Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Side 2

Norðurslóð - 14.12.1988, Side 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLÓÐ Útgefendur og abyrgðarmenn: Hjörtur Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Dagsprent s I lundum nýrra skóga Nú þegar loksins er konrinn kaldur vetur og sólin hætt að sjást hérna á norðurslóð er rétti tíminn til að hefja umræðu um gróður og vor. Aldrei hefur meir en nú síðustu misserin verið talað um ástand gróðurs á íslandi, gróðureyðing og endur- heimt gróðurs. Raddir gerast háværar og þungum ásökunum er slöngvað að bændum og öðrum þegnum þessa lands, sem eiga grasbítandi dýr sér til arðs eða ánægju nema hvortveggja sé. Hér er ekki hægt að blanda sér að neinu ráði í þá oft öfgafullu umræðu. Aðcins slá því föstu sem staðreynd, að gróður á stórum hlutum landsins hefur frá örófi alda staðið höllum fæti vegna óhagstæðra náttúruskilyrða lofts og lands og hef- ur ekki þolað þá viðbótar áraun sem fylgdi tilkomu mannsins og húsdýrum hans. Það er alveg ástæðulaust að reyna að sýkna sauð- kindina af aðild að gróðureyðingunni. Birkiskógurinn hefur cyðst af ýmsum ástæðum, beit og mörgum öðrum ástæðum. En sauðkindin hefur síðan verið duglegust við að hindra nývöxt skóga á eyddum svæðum. En í leiðinni bjargaði hún svo íslensku þjóðinni frá að deyja af hungri og kulda í landi sínu og því má helst ekki gleyma. Nú hefur sauðféinu fækkað mikið, sumstaðar mjög mikið svo sem hér í Eyjafirði og afleiðingin er m.a. sú, að víðir og jafnvel birki er tekið að skjóta upp kollinum svo sumstaðar þekur nú mittishátt víðikjarr stór svæði þar sem áður voru aðeins smávíðiplöntur niðri í gras- rótinni. Það getum við t.d. séð þessa dagana á svæðinu austan vegar í Arnarneshreppnum eða á Grundarengj- um í Svarfaðardal. Slíkt er gaman að virða fyrir sér, en aldrei verður þetta að nytjaskógi. Hins vegar er nú hafin skógrækt með nýju sniði víða um land og ekki síst í þessu héraði. Milli 40 og 50 bændur í sýslunni eru nú þcgar þátttak- endur í bændaskógaáætlun Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og Skógræktarfélags Eyjafjarðar og heildar- svæðið, sem frátekið er og afgirt nemur meira en 1000 hektörum. Það er trú mjög margra og von allra að þetta sé vísirinn að raunverulegum nytjaskógi framtíðarinnar hér í Eyjafirði. Það er óþarfi að láta orðaskakið í kring um land- græðslumálin verða til þess, að menn taki ekki eftir þeirri stórmerkilegu þróun, sem er að gerast hér á skóg- ræktarsviðinu. M.a.s. hér í Svarfaðardal, sem þó telst ekki búa yfir fyrsta flokks skógræktarskilyrðum, eru nokkrir bændur með í verkefninu. í þessum efnum gerast ekki stórir hlutir á stuttum tíma. En óneitanlega er gaman að reyna að sjá í andanum, hvernig umhorfs verður í sveit- um Eyjafjarðar eftir svo sem hálfa eða heila öld, þegar skógardraumar okkar sem nú lifum verða orðnir að iðgrænum veruleika. HEÞ Opnunartími verslana á Dalvík: Laugardag 17. des. Þorláksmessu, 23. des. Aðfangadag, 24. des. Þriðjudag 27. des. Gamlársdag, 31. des. kl. 10.00-22.00 kl. 9.00-23.00 kl. 9.00-12.00 kl. 10.00-18.00 kl. 9.00-12.00 Sparisjóðurinn er opinn virka daga frá kl. 9.15-12.00 og 13.00-16.00. Lokað á aðfangadag og gamlársdag. Dagbók Jóhanns á Hvarfi - Anno 1894 16. júlí. Bundum 30 hesta að syðsthúsi. Eftir 30 fangahnappar af því sem laust var fyrir helgi. Kom Árni í Dæli, aflienti honum fyrir Vestfjarðar smjörið kr. 27,50, og af Sparisjóð af inn- stæðu Guðjóns í Skjaldarvík kr. 40 upp í kýrverð. Dó Stefanía Hjörleifsdóttir prests Guttorms- sonar, kona Jóns Jóhannssonar á Tjörn 30 ára að aldri (foreldrar Sesselju fyrri konu Jóhanns Sveinbjörnssonar frá Brekku). 20. júlí. Kom Jón Hjaltalín á Möðruvöllum á leið til aukaþings í Reykjavík og fylgdarmaður hans ásamt Birni Bjarnasyni stúdent, fylgdi ég þeim yfir ána. 24. júlí. Gisti Guðrún gamla hér, sem hér var næst liðið ár, er nú á flækingi. 27. júlí. Fór gamla Guðrún eitthvað út á bæi. 28. júlí. Fór Sveinn út á bakka, skaut kóp sem lá upp í eyrar- tanga undan Skeggsstöðum, vóg 40 pund óskertur. 31. júlí. Sleppt ánum i fyrsta sinn síðan um fráfærur, hefur Björn Snorrason verið yfir þeim á nóttunni. 1. ágúst. Liggja factoraskip við Sandinn. Hákarlaskip að koma inn með afla. 12. ágúst. ...afli mikill, síld fæst á ystu bæjum. 21. ágúst. Komu prestshjónin á Þönglabakka og Gísli á Hofi á Höfðaströnd. Gista hér. 22. ágúst. Fór Gísli. Flutti ég hjónin frá Þönglabakka að Völlum. 29. ágúst. Kom Shr. Hafsteen, Gunnar á Hjalteyri, Sigurður Hjörleifsson læknir frá Nesi, og Jón í Arnarnesi, fylgdi ég þeim öllum yfir í Klaufabrekknaskarð. 9. septcmber. Fórum í göngur 5 af heimili. 10. september. Töldum við öll lömb mín 61 af fjalli, vantar Þorra-Móra einan sauða. 14. september. Rekið á stað markaðsfé hér úr sveitinni til Oddeyrar. Besta veður. Alls selt á markað úr sveitinni um 800 fjár. Kom bréf frá deildarstjóra frá Pöntunarfélagi Svalbarðseyr- ar um sauðavigt. 17. september. ...kl. 6 e.m. farið á stað með alla sauði sem vigtaðir voru 598 að tölu. Peir héðan í Fagraskóg, Krossa, og þriðju í Háls (þetta eru pöntun- arsauðir). 20. september. I nótt kom Jói frá pöntunarsauðarekstri, sagði að öllu hefði verið skipað fram sem komið var í eimskipið Món- ark sem rúntar 10.000 fjár. 21. september. Fór allt fólk hér frá heimili út að Völlum, giftist Stefán Hallgrímsson Litla Árskógi og Lilja Jóhannsdóttir Ytra-Hvarfi (foreldrar Rannveig- ar í Sogni nú á Dalbæ og Hall- gríms síldarkaupmanns, föður Stefáns og Hafliða Akureyri). 22. september. Kom Solla ofan, sótti fisk á tveim hestum (systir Sveins, það er Sólveig kona Gamalíels móðir Sveins og Hannesar í Reykjavík). 28. scptember. Skipt pöntun, settur nótabáturinn. Kom Tryggvi ofan, fórum heim með flutning á tveim hestum. Fyrsta nótt sem ég svaf í næði þessa viku. 29. september. Rekið saman. Tók ég frá 7 kindur sem fara með drengjunum að Möðruvöllum, líka tók ég fra éina vætt fiska og 20 bönd ýsu, bundum þetta og koffort þeirra. 30. september. Fóru drengir Jóhann og Sveinn á stað á Möðruvallaskóla og Ólafur á Völlum með þeim. 2. október. Kom Ólafur á Völlum með hesta innanað sent drengir fluttust á með dót sitt. Komu gærur af 7 kindum aftur. 10. október. Gerðum við þrír og krakkar tveir vegabót frá Skriðukotslæk að Græntóarlæk. 20. októbcr. Fór Sólveig ofan til kaupstaðaferðar á sjó nteð Jóni á Hreiðarsstöðum. Lagðist ég í rúmið hastarlega, með ákaf- an hita, lungnabólgu og tak undir vinstra herðablaði og beinverkj- um, mátti engan veginn vera. 23. október. Veikindi mín breytast lítið. Fór Stefán í Hofs- árkoti í Klaufabrekknakot. Jón sendi mér skammt sem ég tók inn og spanskfl. plástur brenndi á takið. 24. október. Jón í Klaufa- brekknakoti kom, tafði lengi. Kont Sólveig úr kaupstað. Var mér mjög þungt þetta kvöld. Bar Bót svartri kvígu, lifir handa Ólafi (á Völlum). 25. október. Slæmur þennan dag. Fréttist að Sig. Hjörleifsson verði sóttur til Jóns Stefánssonar á Sandinum. Sendi ég Fía á tveim hestum með bréf ofan á Sand kl. 8 eftir m., Póra skrifaði sjúk- dómslýsingu, hann kom aftur kl. I um nóttina. Sagði þá komna læknislausa, hann austur í Bárð- ardal (læknirinn). 26. október. ...fór Jói vinnu- maður með bréfið inneftir. 27. október. Var mikið skárri, breyttist við svitann, má heita til- finningalítill. Kom Sigurður læknir kl. 10 e.m. með Jóa ... læknirinn hér í nótt. 29. október. Þann 25. þ.m. gat ég ekki sökum sansa deyfðar og veikinda ntinna minnst hins blíða og blessaða sumars við lok þess. Það er einmælt af öllum að slíkt gæðasumar muni þeir ekki, allt hefir oltið því í hag til lands og sjávar. Eg er 58 ára og man ekk- ert slíkt suniar. frá fyrsta degi til þess hins síðasta hefir enginn óblíður dagur komið, og allt snú- ist mönnum í ársæld og blessun. Fyrir það finn ég mér skylt af hrærðu hjarta að lofa Drottinn og þakka honum. 30. október. Kom Sigurður á Tungufelli, tafði mér til skemmt- unar fram að háttatíma. 31. október. í morgun lá Kot- asurtur dauður úr pestinni í Syðra-Sauðhúsi. 3. nóvember. Öllu gefið í morgun, svo látið út, gerði bleytu og slettingshríð svo skepnur sví- virtust. 17. nóvember. Kom Jói heim (Jói vinnumaður) hefir aflað nálægt 100 í allt sumir, búast við að hætta. Sídl alltaf við Hrísey. 27. nóvember. í nótt fór Jói fyrir mig með 23 pund smjörs og fleira af fatnaði í Möðruvelli til drengjanna, kom bréf í gær frá þeim og skólaskýrsla. 29. nóvember. Kom Jói frá Möðruvöllum, var hann þar um kyrrt í gær og hlýddi á tíma. 2. desember. Kont Jón á Hreiðarsstöðum og tók 15 krónur af hreppsfé á sparisjóði, til að borga Svalbarðsstrandarhrepp með barni óskilgetnu fyrir utan- sveitarmann á Tjörn. Þykir flest- um óþurft að halda þann pilt sem vinnumann hér í sveit. 8. desember. Sendi Friðrik út að Skáldalæk nteð 20 pund haust- ull og 26 og Vi alin hvítt vaðrnál sem Rögnvaldur þar tekur af mér til Gránuverslunar. 11. desember. Kom Rögnvald- ur með umbúðir utan af vaðmáli og ull sem hann tók af mér í kaupstað. 17. desember. Áin hefir rutt sig það sem sést. 19. desember. Fór í Mela og vað ána í belgjum. 24. desember. Komu drengir Jóhann og Sveinn frá Möðruvöll- um, voru í nótt í Litla-Skógi. 30. desember. Lögðu drengir héðan á stað aftur inn að Möðru- völlum. 31. desember. Kom Anna Sig- urðardóttir sem var í Tumsu (Jarðbrúargerði), gistir hér, fékk ég bréf frá Jóh. Árnasyni úr Skjaldarvík. Hann biðurum 1 kr. peningalán, ég sendi honum þá krónu með Önnu. Framhald í næsta blaði. Svarfdælskur bær um aldamótin.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.