Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Qupperneq 12

Norðurslóð - 14.12.1988, Qupperneq 12
12 - NORÐURSLÓÐ Það gerist æ algengara, að leikmenn séu fengnir til að halda erindi í kirkjum landsins. Algengast er þetta um jól og áramót t.d. á svo- kölluðum aðventukvöldum tímanlega á jólaföstu. Hér í sóknum Dalvíkurprestakalls hefur þessi siður líka fest rætur og hafa nokkrir leikmenn flutt slík kirkjuerindi, gjarnan upprifjun minninga tengd- um kirkjugöngu frá æskudögum. Þann 13. desember 1986 var þannig haldið aðventukvöld í Valla- kirkju. Sóknarnefndin hafði fengið Sigríði Thorlacíus til að koma frá Reykjavík og flytja erindi við athöfnina. Hún varð góðfúslega við þeirri bón og flutti það skemmtilega erindi, sem við höfum fengið leyfl til að birta hér í jólablaði Norðurslóðar. Ef til vill gerist þess ekki þörf, en þó skal þess getið, að Sigríður, sem í gamla daga var jafnan kölluð Sigga á Völlum, er yngsta barn prestshjónanna frú Sólveigar Pétursdóttur Eggerz og sr. Stefáns Kristinssonar, er gegndi Vallaprestakalli 1901-1941. Ritstj. Á aðventukvöldi í Valla- kirkju 13. desember 1986 Þegar Sigurður á Brautarhóli mæltist til þess, að ég legði þess- ari aðventusamkomu til nokkur minningabrot frá uppvaxtarárum mínum hér á Völlum, greip ég fegins hendi tilefni til að heimsækja dalinn þegar hann er búinn vetrarskrúða. Það er því ekki hlutverk mitt að rekja sögu Vallastaðar, né þeirra 43 presta, sent vitaö er um að setiö hafa staðinn frá því að Guöntundur Arason, síðar biskup, var hér prestur árið 1190. Þá þegar voru tekin að gerast undur nokkur vegna návistar hans, þó ekki væri það fyrr en í Skagafirði, að bóndi kom að presti í Viðvíkurkirkju og sat fugl á öxl hans. Bóndi bar ekki kensl á fuglinn, „enda óvanur að sjá heilagan anda", segir í Biskupa- sögum. Kannski hefðu Svarfdælir verið glöggskyggnari, hefði sá atburður orðið hér. Um það leyti, sem flytja átti prestssetrið frá Völlum að Dalvík, hitti ég Ármann Snævarr háskólarektor að máli og minnt- umst við á þessa ráðabreytni. Hann taldi eðlilegt, að bróður sínum þætti þröngt um sig á Völlum, húsið væri svo lítið. Það kom á mig stans, satt að segja hafði aldrei hvarflað að mér, að Vallahúsið væri lítið. Svo margþætt og fjölbreytt var það mannlíf, sem ég átti minningar um þaðan, en minntist þess aldrei að þrengsli hefðu hamlað neinu því, sem þar átti að gerast. Sama var hvort áttu að koma unglingar til náms, hvort æfa átti kór inni í Suðurstofu eða við ætluðum að safna peningum í Sundskálann með því að hafa leiksýningu í Norðurstofunni, ásamt böggla- uppboði, og ball í baðstofunni á eftir. Að maður nefni nú ekki hve sjálfsagt var að hýsa gesti, þó að heimilisfólk væri 15-20 manns, sem var algengt á mínum upp- vaxtarárum. Búskapurinn í bernsku minni þætti ekki stór í sniöunt nú, því þegar ég get fyrst farið að tíunda gripina man ég eftir rösklega 100 ám, sjö kúm og viðlíka mörgum hestum. En það var ærið verk að heyja fyrir þennan búsmala, því þá voru ekki vélarnar komnar til sögunnar. Þá bættust kannski árlega við ein eða tvær sléttur á túninu, scm minntu mig alltaf á uppbúin rúm. því þær voru kúpt- ar og skorningar á milli, allt unn- ið með handverkfærum. Engjarnar eru kannski mest þær sömu enn, auk Útbakkans neðan Helgi og María við heyskap á Vallatúni. Skcmmtifcrð í Böggvisstaðafjalli 1928 eða 29. F.v. Sigurður Jónsson kaupmaður, Dalvík, Sigríður Stefánsd Völlum, Unnur Tryggvadóttir, Völluin, María Stefánsdóttir, Völlum (Þverá), Jórunn Jóhannsdóttir, Sogni, I Símonarson, Völlum (Þverá), Sr. Stefán kristinsson, Völlum, Jón Jónsson, Völlum, lítt sýnilegur, Jóhs Jóhannesson, leikari, vinnumaður á Völlum, Malldór Jónsson, Völlum (Þverá), Stefán Hallgrímsson, Dalvík, baki að Ijósin., óþekktur maður bak við Stefán, Rannveig Stefánsdóttir, Dalvík, Jakob Tryggvason, Ytra-H Oddný Sigurjónsdóttir, Árgerði. við Sökku, og sumt af þeint er auðvitaö orðið að túni. Hin eigin- lega vélvæðing landbúnaðarins varð ekki fyrr en ég var farin að heiman og þá um leið urðu til möguleikar á stærra búi. Svo var skroppið á sjó til að fiska, því pabbi átti alltaf árabát á Dalvík og sjómennskan var rík í honum frá uppvaxtarárunum í Hrísey. Mamma var lfka vön sjósókn frá bernsku sinni í Akur- eyjum og þau héldu áfram að bregða sér á handfæri, jafnvel eftir að þau voru flutt í Hafnar- vík 1941. Ein af fyrstu endur- minningum mömmu var sú, að bræður hennar notuöu hana til að ýta báti úr vör, því hún var svo létt að auðvelt var að kippa henni um borð. Eg minnist oftast einna tveggja vinnumanna og þriggja eða fjögurra vinnukvenna, auk fjöl- skyldunnar og unglinga, sent til- heyrðu okkur beint eða óbeint. Á ég þar við fóstursystkini mín og aðra unglinga, sem staðnæmd- ust lengri eða skemmri tíma hjá okkur. Þá var alltaf eitthvað af öldruðu fólki á heimilinu. Stundum voru fleiri en eitt sjálfstætt heimili á bænum. I bað- stofunni minnist ég Ingibjargar Árnadóttur og Jóhanns Sigur- jónssonar, sem lengst bjuggu í Hlíð. Hér fæddist Alexander sonur þeirra og þótti mér hann mikil gersemi. Næst komu Mar- grét Kristjánsdóttir og Baldvin Arngrímsson, sem fyrst fluttu að Skriðukoti og síðar að Klaufa- brekkum. Með þeim kom Anna dóttir þeirra, yndislegt barn. í áratugi sá ég hana .ekki, en allt í einu fékk ég hana að herbergisfélaga á kvennafundi á Húnavöllum fyrir nokkrum árum. í Norðurstofunni man ég fyrst eftir afa mínum og ömmu frá Yystabæ, en það sjálfstæða heim- ili þar, sent mér kom mest við, var þegar fóstra ntín elskuleg, María Stefánsdóttir og Helgi Símonarson bjuggu þar. Þær nætur, sem Helgi var að heiman að vetrinum vegna kennslu, svaf ég hjá Möllu minni. Sár var sorg- in þegar fyrsta barn þeirra fædd- ist andvana. Pétur bróðir minn og hans fjölskylda bjuggu líka um skeið í Norðurstofunni, með- al annars þegar verið var að byggja á Hánefsstöðum. Svo var það hún Begga okkar. Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, sem lengi bjó í miðbaðstofunni með sínu sérstaka búskaparlagi og vakti oft kátínu með óvenjuleg- um tilsvörum sínum. Hún fór nokkrum sinnum á ári í ferðalög, sem ég held að engum hafi dottið í hug að kalla flakk. Nei, það voru orlofsferðir til að hitta fólk og fregna af mannlífinu og segja svo okkur, sem heima vorum, hvað fyrir hana hafði borið, einnig að þiggja gjafir og gefa öðrum. Einu sinni þegar hún hafði þegið margar og góðar gjafir af Fríðu á Hofi, sem þá var heima á Urðum, þakkaði hún nteð þess- um orðum: Ja, mikið má ég skammast mín fyrir þig, Fríða. Eftir eina ferðina inn á Strönd sagði hún föður mínum frá níu piltum þar, sem væru trúlofaðir. En er engin stúlka bendluð við þessa? spurði pabbi. Jú, ein, ans- aði Begga. Einn bjartan sumar- dag var Jakob Tryggvason að hreinsa orgelið hérna í kirkjunni og við Unnur fóstursystir mín að sníglast í kring um hann. Kemur þá Begga og tekur Jakob alvar- lega tali og bendir honum á, að hann skuli nú bara reyna hið allra bráðasta að biðja Unnar og rekur með ýmsu móti, að það hlyti að verða affarasælt, því - eins og hún sagði: Það er um að gera, að lundirnar fari vel saman. Við engdumst af hlátri, en Bagga lét það ekki á sig fá, því Unnur var hennar uppáhald og henni mikið í muna, að sjá hana vel gjfta. Ekki get ég nú sagt, að þessi ræða yrði úrslitavaldur í þeirra lífi, því þó nokkur ár liðu þar til þau létu reyna á hvort lundirnar færu vel saman hjá þeim. Og nú hefur sú santbúð staðið í hálfa öld. Ein af máttarstoðum tilveru minnar var Guðrún Sigurjóns- dóttir, móðir þeirra. Helga á Þverá og Jóns fósturbróður míns. Hún flutti á heimilið þegar Jón Framhúsiö á Völlum stendur enn.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.