Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 13
NORÐURSLÓÐ - 13
var barnungur og var þaðan í frá
hægri hönd móður minnar, þar til
hún, ásamt Sigríði ntóður Maríu,
gekk inn í heimili þeirra Maríu
og Helga. Á sumrin annaðist hún
eldhússtörfin, en á veturna var
hún að nokkru sjálfrar sín og sat
mest við tóvinnu. Hvort heldur
var við eldavélina eða rokkinn
entist hún til að segja mér sögur
og svara spurningum. Ekki minn-
ist ég þess, að það hvarflaði að
okkur að óhlýðnast henni, frem-
ur en mömmu. þegar mamma var
fjarverandi. Fyrir jólin bakaði
hún alltaf smákökur, sem ég finn
ennþá keiminn af.
Mikið undur var gott fólk á
bæjunum hérna í kring. Aldrei
minnist ég þess að hafa heyrt
ónotaorð fara á milli bæja og það
veit ég, að betri leikfélaga áttu
engin börn en við. Nú galt ég
þess - og naut - að vera yngst
ntinna systkina, sem upp komust
og það var ekki fyrr en Villi fóst-
urbróðir minn og síðar Kalli
bættust í búið, að mér gafst tæki-
færi til að ráðskast með ein-
hverja, sem minna máttu sín.
Gunnar Þorsteinsson var einu ári
eldri en ég og þar sem Arnleif
móðir hans var líka í heimilinu,
stóð hann að sjálfsögðu ekki und-
ir minni kommandó að ráði. En
jafnaldra og því sem næst jafn-
aldra átti ég alla tíð á næstu bæj-
um og mörg tækifæri gáfust til
leikja viö þau og annarra sam-
skipta. Pað voru til dæmis ekki
slorleg leikritin, sem við Eiríkur
Pálsson sömdum og leikin voru af
skörungsskap í stofunni á Öldu-
hrygg - óg hátíðaskrúðið á leik-
endunum voru blúndumillipilsin
hennar Filippíu húsfreyju.
Miklu fleira fólk væri gaman
að nefna, en einhversstaðar verð-
ur að nema staðar. Einum get ég
þó ekki sleppt, honum Dóra,
Halldóri Jónssyni, þeim elsku-
lega og glaða hagyrðingi, sem
mörgum gerði glatt í geði með
skemmtilegum kviðlingum, svo
Prestshjónin í kirkjugarðinum.
sem eins og Baunasálminum. Það
er í eitt af fáum skiptum, sem ég
hcf lagt orð í belg í rímuðu máli
þegar Dóri varð þrítugur. Pá var
önnur tveggja kaupakvenna jafn-
aldra mín, Kristjana Ásbjarnar-
dóttir, nú húsfreyja í Álftagerði
við Mývatn, móðir mikilla lær-
dómsmanna, m.a. Björns Dag-
bjartssonar alþingismanns. Við
vorum að keppast viö heyþurk á
Útbakkanum þennan dag. Krist-
jana er bráðgáfuð og hagmælt og
við settum saman afmælisbrag til
Dóra og sungum yfir miðdags-
kaffinu. Þetta var skemmtilegt
sumar. Viö vorum sextán ára og
ortum ljóð og laust mál við hríl-
urnar allt sumariö, en sem bctur
fer komst ekkert af því á blað, en
hvarf á brott með sumarblænum.
Eitt af því sem jók á fjöl-
breytni lífsins var símstöðin, sem
með Urðum þjónaði öllunt
dalnum. Maður var sendur að
sækja fólk í síma og margir komu
líka til að síma. Það var visst
gjald fyrir kílómetra með sím-
aboð og sjaldan minnist ég þess,
að maður fengi hest til þeirra
ferðalaga, heldur átti maður að
hlaupa og meina ég það bókstaf-
lega. Það þótti léleg frammistaða
að láta sjá til sín gangandi hérna
á milli bæja, jafnvel þótt sendi-
ferðin væri alla leið suður í Hofsá
og nautin á Hofi væru tjóðruð
upp á hól og bölvuðu svo að
hjartað ætlaði að bresta af
hræðslu.
Foreldrar mínir voru ákaflega
óvílsöm um smámuni og kunnu
vel glaðværð og jafnvel galsa
ungs fólks í kring um sig. Pabbi
gekk lítið til bústarfa, en mamma
gekk í hvaða verk sem var. Það
varð að orðtaki, sem okkar góði
nágranni og fyrsti organisti Vall-
akirkju. Jón á Hánefsstöðum,
sagði einu sinni þegar hann bar
þar að, sem hún var að gefa
kálfum: Komið þér nú sælar, frú
Sólveig, þú átt nóg af kálfunum.
Nú hlýtur ykkur að finnast ein-
kennilegt, að.sumir skyldu þéra
foreldra mína, jafn hégómalaus
og þau voru. En þetta var venja
þess tíma. Og svo fastur var frú-
artitillin við mömmu og lækni-
sfrúna í Ásgerði, að stundum
sögðu krakkar, sem hingað voru
send einhverra erinda: Frúin,
Inin mamma bað mig að
spyrja . . .
Mamma sinnti alltaf nokkrum
störfum utan heimilis þegar ég
man fyrst eftir mér. Hún var
umboðsmaður Gefjunnar og
annaðist smáverslun á Dalvík,
sem Kristján Árnason kaupmað-
ur á Akureyri og Sæmundur
bróðir áttu. Hún tók mikinn þátt
í störfum kvenfélagsins og átti
þaðan dýrmætar endurminningar
til æviloka. Pabbi taldi hins vegar
ekki samræmast prestsstarfinu að
vera mikið beinn þátttakandi í
sveitarstjórnar- eða félagsmál-
um, en hafði þó veruleg áhrif í
mörgum málum, kannski ekki
síst skólamálum, vega- og hafn-
armálum.
Ég nefndi fyrr, að undlingar
hefðu komið hingað til náms eftir
að barnaskólanámi lauk. Slík
kennsla stóð venjulega þetta sex
Sigríöur Thorlacius í ræöustól.
til átta vikur og var hvort tveggja
að nemendur gengu hingað heim-
an frá sér eða bjuggu hérna.
Fyrst minnist ég þess þegar verið
var að kenna bræðrum mínum og
þeirra félögum. Þá sat ég eins og
mús úti í horni og hlustaöi á allt,
sem fram fór, kannski ekki orðin
læs. Svo var ærslast í frístundum,
úti eöa inni. svo um munaði og
oft var glímt í baðstofunni. Þegar
svo kom að mínum aldursflokki,
þá var gamanið auðvitað miklu
meirav þó að Jón fósturbróðir
minn, sá snilldar kennari, segði
einu sinni: „Þið munið aldrei
ne'itt. Það er helst að hún Lilja
veit eitthvað.“ Það var Lilja
Halblaub, en meðal þorskanna
voru Þorbjörg Eldjárn á Tjörn og
Snorri Hallgrímsson á Hrapps-
stöðum.
Gestir komu úr öllum áttum,
erlendir og innlendir. Fjölmenn-
asti gestahópurinn, sem ég man
eftir var þegar allir nemendur og
kennarar Gagnfræðaskólans á
Akureyri kornu í heimsókn á
afmælisdaginn hennar mömmu,
1. apríl 1921. Komið var með
skipti til Dalvíkur, þar sem
kvenfélagið annaðist móttökur,
og fólkið svo flutt á sleöum fram-
eftir. Veitt var súkkulaði og kaffi
og seinna skyr og rjómi. Margir
lögðu lið sitt við þessa móttöku,
sem þótti hin ánægjulegasta. Mér
er einna eftirminnilegast að við
Lilja Halblaub komumst aö því,
að enginn tók eftir því hvað vi.ð
borðuðum mikið af kökum.
En þó þetta væri fjölmennasti
hópurinn, sem kom langt aö, þá
var auðvitaö oft fjölmenni við
messur á hátíðisdögum og þá öll-
um veitt súkkulaöi og kaffi. Fólk
sat í hvcrjum krók og kima húss-
ins og baðstofunnar að heita
mátti og skiptist á um að drekka
við borðin í stofunum. Enginn
nefndi að það væri bagalega
þröngt, enda þá gerðar aðrar
kröfur til húsnæðis og ekki fylltu
húsgögnin stofurnar til óþæg-
inda.
Kirkjan var sjálfsagður hluti
lífs okkar og þar gerðist margt til
harms og gleði. Henni er tengd
mín fyrsta tilraun til að vinna
vísvitandi bug á ótta. Ég hef lík-
lega verið sjö eða átta ára, óskap-
lega hrjáð af myrkfælni, átti jafn-
vel erfitt með að fara ein upp
stigann í myrkri. Ég fór að hug-
leiða. að eiginlega væri þetta
óþolandi, svo að eitt haustkvöld í
svarta myrkri til jarðarinnar, en
við glætu af tungli, tók ég kirkju-
lykilinn, fór út í kirkju og hugs-
aði með mér: Ef ég verð ekki vör
við ncitt óttalegt, þá er þetta tóm
vitleysa í mér. Ég opnaöi kirkj-
una, gekk inn að altari og út
aftur, læsti kirkjunni og hring-
gekk báða kirkjugarðana, fór inn
og hef ekki fundið til myrkfælni
síðan.
Stundum var erfitt að verjast
hlátri í messum, eins og þegar
skírnarskálin á altarinu lak og við
sáum allt í einu vatnsbunu falla
ntilli fóta föður míns þcgar hann
gerði bæn sína fyrir altarinu. Og
oft var ég búin að óska þess aö
einhver af gylltu stjörnunum í
hvelfingunni losnaði og félli
niður, svo ég gæti leikið mér að
lienni.
Ég fór alfarin að hciman í árs-
byrjun 1933. En þær rætur, sem
binda mig viö Vallastaö eru
sterkar og liggja kannski dýpra
en hægt er að skilgreina. Þær geta
aldrei slitnað.
Sigríður Thorlacius.
Hún Begga, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir 1928 eða 29. Myndirnar tók
Sæmundur Stefánsson, Völlum.
Völlum
- Aðventuenndi Sigríðar Thorlacius 1986