Norðurslóð - 26.10.1988, Qupperneq 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Systrakot
á Dalvík
í skátahúsinu viö Mímisveg á
Dalvík hefur síðan snemma á
þessu liausti verið starfrækt
barnagæsla 5 daga vikunnar
þar sem 20 börn eins og hálfs
til fímm ára eru í pössun.
Blaðamanni Norðurslóðar lék
forvitni á að fræðast meira um
þessa starfsemi og fór þangað í
heimsókn á dögunum.
bað fór ekki á milli mála að í
þessu húsi voru börn, því 8 eða 9
barnavagnar stóðu þarna sunnan-
undir húsvegg og tvúburabarna-
vagn meira að segja. í mörgum
þeirra voru sofandi börn. Þetta
var einmitt sá tími sem þau fengu
sér miðdagslúrinn. Systurnar
Dóra Rut og Lilja Kristinsdætur
höfðu því betri tíma til að sitja
fyrir svörum.
Það voru 4 ungar konur á Dal-
vík sem tóku sig saman í sumar
við að undirbúa þessa starfsemi.
Þær eru Dóra Rut og Lilja sem
áður eru nefndar og systurnar
Erna og Rósa Ragúels, báðar
aðfluttar. frá Akureyri. Þær tóku
á leigu Skátahúsið við Míntisveg
sem hefur að undanförnu aðeins
verið notað einn dag í viku cða
svo. Agústmánuður fór allur í
það að laga og snyrta húsnæðið.
þær máluðu, dúk- og teppalögðu.
saumuðu gardínur, keyptu leik-
föng, borð og stóla fyrir litlar
manneskjur, og í stuttu máli
gerðu húsnæðið að hinu vistleg-
asta barnaheimili.
Þær hófu starfsemina í sept-
ember. Þörfin fyrir dagmæður
virðist vera næg því fuilskipað
hefur verið hjá þeim frá byrjun.
Börnunum er skipt í tvo hópa.
Fyrri hópurinn kemur kl. 7.45 á
morgnana og er til kl. 12.15. Um
þann hóp sjá systurnar Erna og
Rósa. Seinni hópurinn kemur kl.
12.45 og er til kl. 18.00. á föstu-
dögum þó aðeins til kl. 16.15.
Um þann hóp sjá systurnar Dóra
Rut og Lilja. Það er því ekkert
undarlegt þótt nafnið Systrakot
festist fljótt við Skátahúsið.
Þessar 4 dagmæður láta vel af
starfseminni. Þetta er gefandi og
þakklátt starf. Það er engin
þeirra lærð fóstra, en allar hafa
þær unnið á barnaheimilum eða
gæsluvöllum með fóstrum. Svo
eru þær allar með ungbörn
sjálfar.
Gjöld eru samræmd taxta dag-
mæðra hjá Félagsmálastofnun
Akureyrar. Þær greiða af þessu
húsaleigu og annan kostnað við
Slátrun
- lítið var og lokið er
Sauðfjárslátrun á Dalvík er
lokið að þessu sinni og stóð
skemur en nokkru sinni fyrr
eða frá 15. sept. til 5. okt. Þar
kemur til að sláturfé var miklu
færra en áður vegna mikils
riðuniðurskurðar í fyrrahaust.
Slátrunin gekk ágætlega í alla
staði, enda starfsfólkið úrval
manna og kvenna frá Dalvík
og einkum þó úr sveitinni.
Féð var ágætlega vænt sem
vænta mátti eftir áfallalaust vor
og sumar og mikið rými í högunt.
Samt náði meðalþunginn ekki
metinu frá haustinu 1987. Hér
koma nokkrar tölur sem segja
það sent segja þarf. í svigunt töl-
ur frá 1987.
Fjöldi dilka 7243 (8269). Með-
alfallþungi 15,07 (15,59). Fjöldi
fullorðiris fjár (flest veturgamalt)
624 (702).
Af þessu veturgamla kjöti var
langmest tekið heim af eigendun-
um. nærri 400 skrokkar, svo
greinilegt er, að Svarfdælingar
ætla að vera vel birgir af kjöti fyr-
ir það sauðleysistímabil, sem í
hönd fer.
Flokkun kjötsins var afbragðs-
góð og fór yfirgnæfandi hluti
dilkskrokkanna í 1 A eftir nýju
matsreglunum.
Hæstan meðalþunga þeirra,
sem lögðu inn meira en 100 dilka
(alvörubændur) höfðu Gunnar
Rögnvaldsson Dæli 18,55 kg,
Baldvin Magnússon Hrafnsstaða-
koti 16,21 og Magnús Jónasson
Koti 15,74.
Þyngstan dilk átti Gunnar í
Dæli 26,3 kg en næstþyngstan
Harpa Rún Jóhannsdóttir Atla-
stöðum 25,5 kg.
Slátursala var gífurleg svo
heita mátti að öll slátur seldust
jafnóðum til fólks af slátursvæð-
inu að viðbættum Hríseyingum,
sem eru gamalgrónir viðskipta-
vinir sláturhússins á Dalvík.
Að lokinni venjulegri slátrun
hófst slátrun niðurskurðarfjár í
húsinu. Það fé var ekki gert til
heldur ekið yfir í Hamarsland og
það dysjað í fjöldagröf sarn-
kvæmt samningi. Það voru 2800
kindur og lauk þar með sauðfjár-
haldi Svarfdælinga að sinni. Síð-
an hafa reyndar heimst nokkrar
kindur eins og við var að búast, 3
dilkær framan úr Almenningi í
Skíðadalsafrétt, 2 lömb utan úr
Múla o.s.frv. Og áreiðanlega eru
ekki öll kurl enn til grafar komin,
því víst er það rétt sem segir í
gömlu spakmæli, að lengi getur
leynst grátt lamb undir steini.
Tveir galvaskir sláturhúsmenn. F.v. Kristinn Jónsson gærumaður og Haukur
Tryggvason svíðingamaður. Ljósm.: h.e.þ.
Systurnar Erna og Rósa t.v. og Lilja og Dóra t.h. ennfremur tvíburarnir
Oskar og Ottar og drengurinn Egill.
starfsemina, og sjálfar þrífa þær
húsnæðið.
Þær eru sveigjanlegar í sarnn-
ingum. Sum börnin eru ekki alla
daga og önnur eru lengur en til-
skilinn tíma daglega, og fyrir
kemur að þær taka inn barn og
barn ef móðirin þarf nauösynlega
aö skreppa til Akureyrar eða
annað.
Allt hefur gengið vel fram að
þessu, samvinnan innbyrðis er góð
sömuleiðis við foreldrana og síð-
ast en ekki síst, börnin viröast
hin ánægðustu. Húsnæöiö hentar
bara ágætlega. Stór og góc) leik-
stofa. breiður gangur, herbergi
með dýnum, lítið eldhús, allt á
jarðhæð, enginn stigi og rúmgóð
lóö kringum húsið.
Nú vakna börnin eitt af öðru
og dagmömmurnar fá öðrum
hnöppum að hncppa en svala
forvitni blaðamanns. Hann nær
þó aðeins að smella mynd af
þeim nývöknuöu.
Norðurslóð óskar þessum ungu
og glaölegú dagmæörum allra
heilla í nýju starfi. s. Hafst_
Öll börnin nývöknuð og endurnærð. Ljósmyndir: S.H.
Sæluhús á Heljardalsheiði?
Við gátum þess laúslega í Frétta-
horni að uppi á Heljardalsheiði
hefði .lónas Hallgrímsson (ekki
skáldið) rekist á rúst af tvírýmdu
húsi. Þetta er merkilegt því eng-
inn virðist hafa vitaö um ‘ilveru
þessa mannvirkis. Nú hafa hins
vegar fleiri séð rústina og finnst
öllum hún hin merkilegasta.
Hvaða hlutverki hefur þetta hús
átt að þjóna, hvenær var það reist
og af hverjum? Við þessum og
þvílíkum spurningum væri gam-
an að fá óyggjandi svar. En á því
verður líklega dráttur.
Langlíklegasta skýringin er sú
sem Jónas lét sér strax detta í hug
og sömuleiðis Baldur á Bakka,
sem einnig kom þar oftar en einu
sinni í sumar. Nefnilega að þetta
séu leyfar af sæluhúsi þar sem
annað og minna hólfið hafi verið
ætlað mönnum en hið stærra
hestum þeirra. Þá gæti manni
dottið í hug að biskupsstóllinn á
Hólum hafi á einhvern hátt verið
riðinn við gerð þessa athvarfs.
Hann átti t.d. lengi einar 18 jarð-
ir í Svarfaðardalshrepp einum
auk fjölmargra innar og austar.
Ferðalög til og frá með leigur
o.fl. voru daglegt brauð og veður
öll válynd á henni Helju í nærri
900 metra hæð.
Nú birtum við mynd af rúst-
inni, sem Jónas tók í sumar. Hún
á að sýna hve vel a.m.k. hluti af
tóftinni stendur enn. Og í botnin-
um er mikill mosagróinn jarðveg-
ur, e.t.v. leifar af torfþaki, sem
fallið hefur í tóftina.
Fyrsti bíllinn á heiöinni. Jónas Hallgrímsson á A-1000.
Séð niður Svarfaðardal. Halla Jónasdóttir hvílir sig í „sæluhúsinu“ á heið-
inni. Ljósm.: J.H.