Norðurslóð - 14.12.1988, Page 5
NORÐURSLÓÐ - 5
Bréf Amgríms Gíslasonar
„alltaf fer óáranin vaxandi...“
Á síðastliðnu hausti fékk undirritaður bréf frá Haraldi Bessasyni,
háskólarektor á Akureyri. I bréfi Haralds voru gögn varðandi Árn-
grím Gíslason málara. Það er bréf, frá honum til Nönnu dóttur hans
af fyrra hjónabandi, sem ung hafði fiust til Ameríku. Hún var gift
Benedikt Benediktssyni frá Stóruvöllum í Bárðardal. Bréfinu fylgdu
3 myndir, 1 af Arngrími sjálfum og 2 af Nönnu.
Konan, sem sendi dr. Haraldi þessi gögn er af ísiensku bergi
brotin, skrifar sig Lady Elton og er fósturdóttir Aðalbjargar, dóttur
þeirra Nönnu og Bcnedikts. Hún hefur beðið Harald að koma þessu
dóti á eitthvert safn sem vilji taka við því. Haraldi hefur svo
fundist, að þetta ætti helst heima hér og því sendi hann það hingað
úteftir. Nú eru þessi gögn komin í örugga vörslu hjá Héraðsskjala-
safni Svarfdæla í Ráðhúsinu á Dalvík.
- Árið 1983 kom út bók um Arngríni málara eftir dr. Kristján
Eldjárn. Þar er gerð ítarleg grein fyrir ævi Arngríms og lífshlaupi
bæði heima í Þingeyjarsýslu og hér í Svarfaöardal. Kristján notar sér
allar þær heimildir, sem honum eru tiltækar um ævi listamannsins.
Meðal þeirra eru nokkur bréf frá honum til manna hér innanlands.
Hins vegar vitnar hann hvergi til bréfa Arngríms til dóttur sinnar í
Ameríku, svo bréfið sem hér fylgir og þær upplýsingar, sem í því
felast, hefur hann ekki haft undir höndum.
Af þessuin sökum finnst ritstj. Norðurslóðar ástæða til að birta
það hér í jólablaðinu. Það gefur átakanlega mynd af aðstæðum
málarans og ástandinu hér um slóðir á harðindakaflanum fyrir alda-
mótin.
Til viðbótar skal þess aðeins getið, að aldrei koin til þess, að Arn-
grímur færi til fyrirheitna landsins með fjölskyldu sína. Hann andað-
ist rúmlega hálfu ári eftir að hann skrifaöi dóttur sinni þetta bréf.
Aftur á móti fór elsta dóttir þeirra hjónanna í Gullbringu, Petrína
Soffia, vestur nokkrum árum síðar. Dóttursonur hennar er m.a. Ted
Arnason bæjarstjóri í Gimli og er þannig kominn út af þeim Arn-
grími og Þórunni mikill ættbogi í Ameríku.
H.E.Þ.
Gullbringu þann 30. júlí 1886.
Elskulega dóttir:
Loksins sest jeg nú niður að
hripa þjér fáar línur enda þótt
þær verði ómerkilegar. Mikið
gleður mig að frétta að ikkur lýð-
ur bærilega og að þið kunnið við
ikkur þar vesturfrá, og sjé jeg nú
að þið hafið farið á réttum tíma
burtu af landi hér, því altaf fer
óáranin vaxandi og hvar það
lendir er ósjéð. Nú er eg búin að
fá fastan vilja á að komast vestur
ef jeg gæti og Þórunn hefur altaf
haft hann, en jeg hef alt undir
þetta verið því fráhverfur, enn nú
álít jeg skildu mína að forða rnjer
áður enn allir veigir eru horfnir
þó nú líti út fyrir að ekki verði
Arngrímur málari.
mögulegt að selja nokkuð því
enginn getur borgað og því til
sönnunar var selt nú í vor á upp-
boði 6 ær í góðu standi hvur á 6
kr. og annað að tiltölu eptir
þessu, nú ætla jeg að biðja ikkur
að ráðleggja mjer hvað ikkur sín-
ist í þessu. Ekki hef jeg heilsu til
að gánga í stránga vinnu enn jeg
hef von um að jeg gæti komist af
án þess með ímsu móti sem ekki
er ofvaxið 'heilsu minni. Þórunn
er heilsugóð og hraust til vinnu,
börnin eru heilsugóð og efnileg
þótt þau sjcu heldur ung en þá,
ingsta sistir þín heitir Nanna og
er hún ekki fullra tveggja ára enn
þá, hún er fjörug og heilsugóð,
enn nett og smá að vexti. og að
kalla fulltalandi. Jeg gjet ekki
Nanna Arngrímsdóttir eldri.
sagt þjer mikið af kringum stæð-
um mínum því þær eru ekki góð-
ar heldur enn neinna hjer eða
fárra, maður getur fengið enn þá
nóg að gjöra enn ómögulegt er að
fá borgað nema hjá einstöku
manni t.a.m. fæ jeg borgað Alt-
aristöblur sem jeg hef gjört og er
það nú máske það helsta jeg hef
selt þær alt að 200 kr. og þó það
sje nú lítil borgun þá er það þó
besta sem jeg gjöri hjer, skepnur
hef jeg aungar aðrar enn 2 kír og
hest og nú lítur út fyrir að ekki
fáist nema ónóg handa annari og
þegar svona gengur ár frá ári er
ekki að búast við góðu. i firras-
umar hafði jeg 3 kír nokkrar ær
og 2 hesta enn varð að eyða þessu
í haustið var, og nú er þó mikið
verra útlit en þá var.
Nú hef jeg ekkert vinnufólk og
þikir mjer það mikil bót því verst
fer það með allar kringumstæður.
Eg er kominn fyrir nokkru í
Musterismanna félag (Good
Templ) og kann jeg mjög vel við
það enda var mjer eingin afneit-
un oröin í að bragða vín, jeg er
að reina að koma á dálítilli Must-
erismanna deild hjer í Svarfað-
ardal og hef jeg góða von um að
það lukkist.
Eg sní mjer nú aptur að því
sem eg var að minnast á nl. að
biðja ikkur að skrifa mjer og
seigja mjer álit ikkar því nú er
full alvara mín að fara.
Máske Þórunn kjæmist að með
aö gjeta feingið forþjenustu sem
yfirsetukona og gjæti það orðið
að gagni hún er orðin æfð og
reind. Eg veit að maður þarf að
breita sjer allavega eftir kringum-
stæðum og getur ekki haldið sjer
stöðugt við sama atvinnuveg. Nú
bið eg ikkur fyrir alla hluti fram
að skrifa mjer með fyrstu ferð
sem hægt er því fyrr fer jeg ekki
neitt að búa mig undir að reina
að komast.
Jeg hef nú að svo stöddu ekk-
ert til að skrifa meira. Eg legg hér
innan í mind af okkur sem jeg
kalla góða eptir því sem hjer má
búast við, elsku dóttir sendu mjer
ef þú átt góða mind af þér, helst
ef það væri stór brjóstmind, því
skjeð getur að við aldrei sjáust-
um þótt jeg hafi nú fast ákveðið
að fara, enn Forlögin munu
kannskje taka í taumana.
Eg sje mjer ekki til neins að
skrifa Benedikt því jeg læt þessar
línur gilda fyrir ikkur bæði. Það
jeg gjet ekkert skrifað sem þið
hafið gaman af, af því þið eruð
hjer svo ókunnug, enn þið fáið
bréf altaf úr Stóruvöllum og í
þeim fréttir sem þið hafið gaman
af.
Brít jeg svo saman miðann fel-
andi ikkur Guðs forsjón.
Þinn elskandi faðir
A.Gtslason.
P.S. Margir hafa hjer hug á að
fara vestur og sumir af þeim í
góðum efnum. A.
Þórunn Hjörleifsdóttir inuó börn sín f.v. Guöluug Þórarinsdöttir, Björg,
Nanna yngri og Angantýr. (Petrína llutti til Ameríku.)
/-----------------------------------------\
Gömul þula
Hafið þið heyrt um ána
og hetjuna hann Stjána.
Snemma dags til dala
drengur fór að smala.
Út um alla móa
alltaf var að hóa.
Hund sinn lítinn hefur
honum skófir gefur.
Sauðfé saman elti
seppi hljóp og gelti.
Hjörð í húsið gengur
hópinn telur drengur.
Eina vantar ána
œ það er hún Grána.
Hann varð afar hrœddur
hurðum lokar mæddur.
Lagði af stað í leitir
lengi göngu þreytir.
Hana loks hann hitti
hálfdauða í pytti.
Ekkert orð hann sagði
ána á herðar lagði.
Hana í bœinn bar hann
býsna þreyttur var hann.
Bjó um hana í heyi
hlúði að nótt sem degi.
A nýmjólk hana nœrði
nýja krafta fœrði.
Ef menn eins og Stjáni
ynnu að hinna láni,
hlýnaði í hugarsetri
og heimurinn yrði betri.
N_________________________________________/