni takist að leysa farsællega einhver þau úrlausnarefni, sem fyrirrennurum liennar mistókst. Sem skilgetiö landsbyggðarblað lilýtur Norðurslóð að binda nokkrar vonir við þá stjórn, sem nú hefur sest að völdum sem svo er kallaö þó að vitað sé, að vald ríkisstjórna er í rauninni fjarri því að vera algjört í sam- lelagi sterkra og oft öbilgjarnra hagsmunasamtaka eins og okkar þjóðfélag er. Nú hefur landsbyggðin um nokkurt skeið mátt horfa upp á það, hvernig fólk henn- ar og f járniunir hafa runnið í stríöum straumum eins og stórfljót frá öllum byggðuni landsins í átt til Faxaflóa, uns svo er komiö að ísland er í sérflokki ineð Singapúr, þar sem mestur hluti þjóðarinnar býr í höfuðborginni en aðrar byggöir landsins mega sín lítils og lieyja von- litla varnarbaráttu. Svona þarf þetta ekki að vera, þetta er ekkert óvið- ráðanlegt lögmál. Þetta er ekki einu sinni stjórnar- stefna og hefur víst aldrei verið. Þetta er vitnisburður um rétta og slétta vanstjórn á okkar litla þjóöfélagi. Nú er það yflrlýst stefna - og sterklcga yflrlýst stefna - þessarar ríkisstjórnar að ráðast gegn þessari þróun og freista þess með öllum tiltækum ráðum að snúa lienni við. Því er heldur ekki að neita, að stjórnin ber töluvert sterkt landsbyggðaryflrbragð, t.d. eru tveir ráöherrarn- ir úr þessu kjördæmi, sem teygir sig lengst frá Reykja- vík, og það er út af fyrir sig góðs viti. Aðgerðir hennar hingað til gefa líka þeim vonum byr undir vængi að nú verði ekki látið sitja við orðin tóm. Dag skal að kvöldi lofa, en mey að morgni, segir ævafornt spakmæli. Samkvæint því kveðum'við engan dóin né heldur spádóm upp að sinni, en höldum fingr- unum krosslögðum eins og Bretar segja. HEÞ. Niðurskurðarstríð Það er kunnara en frá þurfi að segja, að svarfdælskir bændur stóðu í stympingum við Sauðfjár- veikivarnir og þar með landbún- aðarráðuneytið út af fyrirkomu- lagi riðuniðurskurðar. Var odd- viti hreppsnefndar, Björn Þór- leifsson, skólastjóri á Húsabakka sjálfkjörinn foringi bænda í Hópur sláturhúsfólks í matarpásu. vopnaviðskiptunum og beitti þá óspart því vopninu, sem hvassast bítur á íslandi, þ.e. hinni skæðu ferskeytlu sbr. hina alkunnu stöku: t Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur. Verður seinna í hendi hans Itvöss sem byssustingur. Ljósm.: H.E.Þ. 19. ágúst. Kom Baldvin Hans- son í Upsabúð, sagði 5 blöðruseli á rifinu næst liðinn mánudag og það með að Jón bóndi í Arnar- nesi hetöi í næstu viku þá, komið á fiskiskipi sínu Gesti af ísafirði, sagt sel mikinn fyrir Skaga og jafnvel inn á Skagafjörð. Til þessa muna menn ekki að sela- ganga hafi átt sér stað á þessum tíma árs. 20. ágúst. Eyjafjörður að fyll- ast af sel, þykir annálavert. Fisk- ur mishittur að vonum í slíku selafári. 21. ágúst. Kl. 6 gekk í óveður vorum >að slá suður í Ystu- Brekku þangaö heyrðist brims- uða þangaö til fór að hvessa. 23. ágnst. Krapaél niður fyrir miöjar hlíðar, regn í byggð rakað til miðdegis, þá hætt vegna óveð- urs. Mjög lítið hey er komið inn á sumum bæjum í Skíðadal eftir völl. 24. ágúst. - sagði kviðsnjó á Reykjaheiði og nótabátur sem var við fiskveiöar hafði brotnað í Olafsljarðarhorni að kvöldi 22. þ.tn., öllu bjargað sem í hónum var. Formenn Gunnlaugur á Krossum og Þorsteinn í Syðri- Haga af Arskógsströnd. I dag komu þeir sem á bátnum voru héðan úr sveit og gengu Dranga, snjór í mitti þar á fjalli, mcnn þcir Kristján í Gröf og Þorvaldur á Hofi (Líklega Kristján síðar bóndi í Brautarhóli og Þorv. Þorfinnsson Hofi) hafa verið hálfnaðir i þessunt róðri afli 18'/2 hundrað með tveimur fiskibát- um, eru væntanlegir þegar leiði gcfst úr firðinum, og þeir liafa ráðstafað upp fluttum fiski þar. 29. ágúst. Fórum með 3 hesta að sækja hellur suður í Hvarfið. 30. ágúst. Hætt að slá. Kont prófastur Zophonías frá Viövík og fylgdarmaður hans, ætla í Brekku en gista hér í nótt (Z. er bróöir Sveinbjörns bónda í Brekku). 31. ágúst. Flutt heitn torf og þaktar allar suður hliðar á bæjar- húsum. Þegar málið var komið í sjálf- heldu um skeið og allt sat fast hjá þeim ráðuneytismönnum sendi oddviti Jóni Helgasyni Seglbúða- bónda og hans liði þetta skeyti: Engum ber að blöskra það þótt bændur hár sitt reyti. því sauðþráinn er sestur að suður í ráðuneyti. Framkvæmdastjóri Sauðfjár- veikivarna er Kjartan Blöndal. Hann hafði á sínum tíma sent bændum hér þann boðskap í bréfi, að þeim bæri á tilsettum tíma að hýsa fé sitt, sortera í 3 flokka og vera til aðstoðar við vigtun þess fyrir sjálfan niður- skurðinn og fengju menn greidd- ar bætur cftir niðurstöðu þeirrar vigtunar. Þetta var aðalágrein- ingsefnið og fékk Kjartan eftir- farandi skeyti af þessu tilefni: Embættismannanna ofvaxna stétt ansar ei vorri kvartan. Pví vaknar sú spurning hvort væri ekki rétt að vega og meta Kjartan. Ekki fer sögum af því að þeir ráðuneytismenn hafi átt nokkur 16. september. Gengið í báð- um dölum. Dáin Anna í Sand- gerði. 19. september. Norðaustan stórhríð í nótt. Lötnb frosin nið- ur í gaddi til fjalla svo hjálpa þurfti en ekki fennt, og fjárskað- ar ekki hér í sveit. Nótabátinn rak upp í sandinn og brotnaði á kjölnum. Kýr settust inn. 20. september. Fréttist að sauðaskipið hefði farið inn, svo allt var yndirbúið til að reka í fyrramálið. 21. september. Gisti Árni í Dæli hér með 32 sauði (Faðir Ingibjargar konu Rögnvalds í Dæli). Gefið að morgni og farið á stað með birtingu, með 460 sauði í Svalbarðseyrar pöntunarfélag. Illt að reka vegna frostskara við sprænur. Eg lét 13 sauði í pöntun. 22. september. Var skipað fram sauðunt og gekk vel. (Á Akureyri heid ég.) Fór Páll frá því fram í Hrafnagil að leita Önnu lækninga ef unnt væri. 25. september. Var ég í kaupstað til kvölds. Tapaði hrossi og gisti aftur þcss vegna. 26. september. Jarðsett Anna í Sandgerði (Fyrri kona Júlíusar þar). Sólveig var við jarðarförina og fórum við jafnt heim. 16. október. Fór Jói á Litla- Árskógssand til róðra. Sendi hesta ofan til Sveins eftir fiski. 29. október. Síld mikil og afl- ast vel í Skjaldarvík. 3. nóvember. 20 strokka hefir Ólafur á Hamri (Árnason) fengið af síld, sótt á tveim bátum. 12. nóvember. Kom Jóhannes í Skriðukoti ncðanað sagði að þeir hefðu ekki haft sig út hér af Dalvík fyrir klakabryggju af hafís, sent fór í dag því vestan hryðja reif bryggjuna burt. 17. nóvember. Fréttist að Rósa frá Gljúfurkoti fyrr sé dáin 14. þessa mánaðar. Á Syðri Más- stöðum, karlægur aumingi af holdsveiki. 18. nóvember. Kontu sjómenn álíka vopn í sínu vopnabúri til að senda í höfuðið á hinum óþægu svarfdælsku búandkörlufn. Er ekki að vita hvort eða hvenær deilur þessar hefðu leyst ef ekki hefði svo vel viljað til að spreng- ing varð á stjórnarheimilinu og ný stjórn varð til í miklu hasti. Nýr landbúnaðarráðherra var allt í einu sestur í stól Jóns Hclgason- ar. Sá heitir Steingrímur J. Sig- fússon þingmaður vor frá Gunn- arsstöðum í Þistilfirði. Lét hann það vera sitt fyrsta verk í nýja embættinu að leysa deiluna með því að bjóða hinum svarfdælsku uppreisnarntönnum sæntilega kosti í málinu sem þeir gleyptu við guðsfegnir. Að þessunt sigurstranglegu málalokum fengnum og að öllum svarfdælskum ám dauðunt og gröfnum kvað eitt sveitarskáldið stöku þessa, sent má vera enda- stefið í þessari lokasennu: Nú stríðinu er lokið, sem stóð kringum féð. Hann Steini er fínasti drengur. Riðan er sigruð og ranglætið með. En rollurnar jarma ekki lengur. heim Jói innanað og Sveinn neð- anað með Jóa kom Stefán í Litla- Skógi Bæringur (frá Klængshóli síðar ökumaður á Akureyri) og Steini í Krosshóli. 4. desember. Kont Jón á Hreiðarsstöðum með reikninga og bréf frá Húnavatnssýslu, kostnað á undirhaldi Jakobínu (Guðrúnar) til þess hún dó, 20. febrúar þetta ár á Sólheimum í Svínavatnshreppi, hún heyrði hér til sveitar. Kostnaður 59,67 kr. Áður borgað hér af sveitarsjóði til Kaupmannahafnar fátækra- féhirslu 998,45 kr. verður alls nteð þessari einu stúlku 1085.12 kr. Þessi stúlka flæktist nteð gufuskipi til Hafnar, passalaus, féll þar í veneriska sjúkdóma, var lögð þar fyrir á spítala lengri tíma, var flutt hér á Akureyri, þaðan sleppt af ýfirvaldi á flæk- ing aftur, og dó síðast af barns- förum án þess að geta fætt ‘yndir læknis hendi. 5. desember. Kom Anton á Hamri sagðist hafa selt 20 strokka af síld sem aflaðist í net hans á Skjaldarvík. 100 síldar hvert á 1 krónu. 7. desember. Sendi Svein eftir Sokku litlu veturgömlu trippi er gcngið hefir á Kóngsstaðadal í sumar, farin að leggja af vegna umhleypinga. Norðan hríð, frost 14 gráður. 8. dcsembcr. Kom Jói heim frá Litla-Árskógssandi sagði stóra jaka að reka inn úr sundi. 25. desember. Þorsteinn á Hvarfi (þ. aumingi) er hér enn frá 16. þessa mánaðar hefir aldrei gefist færi að aka honum til þessa- dags. 26. deseniber. Klukkan 2 fóru drengir mínir, Jón á Skeggsstöð- um og Kristinn Pálsson (líklega sonur Páls fjármanns, Kristinn bóndi á Kleif) með Þorstein suð- ur í Hvarf á sleða. (Jón var Rögnvaldsson, bróðir Stefáns Brúarlandi.) Færð vond, ég fylgdi suður í brekku, gekk vel og hann komst heill á húfi heim. 27. desember. Komu hér hjón- in úr Sauðaneskofa (Sænesi) Ágúst og Sigfríður (Ág. fyrri maður Sigfríðar) gista í nótt. 31. desember. Messað á Völlum. ég var heinta, sauðir úti sem ég passaði og lét inn. Kom fólk og gisti. Ég gekk með Jóni á Hvarfi suður á Sprengibrekku. Árið 1893. Vorið má teljast með þeim betri, snemntgróið, kýr gengu úti um krossmessu og geldfé rúið fyrir fardaga, ær lágu úti yfir sauðburð og sýndu gagn mikið á þeim tínta, sncmtna rek- ið á fjall því ckki áfallasamt. kuldar við og við í júní og þurr- viðri hnekkti grasvexti var því treglega í meðallagi á engjunt víða, sömuleiðis töðufall rýrt en allt hey nteð bestu nýtingú. Byrj- aði sláttur í 11. viku sumars, heil- brigði almenn, fiskur vænn en fátt, haustvertíð meö því lakasta er ég man fátt og smátt. Fjár- heimtur ekki góðar, fé allvænt, nytjar í meðallagi. Verslun afar óþæg. Innlend vara lág í verði. útlend há og peningasakir ómögulegar, pöntun öll fjörugog mun hagkvæmari með pcninga. Engir útlendir komu að kaupa fé, engir markaðir, og sláturfé í óverði. Haustið úrkomusamt og óstöðugt, kom fjarska snjór á jólaföstu og hafíshroði. 28. des- ember fjarska rigning og tók töluvert. Endar þannig árið.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.